Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. Norðurlöndin standa sam- an á heimssýningu 2005 NORÐURLÖNDIN munu standa sameigin- lega að kynningu á heimssýningunni í Japan 2005 og kynna sig sem svæði án landamæra með sameiginlega menningu og sögulegan bak- grunn. Sagt var frá þessu á norskum vef- miðlum. Ólafur Egilsson hjá utanríkisráðuneytinu staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði að ástæður þess að Norðurlöndin hefðu þennan háttinn á séu fyrst og fremst þær að mikil hagkvæmni og sparnaður fylgi því að standa saman að kynningunni. Hún verði kröftugri fyrir vikið, t.d. sem hvatning til ferðalaga því vitað er að Japanir ferðast gjarn- an til nokkurra staða í einu og því kjörið að kynna löndin sem eitt svæði. Ólafur sagði að þátttaka í þessum sýningum hefði talsverða þýðingu fyrir viðskipti og að þessu sinni hafi verið samþykki meðal norrænu þjóðanna að helga þátttökuna kynningu á norrænni hönn- un, nýrri tækni, umhverfisvernd, ferðaþjón- ustu og menningu og sýningaraðstaða þjóð- anna verður skipulögð í samræmi við það. Undir þetta tekur Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs, og bendir á að kostnaður sé mikill við að taka þátt í sýning- unni: „Þetta eru mjög góðar fréttir. Ég held að það yrði mjög erfitt fyrir okkur, og reyndar önnur Norðurlönd, að gera þetta af nokkru viti [í Japan] nema þá að gera þetta sameiginlega.“ Þema sýningarinnar verður náttúran með sérstakri áherslu á umhverfi, orku, auðlindir og þá framtíðarmöguleika sem líftæknin býður upp á á þessum sviðum og búist er við að 17–18 milljónir gesta komi á heimssýninguna, bæði frá Japan og öðrum löndum. ALDREI fyrr hafa jafnmargir þingmenn undir 27 ára aldri sest á þing í einu, eða þrír. Segja má að kynslóðaskipti hafi átt sér stað á Alþingi í síðustu kosningum. Fimm nýju þingmannanna eru þrjátíu ára eða yngri og fjórtán eru yngri en 40 ára. Meðalaldur þingmanna lækkaði um fimm ár í síðustu kosningum, úr 52 árum í 47, þegar átján nýir þingmenn settust á þing. Ef meðalaldur þeirra er skoðaður sér- staklega kemur í ljós að hann er ekki nema 35 ár. Það sætir nokkrum tíðindum að af þess- um átján nýju þingmönnum eru fimm þrjá- tíu ára eða yngri. Í þessum hópi er meðal annars næstyngsti þingmaður sögunnar, Birkir Jón Jónsson, en hann er ekki nema 23 ára. Gunnar Thoroddsen var 113 dögum yngri en Birkir þegar hann settist á þing árið 1934 og er yngsti þingmaður sög- unnar. Aðeins níu þingmenn í sögu Alþingis hafa verið undir 27 ára aldri. Í þessum kosningum bætast þrír við þennan hóp eins og áður segir, en aldrei hafa svo margir undir 27 ára aldri sest í einu á þing. Í þarsíðustu kosningum, árið 1999, var Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu, yngsti þingmaðurinn, hún var 33 ára þegar hún settist á þing og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rúmum mánuði eldri. Lúðvík Bergvinsson var hins vegar yngsti þingmaðurinn eftir kosningarnar 1995, þegar hann átti tvær vikur í 31 árs afmælið. Aldrei jafn- margir ung- ir á Alþingi  Þjóðin yngir upp/10 Morgunblaðið/Sverrir SEX þúsundasti stúdentinn verður braut- skráður frá Menntaskólanum á Akureyri á þriðjudaginn, 17. júní, á síðustu Skólahátíð Tryggva Gíslasonar sem skólameistara. Nú eru 75 ár síðan skólinn tók að braut- skrá stúdenta. Það var fyrst gert 1928 en frá 1972, þegar Tryggvi tók við starfi skóla- meistara, hafa um 3.500 stúdentar braut- skráðst frá skólanum. Í samtali við Tryggva Gíslason í Morg- unblaðinu í dag kemur fram að hann telur það Menntaskólanum á Akureyri fyrir bestu að hann verði gerður að sjálfseign- arstofnun þar sem innheimt yrðu skólagjöld og hafi hann raunar lagt það til við Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráð- herra, árið 2000. Hugmyndin hafi hins veg- ar ekki hlotið hljómgrunn. Tryggvi segir eðlilegt að tekin séu skóla- gjöld bæði í framhaldsskólum og háskólum „vegna hins einfalda sannleika að allt sem er ókeypis þykir einskis virði.“ Tryggvi segir einnig að þetta yrði liður í að auka sjálfstæði skólanna gagnvart rík- isvaldinu og bæta fjárhag þeirra. Sex þúsundasti stúdentinn brautskráður frá MA  Agi er undirstaða/B1 ♦ ♦ ♦ VERÐ á íbúðarhúsnæði heldur áfram að hækka og nemur hækkunin 12–13% á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkis- ins. Hækkunin á síðustu sex árum eða frá því á fyrri árshelmingi 1997 nemur um 70% og þegar tekið hefur verið tillit til verðlagshækkana á tímabilinu hefur raunverð íbúða í fjölbýlishús- um hækkað um 40%. Núverandi verðhækkunarskeið hófst fyrir rúmum fimm árum og hefur það staðið óvenju lengi á íslenskan mælikvarða. Fermetraverð á tveggja herbergja íbúð miðað við staðgreiðslu var tæpar 80 þúsund krónur á fyrrihluta árs 1997. Fermetraverð á tveggja herbergja íbúð í dag er hins vegar 136 þúsund kr. að meðaltali eða 56 þúsund kr. hærra en það var fyrir sex ár- um. Fermetraverð fer lækkandi eftir því sem eignirnar stækka, en verðhækkunin er engu að síður sambærileg fyrir íbúðir í fjölbýlishúsum. Fermetrinn í sérbýli 150–210 fermetrar að stærð hefur hins vegar hækkað meira eða um 82% á tímabilinu, en stærsta sérbýlið 270–370 fermetrar hefur hækkað minna eða um 64% frá því á fyrri hluta árs 1997. Aukin umsvif á fasteignamarkaði Verðþróun undanfarinna ára má greinilega merkja í auknum umsvifum á fasteignamarkaði, hvort sem litið er til fjárhæðar eða fjölda þeirra kaupsamninga um íbúðarhúsnæði sem gerðir eru árlega. Þannig eru nálega tvöfalt fleiri kaupsamningar gerðir að meðaltali árin 1998– 2000 en á árunum 1990–1995 þegar viðvarandi sölutregða var á markaðnum. Verðbólgu síðustu tólf mánaða, sem verið hef- ur lág, má að stærstum hluta rekja til hækkana á íbúðaverði eða að meira en að þremur fjórðu hlutum. Verðlag hefur hækkað um 1,8% á tíma- bilinu, en sé hækkun húsnæðisverðs undanskil- in nemur verðlagshækkunin síðustu tólf mánuði innan við hálfu prósenti. Fasteignaverð hefur einnig stórhækkað í flestum iðnríkjum frá miðjum tíunda áratugn- um og nemur hækkunin um 50% í Bretlandi, Hollandi og á Spáni svo dæmi séu tekin. Er því spáð að fasteignaverð í þessum löndum muni lækka verulega á næstunni. Íbúðaverð hefur hækk- að um 70% frá 1997 Hækkun íbúðaverðs nam 12–13% síðustu tólf mánuði  Húsnæðisverðið/14–15 GRÓÐURSETTAR voru í gær- morgun 2.007 trjáplöntur sem Al- coa færði Fjarðabyggð að gjöf í tilefni samnings um byggingu ál- vers Alcoa í Reyðarfirði, Fjarða- áls. Gróðursetningin fór fram við álverslóðina frá Framnesi og út að Sómastöðum. Um verkið sáu Trevor J. Adams, framkvæmdastjóri Ís- landsverkefnis Alcoa, og Ásmund- ur Ásmundsson, formaður Skóg- ræktarfélags Reyðarfjarðar, ásamt nemendum 8. og 9. bekkjar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Síð- ar verða gróðursettar 450 plöntur á hverju ári til ársins 2007, eða ein planta fyrir hvern starfsmann. Gróðursettu 2.007 plöntur frá Alcoa Morgunblaðið/Helgi Garðarsson MIKILL erill var hjá lögregl- unni á Akureyri í fyrrinótt. Tilkynnt var um eina líkams- árás undir morgun í miðbæn- um, skammt frá Nætursöl- unni, þar sem sparkað var í liggjandi mann. Var sá fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungs- sjúkrahúsið til aðhlynningar en árásarmaðurinn handtek- inn og látinn gista fanga- geymslur. Báðir voru mennirnir um tvítugt og nokkuð ölvaðir, að sögn lögreglu. Er blaðið fór í prentun var kæra ekki komin fram en þess beðið að árás- armaðurinn svæfi úr sér öl- vímu til að skýrslutaka gæti farið fram. Fjölmenni var á Akureyri í fyrrinótt og lög- reglan segir lítinn svefnfrið hafa verið á tjaldstæðunum þar sem bæði voru fjölskyldu- fólk og skemmtanaglaðir nátthrafnar. Erill í Reykjavík og Borgarfirði Löggæslumenn í Reykja- vík og Borgarfirði höfðu einn- ig í nógu að snúast í fyrrinótt en engin alvarleg atvik komu upp. Fjölmargir voru á ferð- inni í Borgarfirði og þurftu lögreglumenn að sinna mörg- um útköllum á stóru svæði. Líkams- árás á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.