Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 B 7 ferðalög Fluguveiði á fjöllum Nýverið tóku nýir leigutakar við Köldu- kvísl og Tungnaá en ár þessar eru báð- ar á hálendinu skammt frá Hálendis- miðstöðinni Hrauneyjum. Árnar eru leigðar út saman og fylgir Tungnaáin neðra svæði Köldukvíslar frá kl. 7-12 en efra svæði frá kl. 15-23. Einungis eru seldar þrjár stangir á hvort svæði til þess að tryggja næði. Á efra svæð- inu er eingöngu leyfilegt að veiða á flugu en með tilkomu nýrrar brúar yfir Tungnaá er hægt er að komast á þetta svæði á 4x4 bifreiðum. Á neðra svæð- inu er leyfilegt að nota beitu eða spún en veiðimenn eru hvattir til að nýta sér frábær skilyrði til þess að veiða þar á flugu. Ár þessar eru þekktar fyr- ir væna fiska og hafa gefið vel í sumar. Í fréttatilkynningu frá leigutökum kemur fram að í síðustu viku hafi níu fiskar (2-4 pund) veiðst á þrjár flugu- stangir á einu kvöldi og um síðustu helgi veiddust 27 fiskar (2-5 pund) á einum degi á tvær stangir. Veiðileyfi eru seld í Hálendismiðstöð- inni Hrauneyjum og sérstakt tilboð er í sumar á veiðileyfi, gistingu og morgunmat. Fossasig og gljúfurgöngur Útilífsmiðstöðin Centrum Natura sem sérhæfir sig í rekstri útlilífs- miðstöðva og ýmiskonar náttúru- tengdri afþreyingu er með ýmsar nýjungar á boðstólum í sumar. Centrum Natura er með útilífs- miðstöð á Húsafelli í Borgarfirði en að sögn Bjarna Freys stendur til að fjölga þeim á næstu miss- erum. „Í sumar ætlum við að bjóða upp á gljúfurgöngur og fossasig en ein af nýjungum okkar er Gljúfur- ganga í Selgili. Þá er gengið niður Selgil og hopp- að fram af fossum. Síðan rennir fólk sér fram af fossi á vír og renn- ur 100 metra niður í gilið. Í sígildu gljúfurgöngunni okkar er hinsvegar endað með leikjum og þrautum sem hefur verið vinsælt hjá saumaklúbbum, vinahópum og vinnufélögum.“ Bjarni Freyr segir að í sumar verði boðið upp á fastar ferðir í gljúfurgöngur alla laugar- daga klukkan 13.30 og í hella- skoðun klukkan 10.30 alla laugar- daga. Í hellaferðinni er farið í Surtshelli, í íshellinn þar, en þar er gólfið ísilagt og yfir þúsund grýlu- kerti síðast þegar Bjarni Freyr fór þangað.Útilífsmiðstöðin er einnig með hestaferðir á sínum snærum og þá bæði stuttar og langar ferð- ir. Á næstu vikum verður boðið upp á enn frekari nýjungar.  Hægt er að panta veiðileyfi í síma 487 7782 en nánari uppl. er að finna á slóðinni www.hrauneyjar.is. Verð á veiðileyfi ásamt gist- ingu í uppábúnu rúmi og morgunverður kostar 5.900 krónur. Veiðileyfi án gistingar og morgunverðar kostar 4.900. Veiðileyfi í hálfan dag án gistingar og morgunverðar kostar 2.900 krónur. Ódýrara er að kaupa veiðileyfi í hálfan dag frá mánudögum til fimmtudaga og kostar hálfur dagur þá 1.500 krónur.  Centrum Natura Vefslóð: www.centrumnatura.is símar 5525200 og 6606422 Tölvupóstfang: info@centrumnatura.is HVALASKOÐUNARBÁTURINN Húni II hefur nú, sjötta sumarið í röð, hafið hvalaskoðunarferðir frá Norðurbakkanum í Hafnarfirði og hafa eigendur hans í hyggju að minn- ast í sumar sérstaklega 40 ára afmæl- is bátsins, sem um margt á sér merki- lega sögu. Þó ekki sé enn fastákveðið hvernig afmælishaldinu verður hátt- að, hafa eigendurnir og hjónin Þor- valdur Skaftason og Erna Sigur- björnsdóttir hugmyndir um að kalla til gömlu áhöfnina, sem upphaflega var á bátnum, svo hægt sé að rifja upp gamlar endurminningar. Það voru kapparnir Hákon Magnússon og Björn á Löngumýri sem létu smíða bátinn hjá skipasmíðastöð KEA árið 1963 og var hann afhentur nýjum eigendum í júlí það ár. Bát- urinn, sem er 130 tonna, er stærsti sinnar tegundar sem eftir er í dag í óbreyttri mynd og átti ameríska eik- in, sem notuð var í hann, ekki að geta fúnað. Þrjátíu árum síðar hafði bát- urinn, að því er flestir töldu, lokið hlutverki sínu. Hann var tekinn af skipaskrá árið 1993 og látinn grotna niður því til stóð að brenna hann. Þorvaldur og Erna eignuðust bátinn, eftir nokkra baráttu við kerfið, fyrir heilar tíu krónur og björguðu þar með aflóga og vélarvana eikarbáti frá bálför. „Síðan eru liðnar tuttugu milljónir króna,“ segir Þorvaldur og vísar í hvað uppbyggingin hefur kost- að þau. Bjargað frá bálför „Ég bilaðist bara svona illa. Það héldu allir að ég væri orðinn vitlaus að vera að standa í þessu, segir Þor- valdur,“ spurður um tildrögin að upp- byggingu bátsins. „Ég vissi að báts- ins beið ekkert nema bálið og mér sveið sú tilhugsun því ég hafði séð hvað var búið að gerast í sögunni.“ Húni er nú langstærsti eikarbáturinn sem til er óbreyttur. Þorvaldur og Erna hafa lengst af búið á Skaga- strönd, en fluttu sig suður í Hafnar- fjörð árið 1996. Þorvaldur hafði starf- að við sjómennsku í 36 ár þegar hann hóf að gera draum sinn um Húna að veruleika. Á meðan á ferðamanna- vertíðinni stendur á sumrin, starfa þau hjónin saman á bátnum og skipta með sér verkum þannig að herrann sér um vélina og viðhaldið og frúin sér um veitingarnar og miðasöluna. Á veturna starfar Þorvaldur svo gjarn- an við beitingu eða annað tilfallandi og Erna á Hrafnistu í Hafnarfirði. Fljótandi sjóminjasafn Húni II tekur allt að 100 manns í einu og í lestinni, þar sem búið er að innrétta matsal og bar, er rými fyrir um 50 manns. Í bátnum er að finna vísi að sjóminjasafni þar sem Þor- valdur hefur verið áhugasamur um að viða að sér alls konar hlutum, tengdum sjómennsku, úr fortíðinni og því má með sanni segja að Húni sé eina fljótandi sjóminjasafnið hér við land. Húni II fer í hvalaskoðunarferðir á hverjum morgni frá Norðurbakkan- um í Hafnarfirði kl. 10 árdegis auk þess sem hægt er að panta bátinn í sjóstangaveiði og skemmtiferðir fyrir hópa. Hvalaskoðunarferðirnar, sem standa í þrjá til fjóra tíma í senn, kosta 3.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir börn. Í fyrrasumar fóru þau Þorvaldur og Erna svo að bjóða upp á kvöldsiglingar inn í sól- arlagið og áforma að halda kvöldsigl- ingunum áfram í sumar. Veitingar eru um borð í öllum ferðum og boðið er upp á lifandi tónlist. Hnúfubakur á ferð „Við erum að fara út á Faxaflóann, tíu til tólf mílur frá landi, allt eftir því hvernig lífríkið er hverju sinni. Ýmist stefnum við á Garðskagavita eða Snæfellsjökul. Árangurinn er yfir- leitt mjög góður ef veðrið er gott. Mest erum við að sjá hrefnur og höfr- unga, en höfum að undanförnu verið að sjá hnúfubak, sem yfirleitt lætur ekki sjá sig fyrr en í júlí/ágúst.“ Húni II er eini hvalaskoðunarbát- urinn, sem gerður er út frá Hafnar- firði, en þrjú samkeppnisfyrirtæki eru í næsta nágrenni. Hvalaskoðun- arbátarnir Elding og Hafsúlan hafa sínar bækistöðvar í Reykjavík og Moby Dick er gerður út frá Keflavík. Báturinn Húni II á fertugsafmæli í sumar Hvalaskoðun kvölds og morgna Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur Skaftason fer með fólk í hvalaskoðunarferðir á Húna. Morgunblaðið/Kristinn Hjónin Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir.  Húni ll Sími: 894 1388, 854 1388. Netfang: hunill@simnet.is Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.