Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ V ÆRÐ er yfir gamla, virðulega skólahúsinu þegar gamall MA- ingur stígur inn úr sólskininu. Enn marrar vinalega þegar stikað er inn langan ganginn. Allt er eins og það var. Eða hvað? Er kannski ekkert eins og það var? Skrifstofa skólameistara er á sínum stað og uglusafn Tryggva Gíslasonar vakir yfir meistaranum og gesti hans á meðan þeir tala saman. Tryggvi leggur áherslu á orð sín og endurtekur gjarnan það sem hann vill að kom- ist vel til skila. Umorðar það. Þetta er hans stíll. Tryggvi hefur verið ötull talsmaður landsbyggð- arinnar, af sumum jafnvel talinn landsbyggðin holdi klædd. Gesturinn spyr í upphafi hvort það sé ekki ósann- færandi, miðað við ummæli skólameistara við hin ýmsu tækifæri mörg síðustu ár, að nú þegar hann lætur af starfi skuli þau Margrét eiginkona hans hafa ákveðið að flytja í Kópavoginn. „Ef til vill, en mér finnst í rauninni að landsbyggðin þurfi ekki lengur á mér að halda,“ segir Tryggvi. „Og Ak- ureyri á auk þess framtíð án mín því að ég held að Ak- ureyri horfi nú mót bjartari tíð. Hér er mjög mikið að gerast, þótt ekki sé annað en efling skólabæjarins, tengslin við byggðirnar bæði til austurs og vesturs og hugmyndir manna um menningarhús hér á Akureyri.“ Tryggvi nefnir að hugmyndin um að halda öllu landinu í byggð sé ekki lengur við lýði. „Hugmyndin er í rauninni dauð, bæði vegna breytinga sem orðið hafa á framleiðslu- og atvinnuháttum innanlands og vegna verslunarfrelsis og breytinga á neysluvenjum; allt hefur þetta haft áhrif á byggð í landinu“. Hann dregur fram úr pússi sínu tölur þessu til stað- festingar, og segir: „Hvað sem líður þingsályktun- artillögum, sem hafa verið samþykktar undanfarin 10 ár til að efla byggð í landinu, gerist ekkert annað en það sem hefur verið að gerast í 100 ár; fólki fækkar á lands- byggðinni og enginn fær við því gert, þessu verður að mínum mínum dómi ekki snúið við, þetta verður ekki einu sinni stöðvað.“ Hann nefnir sem dæmi að um 1930 var þriðjungur landsmanna búsettur á suðvesturhorninu, „höfuðborg- arsvæðinu, sem nær í raun austan frá Selfossi, upp í Borgarnes, en nú um 70%. Á Vestfjörðum bjuggu þá 12%, nú 3%.“ Og Tryggvi heldur áfram: „Samsvarandi tölur fyrir Norðurland vestra eru 9% 1930, nú 3% og Austurland hefur ekki farið betur út úr þessu en aðrir landshlutar,“ segir Austfirðingurinn Tryggvi; „þar bjuggu tæp 10% landsmanna árið 1930, núna 4,5%. Norð- urland eystra hefur farið betur út úr þessu og það er vegna Akureyrar sem haldið hefur í við fólksfjölgunina í landinu og vel það. Árið 1930 voru 4% landsmanna búsett á Akureyri, núna 5,5%, og það hefur haldist frá 1970. Þó svo að landsbyggðin sé dauð, eins og ég leyfi mér að kalla þetta, hef ég trú á að Akureyri lifi af og eigi eftir að efl- ast. Valdimar Kristinsson hagfræðingur sagði fyrir 40 árum, að Íslendingar væru svo fámennir að hér væri ekki hægt að hafa nema tvo þéttbýliskjarna, höfuðborg- arsvæðið og Akureyri, Akureyrarborg, eins og ég vil kalla það. Nýlega hafa aðrir tekið undir þessa skoðun. En hvað sem því líður er landsbyggðarstefnan dauð og ég flyst í burtu – en landsbyggðin og sveitir þessa lands eiga enn hjarta mitt. Ef til vill verð ég betri fulltrúi landsbyggðarinnar í Kópavogi en á Akureyri. Ég ætla ekki suður til þess að þagna um hag landsbyggðarinnar.“ Tilbreyting „Nei, ég er ekki að flýja, en ég er að leita á nýjar slóðir, ég er gefinn fyrir tilbreytingu, þótt ég hafi setið hér á Akureyri í aldarþriðjung. Ég vil leita á nýjar slóðir, reyna eitthvað nýtt. Og ég vil ekki verða gamall skóla- meistari á Akureyri. Ég vil ekki verða „gamli skólameist- arinn á Akureyri“. Svo má ekki gleyma því að konan mín er úr Reykjavík og þar bjuggum við 10 fyrstu hjúskap- arár okkar og eigum þar öll börnin okkar sex og þrettán barnabörn og marga ættingja og vini. Við erum að breyta til vegna þess að við viljum fá tilbreytingu í lífinu. Við höfum búið á 15 stöðum í fjórum þjóðlöndum þessi tæp 45 ár sem við höfum verið gift og eigum væntanlega eftir að bæta við okkur einu landi eða tveimur.“ Á þeim rúmu þrjátíu árum síðan Tryggvi varð skóla- meistari hafa þau Margrét í tvígang búið erlendis, fyrst fjögur ár í Danmörku um miðjan níunda áratuginn og síðar eitt ár í Skotlandi og höfðu áður búið fjögur ár í Noregi. Og hann svarar því játandi þegar spurt er hvort sú tilbreyting hafi ekki verið holl. „Jú mjög. Ég hefði ekki haldið þetta út ef ég hefði verið hér samfleytt í 31 ár, þá hefði ég löngu verið útbrunninn. En nú finnst mér ég enn vera í fullu fjöri og ein ástæðan fyrir því er að við höf- um breytt til.“ Tryggvi er á þeirri skoðun að bættar samgöngur, bú- ferlaflutningar vegna breytinga á atvinnuháttum og auk- in menntun geri það líka að verkum að líta verði á landið sem eina heild. „Landið þarf í mínum huga að verða eitt skipulagssvæði. Á þessu er að vakna skilningur, og til dæmis meginhluti Sjálands er eitt skipulagssvæði, þar sem búa þrjár milljónir manna. Ísland á að vera eitt skipulagssvæði. Og ég er fylgjandi því að landið sé eitt kjördæmi.“ Tryggvi vekur athygli á því að misvægi atkvæða, „sem menn hafa talað um svo lengi – fjórfalt vægi atkvæða á Vestfjörðum á við Reykjavík – hefur ekki gagnast Vest- fjörðum eða landsbyggðinni, þannig að þar kemur fleira til. Reykvíkingar gleyma því margir að flestallar rík- isstofnanir hafa verið í Reykjavík; Stjórnarráðið, Háskól- inn, Ríkisútvarpið, Þjóðleikhúsið, Landspítalinn … Upp af þessu hefur Reykjavík vaxið, en gamli hrepparígurinn þarf að hverfa. Landið þarf að verða eitt skipulagssvæði og eitt kjördæmi. Og ég held þetta verði innan tíðar.“ Of hræddur til að fara á sjó … Tryggvi er að austan. „Ég er fæddur á Bjargi í Norð- firði, sem var útvegsbýli eins og það var kallað. Faðir minn, Gísli Kristjánsson frá Sandhúsi í Mjóafirði, rak lít- ið bú og stundaði útgerð. Hann og móðir mín Fanny Ingvarsdóttir frá Ekru í Norðfirði, bjuggu þarna í ald- arfjórðung og þarna er ég alinn upp til sjö ára aldurs.“ Hann er sem sagt Austfirðingur í báðar ættir. „Sjó- mannssonur, og hefði átt að verða sjómaður, en sjórinn heillaði mig aldrei. Mig langaði aldrei á sjó. Ég hef senni- lega verið of lífhræddur og kannski of latur líka til þess að vinna hörðum höndum!“ Það er sem sagt ekki eins hættulegt að vera kennari og skólameistari! segir gesturinn. „Ég ætlaði að vísu hvorki að verða skólameistari né kennari heldur málvísindamaður. Ég las íslenska og nor- ræna málfræði og var byrjaður að kenna við háskólann í Björgvinjum, og þar ætlaði ég að hasla mér völl en ég sé ekki eftir því að hafa komið hingað.“ Tryggvi kom til Akureyrar beint frá Björgvinjum. „Vorið 1972 var ég hvattur til að sækja um starf skóla- meistara við Menntaskólann á Akureyri en mér stóð til boða að verða kennari við háskólann í Ósló, og það freist- aði mín allmikið. En ég sé ekki eftir því að koma hingað til Akureyrar. Þessi ár hafa verið ákaflega gjöful.“ Það skipti meginmáli að þetta var gamli skólinn hans. „Já. Þótt ég hefði verið beðinn um að sækja um ein- hvern annan skóla hefði ég aldrei gert það. En ástæðan fyrir því að ég sótti hér um var sú að gamall vinur minn og kennari, Árni Kristjánsson frá Finnsstöðum í Köldu- kinn, skrifaði mér til Björgvinjar og hvatti mig til þess að sækja.“ Þetta var strax í kjölfar stúdentaóeirða úti í heimi, tímar viðsjárverðir og hinn nýi skólameistari lítið eldri en elstu nemendur skólans. Hvernig skyldi það hafa verið fyrir ungan mann að taka við stjórn skólans á slíkum um- brotatímum? „Ég var orðinn 34 ára og hefði ekkert mátt vera miklu eldri því að það var einmitt æska mín – ef hægt er að kalla það svo – sem gerði mér kleift að takast á við þann vanda sem hér var við að stríða. Ég þóttist skilja þetta unga fólk og ég var í rauninni sjálfur hallur undir þessa byltingu; ég hafði tekið þátt í þessu mótunarstarfi við há- skólann í Björgvinjum 1968 til ’72 þar sem áhrifa Parísarbyltingarinnar og Blómabyltingarinnar í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum gætti náttúrlega. Ég var sjálfur byltingarsinni á vissan hátt og þess vegna kom ég til móts við óskir nemenda, það hjálpaði mikið, en ég barðist gegn ýmsum ósiðum sem hér lágu þá í landi, gegn þeirri lítilsvirðingu á starfi skólans, lítilsvirðingu á starfi kennara sem hér var og ég tók mér fyrir hendur að berj- ast gegn drykkjuskap, sem hér var mikill. Hér var mikil drykkjuskaparöld, eins og víðar, og ég tók á þessu, nokk- uð harkalega, enda kunni ég engin önnur ráð en taka hart á slíkum brotum. Þetta voru brot á reglum skólans og lítilsvirðing á góðu starfi skólans og góðu starfi kenn- ara skólans. Þarna urðu átök sem stóðu upp undir áratug því þetta gerðist ekki eins og hendi væri veifað en ég held að flestir nemendur séu sáttir við þetta nú og þeir senda börnin sín í þennan stranga skóla; ’68-kynslóðin, eins og hún var kölluð, sendir börnin sín hingað og biður um það að börnin séu öguð. Svona er lífið. Og að mínum dómi er þetta eðlilegt; við eigum að aga okkur, það á að aga okk- ur. Aginn er undirstaða allrar menningar. Agaleysi er aftur á móti upphaf hruns, eins og allir þekkja. Það vitum við svo mörg dæmi um. Mestu máli skiptir auðvitað sjálfsaginn, sá agi sem kemur innan frá, sá agi sem kem- ur af skilningi, en stundum er nauðsynlegt að beita bæði forræðishyggju og hörðum aga og ég er hlynntur forræð- ishyggju á vissan hátt, ekki síst í uppeldi. Uppeldi barna byggist á forræðishyggju, en þegar á að taka frelsi af fulltíða fólki er aftur á móti voðinn vís.“ Tryggvi segir það hafa verið gaman að takast á við vandann sem var í MA 1972 „og það sem skipti afar miklu máli var að ég hafði kennara skólans að baki mér. Annars hefði ég ekki getað unnið þetta verk, það var unnið í samvinnu við kennara og þeir voru allir sammála um það hvernig taka skyldi á þessu.“ Líklega var þetta erfiðasta verkefnið sem hann hefur þurft að fást við í starfi sínu við MA. „Ef til vill, en persónuleg vandamál sem ekki koma mikið upp á yfirborðið, eru á sinn hátt erfiðari. Þar eru átökin sárari og persónulegri, eins og gefur að skilja. Það er þrátt fyrir allt auðveldara að fást við múginn. Þá er líka hægt að beita öðrum ráðum en þegar maður er að leysa vanda einstaklinga. En ég held að þetta sé nú vandasamasta verkið sem ég hef lent í þó að ýmislegt hafi á daga mína drifið hér sem betur fer.“ Þegar spurt er hvort margt hafi breyst í fari ungs fólks síðan hann tók við starfi skólameistara svarar Tryggvi: „Það hefur allt breyst. Ytri aðstæður hafa allar breyst, viðhorf, afkoma, menntun og kröfur, en ungt fólk er samt við sig engu að síður og þó svo að það séu margar blikur á lofti, að mér finnst, höfum við aldrei átt betra og mann- vænlegra ungt fólk en einmitt nú. Það er betra vegna Agi er undirstaða allrar menningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.