Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.2003, Blaðsíða 14
HÆ, hó, jibbíjei, þjóðhátíðardagur Íslendinga er eftir tvo daga! Þá verður mikið stuð um allt land, eins og við þekkjum öll, enda búin að stunda 17. júní-stuðið síðan við vorum lítil í kerru. En ekki öll okkar. Barnablaðið talaði við tvo unga Íslendinga sem hafa bara búið hér í nokk- ur ár. Vildi ekki flytja Thao og Alexis eru báðar nemendur í Há- teigsskóla og tala reiprennandi íslensku. Thao Thu Thi Le verður 10 ára eftir mánuð, en hún var alveg að verða 7 ára þegar hún flutti með foreldrum sínum og litlu systur til Íslands frá Víetnam og er því búin að búa hér í þrjú ár. Alexis Mae Leonar hefur búið hér einu ári leng- ur, en hún flutti með mömmu sinni til Íslands frá Filippseyjum árið 1999 þegar hún var 8 ára. Alexis: Ég man að mig langaði alveg til Ís- lands í smá heimsókn, en ekki að flytja frá Fil- ippseyjum. Ég var hágrenjandi þegar ég kom. Thao: Ég varð 7 ára þegar ég var nýkomin og mamma hélt ekki upp á afmælið mitt. Mér fannst það leiðilegt, en var glöð að hitta frænda minn sem átti heima hér. – Hvernig finnst ykkur að búa á Íslandi? Alexis: Allt í lagi. Ég vil frekar búa hér en á Filippseyjum. Krakkarnir eru skemmtilegir, þótt þeir séu frekari og blóti miklu meira en krakkar á Filippseyjum. Thao: Mér finnst ágætt hér. Ég veit ekki al- veg hvar ég vil búa. – Hafið þið farið í heimsókn til gamla lands- ins ykkar? Thao: Nei, en við ætlum öll til Víetnam í des- ember að hitta ömmu og afa. Alexis: Já, ég átti að vera farin til Filipps- eyja, en mamma var svo hrædd við sjúkdóma í Asíu svo það frestaðist. Mig langar svo mikið að fara þangað því ég sakna fjölskyldu minnar þar. – Ætlarðu að flytja aftur til Filippseyja? Alexis: Nei! Veit ekki hvort ég er Íslendingur – Fannst ykkur Íslendingar skrýtnir fyrst þegar þið komuð? Alexis: Já, þeir töluðu svo skringilega. Og svo man ég þegar ég sá snjó í fyrsta skipti, þá varð ég svo hissa! Thao: Mér fannst húsin svo há, í Víetnam eru bara lág hús. Svo var fólk alltaf að tala við mig og ég kunni bara að svara já og nei og skildi ekki neitt! – En fannst ykkur krakkarnir skrýtnir? Alexis: Já, en ekki núna, ég er orðin vön þeim. Thao: Í 3. og 4. bekk voru krakkarnir að segja að ég væri kínarúlla. En þau stríða mér minna núna. – Eruð þið núna íslenskir krakkar? Alexis: Nei. Eða ég veit ekki hvort mér finnst ég vera Íslendingur. Mamma segir að ég verði íslensk eftir 2 ár. Það tekur vissan tíma. Thao: Ég er íslensk, en samt líka frá Víet- nam. Sumir krakkar segja að ég sé frá Kína eða Filippseyjum. – En vinirnir? Alexis: Ég á mjög marga vini. Hóp af vinum sem eru líka frá Filippseyjum, en svo leik ég oftast við krakkana í bekknum á kvöldin. Thao: Sumir krakkarnir í mínum bekk eru mjög skemmtilegir, en sumir leiðilegir. Dans og söngur – Hvernig halda Filippseyingar upp á þjóðhátíðardaginn sinn? Alexis: Fjölskyldan fer öll saman á hátíð að borða og það er tívolí og einhver skrýtinn dans sýndur. Thao: Ég man ekki hvernig það er í Víetnam, en ég hef séð í sjónvarpinu krakka vera að syngja og svona. – Finnst ykkur gaman á 17. júní? Alexis: Já, ég ætla að fara með vinkonu minni á Laugaveginn. Verða ekki rakettur? Thao: Nei, það var ekki í fyrra. Ég fer með litlu systur mína niður í bæ, og þarf að lyfta henni. Það er svo mikið fólk að maður sér ekki neitt ef maður er lítill. En það er gaman. ÁÍslandi er fullt af nýjum Íslendingum Morgunblaðið/Arnaldur Alexis og Thao finnst fínt að búa á Íslandi — og ætla auðvitað niður í bæ á 17. júní. Há hús og snjór!     Einn þrælgóður … Íslandssögukennari: Hér áður notuðu Íslendingar oft fisk fyrir gjaldmiðil. Jóna: Vá! Pæliði í kóksjálfsölunum. Vinirnir þrír, Carlos, Hans og Nína, fóru niður í bæ á 17. júní. Þau tóku þátt í happdrætti og eitt þeirra vann sér inn ís. Hvert þeirra datt í lukku- pottinn? Lausn á næstu síðu. 17. júní-ís  Nú þegar þjóðhátíðardagur Íslendinga nálgast er ekki vitlaust að athuga hversu mikið maður veit um land og þjóð. Getur þú svarað þessum spurningum? Svörin eru neðst en það er bannað að kíkja! 1) Hvað hét fyrsti landnáms- maður Íslands? 2) Hvaða ár fengu Íslendingar sjálfstæði? 3) Hvað hét karlinn sem barðist mest fyrir sjálfstæði okkar? 4) Hvar hafði Alþingi fyrst aðsetur? 5) Hvaða íslenska söngkona er heimsfræg? 6) Hvað gerir Davíð Odds- son? 7) Hvað nefnist hæsti fjalls- tindur Íslands? 8) Hvaða bær er kallaður höf- uðstaður Norðurlands? 9) Í hvaða sæti varð Ísland í Júróvisjón árið 2003? 10) Hvað heita forseti Íslands og eiginkona hans? 11) Hvað eru Íslend- ingar margir? 12) Hvað heitir biskup Íslands? 13) Hvaða dagblað á Íslandi er elst? 14) Hvernig byrjar þjóðsöngur Íslendinga? 15) Hver er fyndnastur Íslendinga? … land þitt og þjóð? Hvað veistu um … Hvernig eiga Bárður og Birta að vera á litinn? Verður Bárður í bláum fötum? En Birta? (Af www.ruv.is) Litið listavel Öll horfum við á Stundina okkar og þekkjum Bárð og Birtu vel. Í vetur hafa þau fengið til sín ýmsa góða gesti og margir þeirra hafa tekið lagið. Muniði ekki eftir þegar Birgitta söng lagið um Línu lang- sokk? Eða þegar Jónsi í Svörtum fötum söng um Minkinn í hænsna- kofanum? Nú eru þessi lög og tíu í viðbót komin á geisladisk og dvd-disk sem heitir Uppáhaldslögin okkar, og sem þú getur unnið! En til að það gerist verður þú að svara eftirfarandi spurningum. Fyrst er þá best að lesa yfir greinina „Æskulögin endurvakin“ sem er í Fólki í fréttum á bls. 48-49 í aðalblaði Moggans í dag. Allt í lagi? 1. Hvaða lag syngur Magni úr Á móti sól? 2. Hver flutti fyrst lagið „Skýin“ sem Selma syngur nú? 3. Hvað fannst Hreimi svo frábært? 4. Hvernig endar þessi lagatitill? „Ég skal mála allan heiminn …“ 5. Hver fer í bangsabúning á myndbandinu? Sendu nú svörin fyrir 19. júní til: Barnablað Moggans – Uppáhaldslögin okkar – Kringlunni 1 103 Reykjavík Mundu að setja nafn, aldur og heimilisfang með. Uppáhaldslögin okkar Viltu vinna geisladisk? 1) Ingólfur Arnarson. 2) 1944. 3) Jón Sigurðsson. 4) Á Þingvöllum. 5) Björk Guðmundsdóttir. 6) Hann er forsætisráðherra. 7) Hvannadalshnjúkur. 8) Ak- ureyri. 9) 9. sæti. 10) Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. 11) Rúmlega 280 þúsund. 12) Karl Sigurbjörnsson. 13) Morgunblaðið. 14) Ó, Guð vors lands, ó, land vors Guð. 15) Ert það ekki þú?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.