Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MISJÖFN VIÐBRÖGÐ Áætlun Íslendinga um hvalveiðar í vísindaskyni hlýtur misjöfn við- brögð innan vísindanefndar Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Ársfundur ráðsins hefst í Berlín í dag og þar er búist við mótmælum umhverfisvernd- arsinna við fundarstað og fyrir utan sendiráð Íslands, Noregs og Japans. Ásökun um trúvillu Hópur íranskra andófsmanna sendi í gær frá sér harðorða yfirlýs- ingu þar sem lögð var áhersla á rétt almennings til að gagnrýna leiðtoga landsins. Þá var í yfirlýsingunni sagt að alræðisvald væri „trúvilla“. Fíkniefni á Ísafirði Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á rúm 170 grömm af kannabis- efnum og tæp fjögur grömm af amfetamíni í þremur aðskildum fíkniefnamálum í vikunni. Hvetur til aðgerða George W. Bush Bandaríkja- forseti ræddi við fréttamenn í gær þar sem hann hvatti þjóðir heims til að „svara af hörku“ aðgerðum Ham- as og annarra palestínskra harðlínu- samtaka, sem staðið hafa að blóð- ugum árásum á Ísraela. Sameining ríkisháskóla Rektor Kennaraháskóla Íslands, Ólafur Proppé, telur tímabært að sameina alla ríkisháskóla undir einu merki. Rektor Háskóla Íslands tek- ur vel í hugmyndina en starfsbræður hans við Háskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands hafa uppi efa- semdir. Kuml í Skagafirði Kuml frá víkindaöld hafa fundist við bæinn Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Um er að ræða grafir að minnsta kosti fjögurra manna úr heiðni en sl. haust fannst kirkju- garður úr frumkristni ekki langt frá þarna í Keldudal. mánudagur 16. júní 2003 mbl.is Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is • 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar • Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hagstætt verð • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda • Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Verðdæmi: með sér stæði í bílageymsluhúsi 2ja herb. 72 fm verð frá 11.600.000 kr. 3ja herb. 84 fm verð frá 12.900.000 kr. 4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr. Frábær staðsetning – hagstætt verð Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Byggðastefnan Byggðastefnan hefur haft víðtæk og að ýmsu leyti jákvæð áhrif á þjóðfélags- þróunina á Norðurlöndum. Löndin hafa þó hvert um sig haft uppi ólíkar áherzlur.  22 // Nábýlisréttur Ýmis vandamál geta skapazt vegna gróðurs á lóðarmörkum. Hávaxin tré geta verið einum til blessunar og öðrum til bölvunar. Hvaða réttarreglur gilda á þessu sviði?  23 // Hús með sál Lítið er um að hús í gamla bænum í Hafnarfirði komi í sölu. Þriggja hæða hús við Brekkugötu er nú til sölu hjá Hóli í Hafn- arfirði. Það er með útsýni yfir höfnina.  37 // Ofninn hornreka Miðstöðvarofninn er tækið sem miðlar hitanum. Oft er ofninn heftur í sínu mikilvæga hlutverki og enginn skilur hvers vegna hann hitar ekki betur.  38                                                                                                ! "#$%& '()& *) ! + ),-   ./0- -1 )./0- -1  & 2  ./0- -1 )./0- -1 34 4  44 43    4-4 3  3     4 43       !  .06- .06- .06- 4.06- 7 7    333 433 4333 33 333 33 "    " #   # $ %  &            4-844 -3 -48 4- '       -. - ' (    (  '  )    4-5 UNDIRBÚNINGUR vegna fyrir- hugaðra 90% lána er nú formlega hafinn, en félagsmálaráðherra hef- ur þegar kynnt ríkisstjórninni hvernig undirbúningi skuli háttað. „Í stefnuyfirlýsingu stjórnar- flokkanna var tekið fram, að það væri á meðal helztu markmiða rík- isstjórnarinnar að halda áfram endurskipulagningu húsnæðis- markaðarins,“ segir Hallur Magn- ússon, sérfræðingur í stefnumótun og markaðsmálum hjá Íbúðalána- sjóði. „Lánshlutfall almennra íbúða- lána verður hækkað á kjörtíma- bilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu há- marki og leigumarkaður íbúðar- húsnæðis verður efldur. Í samræmi við þetta hefur fé- lagsmálaráðherra ákveðið að hefja nú þegar vinnu til að undirbúa stefnumótunina og frekari breyt- ingar á lögum um húsnæðismál. Sérstakur verkefnisstjóri mun vinna með ráðuneytinu að mótun tillagna um aukin almenn lán til íbúðakaupa, nefnd verður sett á laggirnar til að skoða þörf fyrir fé- lagsleg úrræði á leigumarkaði og unnið verður að gerð könnunar á húsnæðismálum á Íslandi.“ Í þessu felst meðal annars mótun tillagna um hækkun lánshlutfalls almennra íbúðalána í allt að 90%. Verkefnisstjóranum til ráðgjafar verður þriggja manna nefnd skipuð fulltrúum félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og viðskipta- ráðuneytis. Jafnframt verður haft gott og reglulegt samráð við marga aðila, meðal annars stjórn Íbúða- lánasjóðs, samtök banka og verð- bréfafyrirtækja, Seðlabanka Ís- lands, fjármálaeftirlitið, Félag fasteignasala, fulltrúa aðila vinnu- markaðarins o.fl. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að til- lögur og greinargerð hér að lútandi muni geta legið fyrir um áramót.“ Nefnd um leigumarkað og félagslegt húsnæði Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að setja á fót nefnd til að skoða málefni leigumarkaðar á Ís- landi. „Nefndinni verður falið að skoða sérstaklega ástandið varð- andi félagslegt leiguhúsnæði, þörf- ina fyrir slíkt húsnæði og aðgerðir og úrræði ríkis og sveitarfélaga, einkaaðila, fjármálastofnana og fé- lagasamtaka á þessum vettvangi,“ segir Hallur Magnússon. Félagsmálaráðherra skipar for- mann nefndarinnar, en auk þess er gert ráð fyrir að í nefndinni sitji fulltrúi frá fjármálaráðherra, Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóði, ASÍ, Samtökum at- vinnulífsins, Öryrkjabandalagi Ís- lands, námsmönnum og Leigjenda- samtökunum. Lagt er til að nefndin eigi jafn- framt samráð við fleiri aðila sem málið varðar, svo sem BSRB, Bú- seta og samtök eldri borgara og gert er ráð fyrir að tillögur og greinargerð nefndarinnar geti leg- ið fyrir um áramót. Könnun á húsnæðismarkaði Ennfremur hyggst félagsmála- ráðherra í samstarfi við Íbúðalána- sjóð og eftir atvikum fleiri aðila beita sér fyrir gerð könnunar á húsnæðismarkaði á Íslandi. „Með könnuninni verður leitast við að varpa ljósi á stöðu mála á þessum vettvangi og greina þarfir fyrir mismunandi leiðir við hús- næðisöflun. Vænst er til að niður- staða úr slíkri könnun muni nýtast ofangreindum aðilum við undirbún- ing að tillögugerð til ráðherrans,“ sagði Hallur Magnússon að lokum. Undirbúningur vegna 90% lána formlega hafinn Morgunblaðið/Arnaldur Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 22 Viðskipti 11 Dagbók 24/25 Erlent 12/13 Kirkjustarf 25 Listir 14 Leikhús 26 Umræðan 15 Fólk 26/29 Forystugrein 16 Bíó 26/29 Minningar 18/21 Ljósvakar 30 Þjónusta 23 Veður 31 * * * VERÐ á grásleppuhrognum hefur farið hækk- andi undanfarna daga. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir dræma veiði við Nýfundnaland auka eftirspurn eftir íslenskum hrognum og hækka verðið í kjölfarið. Heildarafli grásleppuhrogna á yfirstandandi vertíð stefnir í að verða 11.500 til 12.000 tunn- ur. Í meðalári veiðast 9.000 tonn. Örn segir að verðmæti hrognanna nemi á bilinu 800 til 900 milljónum króna. Eftir að grásleppuvertíðin hófst 20. mars sl. lækkuðu kaupendur hrogna verðið á hverri tunnu einhliða um 10 þúsund krónur; fór tunn- an úr 70 þúsund krónum í 60 þúsund. Örn seg- ist vita af tunnum sem seljist á allt að 77 þús- und krónur í dag. Þetta sýni að rök íslensku kaupendanna fyrir verðlækkuninni fyrr á árinu hafi ekki haldið. Ánægðir með vertíðina Örn segir grásleppusjómenn ánægða með vertíðina þó heildarveiðin stefni í að verða und- ir hans eigin spám. Þar komi inn í að sum svæðin hafi ekki gefið eins mikið af sér og gert var ráð fyrir og áhugi sjómanna á grásleppu- veiðum hafi minnkað eftir að kaupendur lækk- uðu verðið í upphafi vertíðar. Veiðisvæði grásleppunnar eru hólfaskipt og er veitt í 90 daga á hverju svæði. Veiði á Faxa- flóa lýkur í lok júní, sjómenn á Breiðafirði byrj- uðu veiðar á sínu svæði 20. apríl og í inn- anverðum Breiðafirðinum byrjuðu menn að róa 10. maí. Ísland er ein mesta grásleppuveiðþjóð heims að sögn Arnar en síðan koma Grænlendingar, sem salta grásleppuhrogn í 8.000 tunnur, og íbúar Nýfundnalands. Eftir að grásleppan er veidd er hún rist og hrognin látin í tunnu. Í hverri tunnu eru um 105 kg en þar af eru 16 kg salt. Hrognin eru svo útvötnuð og unnin sem kavíar til neyslu. Örn segir nokkra matvælaframleiðendur á Ís- landi framleiða kavíar en hrognin eru einnig seld til útlanda. Grásleppuhrogn hækka í verði FYRSTU gestirnir gistu á nýju hóteli við Ingólfstorg í Reykjavík yfir helgina. Hótelið rúmar um 160 manns í 81 herbergi og þegar er búið að afgreiða á annað hundrað gesta. Stefán Örn Þórisson hótelstjóri segir fyrstu gestina hafa verið hvaðanæva úr heiminum, en mikið til Skandinava. Einnig voru ein- hverjir gestir frá Ungverjalandi, Bretlandi og Þýskalandi. Stefán segir bókunarstöðuna mjög góða, enda hafi markaðsstarf í tengslum við hótelið staðið í meira en ár. Morgunblaðið/Jim Smart Hótel Plaza við Ingólfstorg opnað ÞÝSK kona á sextugsaldri fótbrotn- aði við Dritvík á sunnanverðu Snæ- fellsnesi um fjögurleytið á laugar- dag. Konan hlaut opið beinbrot og því var brugðið á það ráð að flytja hana með þyrlu Landhelgisgæslunn- ar til Reykjavíkur. Fótbrotnaði við Dritvík KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari fór með hlutverk Óþellós í samnefndri óperu Verdis í Tókýó sl. laugardagskvöld. Óperan var sett upp í óperuhúsinu New National Theatre. Að sögn Ingimundar Sigfússonar, sendiherra Íslands í Tókýó, var sýningin afar tilkomumikil og Kristján glæsilegur í aðalhlutverkinu. „Ég er enginn sérstakur kunnáttumaður um óperur, en sýningin var mjög góð og Kristján stóð sig frá- bærlega vel. Hann var margkallaður fram í lokin og var mikið fagnað.“ Framúrskarandi frammistaða Ingimundur segir frammistöðu Kristjáns hafa verið framúrskarandi að samsöngvurum hans ólöstuðum. „Kristján heimsækir Tókýó reglulega, enda er hann hér í miklum metum. Það hefur verið sagt um Kristján að hann sé einn af þremur tenórum í heiminum sem skila hlutverki Óþellós hvað best. Það var ekki hægt að efast um það á þessari sýn- ingu. Sýningin var mjög áhrifamikil og var það ekki síst fyrir frammistöðu Kristjáns. Maður er mjög stoltur af því að vera Íslendingur, sérstaklega við svona tækifæri. Kristján og aðrir afreksmenn bera uppi hróður Íslands.“ Kristján mun syngja hlutverk Óþellós á einni sýningu til viðbótar, hinn sautjánda júní. Kristjáni vel fagnað í Tókýó Ingimundur Sigfússon, sendiherra í Japan. Kristján Jóhannsson óperusöngvari. ÆÐARVARP er víða seint á ferðinni í ár og hafa margir æðarbændur lýst yfir áhyggjum vegna lélegs varps. Árni Snæbjörnsson, hlunninda- ráðunautur hjá bændasamtökunum, segir þó ekki útséð um varphorfurn- ar. „Varpið er víða mjög seint til. Sumir bændur óttast að það verði mun færri hreiður í ár en venjulega. Það er þó ekki komið endanlega í ljós, en víða er líklegt að varpið verði lé- legra en í fyrra.“ Árni segir engar greinilegar ástæður sjáanlegar, en segir mögu- legt að um ætisskort sé að ræða. „Fuglinn sleppir gjarnan úr varpi ef hann getur ekki fitað sig nóg á vorin til að halda út áleguna. Kollan étur ekkert á meðan hún situr á eggjunum og ef hún nær ekki að fita sig fyrir varpið sleppir hún úr ári. Hjá einstaka mönnum er vargurinn að spilla varpi, en það er yfirleitt ekki verra en gengur og gerist. Auðvitað er málið ekki endanlega komið í ljós. Á einstaka stað er hugs- anlegt að rætist úr varpinu, en það er orðið heldur seint og fuglinn á að vera orpinn. Ástandið núna segir samt auðvitað ekkert um hvernig þetta verður á næsta ári, það gæti eins orð- ið ljómandi gott þá.“ Æðarbændur ugg- andi yfir lélegu varpi FÉLAGAR í íslensk-japanska fé- laginu héldu í sína árlegu Jóns- messuferð í gær og var ferðinni heitið í skógræktarreit félagsins, Mirai no Mori (skóg framtíðar- innar). Þar voru heiðursgestir japönsku sendiherrahjónin, Masao Kawai og Keiko Kawai, og Eyþór Eyjólfsson, ræðismaður Íslands í Japan. Hér má sjá heiðursgestina draga að húni fána Íslands og Japans, sem tákn um vináttu þjóðanna. Íslensk-japanska félag- ið var stofnað 1981 og vinnur að því að efla menningartengsl land- anna með ýmsum menningar- viðburðum og málþingum um málefni sem tengja löndin. Skógur framtíðar Íslands og Japans ELDUR kviknaði í bifreið á ferð um 17 kílómetra utan við Akureyri seint í gærkvöld. Eldurinn kviknaði aftar- lega í bifreiðinni en aðrir vegfarend- ur náðu að láta ökumann vita. Engan sakaði en bíllinn er mikið skemmdur. Eldurinn var slökktur með slökkvi- tæki áður en slökkviliðið kom á vett- vang, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Eldur í bíl á Akureyri 2003  MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STEVE KERR ER HETJA SAN ANTONIO SPURS / C3 Þýska handknattleikssambandiðdæmdi Patrek sem kunnugt er í sex mánaða keppnisbann en hann var fundinn sekur um að hrækja að dóm- ara í lokaleik sínum með Essen í þýsku 1. deildinni í síðasta mánuði. Bannið þýðir að Patrekur fær ekki undirskrifuð félagaskipti frá þýska handknattleikssambandinu fyrr en banninu lýkur, það er 24. nóvember. Patrekur höfðaði í kjölfarið mál gegn þýska handknattleikssamband- inu fyrir þýskum vinnuréttardómstóli og sækir Andreas Thiel, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóð- verja, málið fyrir hans hönd. „Við bíðum bara eftir því að málið verði tekið fyrir og ég vona að það verði einhvern næstu daga og alla vega fyrir mánaðamótin. Það trúir því enginn að bannið verði í þessa sex mánuði. Þeir menn sem vinna að þessu máli fyrir mig eru bjartsýnir og fara fram á að bannið verði bara einn mánuður þannig að ég verð laus eftir nokkra daga,“ sagði Patrekur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég get samt vel skilið viðbrögð forráðamanna Bidasoa. Þeir eru bún- ir að fá leikmann og ef hann getur ekki spilað með liðinu fyrr en í lok nóvember þá hljóta þeir að hugsa sinn gang,“ sagði Patrekur ennfremur. Hvað hyggst þú gera ef allt fer á versta veg og bannið verður látið standa? ,,Ef Bidasoa segir upp samningn- um og ég fer í sex mánaða bann er ekkert annað að gera en að koma heim og æfa með Sigga Bjarna og Gústa Bjarna hjá Stjörnunni. Ég hef hins vegar ekki hugsað svo langt en þetta gæti samt alveg orðið niðurstað- an. Þá yrði ég ekki í góðum málum en eigum við ekki að vona að þetta fari allt á besta veg. Ég vona að málið komist á hreint sem fyrst þannig að ég get farið að hugsa um framtíðina.“ Morgunblaðið/Golli Olga Færseth skoraði eitt af mörkum Íslendinga gegn Ungverjum á Laugardalsvellinum, þar sem íslensku stúlkurnar náðu að stjórna leiknum og vinna, 4:1. Hér sækir Olga að ungverska markinu. Sjá allt um leikinn á B4 og B5. Bidasoa hótar að rifta samningi við Patrek SPÆNSKA handknattleiksliðið Bidasoa hefur gefið landsliðsmann- inum Patreki Jóhannessyni úrslitakosti á þann veg að verði hann ekki búinn að fá sig lausan úr keppnisbanninu í Þýskalandi fyrir næstu mánaðamót verði samningi hans við Bidasoa rift en Patrekur gerði í febrúar samning við félagið til tveggja ára frá 1. júlí. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.