Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 30. júní, flug, gisting, skattar. Almennt verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca þann 23. og 30. júní á einstökum kjörum. Við höfum fengið viðbótargistingu á okkar vinsæla gististað, Tres Torres á Playa de Palma. Frábær staðsetning, vandaðar íbúðir og örstutt í allar áttir. Hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta við frábæran aðbúnað í sólinni og að sjálfsögðu þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Val um 1 eða 2 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð, Tres Torres, flug, gisting, skattar. 30. júní. Almennt verð kr. 41.960. Glæsitilboð til Mallorca 23. og 30. júní frá kr. 39.963 Viðbótargisting á Tres Torres á Playa de Palma - Aðeins 5 íbúðir MIKIL ölvun var á Akureyri um helgina. Að sögn lögreglunnar var fólk á ferli langt fram á morgun og almenn drykkja á götum bæjarins. Þó nokkuð var um pústra á milli manna og voru tvær alvarlegar lík- amsárásir bókaðar þar sem fórn- arlömbin þurftu að leita sér hjálp- ar á sjúkrahúsi. Þá var tveimur bílum velt á hlið- ina og þeir skildir eftir þannig. Ekki er vitað hverjir voru að verki og leitar lögreglan skemmdarvarg- anna. Mannmargt var á tjald- svæðum um helgina Um helgina voru árlegir Bíla- dagar hjá bílaklúbbnum fyrir norð- an og mikið af aðkomufólki mætt til að fylgjast með spyrnukeppni og bílasýningum. Mannmargt var á tjaldsvæðum og mikið um kvart- anir vegna láta. 36 bókanir voru hjá lögreglunni frá miðnætti á laugardag til sunnu- dagsmorguns. Bílahelgin hefur verið haldin nokkur undanfarin ár og verið erilsöm hjá lögreglu. Að- eins færra fólk sótti bæinn heim um helgina en venjulega en lög- reglan segir að lætin hafi verið söm. Ölvun mikil og erilsamt FJÓRAR grafir heiðinna manna, sennilega frá því fyrir árið 1000, fundust á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði fyrir helgi. Grafirnar fundust þegar bóndinn á Keldudal var að grafa vegna framkvæmda og sá bein í gröfu- skóflunni. „Það sem kom í ljós við þessar framkvæmd- ir er kumlateigur, grafreitur úr heiðni þar sem fleiri en einn eru grafnir,“ segir Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur og stjórn- andi Hólarannsóknarinnar. Þetta er mjög stór fundur, enda finnast kuml sjaldan, og óvenju- legt er að finna svo mörg saman. Ragnheiður segir þessi kuml sérlega áhugaverð. „Við vor- um hérna í Keldudal síðasta haust og fundum kirkjugarð frá frumkristni, svo hann hefur komið í framhaldi af [þessum kumlum]. Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur fornleifafræð- inga.“ Fundu heillegan prjón Fundist hafa bein af fjórum manneskjum í jafn mörgum kumlum, en þar hafa einnig fundist bein af hesti og hundi. Beinin eru fremur illa varðveitt að sögn Ragnheiðar, en þó ljóst að beinin sem komu í skóflu bóndans eru af 30 til 45 ára gamalli konu. Einnig hafa fundist beinagrind og haus- kúpa í einu kumlanna. Í gær fannst svo mjög heillegur klæða- prjónn í einu kumlanna. Prjónninn er úr beini og á honum er útskorinn ormur eða dreki í víkingaaldarstíl, að sögn Ragnheiðar. Einnig hafa fundist nokkrar vel varðveittar perlur í kumlunum. Búið er að rannsaka þrjú af fjórum kumlum, og er stefnt á að grafa það fjórða upp í dag. Að því loknu segir Ragnheiður að stefnt sé að að athuga hvort meira finnist í nágrenninu. Merkar fornleifar frá því fyrir árið 1000 hafa fundist í Skagafirði Grafir heiðinna manna komu í ljós við uppgröft Fundist hafa bein af fjórum manneskjum í jafn mörgum kumlum og einnig bein af hesti og hundi. Morgunblaðið/Björn Fornleifafræðingarnir fundu heillega beinagrind og hauskúpu í einu kumlanna. Skreytt perla frá 10. öld. FJÓRIR stúdentar frá Menntaskól- anum á Akureyri, MA, árið 1938 héldu upp á það föstudaginn 13. júní að nákvæmlega 65 ár voru liðin frá því að þeir settu upp hvítu kollana. Stúdentarnir komu saman á heimili Ármanns Snævarr, prófessors og fv. háskólarektors, og eiginkonu hans, Valborgar Sigurðardóttur, áður en farið var í hátíðarkvöldverð á Grillið á Hótel Sögu. Ármann sagði við Morgunblaðið að þessi árgangur hefði verið ein- staklega samheldinn í gegnum tíð- ina og góð þátttaka verið á tímamót- um sem þessum. Á tugaafmælum hefur hópurinn komið saman á Akureyri en ávallt reynt að hittast þess á milli. Til marks um það hittast MA-stúdentarnir frá 1938 allt að því mánaðarlega í kaffi á Skrúði á Hótel Sögu og Ármann sagði þetta aðeins gerast í mánuðum sem hefðu r í heiti sínu. „Það er ekki síður gott fyrir sálina að hittast og viðhalda þessum gömlu tengslum. Samkoman núna heppnaðist einstaklega vel en öllu var í hóf stillt,“ sagði Ármann. Eitt af því sem gert var fyrir afmælið var að fá útskrift frá Veðurstofunni um hvernig veðrið var á Akureyri 13. júní árið 1938. Voru menn ekki sam- mála um hvort þá hefði skinið sól eða ekki. Útskrift Trausta Jónsson- ar veðurfræðings afsannaði sólar- kenninguna og sýndi að fyrir 65 ár- um hefði verið skýjað en að öðru leyti gott veður; 14,5 stiga hiti og gola eða hægur andvari. Árið 1938 útskrifaði Sigurður Guðmundsson, þáverandi skóla- meistari, 29 stúdenta frá MA sem var níundi árgangurinn í sögu skól- ans. Að sögn Ármanns eru ellefu þessara stúdenta á lífi, af þeim búa sex á höfuðborgarsvæðinu, þrír norðanlands og tveir hafa búið á Norðurlöndunum síðastliðin 65 ár. Í þá daga voru stúdentar útskrifaðir að prófum loknum en sú venja tekin upp fáum árum síðar að hafa athöfn- ina á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Ármann sagði margt hafa breyst á þessum árum. Til vitnis um það væri að nú færu stúdentar jafnan til sólarlanda í útskriftarferðir. Fyrir 65 árum hefðu MA-stúdentar ekki farið langt yfir skammt og gert sér að góðu að fara í útilegu í Vagla- skóg! Einstaklega samheldin Morgunblaðið/Sverrir Stúdentarnir frá MA á Akureyri frá árinu 1938, frá vinstri þau Ármann Snævarr, Björn Ingvarsson, Ásta Björnsdóttir og Hjálmar Finnsson. Fögnuðu 65 ára stúdentsafmæli frá Menntaskól- anum á Akureyri UNGUR ökumaður var tekinn á 163 kílómetra hraða á Reykjanes- brautinni við Strandarheiði, mitt á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, í fyrrinótt. Stöðvaði lögreglan bíl- inn um klukkan hálffjögur um nóttina og kom þá í ljós að bílstjór- inn hafði fengið ökuskírteinið í hendurnar á átján ára afmælisdeg- inum í maí sl. Má hann búast við að fá sent bréf sem tilgreinir upphæð sektar og sviptingu ökuskírteinis. Ungur öku- maður á ofsahraða ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.