Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 7 VESTURGATA - TRYGGVAGATA Opið mán.-fös. frá kl. 9-18, lau. frá kl. 11-14. Allar eignir á netinu: www.midborg.is Allar Naustseignirnar við Vesturgötu og Tryggvagötu, samtals u.þ.b. 2.040 fm að stærð. Eignirnar skiptast í: veitingahúsið Naustið með búnaði, tvö hús við Vesturgötu og hús við Tryggvagötu. Heildarlóðin liggur milli Vesturgötu og Tryggva- götu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 3.000 fm byggingarrétti. Um er að ræða eignir sem eru vel staðsettar í miðbæ Reykjavíkur og þjóðþekktar. Nálægðin við bæði höfnina og miðbæinn, með möguleika að byggja hvort sem er aukið rými fyrir veitingarekstur, hótel, íbúðir eða verslanir, gerir þetta að einum besta fjárfestingar- kostinum í dag, bæði fyrir fjárfesta og byggingaverktaka. Eignirnar eru í góðu ástandi og í útleigu. 4036 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri. hdl., lögg. fastsali. • Karl Georg, hrl.,lögg. fastsali. NOKKRAR laxveiðiár voru opn- aðar í gærmorgun og gærdag. Rólegt var yfir vötnunum, afli lít- ill og skilyrði slæm. Þó veiddust tveir laxar í Elliðaánum en það er besta byrjun þar í einhver ár. Laxana veiddu Alfreð Þor- steinsson, rúmlega 6 punda hæng í Kerlingarflúðum, og Guð- mundur Þóroddsson, tæplega 4 punda hrygnu í Stórhyl. Báðir komu á maðk. Þórólfur Árnason borgarstjóri stóð vaktina sam- viskusamlega í Fossinum og sleit upp einn urriða. Athygli vakti að einna mest var af regnbogasilungi í ánni og a.m.k. tveir veiddust. Laxá í Leirársveit opnaði fyrir hádegi og þar rakst Morgun- blaðið á Hallfreð Vilhjálmsson sem hafði fengið eina 3 punda bleikju. Reyndist það eini fisk- urinn sem kom á land fyrstu vakt- ina. Menn sáu einhverja laxa í Eyrarfossi og Laxfossi, en vatns- magn í ánni var afar lítið og lax- arnir gríðarlega styggir. Langá og Miðfjarðará opnuðu síðdegis og undir kvöld voru engin tíðindi af þeim árbökkum, Ingvi Hrafn leigutaki Langár sagði menn seina út og afslappaða, hins veg- ar væru horfur góðar þar eð lax- ar hefðu sést víða. Árni Bald- ursson, leigutaki Miðfjarðarár var þar á bökkunum og sagði hann vatnsleysið skelfilegt. Hann var ekki nema mjög hóflega bjartsýnn, en sagði þó menn hafa séð laxa í Vesturá síðustu daga, einkum í Kistunum og Hlíð- arfossi. Laxá á Ásum og Víðidalsá áttu einnig að opna í gær, en báðum opnunum var frestað, um einn sólarhring í Laxá og eitt holl í Víðidalsá. Tveir komu úr Elliða- ánum Morgunblaðið/Golli Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi veiddi rúmlega 6 punda hæng í Kerlingarflúðum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HAUKUR Logi Karlsson úr Reykja- vík var kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna á aukaþingi sambandsins sem fór fram á laugar- dag. Hann sigraði Egil Arnar Sig- þórsson úr Suð- vesturkjördæmi í formannskosn- ingu og hlaut 65 atkvæði en Egill 48. Haukur segist hafa lagt áherslu á þrennt í sinni kosningabaráttu; að skerpa skilin á milli forystu ungra framsóknarmanna og Framsóknar- flokksins, efla samstarf við aðildar- félög SUF á landsbyggðinni og hvetja unga framsóknarmenn til að taka meiri þátt í öflugri þjóðmálaumræðu, t.d. með blaðaskrifum. Aðspurður hvort Framsóknar- flokkurinn eigi að bjóða fram sérlista í næstu borgarstjórnarkosningum til að vægi sitt og sýnileika í Reykjavík segist hann ekki fylgjandi því. Gengi flokksins sé best tryggt í núverandi samstarfi innan Reykjavíkurlistans og á þeim vettvangi eigi borgar- fulltrúar Framsóknarflokksins að gera sig gildandi. Nýr formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna Vill skerpa skil milli flokksfor- ystu og ungliða Haukur Logi Karlsson UNDANFARNA viku hefur ótrúleg umræða farið fram um helgidaga- löggjöfina í landinu,“ sagði sr. Hjálmar Jónsson m.a. í predikun sinni í Dómkirkjunni í gær. Hann sagði þjóðkirkjuna ekki hafa sett þessi lög en í umsögn við lagabreyt- ingu fyrir sjö árum bent á mikilvægi þess að sem flestir gætu átt frí og hvíld á sama tíma. Hjálmar sagði lög um almannafrið hafa verið sett vegna umhyggju fyrir fólki og til að tryggja því hvíld og frið. „Sá und- arlegi skilningur og boðskapur hef- ur staðið upp úr fáeinum fjölmiðla- mönnum og álitsgjöfum að nú hafi forneskjan rumskað. Að Þjóðkirkjan banni fólki að kaupa brýnustu lífs- nauðsynjar á helgidögum. Rétt eins og kirkjan og þá sjálfsagt prestarnir hafi hlaupið til á hvítasunnudag og hrifsað mjólkurfernur, bjúgu og brauð af þurfandi fólki og krafist lokana verslana í Guðs nafni,“ sagði sr. Hjálmar. Hann sagði að helgidagalöggjöfin hefði ekki verið sett til þess að leggja fjötra á fólk. Hún væri sett til verndar, til að tryggja fólki hvíld og frið. Sr. Hjálmar sagði að svo vildi til að sér væri það mæta vel kunnugt hvernig lögum um almannafrið á helgidögum Þjóðkirkjunnar hefði verið breytt fyrir sjö árum, en hann er sem kunnugt er fv. alþingismað- ur. „Eins og jafnan við löggjafarstörf var við meðferð málsins á Alþingi óskað eftir umsögnum fjölmargra aðila. Þjóðkirkjan var einn aðilinn af þeim. Hún hafði ekki uppi ósveigj- anleg viðhorf heldur benti á mik- ilvægi þess að sem flestir gætu átt frí og hvíld á sama tíma. Umsögn kirkjunnar er ekkert leyndarmál og þar er tekið skýrt fram það sem Kristur sjálfur sagði: Hvíldardagur- inn varð til mannsins vegna, en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins. Til þess er hann að létta byrðarnar, auðvelda lífið, skapa svigrúm til að líta upp frá daglegri önn, njóta af- þreyingar, hvíldar og stunda hugð- arefni sín, frjáls.“ Í predikun sinni benti sr. Hjálmar á að nú væri verið að tala um frelsi til að versla á öllum dögum ársins. Þá mætti alveg spyrja hvort það sjónarmið ætti ekki rétt á sér að fólk fengi frelsi til að versla ekki þrjá til fjóra daga á ári. Lögin í landinu hlytu að vera eins og lands- menn vildu hafa þau. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur í predikun í gær Ótrúleg um- ræða um helgi- dagalöggjöfina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.