Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gjörið svo vel. Nú ætlar forstjóri Hafró líka að láta ljós sitt skína. Borgarafundur í Smáralind Þjóð gegn þunglyndi Landlæknisembættiðgengst fyrir al-mennum borgara- fundi í Vetrargarðinum í Smáralind í dag, mánudag- inn 16. júní, kl. 17.17 og er með tímasetningunni verið að vísa í hjálparsíma Rauða krossins. Til fundarins er boðað til að kynna fræðslu- og forvarnaverkefnið Þjóð gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum. „Með verkefn- inu verður sjónum beint að þunglyndi, sem er stærsti áhættuþáttur sjálfsvíga, í því skyni að reyna að fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum eins og kostur er,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir verkefnis- stjóri. „Verður það gert með margvíslegu upplýsinga- og kynn- ingarstarfi um allt land á næstu árum, svo sem með útgáfu vegg- spjalda og bæklinga sem beint verður til almennings og fagfólks. Meginþunginn felst þó í fræðslu til fagfólks í skólakerfinu og heilsu- gæslunni, hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og meðal presta og lögreglu, þ.e. allra þeirra sem í störfum sínum þurfa að kunna skil á þunglyndi og afleiðingum þess og réttum viðbrögðum þegar sjálfsvíg ber að höndum. Jafn- framt hefur verið gefið út mynd- band með fræðsluefni handa þeim, sem leita til heilsugæslunnar vegna depurðar eða þunglyndis. Loks hefur verið gefið út vasakort með símanúmeri Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, en hann er eitt þeirra úrræða, sem stendur fólki til boða ef það þarf aðstoð vegna depurðar, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana og er opinn allan sólarhringinn,“ segir hún. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um líðan sína og sinna nánustu. Gjarnan er að hennar sögn talað um að engin heilsa sé án geðheilsu því finni manneskjan fyrir líkamlegum kvillum, hafi það jafnframt áhrif á andlega líðan. – Hver eru tildrög verkefnisins? „Þegar farið var að leggja á ráð- in um leiðir til að sporna gegn sjálfsvígum, komumst við í fagráð- inu fljótlega að því að ekki væri gerlegt að fjalla um sjálfsvíg án þess að taka þunglyndi með í myndina. Það er staðreynd að flestir sem svipta sig lífi hafa átt við þunglyndi að stríða áður en þeir grípa til örþrifaráðs á borð við sjálfsvíg. Við leituðum fyrir okkur erlendis um hugsanlegar fyrir- myndir að forvarnaverkefnum til þess að flýta fyrir verkefninu. Að ráði varð að leita eftir samstarfi við sérfræðihóp við háskólann í München sem kynnti sambærilegt verkefni á alþjóðlegu geðlækna- þingi haustið 2002.“ – Hvers vegna teljið þið nauð- synlegt að ráðast í sérstakt átak gegn sjálfsvígum hér á landi? „Sjálfsvíg eru alltaf harmleikur. Undanfarin ár höfum við verið að missa hæfi- leikaríkt fólk á öllum aldri úr sjálfsvígum. Þegar einhver ákveður að taka sitt eigið líf, er oft búin að vera lang- varandi vanlíðan, sem viðkomandi sér ekki fram úr. Þegar mann- eskja ákveður að binda enda á eig- ið líf, hefur sú ákvörðun geysimikil áhrif á nánustu ættingja og vini, sem þurfa mikinn stuðning til lengri tíma. Á þeim tíma verða ein- staklingarnir óvirkir þátttakendur í eigin lífi, ófærir um að sinna sér og sínum, hvað þá að vera á vinnu- markaðinum. Það er miklvægt að aðstandendur hafi greiðan aðgang að sínum nánustu og fagfólki úr hinum ýmsu geirum samfélagsins. Greinilegt er að ef fækka á sjálfs- vígum, verða heilbrigðis-, félags- mála-, menntamála-, dóms- og kirkjumálaráðuneytin að snúa bökum saman. Ekki þýðir að hrinda af stað einhverju skyndi- átaki heldur þurfa allir aðilar að vera jafnvakandi yfir þessum málaflokki. – Hvernig lítur landslagið í þessum málum út á Íslandi og hvar erum við stödd miðað við aðr- ar þjóðir? „Tíðni hjá okkur er lík og hjá ná- grannaþjóðunum. Þó höfum við meiri áhyggjur af ungmennum okkar því þau virðast oftar detta út úr skólakerfinu og þá er spurn- ing hvað tekur við. Alltof mörg börn og ungmenni eru að lenda í vímuefnavanda og er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að börn og ungmenni geta átt við þung- lyndi að stríða sem þarfnast með- ferðar.“ – Átt þú einhverjar skýringar á því hvers vegna sjálfsvíg af völd- um þunglyndis eru algeng á Ís- landi? „Það er engin ein skýring til á því. Þetta er fjölþættur vandi. Þunglyndi getur komið einu sinni en stundum leggst það oft á sama einstaklinginn. Við verðum að muna það að þó að margir þeirra sem fremja sjálfsvíg hafi haft þunglyndisein- kenni þá er það ekki al- gilt. Það gera einnig einstaklingar sem virð- ast ekki hafa haft nein sýnileg ein- kenni um þunglyndi, en lífið hefur á einhvern hátt leikið einstakling- inn grátt, t.d. hefur hann lent í skilnaði, atvinnumissi, félagsleg- um erfiðleikum, fátækt eða sjálfs- vígið kemur eins og þruma úr heið- skíru lofti. Aðalmálið er að vekja fólk til umhugsunar um að þung- lyndi er alvarlegur sjúkdómur.“ Salbjörg Bjarnadóttir  Salbjörg Bjarnadóttir verk- efnisstjóri og geðhjúkrunarfræð- ingur útskrifaðist frá MR 1976 og úr hjúkrun 1979. Hún lauk viðbótarnámi í geðhjúkrun frá HÍ 1994. Auk þess hefur hún tek- ið ýmis námskeið í dáleiðslu, fjöl- skyldufræðum og viðtalstækni. Lengst af eða í nær 20 ár hefur hún starfað á geðdeildum Land- spítalans sem deildarstjóri, síðan á Barnaverndarstofu í þrjú ár og undanfarið eitt og hálft ár hjá Landlæknisembættinu. Hún á sambýlismann, Ingimar Þor- steinsson húsgagnasmið, og þrjú börn. Verkefninu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.