Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 9
Er brúðkaup í vændum Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3, s. 552 0775. Síðan 1924 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Allt á sama stað Munið brúðargjafalistana FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 9 Laugavegi 56, sími 552 2201 Fín föt fyrir 17. júní 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM undirfataverslun Síðumúla 3-5 - Sími 553 7355 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. Frábært úrval af undirfatnaði! Fallegir sumarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. 20-50% afsláttur Rúskinnsúlpur o.fl. á vel vaxnar konur Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-15. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Sumartilboð HLUTFALL 18 ára ungmenna sem stunda nám í skólum er þó nokkuð lægra á Íslandi en á hinum Norð- urlöndunum, eða um 20%. Munurinn minnkar ef hlutfallið er borið saman við meðaltal 15 Evrópusambands- landa. Þetta kemur fram í gögnum sem tölfræðistofnun Evrópusambandsins hefur sent frá sér og ná yfir skóla- árið 2000 til 2001. 67,8% 18 ára ung- menna á Íslandi eru skráð í skóla á meðan meðaltal í löndum Evrópu- sambandsins er 71,4%. Sama með- altal fyrir Svíþjóð, Finnland, Noreg og Danmörk er 87,5%. Jón Torfi Jónasson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, segir að í sjálfu sér komi þessar tölur sér ekki á óvart. Skýringa sé helst að leita í nokkrum þáttum sem vega misþungt á hverjum tíma. Nemendur dreifa námi sínu „Fyrst ber að nefna að íslenskir unglingar virðast dreifa námi sínu meira en aðrir og stunda nám á lengra tímabili en í nágrannalöndun- um,“ segir hann. Því útskrifist fólk á þriggja til fjögurra ára tímabili hér á landi á meðan unglingar á Norð- urlöndum útskrifist nánast allir á sama tíma. Nemendur séu stopulla í skóla og það skýri hluta af þessu. Jón Torfi segir einnig að hér sé starfsnám ekki mjög sterkt. „Við virðumst ekki vera með eins öflugt starfsnámskerfi á framhaldsskóla- stigi eins og mörg nágrannalöndin okkar, en það höfðar til hóps nem- enda sem er að detta út úr námi.“ Fleiri nemendur detta líka úr skóla sökum atvinnuástands og fara út á vinnumarkaðinn. Jón Torfi segir þetta fólk ekki endilega í reiðileysi, því bjóðist vinna og það grípi tæki- færið. Hluti þess sæki svo aftur nám seinna og ljúki prófi. „Atvinnuástand meðal ungs fólks hefur verið bærilega gott og fólk hef- ur um eitthvað að velja,“ segir hann og ítrekar að margir þættir spila þarna inn í. „Allir koma við sögu en það fer eftir tímabili hverjir vega þyngst.“ Erum eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða Aðspurður hvort ungmenni á Ís- landi sæki þá menntun sína á lengra tímabili og séu þar af leiðandi eft- irbátar jafnaldra sinna seinna á lífs- leiðinni segir Jón Torfi svo vera. Menntunarstig ungs fólks hér á landi sé lægra en í nágrannalöndunum. Í langflestum löndum eru fleiri stúlkur í námi en piltar. Jón Torfi segir muninn ekki ýkja mikinn á Ís- landi. Bóknámskerfið á Íslandi sé sterkara en starfsnámskerfið og henti stúlkum betur en piltum. „Þessar tölur staðfesta það sem við vitum, að við erum aðeins aftar, en þær eru kannski ekki eins áhrifa- miklar eins og þær sýnast þarna,“ segir Jón Torfi. Máli sínu til stuðnings vísar hann í sömu gögn sem sýna yfirlit yfir skólagöngu fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Þar kemur í ljós að hlutfall þess aldurshóps sem er í skóla á Íslandi er 60,2%, 61,2% í Noregi, 61,9% í Danmörku, 64,7% í Svíþjóð og 68,3% í Finnlandi. Samanburður á fjölda nemenda í skólum á Norðurlöndum Lægsta hlutfall 18 ára ung- menna í skólum á Íslandi * +  )'    , -  9#) 2:  %& 0( .;+< 2 =>       5 537 57 8  7 3337 4 587 557 857 8 $#7 ))"7 ) 7 )$7 # $7 #)7 ' 202:?.@(!)2&.; FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins kynnti drög að samningi um aðild tíu nýrra ríkja að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir aðildarríkjum Evrópusam- bandsins í liðinni viku. Samningurinn er talinn viðunandi fyrir Ísland og skiptir þar mestu máli að frosin síldarsamflök munu hljóta sömu tollameðferð og hefð- bundin frosin síldarflök, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu. Stefnt er að áritun endanlegs samnings í júlímánuði þótt það geti dregist fram í septem- ber. Drög að samningi um EES talin viðunandi FRAMKVÆMDASTJÓRI flug- félagsins Jórvíkur, Jón Grétar Sigurðsson, segir að niðurstöðu dönsku flugslysanefndarinnar um atvikið yfir Grænlandi í fyrra verði ekki breytt, lokanið- urstaða sé komin. Hann segir að alltaf megi deila um viss atriði en ekki verði sagt annað en að skýrslan hafi verið faglega unnin og tillit hafi verið tekið til hluta af þeim at- hugasemdum sem félagið og flugmennirnir hefðu gert við frumdrög skýrslunnar. Bendir Jón Grétar á að Dan- irnir hafi ekki séð ástæðu til að koma með tillögur til íslenskra flugmálayfirvalda í öryggisátt, enda hafi að hans mati engin ástæða verið til þess. Félagið hafi að sjálfsögðu litið málið al- varlegum augum og tekið á því. Menn hafi lært af reynslunni, einkum varðandi undirbúning fyrir flug og viðbrögð við svona atvikum í lofti. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerir danska flugslysanefndin nokkrar at- hugasemdir í skýrslu sinni um atvikið þegar Cessna-vél Jórvík- ur missti afl yfir austurströnd Grænlands í ágúst 2002 og hrap- aði um tíu þúsund fet áður en flugmönnunum tókst að ná stjórn á vélinni. M.a. telur nefndin að flugmennirnir hafi ekki beitt réttu verklagi sam- kvæmt neyðargátlista vélarinnar þegar hreyflarnir misstu afl. Einnig er fundið að nokkrum at- riðum varðandi undirbúning flugsins. Jón Grétar segir mest um vert að flugmönnunum hafi tekist að ná stjórn á vélinni við erfiðar að- stæður og enginn hafi slasast. Þeim sé ekki mikið talið það til tekna í dönsku skýrslunni. Leiða megi líkur að því að hefðu flug- mennirnir strax farið að skoða gátlista þegar atvikið kom upp, væru þeir ekki til frásagnar í dag. „Mestu skipti að ná stjórn á vélinni aftur og þegar það hafði tekist fóru menn að lesa af gát- lista,“ segir Jón Grétar. „Komum ekki nálægt áætlunarflugi aftur“ Jórvík bíður nú eftir flug- rekstrarleyfi að nýju frá Flug- málastjórn eftir að hafa misst það fyrr á þessu ári. Að sögn Jóns Grétars er ætlunin að 2–3 vélar verði í leigu- og útsýn- isflugi „en það er á hreinu að fé- lagið kemur ekki nálægt áætl- unarflugi á Íslandi aftur“. Flugfélagið Jórvík um skýrslu um flugatvik Niðurstöðunni ekki breytt UM fimmtíu tonnum af laxi er nú stlátrað á viku í laxasláturhúsi Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Lax- inn kemur úr laxeldiskvíum Sæsilf- urs í Mjóafirði. Mikil sjálfvirkni er í laxasláturhúsinu og þarf manns- höndin lítið að koma þar að. Laxin- um er dælt inn í húsið, þar sem hann fer í gegnum vélar sem svæfa hann og blóðga og síðan í enn aðra vél sem gerir að honum. Laxinn er fluttur heill og ferskur á markaði erlendis. Fimmtíu tonnum af laxi slátrað á viku Neskaupstað. Morgunblaðið. Lögreglan í Reykjavík Átta grunaðir um ölvunar- akstur ÖKUMAÐUR um þrítugt var tekinn fyrir hraðakstur á Hafnarfjarðar- vegi um níuleytið á laugardagskvöld. Hann ók á 140 km hraða, en há- markshraði er 70 km á veginum. Talsverður erill var hjá lögreglu í Reykjavík í fyrrinótt, fjölmargir voru í miðbænum, þar á meðal á ann- að þúsund manns fyrir utan skemmtistaði. Átta voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.