Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 10
TALSVERT hefur borið á því undanfarið að blágrár útblástursreykur frá sorpbrennslu- stöðinni Funa hafi lagt um Skutulsfjörð og valdið íbúum við fjörðinn miklum ónotum. Stöðin stendur við botn fjarðarins og þrátt fyrir að vera sú fullkomnasta sinnar tegundar á landinu hafa íbúar orðið varir við blágráan reyk sem leggur frá brennslunni öðru hvoru. Einn íbúi í nágrenninu sagði í samtali við Morgunblaðið að fólk væri hálfskelkað og að ástandið hefði verið sérstaklega slæmt um helgina, bláan reyk hefði lagt yfir allan fjörð- inn og sterk lykt hefði fylgt. Óbragð og hósti Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, dvelst á Skutulsfirði í sumar og býr um 500 metra frá sorpbrennsl- unni. Margrét sagði að í logninu á laugardag- inn hafi hún verið í garðinum hjá sér og tekið eftir því að dökkan reyk hafi tekið að leggja yfir nágrennið og í kjölfarið hafi hún farið að finna óbragð í munninum af reyknum sem lagði frá brennslunni. „Ég er með fullt af krökkum hérna hjá mér og ég er mjög hrædd við þetta. Ástandið var alveg hrikalegt um helgina. Ég er alveg sannfærð um það að þessi hreinsibúnaður er ekki að skila sínu og þetta er hættulegt fyrir íbúa hérna á Ísafirði. Hér hafa verið hugmyndir um að byggja upp ferðaþjónustu, hér er mikið dýralíf, þetta er aðalsvæði hestamanna í grenndinni og um- hverfið hérna í kring er mjög fallegt. Þessi Blágráan útblástursreyk frá sorpbrennslustöðinni Funa leggur um Skutulsfjörð. starfsemi ógnar þeirri jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa núna.“ Nlega fór Funi að taka við sorpi frá sjúkra- húsum til brennslu, en slíkt sorp er sóttmeng- að. Karl Aspelund, íbúi á Ísafirði, sagði að frágangur við flutninga á sjúkrahússorpinu væri ekki góður en sorpið er flutt á opnum bílum. Karl taldi einnig að staðsetning brennslunar væri ekki rétt en þegar hún tók til starfa voru haldnar kosningar um stað- setninguna. Kosið var á milli tveggja staða en hvorugur þeirra varð svo fyrir valinu. Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri Funa, stað- festi að brennslan hafi nýlega tekið að sér að brenna sjúkrahússorp. Það væri hins vegar ekki frábrugðið öðru sorpi og er meira að segja þægilegra að vinna en margt annað. „Það er ekki meiri mengun af sjúkrahússorp- inu þótt það sé sóttmengað, það er alveg það sama sem kemur upp á endanum.“ Á sér eðlilegar skýringar Víðir sagði að sá blágrái reykur sem stund- um komi hafi fylgt brennslunni frá því að hún tók til starfa og eigi sér eðlilegar skýringar. „Í brennslunni er vothreinsibúnaður, sem fjarlægir skaðleg efni sem myndast við brun- ann úr reyknum áður en honum er hleypt út. Búnaðurinn nær þó hins vegar ekki öllu ryki sem í reyknum er þannig að í hverjum rúm- metra er um 200 mg af örfínu ryki. Í ákveðnum veðuraðstæðum, þegar rakastig er hátt og kalt er í veðri, kemur blágrár litur á „Skaðlaust en hræðilega ljótt“ Blágrár reykur setur ugg að íbúum útblásturinn en því hefur fólk tekið eftir. Þar sem að við erum hérna inní fjarðarbotni þar sem er steindautt loft verður dreifingin á út- blæstrinum ekki alltaf nægileg þegar það er logn,“ segir hann. Þótt blágrár reykurinn hafi fylgt brennsl- unni frá upphafi taldi Víðir að þeim skiptum sem hann sæist færi fjölgandi. „Það er eflaust vegna þess að þetta er ekki alveg splunkunýtt lengur. Það er samt stöðugt verið að vinna að endurnýjun á tækjunum.“ Víðir sagðist sjálfur vera manna leiðastur á þessu ástandi. „Þó útblásturinn sé meinlaus þá er þetta hrikalega ljótt.“ Á síðustu fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, sem er eigandi sorpbrennslunar, fékkst 5 milljóna króna fjárveiting til að koma upp auknum hreinsibúnaði sem síar rykið í út- blæstrinum enn frekar, úr 200 mg niður í 20 mg. „Ástæðan fyrir því að við réðumst í aukn- ar hreinsunarframkvæmdir var til að koma til móts við íbúa. Ég er núna að skoða tilboð í verkið og held að með haustinu getum við far- ið að byrja á verkinu. Næsta sumar ætti fólk því að vera laust við þennan ósóma.“ Við sorpbrennslu myndast eiturefnin díox- ín og fúran. Díoxíni er eytt með snöggkæl- ingu frá hitastigi sem er yfir 850° niður í hita- stig niður fyrir 200° áður en því er hleypt út í andrúmsloftið. Hins vegar hefur díoxínmagn í andrúmslofti aldrei verið mælt á Íslandi. Hjá Umhverfisstofnun fengust þær upplýs- ingar hjá Cornelis Meyles, sérfræðingi í úr- gangsmálum, að díoxínmælingar séu dýrar og flóknar en samkvæmt nýrri tilskipun frá Evrópusambandinu er skylt að gera slíkar mælingar og líklegt er að þær hefjist næsta vor. FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVERS kyns flutningar hafa mjög færst í aukana eystra að und- anförnu og má glöggt sjá þess merki í miðbæ Egilsstaða. Þar staðnæmast tugir flutningabíla með tengivagna hlaðna þunga- vinnuvélum og flutningum af öllu tagi og verður vart þverfótað fyrir þessum oft tröllauknu far- artækjum. Í seinustu viku voru fimm flutn- ingabílar með vinnuskúra á plan- inu hjá Esso-bensínstöðinni og að auki bíll með beltagröfu sem flytja átti inn að Kárahnjúkum. Guðjón Sveinsson, starfsmaður Landsvirkj- unar, var einn bílstjóranna sem flutti vinnuskúrana og sagði hann þá koma frá Vatnsfellsvirkjun og færu inn í Bessastaði í Fljótsdal. Guðjón segir þetta fjórðu ferð sína með skúra og aldeilis ekki þá síð- ustu. Hinir skúrarnir fóru til Impregilo við Kárahnjúka. Morgunblaðið/Steinunn Vart er þverfótað fyrir þungaflutningum á Egilsstöðum um þessar mundir. Vinnuskúrar fluttir á fjöll Egilsstöðum. Morgunblaðið. FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur samþykkti sérstakar greiðslur til að bæta kjör fátækra barna á fundi sín- um í seinustu viku. Einnig var sam- þykkt að hækka viðmiðunarupphæð- ir þeirra sem njóta fjárhagsaðstoðar í Reykjavík. Lögð verður áhersla á að aðstoða börn sem ekki geta tekið þátt í sam- félaginu til jafns við önnur börn vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna í fjölskyldum þeirra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Foreldrar sem hafa haft tekjur á eða undir viðmiðunarmörkum Fé- lagsþjónustunnar undanfarna níu mánuði geta sótt um styrk að há- marki 10.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn. Styrkinn á að nota til að mæta kostnaði vegna leikskóla, heilsdags- skóla, daggæslu, skólamáltíða eða tómstunda barna. Kostnaður vegna þessa verður 15 milljónir á ári. Aðrar reglur verði endur- skoðaðar á næstu mánuðum Félagsmálaráð leggur einnig til að gildandi reglur um fjárhagsaðstoð verði endurskoðaðar á næstu mán- uðum með hliðsjón af nýjum leið- beiningum útgefnum af félagsmála- ráðuneytinu. Þar til niðurstöður fást í þeirri endurskoðun leggur ráðið til að fjár- hagsaðstoð til einstaklinga hækki um sex prósent, en aðstoð til hjóna og sambúðarfólks hækki um tvö pró- sent. Bæta kjör barna fátækra foreldra SKOÐANIR voru skiptar um að- gengi fyrirtækja á landsbyggðinni að lánsfjármagni á málþingi sem Byggðastofnun efndi til sl. föstudag. Hermann Hansson, framkvæmda- stjóri á Höfn, sagði möguleikana á að hefja atvinnustarfsemi á lands- byggðinni lakari í dag en fyrir tíu árum vegna skorts á lánsfé. Friðgeir M. Baldursson, svæðisstjóri Lands- bankans, sagði hins vegar aðgengi að lánsfé gott og þjónustu bankanna sniðna að þörfum fyrirtækjanna. Frummælendur á málþinginu voru Vilhjálmur Baldursson, for- stöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, Hermann Hans- son, framkvæmdastjóri á Höfn, og Friðgeir M. Baldursson, svæðis- stjóri Landsbankans á Suðurlandi. Þreföld eftirspurn Vilhjálmur Baldursson lagði áherslu á að Byggðastofnun væri lánastofnun sem veitti litlum og meðalstórum fyrirtækjum á lands- byggðinni fyrirgreiðslu, en sagði fjárhagslega getu stofnunarinnar of- metna. Þannig hefði eftirspurnin verið þreföld á við getu á síðasta ári og ekki væru merkjanlegar breyt- ingar á fjölda umsókna þrátt fyrir breytingar á lánamarkaði. Vilhjálm- ur sagði að stærri sjávarútvegsfyr- irtæki væru minna áberandi meðal umsækjenda en áður en aukning væri á lánsumsóknum vegna endur- fjármögnunar fyrirtækja. Það sagði hann slæma þróun því Byggðastofn- un vildi stuðla að uppbyggingu nýrra fyrirtækja. Hann nefndi að bankarnir skildu fyrirtækin eftir með óhagstæð skammtímalán og þá væri treyst á að Byggðastofnun kæmi til bjargar með endurfjár- mögnun. Skortur á stofnfé Hermann Hansson greindi í fram- sögu sinni frá þeim breytingum sem urðu á lánsfjármarkaði eftir að lána- sjóðir atvinnuveganna runnu saman við Fjárfestingabanka atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóð í ársbyrjun 1998. Hann sagði að í dag væri aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að lánsfé almennt erfitt í öðrum grein- um en sjávarútvegi þar sem fisk- veiðiheimildir væru fyrir hendi. Veð- kröfur væru strangari og lánakjör óhagstæðari nú en á meðan atvinnu- vegasjóðirnir voru við lýði og ekkert öryggi varðandi stofnfé, nema helst í landbúnaði. Hermann kallaði eftir pólitískri ákvörðun um það hvort efla ætti Byggðastofnun sem lána- sjóð, svo hún gæti veitt langtíma- stofnfé til fyrirtækja. Hann sagði að gera þyrfti strangari kröfur um gerð viðskiptaáætlana, efla þyrfti starf- semi atvinnuþróunarfélaga og síðast en ekki síst þyrftu bókhald og reikn- ingsskil að vera í lagi hjá fyrirtækj- unum. Hermann sagði að efla þyrfti Nýsköpunarsjóð og auka framboð á fjármagni til hlutafjárkaupa í ný- sköpunarfyrirtækjum og ekki síst í starfandi fyrirtækjum sem hygðu á nýsköpun. Hann sagði einnig að ætla þyrfti fyrirtækjum lengri tíma til að ná fótfestu á markaði. Her- mann gagnrýndi að Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóður væru að fást við sömu hlutina, þ.e. bæði að veita styrki og lán. Bankar taki yfir lánastarfsemi Byggðastofnunar Friðgeir M. Baldursson sagði að- gengi fyrirtækja að lánsfé gott og þjónustu bankanna sniðna að þörf- um fyrirtækjanna. Ytri áhrif gætu þó haft áhrif og að skortur á eigin fé fyrirtækja væri algengt vandamál. Hann sagði að breytt eignarhald bankans myndi ekki breyta aðgengi lítilla fyrirtækja að fjármagni og að ekki væri fyrirhugað að fækka útibúum eða draga úr þjónustu bankans. Friðgeir hafnaði því að bankinn skildi fyrirtækin eftir með óhagstæð yfirdráttarlán og sagði að bankinn tæki því aðeins þátt í brúun með slíkum hætti að fyrir lægi lof- orð um áframhaldandi fjármögnun. Halldór Magnússon frá Íslands- banka tók undir með Friðgeiri og sagði aðgengi fyrirtækja að fjár- magni gott og sagðist ekki kannast við að dýrum lánum væri haldið að fyrirtækjum. Hann velti upp þeim möguleika að bankarnir tækju alfar- ið yfir þá lánastarfsemi sem Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóð- ur starfrækja í dag og Byggðastofn- un kæmi til móts við þá með lækkun vaxta. Hermann Hansson hafnaði þeirri hugmynd að bankarnir lánuðu og Byggðastofnun niðurgreiddi vexti. Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, sagði það ekk- ert keppikefli hjá ríkinu að standa í lánastarfsemi. Hún sagði bankana ekki sækjast eftir að lána til smærri staða á landsbyggðinni og því væri full þörf fyrir Byggðastofnun. Gunnar Vignisson frá Þróunar- stofu Austurlands sagði að fyrst og fremst vantaði heilbrigt aðgengi fyr- irtækja að fjármagni. Hann sagði bankana drepa fyrirtækin, ekki að- eins með ónógri fyrirgreiðslu, held- ur einnig með ótrúlega mikilli fyr- irgreiðslu. Hann hvatti til þess að meiri vinna yrði lögð í ferlið áður ern lán væri veitt og að þjónustu lánastofnana þyrfti að fínstilla. Gísli Már Vilhjálmsson, eigandi Hótels Hafnar, tók undir með Arn- björgu með það að Byggðastofnun þyrfti að vera til staðar, því á lands- byggðinni væri veðhæfi fasteigna miklu lægra en á höfuðborgarsvæð- inu og önnur lögmál ríktu í viðskipt- um. Hann kom síðan með heilræði til bankamannanna Friðgeirs M. Baldurssonar og Halldórs Magnús- sonar: „Lækkið vextina og lengið lánstímann og þá verður þetta allt í lagi.“ Miklar umræður á málþingi um lítil og meðalstór fyrirtæki Skiptar skoðanir um aðgengi að lánsfé Hornafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.