Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 11 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins GSR AluxX F/S 24” og 26” Ál stell, demparagaffall, álgjarðir, V-bremsur. Frábært fjallahjól á vegi sem vegleysur. 24” aðeins kr. 27.455 stgr. 26” aðeins kr. 29.925 stgr. FREESTYLE Vönduð hjól með styrktum gjörðum, pinnum og rotor. Verð frá kr. 21.850 stgr. Windermere 28” Ekta dömuhjól, 28“ dekk, 21 gír, ál stell, breiður hnakkur með dempara, stillanlegt stýri, verð kr. 32.775 stgr. Terminator 24” og 26” 21 gíra tveggja dempara hjól, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” kr. 26.505 stgr. 26” kr. 27.455 stgr. Apollo 26” 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Verð aðeins kr. 25.555 stgr. Barnastólar Verð frá kr. 7.410 stgr. Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Frábær fjallahjól frá Scott, Alls konar útfærslur, verð kr 34.105 til 123.405 stgr. lögreglunnar á meintum innherja- svikum og það sé lofsvert. Yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir að taka með silkihönskum á meintum hvítflibbaglæpum. Sanden segir að meint innherja- svik með hlutabréf í JP Nordiska séu sérstök. Hann segist ekki efast um lögmæti þeirra aðgerða sem efnahagsbrotadeildin hafi gripið til. Ýmislegt í aðdraganda húsleitarinn- ar veki hins vegar upp spurningar, eins og rakið sé í greininni í VA. Síðasta hálmstrá stjórnenda á útleið? Hann segir að fyrirætlanir Kaup- þings um yfirtöku á JP Nordiska hafi legið ljósar fyrir síðastliðið sumar, þó frá þeim hafi ekki verið greint sérstaklega. Spyrja megi hvar eigi að draga mörkin í sam- bandi við innherjaviðskipti. Þá spyr hann jafnframt hvað muni gerast er þeir sem grunaðir eru um inn- herjasvik verða ekki fundnir sekir. Hver ábyrgð yfirvalda verði þá? Sanden lýkur forystugreininni á því að segja að hugsanlega muni þetta mál varpa rýrð á nafn Kaupþings ÁSAKANIR um innherjasvik í tengslum við yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska í fyrra eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir yfirtöku Íslendinga á bankanum. Þessu er haldið fram í forystugrein í sænska viðskiptarit- inu Veckans Affärer sem kom út fyrr í þessari viku. Í forystugreininni er vitnað í grein í VA þar sem því er haldið fram að húsleit efnahagsbrotadeild- ar sænsku ríkislögreglunnar í íbúð- um og skrifstofum í fimm löndum í síðasta mánuði sé til komin vegna misklíðar milli stjórnenda JP Nord- iska, annars vegar, og stærstu eig- enda bankans, hins vegar, þ.e. Kaupþings. Fram kemur að Lage Jonason, fyrrverandi forstjóri JP Nordiska, hafi bent sænskum stjórnvöldum á mikil kaup viðskipta- vinar Kaupþings á hlutabréfum í JP Nordiska skömmu áður en Kaup- þing gerði yfirtökutilboð í bankann í ágústmánuði. Blaðamaðurinn Weje Sanden seg- ir í forystugreininni í VA að hús- leitin sé til vitnis um hertari tök efnahagsbrotadeildar sænsku ríkis- vegna gamalla synda á hlutabréfa- markaði. Fram kemur í greininni í VA að ljóst sé að stjórnendur JP Nordiska, þar með talinn Lage Jonason, hafi haft aðrar áætlanir uppi varðandi framtíð bankans en að Kaupþing eignaðst hann. Hann var spurður hvort ásakanir um innherjasvik í tengslum við yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska hafi verið síðasta hálmstrá stjórnenda bankans, sem hafi verið á útleið. Hann svarar því hins vegar til að hann hafi gert það sem hver annar forstjóri í hans stöðu hefði gert. Hann segist hafa kannað, eins og eðlilegt hafi verið, hverjir hafi keypti hlutabréf í JP Nordiska skömmu fyrir yfirtökutil- boð Kaupþings. Það sem í ljós hafi komið hafi gert það að verkum að honum hafi fundist ástæða til að ráð- færa sig við Wilhelm Lüning, sem almennt sé álitinn einn þeirra sem þekki hvað mest inn á lagalegar hliðar fjármálamarkaðarins í Sví- þjóð. Segir Jonason að Lüning hafi ráðlagt honum að hafa samband við sænsk yfirvöld, sem hann hafi og gert í september á síðasta ári. Sænskt tímarit fjallar um meint innherjasvik hjá JP Nordiska Gert til að koma í veg fyrir yfirtökuna NORÐANFISKUR ehf. hefur flutt starfsemi sína frá Akureyri til Akra- ness og þar hefur fyrirtækið verið sameinað rekstri Íslensks fransks eldhúss (ÍFE) og verður rekið undir nafni Norðanfisks. Með flutningi á Norðanfiski til Akraness eignast Kjarnafæði og Jóhann Gunnar Sæv- arsson 50% hlut í hinu sameinaða fé- lagi og Brim 50%. Hlutur Brims í hinu sameinaða fé- lagi er annars vegar Íslenskt franskt eldhús, sem hefur verið hluti af rekstri Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, og hins vegar brauðunar- lína Útgerðarfélags Akureyringa sem verður flutt núna í júní til Akraness. Þar með verður komið undir eitt þak, þar sem Íslenskt franskt var áður, eitt öflugt fyrirtæki í fullvinnslu sjáv- arafurða fyrir neytendamarkað, bæði hér innanlands og erlendis. Í brauð- unarlínu ÚA hefur fiskur verið for- steiktur og brauðaður fyrir bæði er- lendan og innlendan markað. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA og Brims segir segir á heimasíðu félagsins eðlilegt skref að sameina þessa vinnslu ann- arri fullvinnslu innan Brims, að því ógleymdu að stór hluti af þeim fiski sem hefur verið brauðaður á Akur- eyri er karfi og nú hefur öll karfa- vinnsla færst frá Akureyri til Akra- ness, en þorskvinnslan verið efld á Akureyri á móti. Guðbrandur segir að þessi tilfærsla á brauðunarlínu ÚA til Akraness hafi engar breytingar í för með sér á starfsmannafjölda ÚA á Akureyri. Tuttugu starfsmenn Ragnar Hjörleifsson, sem m.a. hef- ur starfað hjá Eðalfiski í Borgarnesi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðanfisks á Akureyri. Sölu- og markaðsstjóri verður hins vegar Jó- hann Gunnar Sævarsson og mun hann flytjast frá Akureyri til Akra- ness. Þeir starfsmenn sem áður störf- uðu hjá Íslensku frönsku munu starfa hjá hinu nýja fyrirtæki og er gert ráð fyrir að þeir verði um tuttugu til að byrja með. Velta hins nýja fyrirtækis mun væntanlega fjórfaldast miðað við veltu Íslensks fransks. Norðanfiskur og Ís- lenskt franskt sam- einast á Akranesi HAGNAÐUR Orkuveitu Reykjavík- ur nam þremur milljörðum króna á síðasta ári en árið áður var rúmlega hálfs milljarðs króna tap af rekstri fyrirtækisins. Arðsemi eigin fjár var 8,3% í fyrra en árið áður var arðsem- in neikvæð um 1,5%. Munurinn á af- komu milli ára liggur aðallega í fjár- munaliðum, mest vegna áhrifa af styrkingu krónunnar. Árið 2001 var fyrirtækið með tæplega 1,6 milljarða króna í fjármagnsgjöld en í fyrra voru fjármunatekjur þess tæpur 21⁄2 milljarður króna. Fjármunaliðir bötnuðu því um fjóra milljarða króna milli ára. Rekstrartekjur hækkuðu um tæp- ar sjö hundruð milljónir króna milli ára og námu 11,6 milljörðum króna í fyrra. Rekstrargjöld hækkuðu um tæplega hálfan milljarð króna og námu 7,8 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst því um rúmar tvö hundruð milljónir króna og nam í fyrra 3,8 milljörðum króna, eða 32,7% af rekstrartekjum, sem er svipað hlut- fall og árið áður. Afskriftir hækkuðu um sex hundr- uð milljónir króna og námu 3,4 millj- örðum króna í fyrra. 65 milljarða króna eignir Eignir Orkuveitunnar voru tæpir 65 milljarðar króna um síðustu ára- mót en tæpir 60 milljarðar króna ári áður. Skuldir jukust um rúma tvo milljarða króna á síðasta ári og námu tæpum 27 milljörðum króna um ára- mót. Eigið fé jókst um tæpa þrjá milljarða króna í tæpa 38 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall breyttist lít- ið milli ára og nam 58,6% um síðustu áramót. Veltufé frá rekstri nam 3,2 millj- örðum króna í fyrra og jókst um tæpar eitt hundrað milljónir króna frá fyrra ári. Hagnaður Orku- veitunnar 3 milljarðar króna Morgunblaðið/Jim Smart Fjármunaliðir bötnuðu um 4 milljarða króna milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.