Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞAÐ hefur löngum verið talin frum- skylda og tákn um sjálfstæði þjóðar að hún hafi gert áætlanir til að verja lýð og land. Varnarsamningurinn milli lýð- veldisins Íslands og Bandaríkjanna á grundvelli Norður Atlantshafssamn- ingsins hefst á þeim orðum að Íslend- ingar geti ekki sjálfir varið land sitt. Það má því segja að samningurinn sé varnaráætlun okkar, sem hverri þjóð ber að hafa, því eins og þar segir, þá hefur reynslan sýnt „að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og frið- samra nágranna þess í voða.“ Varnarsamningurinn einkennist af hugmyndum um gagnkvæmi. Íslend- ingar láta í té aðstöðu til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkjanna og fá í staðinn land- varnir. Í fimmtu grein er kveðið á um að Bandaríkin skuli framkvæma skyld- ur sínar samkvæmt samningi þessum þannig „að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslensku þjóð- arinnar, og skal ávallt haft í huga, hve fámennir Íslendingar eru, svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanist vopnaburði.“ Vopnaðar sveitir Eftir rúma hálfa öld eru sumar for- sendur samningsins úreltar en aðrar ekki. Íslendingar geta vissulega sinnt ýms- um þáttum í vörnum landsins, einir eða í samstarfi við önnur ríki, svo sem ör- yggis- og björgunarþjónustu, almanna- vörnum, æfinga- og eftirlitsstörfum á hafinu kringum Ísland o.s.frv. Þjóðlífið er fjölbreytt og þróað og við höfum það, hverni íslenska rík og skuldbin lendinga í a vegna fram uðu þjóðan reglustjóra það verður leitni sem n andi og hljó þætti í íslen Ný va Við getum að Bandarí tækt og fák búnaðar til hvernig hú samkvæmt hins vegar stuðla svo s yggi íslensk halda því fr frá volduga á landi sé h yggi. Kann hvort haldi bækistöð á stríðsins va að það vær drægi að sé vopnaárás fyrir hendi sömu rök m hugsanlega ránsmanna nútímans. Bandarík stöðva sinn stefnu sem varnaíhlutu kaldastríðs ekki inn í þ unum sem menntun, fjármuni og mannafla til þess að taka virkari þátt í varnaráætlun landsins en gert hefur verið. Vopnaburður er ekki eins fjarri Ís- lendingum og við höfum vanist að halda fram. Þannig höfum við haldið úti vopn- aðri landhelgisgæslu í 80 ár og tekist á við bandalagsþjóðir í þorskastríðum. Starfandi er sérsveit lögreglunnar sem virðist af sjónvarpsmyndum að dæma vera vel þjálfuð og vopnum búin. Ljóst er að Íslendingar eru nú þjálfaðir til ör- yggisstarfa í meira mæli en áður. Kom- ið hefur fram að áhugi er á því að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu eða í herlögreglusveitum NATO í þágu „varna landsins og öryggis eftir að þeir snúa heim“, t.d. við varnarstörf gegn hugsanlegum hermdar- og hryðju- verkum. Fyrir liggja ábendingar um Meiri ábyrgð á eig Eftir Einar Karl Haraldsson „Sé Bandaríkjaher á förum frá Íslandi missa margir vinnu í byggðarlögunum á Suðurnesjum. Vegna óviss- unnar um áframhaldandi veru hersins hefði verið skynsamlegt að flýta flutn- ingi innanlandsflugs og þjónustu við það til Kefla- víkurflugvallar og treysta þannig atvinnugrundvöll á svæðinu.“ Í MORGUNBLAÐINU þriðjudag- inn 10. júní sl. birtist grein eftir Björn Inga Hrafnsson, kynning- arstjóra Framsóknarflokksins, und- ir yfirskriftinni „Húsnæðislán fyrir alla“. Þar fjallar Björn um hug- myndir félagsmálaráðherra um breytingar á húsnæðislánakerfinu með því að auka lánshlutfall íbúða- lána í hlutfalli af matsverði íbúðar- húsnæðis. Fyrirsögn greinar Björns vísar til nokkurs sem allir landsmenn geta tekið undir, það er að brýnt sé að all- ir eigi kost á að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Það hefur verið einn af útgangspunktum stjórnarstefnu í landinu síðustu hálfa öld. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa verið eindregnir talsmenn þess að viðhalda því markmiði. Þau hafa á hinn bóginn bent á að eðlilegt sé að fylgja áfram þeirri þróun sem orðið hefur á hérlendum fjármálamarkaði með því að ríkið þrepi sig út af hin- um almenna lánamarkaði ein- staklinga, á sama hátt og gerst hefur í nágrannalöndum okkar. Hafa SBV bent á nokkrar leiðir í þeim efnum, svo sem að færa húsnæðislánin yfir til frjálsa markaðarins eða breyta fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs í verð- bréfafyrirtæki sem sjái um endur- fjármögnun lána til endanlegra lán- veitenda. Félagslega kerfið yrði síðan alfarið áfram hjá Íbúðalána- sjóði. Slíkar tillögur eru í samræmi við það sem fram kemur í stjórn- arsáttmála um að halda eigi áfram að færa ríkið sjálft út úr samkeppn- isrekstri. Í grein Björns eru nokkrar full- yrðingar í tengslum við fyrrgreindar hugmyndir um hækkað lánshlutfall sem vert er að gera athugasemdir við. Þar ber fyrst að nefna yfirlýs- ingu um að enginn innlendur aðili annar en Íbúðalánasjóður hafi kost á að setja á fót nægilega stóra skulda- bréfasjóði til að tryggja aðgengi stórra erlendra fjárfesta að íslensk- um skuldabréfamarkaði. Hér þarf að ljósi þess að í spám greininga bankanna og viðtölum við ful Hagfræðistofnunar Háskólan ur verið bent á hættuna á að hvati til skuldsetningar á næ um skapi verulega áhættu á a takendur standi uppi með of- skuldsetningu síðar þegar uppsveiflunni lýkur og undirl andi verðmæti eignarinnar d saman. Einmitt slík atburðar kveikjan að bankakreppunni frændþjóðum okkar á Norðu unum í upphafi síðasta áratug Lykilatriðið hlýtur að vera tryggja með sem bestum hæ fólk með meðaltekjur og þar geti eignast eigið íbúðarhúsn löndunum í kringum okkur si stjórnvöld því hlutverki gegn skattkerfið með vaxtabótum. andi fyrirkomulag íbúðalána landi felur í sér umtalsverðan isstuðning við þessa tegund l starfsemi. Ef fram komnar h myndir um hækkun lána ver veruleika óbreyttar mun það enn frekari útþenslu ríkisáby sem jafnframt verða áhættum eftir því sem lánshlutfallið hæ Horfa má til þess að fram- kvæmdastjórn ESB hefur úr að um að ríkisstuðningur í for ábyrgða til þýskra og austurr banka í eigu hins opinbera ga gegn ríkisstuðningsákvæði R arsamningsins. Ljóst er að ís stjórnvöld verða m.a. að horf þess í tengslum við framtíð Íb lánasjóðs og áætlanir um hæ lánshlutfalla. Samtök banka og verðbréf irtækja hafa lagt mikla áhers aukin samkeppni milli lánveit þessum markaði muni ýta un breiðara vöruúrval sem stand takendum til boða, s.s. varðan lengd og tegundir lána, og sty möguleika fjármálafyrirtækj fylgjast með fjármálum viðsk manna sinna og veita þannig aðhald en kostur er á nú. horfa til þess að húsnæðislán vega rúmlega helming af öllum lánum ein- staklinga. Ef þessi hluti lánamark- aðarins verður færður til einkaaðila verða þeir jafnfærir og Íbúðalána- sjóður að gefa út svo stóra flokka innanlands. Björn bendir á að ein greiningardeildanna hafi metið hækkun fasteignaverðs í ljósi til- lagna ráðherra verða um 10–15% umfram þá hækkun sem ella hefði orðið á kjörtímabilinu. Á móti vísar hann í að hækkun fasteignaverðs 1999–2002 hafi mælst 26,5%, sem sýni hversu hófleg væntanleg hækk- un yrði samanborið við hag lántak- enda af auknum lánum. Þessi rök verður að skoða í því ljósi að tímabil- ið 1999–2002 endurspeglar einhverja mestu hækkun sem orðið hefur á hérlendum fasteignamarkaði á síðari tímum eftir langt kyrrstöðutímabil. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs á þeim tíma um að rýmka reglur um 90% viðbótarlán ýtti enn undir hækk- unina. Ef horft er til þessa síðast- nefnda atriðis má velta fyrir sér hvort jafn róttækar hugmyndir og nú eru uppi séu ekki líklegar til að leiða til jafnvel enn meiri fast- eignaverðshækkunar en á því tíma- bili sem vísað er til og það ofan á þá miklu hækkun sem þegar er orðin. Björn fjallar einnig um að með því að ná allt að 90% lánshlutfalli á árinu 2007 muni verða fært að viðhalda eðlilegum krafti í efnahagslífinu eftir að virkjanaframkvæmdum lýkur. Þetta er stór yfirlýsing, ekki síst í Hækkun láns- hlutfalls íbúðalána Eftir Guðjón Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastj taka banka og verðbréfafyrirt „Ef fram komnar hug- myndir um hækkun lána verða að veruleika óbreyttar mun það þýða enn frekari útþenslu rík- isábyrgða, sem jafn- framt verða áhættumeiri eftir því sem lánshlut- fallið hækkar.“ SAMSTARF UM HEIMSSÝNINGU STRÍÐ OG FRIÐUR Bandaríkjamönnum og Bret-um reyndist tiltölulegaauðvelt að vinna stríðið í Írak og mótspyrna íraska hersins var ekki jafn mikil og búizt hafði verið við. Hins vegar benda fréttir síðustu daga frá Írak til þess, að það verði ekki jafn auðvelt fyrir þessar tvær þjóðir að tryggja frið- inn í Írak. Annars vegar er ljóst, að ein- hverjir vopnaðir hermenn úr sveit- um Sadams Husseins eru enn á ferli í Írak og láta að sér kveða í vaxandi mæli. Hins vegar er aug- ljóst að almenningur í Írak er ekki sáttur við innrásarliðið og telur það ekki hafa staðið sig nægilega vel í að koma á röð og reglu í land- inu. Þegar horft er til baka eru tvö lýsandi dæmi um það á tuttugustu öldinni, hvað sigurvegurum í styrj- öld tókst vel að tryggja friðinn í löndum, sem þeir lögðu undir sig. Þar er annars vegar um að ræða Þýzkaland eða öllu heldur Vestur- Þýzkaland en hernámsstjórn þrí- veldanna, Bandaríkjanna, Breta og Frakka, var þar til fyrirmyndar og tókst á skömmum tíma að koma á lýðræðislegu stjórnkerfi í þeim hluta Þýzkalands. Segja má, að Bandaríkjamenn hafi jafnvel unnið meira afrek í Japan eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Þar var um að ræða þjóð, sem horfði með allt öðrum augum á til- veruna en Vesturlandaþjóðir, en Bandaríkjamönnum tókst með nánast einstæðum hætti að leggja grundvöll að lýðræðislegu stjórn- arfari í Japan undir forystu eins merkasta hershöfðingja Banda- ríkjanna í styrjöldinni, Douglas MacArthurs. Á þessum árum voru demókrat- ar við völd í Bandaríkjunum, fyrst undir forystu Roosevelts en síðan Harry Trumans, en báðir settu þeir mark sitt á veraldarsöguna með afgerandi hætti á þessum ár- um. Miðausturlönd hafa verið hættu- leg púðurtunna áratugum saman og engir bera meiri ábyrgð á því en Vesturlandaþjóðir, sem með af- skiptum sínum af málefnum þessa heimshluta á fyrri hluta 20. aldar- innar bera mikla ábyrgð á stöðu mála þar nú. Með því að reka harðstjórann frá völdum í Írak hafa Bandaríkja- menn með vissum hætti skapað forsendur fyrir því að hægt sé að ná tökum á vandamálum Mið- austurlanda. En það er alveg ljóst, að það tekst ekki nema þeim sjálf- um takist jafn vel upp að byggja upp þjóðfélag í Írak, sem annars vegar byggist á djúpum trúarleg- um hefðum Íraka en hins vegar á lýðræðislegum hefðum Vestur- landa. Þetta er gífurlegt verkefni, sem ekki verður lokið á nokkrum mánuðum. Grundvallaratriði er hvert við- horf stjórnvalda í Washington verður. Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var það ríkjandi viðhorf í Washington, að það væri Banda- ríkjunum sjálfum í hag að tryggja efnahagslega endurreisn Vestur- Þýzkalands og Japans en jafn- framt að þessar þjóðir stjórnuðu sér sjálfar. Þeir Franklin Delano Roosevelt og Harry Truman voru fulltrúar þjóðfélagsafla í Banda- ríkjunum, sem höfðu forystu um að hverfa frá þeirri einangrunar- stefnu, sem þar stóð djúpum rót- um á þeim tíma. George W. Bush Bandaríkjafor- seti er hins vegar fulltrúi íhalds- samra þjóðfélagsafla í Bandaríkj- unum, sem hafa augljóslega tilhneigingu til þess að fara sínu fram í krafti þess mikla valds, sem Bandaríkjamenn einir þjóða búa nú yfir. Írak verður að mörgu leyti próf- steinn á það, hvort þessari hæfi- leikamiklu þjóð tekst að beina hæfileikum sínum, auði og afli í jafn uppbyggilegan og jákvæðan farveg og henni tókst fyrir hálfri öld. Heimsbyggðin á mikið undir því, að svo verði. Það var skynsamleg ráðstöfunhjá Norðurlandaþjóðunum að taka upp samstarf um sameigin- legt sýningarhald á heimssýning- unni í Japan á árinu 2005. Það er álitamál, hvort við Íslendingar eigum erindi á sýningar sem þess- ar og hvort þeim fjármunum, sem til þeirra er varið, er skynsamlega ráðstafað. Hitt er augljóst, að þegar um er að ræða þátttöku í sameiginlegu kynningarstarfi með öðrum Norðurlandaþjóðum gegnir öðru máli. Væntanlega kostar það okkur minna en ella en jafnframt eru meiri líkur á að það starf og þeir fjármunir skili árangri. Það er spurning, hvort Norður- landaþjóðirnar geta ekki aukið samstarf sitt á vettvangi alþjóða- samstarfs með ýmsum hætti, þótt vissulega sé það mikið fyrir. T.d. á þann veg að starfsemi sendiráða þeirra víða um heim sé undir einu þaki eins og t.d. er í Berlín en jafnframt hljóta að vakna spurn- ingar um hvort nauðsynlegt sé fyrir okkur að halda úti fullgildum sendiráðum í þeim mæli sem nú er gert. Sú starfsemi er mjög dýr og á fullan rétt á sér í sumum lönd- um en meira álitamál getur verið um mörg önnur ríki. Það getur verið nauðsynlegt fyrir Ísland að halda úti stjórnarskrifstofum, þótt þær séu ekki endilega reknar með jafn dýru mannahaldi og nú. Það fer að verða tímabært að ræða hvert stefnir í þessum efn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.