Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 17 skipaferðum við Ísland; að starfrækja björgunarþyrlusveit; að gera áætlanir um varnir landsins og æfa framkvæmd þeirra; að tryggja öryggi þeirra sem lenda í lífsháska á Íslandi og á hafinu í kring og að viðhalda og starfrækja NATÓ-mannvirki á Keflavíkurflugvelli – eru á færi Íslendinga. Verkefnin yrðu unnin í samstarfi við grannþjóðir og bandalagsþjóðir í NATÓ og kostuð af fleirum en okkur. Atvinna og umræður Sé Bandaríkjaher á förum frá Íslandi missa margir vinnu í byggðarlögunum á Suðurnesjum. Vegna óvissunnar um áframhaldandi veru hersins hefði verið skynsamlegt að flýta flutningi innan- landsflugs og þjónustu við það til Keflavíkurflugvallar og treysta þannig atvinnugrundvöll á svæðinu. Mörg önn- ur rök hníga að þeim flutningi, sem ekki verða rakin hér. Tveir alþjóða- flugvellir nánast hlið við hlið verða heldur ekki reknir til frambúðar ef við þurfum að kosta rekstur þeirra beggja að fullu. Alþingi hélt úti öryggismálanefnd sem stóð fyrir rannsóknar- og útgáfu- starfsemi um varnar- og öryggismál á níunda áratugnum. Þessi starfsemi var lögð af án þess að neitt tæki við af henni. Nú þegar þörf er á að Íslend- ingar endurskoði viðhorf sín til öryggis- mála er nauðsynlegt að efla umræðu á þessu sviði. Alþingi ber einnig að búa þannig um hnúta að lagaumgjörð og lýðræðislegt taumhald séu eins og best verður á kosið í íslenskum öryggis- málum. Hefðbundnum hugmyndum um land- og loftvarnir er varpað fyrir róða og í stað- inn sett leiftursóknar- og íhlut- unarstefna. Hér er ekki um tæknilegar útfærslur að ræða, heldur pólitíska- og hernaðarlega stefnubreytingu sem ekki verður hnikað í bráð, hvað sem okkur kann að sýnast um skynsemi nýrrar stefnu. Hugsanlegt er að íslenskum stjórnvöldum takist með tilvísun til gagnkvæmra skuldbindinga varn- arsamningsins og vegna hálfrar aldar samstarfs að framlengja bráðabirgða- ástandið á Keflavíkurflugvelli í nýrri bókun. Það breytir ekki því að tíma- bært er að hefja undirbúning að nýrri varnaráætlun fyrir Ísland í samstarfi við NATÓ og Bandaríkin, eða endur- skoða varnarsamninginn í ljósi nýrra aðstæðna. Miklu meiri ábyrgð Ný varnaráætlun myndi örugglega krefjast miklu meiri ábyrgðar á eigin vörnum en Íslendingar hafa vanist. Grannþjóðir okkar verja 2- 3% þjóð- arframleiðslu sinnar til varnar- og ör- yggismála. Ef Íslendingar gerðu slíkt hið sama þýddi það 16-25 milljarða króna framlag á ári, sem væri 6-9% af fjárlögum ríkisins í dag og þætti mikið. Sagt er herstöðin í Keflavík kosti Bandaríkin 22 milljarða króna á ári. Til samanburðar má geta þess að reiknað er með að skattekjur íslenska ríkisins hafi aukist um 30 milljarða króna til frambúðar þegar hinu mikla fram- kvæmdatímabili vegna álvers og virkj- unar fyrir austan lýkur. Við höfum því efni á að taka meiri þátt í vörnum landsins, en auðvitað myndi ákvörðun um slíkt þrengja að öðrum kostum og verkefnum. Viðfangsefni eins og að fylgjast með ig hægt væri að sinna ábyrgð kisins á öryggi eigin borgara ndingum vegna þátttöku Ís- alþjóðlegri samvinnu, m.a. mboðs til öryggisráðs Samein- na. Efling embættis ríkislög- a og innlimun almannavarna í að skoða í ljósi þeirrar við- nú á sér stað, að mestu þegj- óðalaust, til að efla ákveðna nskri öryggisgæslu. arnaráætlun nauðsyn m ekki ætlast til þess lengur íkastjórn leggi fámenni, fá- kunnáttu í meðferð tækni- grundvallar mati sínu á því n framkvæmir skyldu sína varnarsamningnum. Hún er bundin samningi um að sem frekast má verða að ör- ku þjóðarinnar. Það má ram að nærvera hermanna asta hernaðarveldi heims hér helsta tryggingin fyrir ör- nski miklu fremur en það ið er úti loftvörnum með Íslandi. Á tímum kalda ar því hins vegar haldið fram ri einmitt slík herseta sem ér ógnun um kjarnorku- á Ísland. Slík ógnun er ekki í dag. En sjálfsagt má færa með og á móti í sambandi við a hættu á árásum „Tyrkja- a“ og „Hundadagakonunga“ kin eru að umbylta kerfi her- na í heiminum í samræmi við kennd hefur verið við for- un og forvarnarstríð. Gamlar s-herstöðvar með setuliði falla þá mynd af hættum og ógn- þau telja sig vera að fást við. gin öryggi Höfundur er 1. varaþingmaður Samfylking- arinnar í Reykjavík suður. BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi hafa nú til skoðunar hugmyndir um skipulag á landi Lundar í Kópavogi. Hér er um að ræða tún og mannvirki á Lundi í Fossvogs- dalnum, en þar var rekinn mynd- arlegur búskapur um langa tíð. Skipulagshugmyndirnar gera ráð fyrir mikilli háhýsabyggð á svæð- inu, allt að átta 8 til 13 hæða hús- um auk leikskóla og hverfisversl- unar. Hér er líklega um að ræða milli 400 og 500 íbúðir. Bílastæði og annað sem fylgir slíkri byggð eru mikil og nokkuð víðfeðm. Gömlu mannvirkin víkja svo til öll og meginhluti landsins fer undir byggingar, götur og bílastæði. Útivistarsvæðið verður aðþrengt og gönguleiðir liggja rétt við veggi 13 hæða húsa Fyrri hugmyndir Fyrir um það bil tveimur árum komu fram hugmyndir um að byggja á svæðinu hátæknimiðstöð með möguleika á íbúðum á efri hæðum. Í þeirri hugmynd var að- aláherslan lögð á að byggðin væri við Nýbýlaveginn og „skermaði“ þannig dalinn sjálfan að nokkru frá umferðarhávaðanum. Þess var gætt að ganga sem minnst á úti- vistarsvæðið í dalnum og því má segja að sú hugmynd hafi verið í framhaldi af langri baráttu Kópa- vogsbúa gegn því að lögð yrði hraðbraut eftir Fossvogsdalnum endilöngum. Á þessum grundvelli var sett inn í aðalskipulag Kópavogs: „Haldið er opnum möguleika á að hátæknimiðstöð geti risið í landi Lundar í Fossvogsdal enda verði ný byggð á Lundarsvæðinu aðlög- uð að byggðinni sem er austan og sunnan við svæðið.“ Var þetta samþykkt samhljóða í bæjarstjórn þegar aðalskipulag bæjarins var endurskoðað vorið 2002. „Nýja hugmyndin“ Trúlega gerir efnahags- umhverfið hugmynd um „hátækni- miðstöð“ nokkuð áhættusama. En án þess að nokkuð hafi verið rætt um breyttar forsendur eða breyt- ingar á aðalskipulagi, koma núver- andi hugmyndir skyndilega fram. Ég hef talað gegn þessum hug- myndum og gagnrýnt sérstaklega byggingarmagnið og hvernig málatilbúnaði er háttað. Í raun segir þetta nokkra sögu um hvernig staðið er að skipulags- málum, kynningu á þeim og sam- ráði við íbúa af hálfu sveitarfé- laga. Gangurinn er venjulega sá að skipulagsnefnd og bæjarstjórn láta fullvinna tillögu sem síðan er auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Þannig uppfylla sveitarfélög lag- anna bókstaf, en því miður er reynslan sú að sáralitlar breyt- ingar eru venjulega gerðar á skipulagi þó fjöldi athugasemda berist frá íbúum og öðrum. Nær- tækt dæmi er til að mynda skipu- lag á Vatnsendasvæðinu þar sem mörg hundruð manns mótmæltu fyrirætlunum bæjaryfirvalda án neins sérstaks árangurs, og hægt er að nefna fjölmörg önnur dæmi úr sveitarfélögum um land allt. Nýjar aðferðir Það á að standa með miklu opn- ari hætti að kynningu á skipulags- hugmyndum en nú er gert. Strax í upphafi ætti að leita samráðs við íbúa í næsta nágrenni Lundar og víðar um hugmyndir um uppbygg- ingu á Lundarsvæðinu. Skipulag á að verða til með virkri þátttöku nágranna og annarra en ekki með þeirri þröngu valdastjórnaraðferð sem ríkt hefur. Í ræðu sem Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt á landsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga síðastliðið vor ræddi hann aukinn áhuga al- mennings á skipulagsmálum: „Í því sambandi vekur sérstaka athygli hvað hinn almenni borgari hefur mikinn áhuga á skipulags- málum, bæði hinum stærri línum í skipulagi sveitarfélaga en einnig einstökum þáttum skipulagsins. Dæmin um þetta eru fjölmörg. Þegar ég horfi út um gluggann heima hjá mér í Kópavogi, þar sem bæjarskrifstofur Kópavogs voru einu sinni til húsa í eldhúsinu í næsta húsi, rís hærra og hærra með hverjum deginum fjölbýlis- hús, sem íbúarnir í því hverfi vildu ekki sjá. Þegar ég horfi út með Fossvoginum, Kópavogsmegin spyr ég sjálfan mig hvers vegna fjaran hafi verið eyðilögð með uppfyllingu. Þegar ég geng um Fossvogsdalinn þakka ég Guði fyrir, að áformin um hraðbraut í gegnum dalinn náðu ekki fram að ganga. Og svo mætti lengi telja. Við sem störfum við fjölmiðla finn- um vel hvað skipulagsmálin vekja upp sterkar tilfinningar hjá fólki.“ Möguleikar nýrrar tækni Í ræðunni rakti Styrmir einnig hvernig upplýsingabyltingin gerir okkur kleift að gera íbúana mun virkari í ákvarðanatöku, auk nauð- synjar þess að þróa aðferðir um virkara og beinna lýðræði. Ég hef orðið var við það sjónarmið að ég hefði ekki átt að ræða hugmynd- irnar að skipulaginu á Lundarsvæðinu op- inberlega á þessu stigi heldur bíða þangað til þær væru fullmótaðar og tilbúnar til auglýsingar. Ég er algerlega ósam- mála þessu sem ég vil kalla gamaldags viðhorf. Skipulagshugmyndir eiga náttúrulega að vera aðgengilegar íbúum á þróunarstiginu, svo að sem flestir gæti haft áhrif á fyrstu stigum. Prófraun bæjarstjórnar Það má segja að bæjaryfirvöld í Kópavogi standi frammi fyrir nokkurri prófraun vegna þessa máls. Lundarsvæðið er viðkvæmt og í nánum tengslum við vinsælt útivistarsvæði. Gönguleiðin með- fram kirkjugarðinum og Fossvog- inum og inn Fossvogsdalinn og upp í Elliðaárdal er býsna vinsæl og fjölfarin. Þar fléttast saman útivistarsvæði Kópavogs og Reykjavíkur, enda er það ekki einkamál Kópavogs hvernig til tekst með uppbygginu á þessu svæði. Það er gamli hugsunarhátt- urinn sem víða sést á sveitarfé- lagamörkum, að ekkert er hugað að því sem við tekur. Nýtum tækifærið Við eigum að nýta tækifærið og móta skipulag á þessu svæði með nýjum hætti, hafa virkt samráð við íbúa, hagsmunasamtök og aðra sem áhuga hafa og reyna að vinna skipulagsferlið með samræðu og frjóum skoðanaskiptum en ekki með einhliða samþykktum sem leiða af sér óhjákvæmileg mót- mæli með öllu því sem því fylgir. Þetta er prófraun sú sem við bæj- arstjórnarmenn í Kópavogi stönd- um frammi fyrir. Vonandi föllum við ekki á því prófi. Skipulagsslys í Fossvogsdal! Eftir Flosa Eiríksson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. „Við eigum að nýta tækifærið og móta skipulag á þessu svæði með nýjum hætti, hafa virkt samráð við íbúa, hags- munasamtök og aðra sem áhuga hafa …“ ardeilda lltrúa ns, hef- aukinn stu ár- að lán- - liggj- dregst rás varð i hjá urlönd- gar. a að tti að undir næði. Í inna num . Núver- hér á n rík- lána- hug- ða að ð þýða yrgða, meiri ækkar. rskurð- rmi rískra angi Róm- slensk fa til búða- ækkun fafyr- slu á að tenda á ndir di lán- ndi yrkja ja á að kipta- betra jóri Sam- tækja. VIÐ þekkjum flest dæmi um ein- staklinga og fjölskyldur sem á undanförnum árum hafa flust frá Reykjavík eða valið sér annað sveitarfélag til búsetu vegna þess að ekki hefur fengist húsnæði við hæfi í höfuðborginni. Lóðafram- boð hefur verið með minnsta móti, húsnæðis- og leiguverð hærra en áður hefur þekkst og fleiri kostir hafa boðist í ná- grannasveitarfélögunum. Vegna þessa hefur fólksfjölgun í Reykja- vík ekki verið með sama hætti og annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu og vegna þessa bíða okkar Reykvíkinga stór verkefni í skipulagsmálum sem ekki þola bið. Þar er brýnast að auka lóða- framboð og afnema lóðauppboð sem almenna reglu við úthlutun lóða. Verði þetta ekki gert getum við hvorki vænst þess að Reykja- vík þróist með þeim hætti sem við flest viljum, né vænst þess að höfuðborgin standi jafnfætis ná- grannasveitarfélögunum þegar íbúar velja sér stað til framtíð- arbúsetu. Sé litið á staðreyndir sem tengjast skipulagsmálum í Reykjavík kemur í ljós að staða þessara mála er ekki góð og stefna, eða öllu heldur stefnu- leysi, borgaryfirvalda hefur skað- að eðlilega uppbyggingu í borg- inni. Þessu til stuðnings má benda á að í ársskýrslu bygging- arfulltrúans í Reykjavík árið 2002 er að finna yfirlit um bygging- arframkvæmdir í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram að árið sem áhrifa skipulagsákvarðana R-list- ans fór að gæta var bygging- armagn í borginni aðeins tæplega 100.000 fermetrar en hafði árið áður verið tæplega 200.000 fer- metrar. Sama þróun sést þegar litið er til fjölda nýrra fullgerðra eða fokheldra íbúða í Reykjavík á þessum tíma. Árið 1995 var fjöldi anburði við önnur sveitarfélög, þar sem ánægjan fer um og yfir 70% í sveitarfélögum á borð við Garðabæ, Kópavog og Mos- fellsbæ. Þetta er ekki síður slæm niðurstaða þegar litið er til þess að í engum málaflokki fær sveit- arfélag í þessari könnun lægri einkunn. Það er sem sagt hvergi í þeim 13 sveitarfélögum, sem í þessari könnun voru skoðuð, meiri óánægja með nokkurn málaflokk. Áhrifanna af þeirri stefnu sem ríkt hefur í skipulagsmálum í Reykjavík gætir ekki aðeins í við- horfum þeirra sem hér búa. Þeirra gætir ekki síður þegar litið er til þróunar fólksfjölda. Á sama tíma og fólksfjölgun hefur aldrei verið meiri á höfuðborgarsvæðinu er hún með minnsta móti í höf- uðborginni. Þetta er m.a. staðfest í greinargerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir árið 2003, þar sem fram kemur að 1. desember 2001 voru Reyk- víkingar 112.268 talsins og hafði aðeins fjölgað um 0,8% frá sama tíma árið 2000. Þetta er minnsta fjölgun sem verið hefur í borginni í rúman áratug. Þar kemur einnig fram að á árunum 1995–2000 fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæð- isins um tæp 12% en aðeins um 8% í Reykjavík á sama tíma. Allar þessar staðreyndir segja okkur að við verðum að blása til nýrrar sóknar í skipulagsmálum í Reykjavík. Sú sókn á að fela í sér framsæknar hugmyndir um skipulag nýrra byggingarsvæða, stóraukið framboð lóða og afnám lóðauppboða sem almennrar reglu við lóðaúthlutanir. Sú sókn á einnig að fela í sér þann sjálf- sagða metnað fyrir hönd borg- arinnar að hún verði fyrsti kostur flestra þegar kemur að því að velja stað til framtíðarbúsetu. fullbúinna íbúða aðeins 450 en hafði árið áður verið 690 og fjöldi fokheldra íbúða aðeins 256 en var 413 árið 1994. Þessar tölur sýna miklar breyt- ingar, en í umræddu yfirliti kem- ur einnig fram að þær eru ekki aðeins mælanlegar frá einu ári til annars. Öðru nær, þessi þróun hefur verið viðvarandi allan valdatíma R-listans. Þannig voru á árunum 1995–2002 að meðaltali aðeins byggðar rúmlega 500 full- gerðar íbúðir í Reykjavík á ári. Átta árin þar á undan voru hins vegar að meðaltali tæplega 700 fullgerðar íbúðir byggðar árlega í Reykjavík. Sama þróun sést þeg- ar litið er til fokheldra íbúða á sama tímabili. Frá 1987 til 1994 voru þær að meðaltali um 500 á hverju ári, en hafa undanfarin átta ár aðeins verið tæplega 300. Þetta þýðir að á undanförnum ár- um hefur framboð íbúða verið mun minna í Reykjavík en var ár- in á undan, sem að sjálfsögðu hef- ur haft áhrif á þróun húsnæðis- og leiguverðs í borginni og hvatt fólk til fjárfestinga í öðrum sveit- arfélögum þar sem framboð hefur verið meira. Önnur sláandi staðreynd um stöðu skipulags- og bygging- armála í Reykjavík birtist í könn- un Gunnars Helga Kristinssonar prófessors þar sem skoðuð er ánægja íbúa í ýmsum sveit- arfélögum með þjónustu þeirra. Meðal annars var könnuð ánægja íbúa með skipulags- og bygging- armál. Þar kemur fram að aðeins 39% Reykvíkinga eru ánægð með þessi mál í borginni. Þetta er ekki aðeins slæm útkoma í sam- Sókn í stað stöðnunar í skipulagsmálum Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipu- lags- og byggingarnefnd. „Okkar Reykvíkinga bíða stór verkefni í skipulagsmálum, sem ekki þola bið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.