Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ …bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Þetta niðurlag í ljóði Stephans G. Stephans- sonar kemur upp í huga minn við andlát móðursystur minnar Elsu Georgsdóttur. Þessar ljóðlínur lýsa svo vel þess- ari frænku minni, sem ég leit svo upp til og dáðist að sem krakki. Ég ætlaði sko að verða eins og hún þegar ég yrði stór. Svona falleg eins og mér fannst hún og fín, vera úti á nóttunni og reykja. Margs hef ég að minnast frá þeim árum sem ég var að vaxa upp sem krakki, unglingur og síðar ung kona og alls staðar er Elsa og fjölskylda hennar mjög nátengd því. Fyrst í Reykjavík og síðar eftir að hún flutt- ist ásamt fjölskyldu sinni vestur á Hellissand og þaðan yfir í Rif. Mikill samgangur var alltaf milli systkina hennar og fjölskyldna þeirra. Heim- sóknir, útilegur við veiðiskap á Snæ- fellsnesinu – þaðan sem þau eru ætt- uð – og ferðalög til margra ára í sumarfríum um allt landið. Alltaf nokkrir bílar saman á ferð, troðfullir af fullorðnum og börnum á öllum aldri. Fyrstu búskaparár sín bjó Elsa ásamt fyrri eiginmanni sínum, Pálma Kristjánssyni, og börnum þeirra, Sveinbjörgu og Guðfinni, í Reykja- vík. Síðar, þegar þau voru flutt vest- ur á Snæfellsnes, voru farnar marg- ar ferðirnar úr Reykjavík til þeirra í heimsókn. Þrír eða fjórir bílar í sam- floti, fullir af fólki, og aldrei minnist ég þess að einhver væri að velta vöngum yfir hvort eitthvert húspláss yrði fyrir allan mannskapinn. Sú hugsun eða fyrirstaða var aldrei til hjá Elsu og hennar systkinum. Enda var oft þröngt setinn bekkurinn hjá henni, heimilisfólkið gekk úr rúmum fyrir elstu gestina og restin svaf í flatsængum um öll gólf. Einhverju sinni í einni ferðinni þangað vestur spurði ég Elsu hvar hún ætlaði eig- inlega sér og sínum að sofa. Henni fannst óþarfi að hafa einhver orð um slíka smámuni. Síðan sá ég þau koma sér fyrir á gólfunum innan um alla gestina og eitt þeirra undir borð- stofuborðinu. Það voru aldrei nein vandræði með neitt í Elsu augum. Eða eins og hún hafði svo oft á tak- teinum: „...að ef einhver ljón væru á veginum þá væri bara að drepa þau!“ Elsa var hörkudugleg og ósérhlíf- in til allrar vinnu. Mér eru minnis- stæð orðaskipti vinnufélaga okkar við hana á vinnustað þegar ég var unglingur. Við vorum að vinna í fiski og var búin að vera mikil vinna dag og nótt. Það voru að koma jól eða páskar og sumar konurnar höfðu tekið sér einhver frí vegna undirbún- ings hátíðarinnar. En ekki Elsa. Hún var því spurð hvort hún ætti ekki eft- ELSA GEORGSDÓTTIR ✝ Elsa Georgsdótt-ir fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1937. Hún andaðist á Sjálfsbjargarheim- ilinu Hátúni 12 12. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugar- neskirkju 16. maí. ir að gera öll verkin heima fyrir vegna há- tíðarinnar, þar á meðal að þrífa? Hún var fljót að svara því til að hún færi nú létt með þrifin. Hún byggi í timburhúsi og myndi bara skella öllum hurðum, allt ryk hryndi þar með á gólfin og þá væri nú lítið mál að þurfa aðeins að þrífa þau. Alltaf snögg til svars og stutt í gáskann og léttleikann hjá henni. En í marsmánuði 1981 urðu hörmuleg umskipti í lífi Elsu og fjölskyldu hennar. Þá, aðeins 43 ára gömul, varð hún fyrir þeirri hörðu lífsreynslu að vakna upp bæði lömuð og mállaus í kjölfar aðgerðar vegna heilablæðingar. Aðdragand- inn var enginn né fyrirséð um slíkar afleiðingar. Þarna í blóma lífsins var Elsu, hörkuduglegri og sístarfandi, kippt burtu frá öllu sem var hennar og henni svo kært. Heimili sínu, fjöl- skyldu og vinum á Rifi og Hellissandi og því lífi og starfi sem hún á þeim tíma vann að ásamt fyrri eiginmanni sínum. Við tók líf á stofnunum án nokkurrar vonar um einhvern bata. En þrátt fyrir vonleysisorð lækna og annarra sérfræðinga gerðist það um það bil hálfu ári eftir aðgerðina að Elsa fékk málið aftur. Síðan, í fram- haldi þess, kom í ljós styrkur hennar og æðruleysi við þessar kringum- stæður. Ótrauð, viljasterk og full bjartsýni tókst hún á við þessar nýju aðstæður sínar og einnig hjónaskiln- að. Þegar frá leið tóku svo við að- gerðir á aðgerðir ofan til að losa um festur í liðamótum sem orsakast höfðu af hreyfingarleysi í kjölfar lömunarinnar. Árið 1984 var Elsa orðin til heim- ilis í Sjálfsbjargarheimilinu í Hátúni, Reykjavík. Skömmu áður var hún svo lánsöm að kynnast hinum ágæt- asta manni, Ólafi Jóni Hanssyni. Þau kynni leiddu til giftingar þeirra á árinu 1986 og reyndist Ólafur – þrátt fyrir að hafa ekki sjálfur gengið heill til skógar – eiginkonu sinni frábær- lega vel á allan hátt. Hugsaði um hana fatlaða, bundna hjólastól, og stóð eins og klettur við hlið Elsu í þrautagöngu hennar. Fallegt var að sjá og finna í þau skipti sem ég kom til þeirra hversu góð þau voru hvort við annað, ánægð og glöð bæði tvö. Alltaf var að þeirra sögn allt í góðu lagi hjá þeim og allt gott að frétta. Fyrir rúmum tveimur árum greindist Elsa með krabbamein í lungum. Og aftur nú í ársbyrjun 2003 greindist hún með krabbamein í höfði, sem leiddi til þess að hún and- aðist að morgni mánudagsins 12. maí sl. Ég kveð þig nú, Elsa mín, sem ég sá svo alltof sjaldan hin síðari ár. Á þig var mikið lagt en þú bognaðir hvorki né brotnaðir eða æðraðist nokkru sinni yfir hlutskipti þínu, lömun og veikindum til fjölda ára. Blessuð veri minning þín. Samúðarkveðjur mínar sendi ég eiginmanni, börnum, tengdabörnum, barnabörnumog barnabarnabörn- um. Sigrún Höskuldsdóttir. Hvunndagshetja fallin er í valinn, hennar andi Guði er nú falinn. Áhyggjur af öllum vildi taka, yfir eiginmanni og börnum ávallt vaka. Svona var mamma okkar. Bar hag annarra alltaf fyrir brjósti og hugs- aði fyrst um alla aðra en sig. Hún var sannkölluð hetja sem kom best í ljós þegar hún barðist við þann sjúkdóm sem varð henni að ald- urtila. Aldrei kvartaði hún og þegar niðurstaða kom eftir miklar og erf- iðar rannsóknir sagði hún: „Það er allt í lagi með mig, en ég hef áhyggj- ur af honum Halla mínum.“ Svona var mamma okkar. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Alltaf boðin og búin að hjálpa og studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Og ekki munaði hana um að smyrja fleiri, fleiri brauðsneiðar þegar svangir synir komu af íþrótta- æfingu ásamt vinum. Alla tíð hafði hún mjög gaman af íþróttum og þar sem hún bjó við íþróttavöll bæjarins var iðulega komið við hjá þeim áður en haldið var á völlinn. „Munið svo að hvetja,“ voru síðustu orð hennar áð- ur en við fórum á leikinn. Besta dæmið um þær taugar sem hún bar til íþróttafélagsins okkar var þegar hún var að kjósa á sjúkrahús- inu fyrir alþingiskosningarnar og læknirinn spurði: „Ertu kannski Framari?“ og átti þar við Framsókn- arflokkinn. „Nei, ég er KA-mann- eskja,“ svaraði hún að bragði. Þetta var mamma okkar. Mesta ánægjan í lífi hennar voru barnabörnin átta sem voru stolt BRYNJA HERMANNSDÓTTIR ✝ Brynja Her-mannsdóttir fæddist á Akureyri 11. mars 1929. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 16. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 23. maí. hennar og gleði, sem og langömmubarnið. Nat- in var hún að spila við þau og stytta þeim stundir og eitt er víst að enginn fór svangur úr hennar húsi. Að lokum þökkum við allar góðu stundirn- ar sem við áttum sam- an. Megi minning þín verða ljós í lífi okkar. Hermann og Elín. Elsku amma Binna. Það er svo ótrúlegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig því það er enn svo erfitt að trúa að þú sért farin frá okkur. Þú litla og granna en sérstaklega kraftmikla og duglega kona sem vildir allt fyrir alla gera. Aldrei kvartaðir þú, en hafðir þess í stað áhyggjur af okkur hinum, og þá sérstaklega honum afa. Ég lofa þér að við sjáum öll vel um hann áfram. Þær eru ótal margar og yndisleg- ar, minningarnar sem ég á um þig, amma. Allar stundirnar sem þú spil- aðir við mig, kenndir mér að leggja kapla, öll kaffihlaðborðin þín eftir fótboltaleiki hjá KA og einfaldlega allar þær stundir sem við áttum sam- an, þær eru mér ómetanlegar í dag og ég geymi þær í hjarta mínu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég gat verið með þér á meðan þú varst á sjúkrahúsinu hér í Reykjavík og ég er fegin að ég gat kvatt þig með kossi og knúsað þig áður en þú fórst aftur norður. Ég kveð þig nú í hinsta sinn með söknuð í brjósti um leið og ég þakka þér fyr- ir allt og allt. Þín nafna, Brynja Dögg. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar frænku minnar, Brynju Hermannsdóttur. Á kveðjustund koma í hugann góðar og hlýjar minningar um þessa grannvöxnu en kraftmiklu konu. Mínar fyrstu minningar frá ferðum fjölskyldunnar á Akureyri eru tengdar þessari góðu konu. Alltaf var mikil tilhlökkun þegar vora tók og halda átti til sumardvalar á Vopnafjörð vegna atvinnu föður míns. Þá var fastur liður að koma við á Klapparstígnum hjá Brynju frænku og Halla. Það var sama á hvaða tíma sólarhringsins við mætt- um, eldhúsborðið svignaði undan kræsingum. Hlaðborð af heimabök- uðu, jólakaka, lagterta og smurt brauð af hennar alkunnu snilld, með tómötum, agúrkum og eggjum. Þá var oftast útbúin flatsæng handa okkur krökkunum á gólfinu í stof- unni. Alveg sama hvað börnunum fjölgaði, alltaf var pláss fyrir alla og fjörið jókst bara þegar ræða þurfti málin fyrir svefninn. Brynja var ákaflega dugleg og henni féll sjaldan verk úr hendi. Aldrei man ég eftir að við krakkarnir færum í rúmið á kvöldin á eftir henni. Hún var alltaf síðust í hvíld og fyrst á fætur á morgnana. Minningin um morgunstundirnar hjá frænku koma einnig sterkt upp í hugann. Við krakkarnir saman í eld- húsinu við morgunverðarborðið og hún að þjóna okkur. Ávallt reiðubúin að rétta það sem vantaði og sjá til þess að allir væru nú örugglega bún- ir að fá nægju sína. Svo var ekki að ræða það að fá að hjálpa til við upp- vask eða frágang. Hún vildi bara sjá um þetta sjálf, við skyldum bara leika úti, spila Olsen Olsen, púsla eða leggja kapal. Eftir uppvask kom hún oft og tók í spilin með okkur. Brynja var mikil áhugamanneskja um íþróttir og fylgdist með öllum íþróttaviðburðum hvort sem það var í sjónvarpi eða útvarpi. Alltaf þegar ég hitti hana spurði hún um son minn og hvernig honum gengi í boltanum. Hún vildi vera viss um að vera ekki að missa af neinu. Það sýndi best að hún hugsaði alltaf vel til þeirra sem að henni stóðu. Hún vildi allt fyrir alla gera. Nú síðari ár hefur heimsóknum mínum fækkað á Klapparstíginn. Þegar dvalið hefur verið á Akureyri er samt oftast litið aðeins inn til að fá fréttir af fólkinu og segja fréttir að sunnan. Mér er ákaflega minnisstæð heim- sókn þeirra hjóna, Brynju og Halla, til okkar hjóna í sumarhúsið sl. sum- ar. Á fögru sumarkvöldi komu þau með foreldrum mínum og drukku með okkur kaffi. Það var alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn og geymi ég þá minningu vel. Ekki ór- aði mig fyrir því þá að hún elskulega frænka mín myndi ekki koma aftur og þiggja hjá mér kaffisopa. En hún verður í huga okkar, því get ég lofað. Nú kveð ég þessa góðu konu sem mér hefur í raun fundist eins og amma mín á Akureyri. Það er erfitt og hennar skarð verður ekki fyllt. En þetta er víst gangur lífsins. Ég veit að hún fór sátt og er nú hjá ömmu Guðrúnu, Bubba frænda og hinum englunum. Elsku Halli, Hermann, Óli, Guð- rún og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill. En minningin um góða eig- inkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu lifir með okkur öllum. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sig.) María Hafsteinsdóttir. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og lífið þjóða, hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf. Síst vil ég tala um svefn við þig. Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda – það kemur ekki mál við mig. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Erna Karlsdóttir, vinkona mín frá því í barnaskóla, lést á Landspítalan- um þ. 15. maí sl. Ég minnist hennar sem hjartkærrar vinkonu og skóla- systur sem mér þykir óendanlega vænt um. Glaðlynd og skemmtileg, trygg og góð var Erna alla tíð, og okkar samverustundir sem börn og unglingar eru mér ógleymanlegar og ERNA KARLSDÓTTIR ✝ Erna Karlsdóttirfæddist í Hvera- gerði 4. júlí 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Grafarvogskirkju 23. maí. þó að leiðir okkar hafi legið í sitthvora áttina um tíma vorum við tengdar órjúfanlegum böndum, alla tíð. Það er mikilvægt að eiga góðar vinkonur í skóla, við Erna vorum mikið saman, sátum saman við borð í skól- anum, hittumst eftir skólatímann, fórum út að skemmta okkur saman sem unglingar og upplifðum svo ótal- margt skemmtilegt og nýtt saman. Við vorum í eina stelpubekknum í Vogaskólanum sem unglingar, 4-R verslunardeild, sem var tilrauna- bekkur árin 1964-’65. Þessi verslun- ardeild Vogaskólans var skipuð frá- bærum kvenskörungum og valkyrj- um upp til hópa. Við vorum ef til vill ekki auðveldar sem nemendur því samheldnin var slík að ef einni var misboðið af kennara og gekk út úr tíma, þá stóðu allar hinar upp líka og fylgdu henni út. Eflaust var bekkur- inn strembinn fyrir kennarana en mikið var gaman í skólanum innan um allar þessar stórkostlegu og skemmtilegu stelpur. Vináttan helst enn þann dag í dag. Erna er fyrst okkar að kveðja, hennar er sárt saknað úr hópnum. Ég sendi Bjarna, Helga Má, Brynju, barnabörnunum, Nonna, Bigga og Madda og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Á. Pétursdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Birting minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.