Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 27 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. YFIR 15.000 GESTIR! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Martröðin er raunveruleg! Ertu myrkfælin? Þú ættir að vera það. Mögnuð hrollvekja! Sýnd kl. 6, 8 og 10.  X-ið 977  HJ MBL Kvikmyndir.com HK DV www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle NICHOLSON SANDLER YFIR15.000GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Toppmyndin sem rústaði samkeppninni í Bandaríkjunum síðustu helgi Svalasta mynd sumarsins er komin. EINN af þekktustu og hæst launuðu plötusnúðum í heimi ætlar að þeyta skífum á Gauki á Stöng í kvöld ásamt dj Grétari. Sasha er breskur og er margt til lista lagt. Hann byrjaði að þeyta skífum í Bretlandi seint á níunda áratugnum en er nú þekktur um heim allan. Hr. Örlygur stendur fyrir komu Sasha hingað til lands. Að sögn aðstandenda er Sasha einn af fáum plötusnúðum í heiminum sem hefur náð stöðu popp- stjörnu. Hann er sagður dýrkaður og dáður beggja vegna Atlantshafsins. „Í Bandaríkjunum er ekki óal- gengt að þúsundir manna standi klukkutímum saman í röð til að sjá hann og í Bretlandi fékk hann snemma viðurnefnið „sonur guðs,“ sem útskýrir sig algjörlega sjálft,“ segir í fréttatilkynningu um komu Sasha. Sasha hefur komið víða við í tónlistarheiminum, m.a. unnið með Madonnu og Gus gus við upptökustjórn og hljóðblöndun. Sasha sigraði í hinum virtu kosningum DJ Magazine um plötusnúð ársins árið 2000 og var í öðru sæti árin 2001 og 2002. Þess má geta að í nýlegri könnun undir „djamminu“ á Huga.is voru netverjar spurðir hvaða plötusnúð þeir vildu helst fá til landsins. Af 15 mögulegum var Sasha með flest atkvæði eða 17%. Íslendingum geta upplifað list hans á Gauki á Stöng í kvöld, mánudagskvöldið 16. júní, frá miðnætti. Forsala aðgöngumiða er í Þrumunni, Laugavegi. Verð í forsölu er 2.500 krónur en 2.900 krónur við innganginn. Frægasti og hæst launaði plötusnúður heims á landinu „Sonur guðs“ þeytir skífum TENGLAR .................................................................................. http://www.djsasha.net Einn kunnasti plötusnúður heims á leið til Íslands. SALA á um 1.700 miðum sem eftir eru á tónleika djasssöngkonunnar Díönu Krall hefst á skrifstofu Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í dag. Fyrirfram voru 300 miðar boðnir áskrifendum Stöðvar tvö á sérstöku M12-tilboðsverði en þeir miðar seldust upp á einungis 30 mínútum síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Einars Bárðarsonar tón- leikahaldara eru viðtökurnar ævin- týralegar. „Þetta lofar góðu. Við- brögðin við komu þessarar söngkonu hafa verið miklu sterkari en við þorðum að vona. Þetta er mikill listamaður og margfaldur verðlaunahafi og það er gaman að geta boðið upp á svona frábæran tónlistarmann,“ segir Einar. Tónleikarnir með Díönu Krall verða haldnir í Laugardalshöll hinn 9. ágúst næstkomandi. Alls eru um 2.500 miðar í boði á tónleikana. Kostendur tónleikanna hafa tryggt sér eitthvert magn miða þannig að fjöldi miða sem verða í boði í dag verður í mesta lagi um 1.700 að sögn Einars. Hann segist ekki gera ráð fyrir að miðarnir staldri lengi við á skrifstofu Sinfóníuhljómsveit- arinnar. „Ég hugsa að það verði ekki til miðar í næstu viku,“ segir Einar. Miðana verður einnig hægt að kaupa á vefsíðu Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands á www.sinfonia.is og í síma 545-2500. Díana Krall er fædd og uppalin í Kanada og hóf píanónám fjögurra ára gömul. Krall hefur gefið út níu plötur og hlaut Grammy-verðlaun sem besta djasssöngkonan árið 1999. Hún er trúlofuð tónlistar- manninum Elvis Costello en ekki er vitað hvort hann hyggst fylgja unn- ustunni hingað til Íslands í ágúst. Miðasala á Díönu Krall hefst í dag Seldu tíu miða á mínútu Díana Krall virðist ætla að heilla Íslendinga sem aðra. 300 tilboðsmiðar á tónleika hennar seldust upp á 30 mínútum. TENGLAR ..................................................... http://www.dianakrall.com/ TENGLAR .......................................... www.nofxofficial- website.com. PÖNKINU verður gert hátt undir höfði áGauknum í kvöld. Bandaríska sveitin NoFxkemur fram en sveitin er talin forveri sveitaeins og Green Day og í raun einn af horn- steinum bandarísku pönkkreðsunnar. Nýjasta plata NoFx, sem ber heitið „War on Error- ism“, er hörð ádeila á forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, og stríðsrekstur hans. Liðsmenn sveitarinnar eru trúir sínum hugsjónum og neita til að mynda að fara í viðtöl sem snúast um þá sjálfa eða tónlist þeirra. Þeir eru þó tilbúnir að koma fram opinberlega og tjá sig um pólitísk málefni. Yfirskrift tónleikanna á Gauki á Stöng er X-Slash. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni áratugarafmælis út- varpsstöðvarinnar X-ins. Með NoFx koma fram hljómsveitirnar Brain Police og Innvortis. Húsið er opn- að kl. 20:00. Verð í forsölu er 2.500 krónur en miðar eru seldir í Skífunni á Laugavegi. Miðinn kostar 2.900 krónur við dyrnar í kvöld. Pólitískir pönkarar NOKKRIR tónleikar verða haldn- ir í júní í tilefni af því að tíu ár eru síðan útvarpsstöðin X-ið fór fyrst í loftið. Í kvöld leika pönkgoðin NoFx á Gauknum en ekki verður látið þar við sitja. X-Slash-fjörið heldur áfram og að sögn aðstandenda er ætlunin að vera með dagskrá í tengslum við afmælið fram eftir sumri. Maus verður með tónleika í Iðnó fimmtudagskvöldið 19. júní en kapparnir eru að gefa út nýja breiðskífu um þessar mundir. Íslandsvinirnir í sveitinni Sick Of It All bjóða unga aðdáendur sína velkomna á tónleika miðvikudaginn 25. júní. Þeir tónleikar verða öllum opnir en sveitin heldur aðra tónleika daginn eftir og þá í slagtogi með Botn- leðju og I Adapt. X-ið tíu ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.