Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 1
mánudagur 16. júní 2003 mbl.is Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakki 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is • 4ra og 5 hæða lyftuhús • Sér inngangur í íbúðir af svalagangi • Þvottaherbergi í íbúðum • Vandaðar innréttingar • Steinsallað að utan • Stæði í bílageymsluhúsi • Frábær staðsetning • Hagstætt verð • Hægt að breyta íbúðum að innan eftir óskum kaupenda • Öflugt innra eftirlit með framkvæmdum Höfum til sölu skemmtilega hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum útsýnisstað í Grafarholti í Reykjavík. Stutt er í alla þjónustu og leikskóli er steinsnar frá húsinu. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna (utan baðherbergis- og þvottaherbergisgólfa sem verða flísalögð). Sameign og lóð verður fullfrágengin. Verðdæmi: með sér stæði í bílageymsluhúsi 2ja herb. 72 fm verð frá 11.600.000 kr. 3ja herb. 84 fm verð frá 12.900.000 kr. 4ra herb. 103 fm verð frá 14.700.000 kr. Frábær staðsetning – hagstætt verð Þórðarsveigur 2–6 Grafarholti Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Byggðastefnan Byggðastefnan hefur haft víðtæk og að ýmsu leyti jákvæð áhrif á þjóðfélags- þróunina á Norðurlöndum. Löndin hafa þó hvert um sig haft uppi ólíkar áherzlur.  22 // Nábýlisréttur Ýmis vandamál geta skapazt vegna gróðurs á lóðarmörkum. Hávaxin tré geta verið einum til blessunar og öðrum til bölvunar. Hvaða réttarreglur gilda á þessu sviði?  23 // Hús með sál Lítið er um að hús í gamla bænum í Hafnarfirði komi í sölu. Þriggja hæða hús við Brekkugötu er nú til sölu hjá Hóli í Hafn- arfirði. Það er með útsýni yfir höfnina.  37 // Ofninn hornreka Miðstöðvarofninn er tækið sem miðlar hitanum. Oft er ofninn heftur í sínu mikilvæga hlutverki og enginn skilur hvers vegna hann hitar ekki betur.  38                 !  " #  $                  $                                            ! #      "        &'()  (  )    *  +,-   .  )/  0  *  1  2   3 (4   3 (4 #( '  3 (4   3 (4 56 6 $ 66 65 %  $ 66 %5 $$ $5     6$ 65       !      %  6  8 8    555 6$55 6555 $55 555 $55 "    " #   # $ %  &            6966 5$ 69 6 '        ( ' (    (  '  )    67$$ UNDIRBÚNINGUR vegna fyrir- hugaðra 90% lána er nú formlega hafinn, en félagsmálaráðherra hef- ur þegar kynnt ríkisstjórninni hvernig undirbúningi skuli háttað. „Í stefnuyfirlýsingu stjórnar- flokkanna var tekið fram, að það væri á meðal helztu markmiða rík- isstjórnarinnar að halda áfram endurskipulagningu húsnæðis- markaðarins,“ segir Hallur Magn- ússon, sérfræðingur í stefnumótun og markaðsmálum hjá Íbúðalána- sjóði. „Lánshlutfall almennra íbúða- lána verður hækkað á kjörtíma- bilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu há- marki og leigumarkaður íbúðar- húsnæðis verður efldur. Í samræmi við þetta hefur fé- lagsmálaráðherra ákveðið að hefja nú þegar vinnu til að undirbúa stefnumótunina og frekari breyt- ingar á lögum um húsnæðismál. Sérstakur verkefnisstjóri mun vinna með ráðuneytinu að mótun tillagna um aukin almenn lán til íbúðakaupa, nefnd verður sett á laggirnar til að skoða þörf fyrir fé- lagsleg úrræði á leigumarkaði og unnið verður að gerð könnunar á húsnæðismálum á Íslandi.“ Í þessu felst meðal annars mótun tillagna um hækkun lánshlutfalls almennra íbúðalána í allt að 90%. Verkefnisstjóranum til ráðgjafar verður þriggja manna nefnd skipuð fulltrúum félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og viðskipta- ráðuneytis. Jafnframt verður haft gott og reglulegt samráð við marga aðila, meðal annars stjórn Íbúða- lánasjóðs, samtök banka og verð- bréfafyrirtækja, Seðlabanka Ís- lands, fjármálaeftirlitið, Félag fasteignasala, fulltrúa aðila vinnu- markaðarins o.fl. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að til- lögur og greinargerð hér að lútandi muni geta legið fyrir um áramót.“ Nefnd um leigumarkað og félagslegt húsnæði Þá hefur félagsmálaráðherra ákveðið að setja á fót nefnd til að skoða málefni leigumarkaðar á Ís- landi. „Nefndinni verður falið að skoða sérstaklega ástandið varð- andi félagslegt leiguhúsnæði, þörf- ina fyrir slíkt húsnæði og aðgerðir og úrræði ríkis og sveitarfélaga, einkaaðila, fjármálastofnana og fé- lagasamtaka á þessum vettvangi,“ segir Hallur Magnússon. Félagsmálaráðherra skipar for- mann nefndarinnar, en auk þess er gert ráð fyrir að í nefndinni sitji fulltrúi frá fjármálaráðherra, Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga, Íbúðalánasjóði, ASÍ, Samtökum at- vinnulífsins, Öryrkjabandalagi Ís- lands, námsmönnum og Leigjenda- samtökunum. Lagt er til að nefndin eigi jafn- framt samráð við fleiri aðila sem málið varðar, svo sem BSRB, Bú- seta og samtök eldri borgara og gert er ráð fyrir að tillögur og greinargerð nefndarinnar geti leg- ið fyrir um áramót. Könnun á húsnæðismarkaði Ennfremur hyggst félagsmála- ráðherra í samstarfi við Íbúðalána- sjóð og eftir atvikum fleiri aðila beita sér fyrir gerð könnunar á húsnæðismarkaði á Íslandi. „Með könnuninni verður leitast við að varpa ljósi á stöðu mála á þessum vettvangi og greina þarfir fyrir mismunandi leiðir við hús- næðisöflun. Vænst er til að niður- staða úr slíkri könnun muni nýtast ofangreindum aðilum við undirbún- ing að tillögugerð til ráðherrans,“ sagði Hallur Magnússon að lokum. Undirbúningur vegna 90% lána formlega hafinn Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.