Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 38
38 B MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Hlíðarhjalli, Kóp Góð 4ra herb. 120,8 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Forst, eldhús m. borðkrók. 3 rúmg. herb., skáp- ar. Baðherb flísal. Flísar á stofu og eldh. Dúkur á herb. Sprautulakkaðar innrétt. 14 fm sérgeymsla, þvottahús og hjólag. í sameign. Laus fljótl. Verð 16,8 millj. Bakkabraut, Kóp. Fyrsta hæð, 4 herb. 120 fm, í tvíbýlu endaraðhúsi við smábátahöfnina. Skiptist í opið rými með mikilli lofthæð, vinnuaðstaða og ívera, stórt eldhús og 2 parketlögð herb. Stórt baðherb, baðkar, máluð gólf, vantar lokaf- rág. á íbúð. Hús að utan ópússað og óm- álað. Skráð sem atv.húsn. Áhv. um 8,4 millj. Verð 11,7 millj. Bústaðavegur Mjög góð 5-6 herb. 125,6 fm hæð og ris með sérinngang í fjögurra íbúða húsi. forstofuherb, 2 stórar stofur, opið eldhús borðkrókur, flísal. bað- herb. Hringstigi í ris, þar eru 2 rúmg. herb. með skápum, geymsla. Parket á gólfum. Þvottahús í sameign. Verð 15,9 millj. Bústaðavegur Sérlega falleg 125,6 fm 6 herb. íbúð á 2 hæðum. 5 rúmgóð herb og stofa. Gott eldhús, borðkrókur. Stofa og sjónvarpshol. Parket á gólfum. Gott flísal. baðherb. Þv.hús á hæð. Björt og vel skipu- lögð íbúð. Góð staðs. Stutt í alla þjónustu. Gott leiksvæði í næsta nágrenni. Hús, lóð og sameign í góðu viðhaldi. Sumarbústaður Sumarbústaður í Eilífsdal, Kjós, 50,0 fm, þar af um 10,0 fm sólstofa, ver- önd kringum hús um 65 fm. Leiguland um 0,4 ha. Stofa, 2 herb, bæði með skápum, baðherb, sturta (gashitað). Eldhús, ga- seldavél og ísskápur, gasofn. Sólarraf- hlaða sér fyrir rafmagni í ljós, útvarp, síma og sjónvarp. Góð geymsla undir sökkli. Lítið gróðurhús. Sérlega falleg mikið ræktuð lóð. Lítil tjörn, matjurtargarður, leiktæki fyrir börn og tjaldstæði fyrir gesti. Verð 5,4 millj. Íbúðarhúsnæði. Móabarð - Hafnarfj. Björt og skemmtileg 2ja herb 64,2 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Forst, gangur, skápar. Stórt herb m/skápum, útg á suðursvalir. Baðherb, flísar og dúkur. Björt og rúmg stofa. Gott eldhús m. nýl. innréttingum. Parket á öllum gólfum. Sérgeymsla. Þv.hús, hjóla/vagnageymsla í sameign. Verð 9,5 millj. Mánagata Snyrtileg samþykkt 2ja herb 39,0 fm íbúð. Skiptist í hol, baðher- bergi, stofu, eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu og svefnherbergi. Íbúðin nýtist öll mjög vel. Nýlega skipt um gler og pósta. Rúmgóð geymsla sem er ekki inni í fm tölu. Góður garður. Verð 7,5 millj. Hjaltabakki Snyrtileg og góð 3ja herb 76,9 fm íbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í forstofu/hol með góðum skápum. Opið eldhús með ljósri innréttingu, stofu/borðstofu. Útgengt á vestursvalir. 2 herb bæði með skápum. Parket á öllum gólfum. Baðherb, dúklagt, með baðkari og t.f. þvottavél. Stór sérgeymsla 9,2 fm í sameign auk þvottahúss með vélum og þurrkara, hjólageymsla. Hús nýlega viðgert að innan og utan. Sameign mjög snyrtileg og vel við haldið. Grasvöllur í góðri rækt, leiktæki fyrir börnin. Verð 11,5 m. Klukkurimi Mjög góð 3ja herb 89,0 fm íbúð á 2. hæð. Sérinng. af svölum. Rúmg. anddyri og hol. Eldhús með góðri innr. og tækjum, borðkrókur. Björt og rúmg. stofa, suðvestursvalir. 2 herb bæði með góðum skápum. Dúkur gólfum. Bað- herb flísal. að hluta. Sérgeymsla í sameign. Hús og lóð vel viðhaldið. Verð 12,0 m. Klukkurimi Rúmgóð 4 herb. 101,5 fm íbúð. Sérinng. af svölum. Forstofa, hol. Rúmg. stofa, svalir í suðvestur, gott út- sýni. Herb með skápum. Eldhús með stór- um borðkrók. Baðherb flísal að hluta. Dúkur á gólfum. Sérgeymsla og þvottahús í sameign. Verð 13,3 millj. Hólmgarður Góð og töluvert endur- nýjuð 4ra herb 95,2 fm íbúð á 2. hæð. Sérinng., sérbílastæði í innkeyrslu við hús. Stórt manngengt ris yfir íbúð þar sem hægt er að innrétta sem eitt eða fleiri herb. Búið að gera gat í gólf fyrir stiga. Skiptist í forstofuherb við stigapall, 2 herb, eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu, borðkrókur. Rúmg stofa, flísalagt bað- herb, eldri innrétting, sturta. Ný gólfefni parket og steinflísar á gólfum. Sérgeymsla. Þv.hús í sameign. Verð 14,5 millj. Njörvasund Falleg 4 herb. miðhæð í þríbýli 82,0 fm. Forst, hol, 2 saml. stofur, nýl. parket. 2 herb., skápar. Parket á öðru, korkdúkur á hinu. Baðherb með stórri inn- rétt., flísal., gólf og veggir. Eldhús með góðri innrétt. og borðkrók. Þvottahús og sérgeymsla í sameign. Hús nýl. viðgert. Góð eign í rólegu hverfi. Garður. Verð 13,4 millj. Sæviðarsund Góð 4ra herb. 82,2 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýli ásamt 20,0 fm bíl- skúr. Skiptist í hol með skáp, parket á gólfi, rúmg. eldhús með borðkrók og nýrri innréttingu. Flísar á gólfi. Rúmg. stofa, teppi og borðstofa, parket. Vestursvalir. Á sérgangi er flísal. baðherb., 2 herbergi, bæði með skápum, parket á gólfum. Þvottahús, þurrkherb., geymsla, hjólag., salerni og sturta í sameign. Hús nýl. við- gert að hluta. Verð 13,9 millj. Vesturberg Mjög snyrtileg 4ra herb. 95,4 fm íbúð á 2. hæð í 3ja hæða blokk. Eldhús eldri innr., gott borðpláss við glugga, opið úr eldhúsi í stofu, útgengt á stórar vestursvalir, nýl. flísal. baðherb., hjónaherbi og tvö barnaherb. Ljóst parket á gólfum. Sameiginl. þvottahús með tækj- um, þurrkherb., sérgeymsla á jarðhæð. Snyrtileg lóð með leiktækjum f. börn. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 11,9 millj. Miðbraut, Seltj.nes Mjög góð 4ra herb. um 115,0 fm, sérhæð á jarðhæð í þríbýli sunnan megin á nesinu. Anddyri, hol, nýl. uppgert eldhús, nýl. tæki. Tvískipt stofa, útg. í fallegan garð. 3 herb. á sér gangi, útgengt í garð úr einu þeirra. Flísa- lagt baðherb. Parket og flísar á gólfum. Verð 16,3 millj. Naustabryggja 12-18-20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og í þvottahúsi, þar verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innrétting- um. „Penthouse“-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending Naustabryggju 12-18 í júlí 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppl. hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110. Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb., 96,1-119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og í þvottahúsi, þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllum herb. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bílskúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunn- ars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhending í júní 2003. Póstnr. 113. Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 3ja og 4ra herb. íbúð- um í 14 hæða álklæddu lyftuhúsi. Mjög fallegt útsýni. Góð stað- setning. Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Rjúpnasalir 14 – glæsilegt álklætt lyftuhús Vantar eignir fyrir kaupendur. Mikil sala. Seljendur hafi samband við sölumenn okkar. WWW.FJARFEST.IS FAX 562 4249 EKKERT hitakerfi hefurnáð jafn mikilli út-breiðslu og ofnakerfið,eða miðstöðvarhitun eins og hún var lengstum kölluð hérlendis. Reyndar má leiða að því rök að fleiri kerfi geti kallast miðstöðv- arhitun en ofnakerfi, þar má nefna geislahitun, gólfhitun og gólf- listahitun. Öll byggjast þessi hita- kerfi á því að það er vatn sem ber varmann frá einum hitagjafa, það- an er nafnið miðstöðvarhitun kom- ið. Fyrsta miðstöðvarkerfið í þess- ari mynd var lagt í London seint á átjándu öld og eitt af fyrstu hús- unum sem fékk slíka hitun var breska þinghúsið. En nú á aldeilis ekki að fara í söguskoðun heldur halda sig við sjóðheitar staðreyndir nútímans. Þvílík spurning Þetta dettur eflaust einhverjum lesanda í hug þegar hann les fyr- irsögnina, eins og það viti ekki all- ir til hvers miðstöðvarofn er? Það skyldi maður vissulega ætla, en rifjum það þó aðeins upp. Miðstöðvarofn er einmitt tækið sem miðlar hitanum frá heita vatninu, sem um hann rennur, út í stofuna, eldhúsið, skrifstofuna, skólastofuna eða hvaða nafni sem sú vistarvera nefnist þar sem ofn- inn er, kirfilega tengdur með rör- um við miðstöðvarkerfið svo hann fái vatn til að mjólka varmann úr. Fyrr á árum, segjum fyrir hálfri öld, voru flestir ofnar úr steypu- járni, eða pottofnar eins og þeir voru oftast nefndir. Síðan tóku léttu stálofnarnir við og nú eru þeir næstum því í útrýmingar- hættu vegna röra í gólfum, vegna hins vinsæla gólfhita. En þetta er örugglega full mikið sagt, ofninn mun halda velli um langa framtíð. Heita vatnið hitar ofninn, ofninn hitar loftið sem um hann lykur, við það að hitna léttist loftið og stígur upp. Þá sígur kaldara loft annars staðar í herberginu niður, loftið sporðreisist og þar með er hringrás þess hafin. Þetta heldur áfram svo lengi sem ofninn hitnar, en að lokum er orðið nægilega heitt, ofnkraninn lokar fyrir rennslið tímbundið, hit- inn fellur lítið eitt, ofnkraninn opnar aftur og svo koll af kolli. Aumingja ofninum gert erfitt fyrir Svo virðist sem ofninn verði oft hornreka og hann heftur í sínu mikilvæga verkefni að miðla varma til þeirra sem þurfa á varma að halda. Í áranna rás hafa þeir sem smíða innréttingar verið honum illskeyttir. Læst hann inni í dýr- indis mublur, sem húseigendur geta dáðst að sitjandi í sinni stáss- stofu. En svo einkennilega vill til að oft er ekki nægilega hlýtt í slíkum slotum, enda engin furða. Það er búið að múlbinda varma- gjafann, ofninn. Oft er það þó aðeins gert með miklum og veglegum sólbekk ásamt hnausþykkum gardínum, en stundum er einfaldlega sett plata á ofninn, nokkurskonar arinhilla. Og þá kemst varminn ekki sína leið, það er búið að hindra loft- strauminn í gegnum ofninn og enginn skilur í því hvers vegna þessi stóri, langi og þykki ofn skuli ekki hita betur. En verst er ástandið í nýjum og flottum skrifstofum. Það eru nokkur ár síðan raflagnamenn inn- leiddu þá nýjung að leggja rennur meðfram öllum útveggjum og und- ir gluggum fyrir hinar ört vaxandi raf- og fjarskiptalagnir. Þetta gerði allt miklu sveigjanlegra í uppröðun skrifborða innan skrif- stofunnar, hvarvetna hægt að komast í rafmagn og síma, allar tölvur verða að fá tengingar við hvorutveggja. En þeir ágætu raflagnamenn gleyma oftast nær ofnunum, hita- gjöfunum. Fyrst koma rennurnar og upp að þeim skrifborðið. Ofn- inn innikróaður og ef einhver vill komast að ofnkrananum má hann gjöra svo vel og leggjast á fjóra fætur og skríða undir borð. Þetta sýnir kannski hve sam- vinnu iðngreinanna er ábótavant. En nú er mál að linni, varminn verður að fá að komast leiðar sinnar hvað sem líður kröfunni um að allar tölvur fái rafmagn og síma. Til hvers er miðstöðvarofninn? Hillan er góð fyrir styttur og skrautmuni, en lokar að mestu leyti fyrir varmastreymið frá ofninum. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.