Morgunblaðið - 16.06.2003, Side 1

Morgunblaðið - 16.06.2003, Side 1
2003  MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STEVE KERR ER HETJA SAN ANTONIO SPURS / C3 Þýska handknattleikssambandiðdæmdi Patrek sem kunnugt er í sex mánaða keppnisbann en hann var fundinn sekur um að hrækja að dóm- ara í lokaleik sínum með Essen í þýsku 1. deildinni í síðasta mánuði. Bannið þýðir að Patrekur fær ekki undirskrifuð félagaskipti frá þýska handknattleikssambandinu fyrr en banninu lýkur, það er 24. nóvember. Patrekur höfðaði í kjölfarið mál gegn þýska handknattleikssamband- inu fyrir þýskum vinnuréttardómstóli og sækir Andreas Thiel, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóð- verja, málið fyrir hans hönd. „Við bíðum bara eftir því að málið verði tekið fyrir og ég vona að það verði einhvern næstu daga og alla vega fyrir mánaðamótin. Það trúir því enginn að bannið verði í þessa sex mánuði. Þeir menn sem vinna að þessu máli fyrir mig eru bjartsýnir og fara fram á að bannið verði bara einn mánuður þannig að ég verð laus eftir nokkra daga,“ sagði Patrekur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég get samt vel skilið viðbrögð forráðamanna Bidasoa. Þeir eru bún- ir að fá leikmann og ef hann getur ekki spilað með liðinu fyrr en í lok nóvember þá hljóta þeir að hugsa sinn gang,“ sagði Patrekur ennfremur. Hvað hyggst þú gera ef allt fer á versta veg og bannið verður látið standa? ,,Ef Bidasoa segir upp samningn- um og ég fer í sex mánaða bann er ekkert annað að gera en að koma heim og æfa með Sigga Bjarna og Gústa Bjarna hjá Stjörnunni. Ég hef hins vegar ekki hugsað svo langt en þetta gæti samt alveg orðið niðurstað- an. Þá yrði ég ekki í góðum málum en eigum við ekki að vona að þetta fari allt á besta veg. Ég vona að málið komist á hreint sem fyrst þannig að ég get farið að hugsa um framtíðina.“ Morgunblaðið/Golli Olga Færseth skoraði eitt af mörkum Íslendinga gegn Ungverjum á Laugardalsvellinum, þar sem íslensku stúlkurnar náðu að stjórna leiknum og vinna, 4:1. Hér sækir Olga að ungverska markinu. Sjá allt um leikinn á B4 og B5. Bidasoa hótar að rifta samningi við Patrek SPÆNSKA handknattleiksliðið Bidasoa hefur gefið landsliðsmann- inum Patreki Jóhannessyni úrslitakosti á þann veg að verði hann ekki búinn að fá sig lausan úr keppnisbanninu í Þýskalandi fyrir næstu mánaðamót verði samningi hans við Bidasoa rift en Patrekur gerði í febrúar samning við félagið til tveggja ára frá 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.