Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 C 3 FÓLK  MIKAEL Silvestre, franski bak- vörðurinn í liði Englandsmeistara Manchester United, segist litlar áhyggjur hafa af liðinu þó svo að David Beckham kunni að yfirgefa það. „Hans skarð verður fyllt og liðið mun ekki verða veikara þó svo hann fari,“ lét Silvestre hafa eftir sér í breskum blöðum um helgina.  VINCENTE Del Bosque, þjálfari Real Madrid, gaf það sterklega til kynna í viðtali á spænskri sjónvarps- stöð um helgina að líklega mundi hann hætta störfum hjá félaginu í sumar. Del Bosque er samnings- bundinn Real Madrid út þennan mánuð og viðræður um nýjan samn- ing hafa ekki skilað neinu enda eru forráðamenn félagsins ekki sáttir við árangur þess á leiktíðinni.  JAAP Stam, fyrrverandi leikmað- ur Manchester United og nú liðs- maður Lazio á Ítalíu, segir að David Beckham eigi engra annarra úrkosta völ en að fara frá United í sumar. „Þegar Ferguson ákveður að leik- maður sé ekki lengur inni í hans áformum af einhverjum ástæðum er ekki aftur snúið,“ segir Stam í viðtali við breska blaðið Sunday Mirror en hann átti ekki upp á pallborðið hjá Ferguson eftir að sjálfsævisaga hans var gefin út.  STEVEN Gerrard, miðvallarleik- maður enska liðsins Liverpool, segir við BBC að hann muni framlengja samning sinn við liðið en hinn 23 ára enski landsliðsmaður á enn tvö ár eftir af núgildandi samningi. Gerr- ard segist hins vegar hafa áhuga á að leika á öðrum vettvangi en í ensku úrvalsdeildinni en það muni ekki verða fyrr en hann nálgist þrítugt.  DIMITRI Komornikov, sundmað- ur frá Rússlandi, setti nýtt heimsmet í 200 metra bringusundi á alþjóðlegu móti í Barcelona um helgina. Kom- ornikov synti á 2.09,52 mínútum og bætti heimsmetið um tæpa hálfa sek- úndu.  KEVIN O’Neill hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari NBA-liðsins Toronto Raptors en hann tekur við af Lenny Wilkens sem var sagt upp störfum á dögunum. Kevin O’Neill er 46 ára gamall og hefur verið aðstoð- arþjálfari Detroit Pistons undanfar- in misseri en O’Neill sá sæng sína upp reidda eftir að Rick Carlisle var sagt upp störfum hjá Pistons eftir að liðið tapaði 4:0 gegn New Jersey Nets í úrslitum austurstrandarinnar.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að neita stuðnings- mönnum landsliðsins um miða fyrir útileik Englands gegn Makedóníu. Þar með fá enskir stuðningsmenn hvorki að fara til Makedóníu né Tyrklands til að styðja sína menn. Ekki ríkir mikil ánægja með þessa ákvörðun knattspyrnusambandsins því ljóst er að fjölmargir enskir stuðningsmenn munu fara á báða leikina, miðalausir. SPÁNVERJAR tryggðu sér um helgina sæti í úrslitakeppni EM í handknattleik karla þegar þeir báru sigurorð af Litháum í tveimur leikj- um sem báðir voru háðir á Spáni. Spánverjar unnu fyrri leikinn, 38:27, þar sem Enric Masip, fyrirliði Spánverja, var atkvæðamestur með 5 mörk en hjá Litháum var Savuk- ynas Gintaras, verðandi leikmaður Aftureldingar, markahæstur með 6 mörk og KA-maðurinn Andrius Stelmokas skoraði 4. Í gær var leikurinn jafnari og endaði með þriggja marka sigri Spánverja, 30:27. Enterrios og Ortega skoruðu 7 mörk hver fyrir Spánverja en Gintaras var sem fyrr atkvæðamestur í liði Litháa með 7 mörk og Stelmokas skoraði 4. Spánverjar eru sjöunda þjóðin sem tryggir sér þátttökurétt í úr- slitakeppninni sem fram fer í Slóv- eníu í janúar á næsta ári en auk þeirra voru Íslendingar, Svíar, Þjóðverjar, Danir, Rússar og Slóv- enar komnir með farseðilinn. Af öðrum úrslitum í umspilinu um helgina má nefna að Hvít-Rússar gerðu jafntefli við heimsmeistara Króata á heimavelli, 32:32, Norð- menn báru sigurorð af Portúgölum í Noregi, 23:19, og Frakkar burstuðu Grikki á útivelli, 27:17, þar sem Gille og Anquetil skoruðu sex mörk fyrir Frakka. Spánverjar komnir á EM HARALDUR Ingólfsson skoraði tvö mörk fyrir Rau- foss sem sigraði Alta, 3:1, í norsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Haraldur og félagar lentu undir, 1:0, og þannig var staðan í hálfleik. Raufoss jafnaði metin á 57. mínútu og Skagamaðurinn tryggði sínum mönnum svo sigurinn með tveimur mörk- um. Það fyrra á 74. mínútu og það síðara á 89. og komu bæði úr vítaspyrnu. Har- aldur hefur þar með skorað sjö mörk í deildinni, þar af sex úr vítaspyrnum, og er markahæstur ásamt leik- manni Fredrikstad. Raufoss er í öðru sæti deildarinnar. Þrátt fyrir að hlutverk Kerr hafiekki verið veigamikið í vetur, en hann skoraði 2,2 stig að meðaltali, hefur hann verið einn af lykilmönn- um liðsins í úrslitakeppninni. Kerr hefur komið víða við á sínum ferli og ef rýnt er í afrek hans kemur það flestum á óvart að hann getur státað sig af þremur meistaratitlum sem leikmaður Chicago Bulls og hann var einnig í meistaraliði San Antonio Spurs árið 1999. Hafi allt far- ið eftir bókinni frægu í nótt sem leið á Kerr von á fimmta hringnum næsta haust er meistarar NBA-deildarinn- ar fá afhent verðlaun sín. Jerry West á einn meistarahring, Wilt Chamb- erlain heitinn náði sér í tvo á sínum ferli og meira að segja Larry Bird á aðeins þrjá meistarahringi. Steve Kerr hóf feril sinn í NBA- deildinni með Phoenix Suns árið 1988, þaðan fór hann eftir eitt ár til Cleveland Cavaliers þar sem hann lék fjögur tímabil, hann lék með Or- lando Magic 1992–1993, Chicago Bulls 1993–1998. Kerr lék í þrjú ár með San Antonio Spurs þar til hann fór til Trailblazers 2001–2002 og í ár fékk hann tækifæri á ný með Spurs. Hann hefur leikið 910 deildarleiki og skorað 65 stig að meðaltali en færni hans við að koma knettinum í körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna hefur gert honum kleift að leika á meðal þeirra bestu sl. 15 ár. Grannur, veikburða og lágvaxinn Enginn háskóli óskaði sérstaklega eftir því að fá Steve Kerr til sín er hann lauk miðskóla í heimalandi sínu enda var hann grannur, veikburða og lágvaxinn. Lute Olson þjálfari Arizona há- skólaliðsins fékk hins vegar símtal frá óþekktum aðila sem varð til þess að Kerr fékk að reyna sig hjá Arizona og fékk hann „starfið“ ef svo má að orði komast enda gleymdu margir því að Kerr var „eitruð skytta“ með stáltaugar. Það hefur skuggi fylgt Kerr allt frá því að hann hóf að leika með Arizona- háskólanum, sorg sem Kerr hefur ekki enn náð að yfirstíga. Faðir hans Malcolm Kerr var skólastjóri bandaríska háskólans í Beirút á þeim tíma er Kerr var að stíga sín fyrstu spor sem leikmaður Arisona en Malcolm var myrtur 18. janúar árið 1984 af skæruliðasamtök- um sem voru andstæðingar stefnu Bandaríkjamanna á þeim tíma. Tveimur dögum eftir að faðir hans var myrtur hitti Kerr í fimm af sjö skotum sínum í leik með Arizona-lið- inu í grannaslag gegn Arizona-rík- isháskólanum – hans besti leikur á tímabilinu. Fær kraft frá syni sínum Kerr segir í viðtali við blaðamann USA Today að í dag fái hann fái kraft frá tíu ára gömlum syni sínum þegar mest á reyni. „Þegar ég horfi í augu Nicks sonar míns þar sem hann situr og horfir á leiki með San Antonio Spurs sé ég hve mikla ánægju hann hefur af íþróttinni. Þá lít ég oft til baka og hugsa um hve gaman það hefði verið fyrir son minn að upplifa þessar stundir með afa sinn sér við hlið.“ Kerr fæddist í Beirút þar sem faðir hans var við störf og hann bjó einnig um hríð í Kaíró í Egyptalandi. „Ævistarf föður míns var að að reyna að koma á betri samskiptum á milli Arabaríkja og Bandaríkja- manna. Hann talaði arabísku, hann reyndi að miðla reynslu sinni og þekkingu með því að skrifa bækur um ástandið í miðausturlöndum. En hann varð sjálfur fórnarlamb van- þekkingar og haturs,“ segir Kerr. Sem leikmaður hefur Kerr mátt bíða eftir rétta tækifærinu margoft. Hann skrifaði undir samning við Chicago Bulls árið 1993 eftir að Mich- ael Jordan hafði lagt skóna á hilluna í fyrsta sinn, en Jordan snerist hugur þegar langt var liðið á annað tímabil Kerrs með Bulls og liðið vann NBA- titilinn þrjú ár í röð. Kerr átti stóran þátt í að tryggja liðinu titilinn í rimmu liðsins gegn Utah Jazz árið 1995, þar sem hann setti niður tveggja stiga skot eftir að hafa fengið sendingu frá Michael Jordan sem var umkringdur af varnarmönnum Jazz. Á slíkum augnablikum er Kerr best- ur. Kerr lék með Spurs í þrjú ár 1998– 2001 áður en hann var sendur til Portland Trailblazers í leikmanna- skiptum árið 2002. Þar lék hann lítið hlutverk í „undarlega samsettu liði“ og var hann feginn að fá tækifæri á ný með San Antonio Spurs sl. haust. Enda hafði fjölskylda hans, eigin- kona og þrír synir ekki flutt með hon- um til Portland. „Eitt er það sem NBA-deildin hef- ur kennt mér er að leikmaður eins og ég sem er ekki á meðal þeirra allra, allrabestu getur endað í röngu liði og átt slakt ár sem leikmaður. Maður verður því að grípa tækifærin þegar þau gefast og þekkja sín takmörk og sætta sig við þau,“ segir Kerr sem lék að öllum líkindum síðasta leik sinn í NBA-deildinni í nótt sem leið – ef ekki þá bíður annar leikur handan við hornið – hreinn úrslitaleikur um NBA-titilinn í körfuknattleik. AP Steve Kerr, leikmaður San Antonio Spurs, hefur leikið vel gegn New Jersey Nets. „Grannur og lágvax- inn en eitruð skytta“ STEVE Kerr er ekki þekktasti körfuknattleiksmaður veraldar, 49 leikmenn voru valdir á undan Kerr í nýliðavalinu árið 1988 þegar hann lauk háskólanámi. Kerr hefur hins vegar leikið alls 15 tímabil í NBA-deildinni með þriggja stiga skotið sitt sem aðalvopn. Enda eru fáir sem standast honum snúning þegar kemur að því að setja niður langskot á mikilvægum augnablikum. Kerr er nú á mála hjá San Antonio Spurs og þegar þetta er skrifað er liðið á góðri leið með að tryggja sér NBA meistaratitilinn eða Heimsmeistaratitilinn eins og Bandaríkjamenn vilja kalla titilinn. Kerr hefur fagnað NBA-titlinum oftar en Jerry West, Chamberlain og Larry Bird Haraldur skoraði tvö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.