Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 7
AÐ venju var mikið um að vera í Vestmannaeyjum þegar knatt- spyrnustúlkur úr 6., 5. og 4. flokki mættu til leiks á árlegt Pæjumóti, Vöruvalsmót ÍBV. Sjö félög sendu lið til keppni og voru alls 47 lið á þeirra vegum – rúmlega 600 kepp- endur. Veðrið lék við mótsgesti. Mótið var sett á föstudaginn og lauk í gær, en undanfarin ár hefur mótið staðið yfir í fjóra daga en ekki þrjá. Í 4. flokki sigraði Fram í keppni A-liða eftir 2:0-sigur gegn ÍBV. Í keppni B-liða í þessum flokki léku tvö lið frá ÍBV og hafði ÍBV 1 betur, 2:1, gegn ÍBV 2. Breiðablik og FH áttust við í úr- slitum A-, B- og C-liða í 5. flokki. Breiðablik hafði betur í öllum þremur viðureignum liðanna með sömu markatölu, 3:0. Í yngsta aldursflokknum áttust við Breiðablik og Afturelding í úr- slitum A-liða og hafði Kópavogs- liðið betur, 2:0. Í keppni B-liða í 6. flokki mættust Breiðablik 1 og 2 í úrslitum og hafði Breiðablik 2 bet- ur, 2:0. Stúlkurnar spörkuðu ekki aðeins í boltann í Vestmannaeyjum um helgina þar sem ýmislegt var á dag- skrá mótsins sem braut upp daginn hjá keppendum, foreldrum sem og fararstjórum. Kvöldvaka var í Þórsheimilinu á föstudaginn og einnig sigldu margir umhverfis Heimaey í skoðunarferðum sem boðið er upp á. Líf og fjör í Eyjum Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Stúlkur úr 4. flokki ÍBV fagna einum af sigrum sínum í mótinu. Frá vinstri: Nína Gísladóttir, Hafdís Guðnadóttir, Sara Sjöfn Grett- isdóttir, Svava Kristín Grétarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Rakel Ýr Ívarsdóttir, Sædís Magnúsdóttir og Jóna Sigurðardóttir. Ástrós Gunnarsdóttir, Breiðabliki, og Andrea Káradóttir, ÍBV, kljást um knöttinn í leik í 4. flokki. Andrea María Fleckenstein og Sonja Gylfadóttir úr FH berjast við KR-inginn Gróu Ragnheiði Benediktsdóttur í leik í 4. flokki. Aftureldingarstúlkurnar Kristrún Kristmundsdóttir og Snædís Guðmundsdóttir léku í 6. flokki. Fanndís Friðriksdóttir úr 4. flokki ÍBV var valin efnilegasti leikmaður Pæjumótsins sem lauk í Vestmannaeyjum í gær og hlaut hún að viðurkenningu Lárusarbikarinn. Marta Sif Jónsdóttir, Breiðabliki, sýnir listir sínar. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 C 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.