Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 8
Sigur Schumachers er hinn 68. áferlinum og sá sjötti sem hann vinnur í Montreal en þetta var 12. Kanadakappakstur hans. Náði hann jafn- framt þriggja stiga forystu á Kimi Räikkönen hjá Mc- Laren í keppninni um heimsmeist- aratitil ökuþóra með sigrinum og er það í fyrsta sinn á árinu sem hann er í forystu í þeirri keppni, en kappakst- urinn í Montreal er áttunda mót árs- ins. Juan Pablo Montoya varð þriðji og fjórði varð Fernando Alonso hjá Ren- ault sem kom mjög á óvart með frammistöðu sinni. Ralf Schumacher hóf keppni af ráspól og hélt forystu fyrstu 19 hring- ina af 70 eða þar til hann stoppaði fyrra sinni til að taka eldsneyti og skipta um dekk. Michael hélt áfram einn hring áður en hann stoppaði og tókst að byggja upp forskot sem dugði til þess að vinna fyrsta sætið af Ralf en engu mátti muna er heims- meistarinn kom út úr sínu stoppi. Eftir það ók Ralf með framvæng sinn við afturvæng Michaels nánast alla leið í mark en komst þó aldrei nægilega nálægt til að geta reynt framúrakstur. Möguleikar Montoya á að kljást um sigur fóru í vaskinn er hann bremsaði fullseint í lok annars hrings og snarsneri bíl sínum. Slapp reyndar með skrekkinn og gat haldið áfram en féll niður í sjötta sæti. Vann sig fljótt fram úr næstu bílum en fékk ekki tækifæri á lokahringjunum að komast ofar en í þriðja sætið. Rétt á eftir honum varð Alonso en markvert er að hann er á undan Rubens Barr- ichello hjá Ferrari sem sýnir enn einu sinni hversu miklum framförum Ren- aultliðið hefur tekið frá í fyrra. Räikkönen hóf keppni síðastur – af bílskúrareininni – þar sem hann klúðraði tímatökutilraun sinni í gær en valdi skynsamlegasta kostinn og tók aðeins eitt þjónustustopp sem fleytti honum upp í sjötta sætið að lokum. Mark Webber hjá Jagúar vann tvö stig í þriðja sinn á árinu með sjöunda sætinu og Olivier Panis hjá Toyota vann lokastigið og þar með sín fyrstu stig á árinu. Vantar Toyota aðeins eitt stig til viðbótar á seinni helmingi ársins til að jafna stigaskor sitt frá jómfrúarári sínu í fyrra. Næstir urðu Jos Verstappen hjá Minardi í níunda sæti – besta sæti liðsins í keppni í ár og einu sæti frá því að vinna fyrstu stig Minardi á árinu – og Antonio Pizzonia hjá Jag- úar en aðeins 10 bílar komust alla leið í mark. Cristiano da Matta hjá Toyota telst þó hafa lokið keppni þar sem innan við 10% leiðarinnar var eftir er hann féll úr leik vegna bilunar á 64. hring af 70. Heimamaðurinn Jacques Ville- neuve hjá BAR féll úr leik á 15. hring vegna bilunar í bremsubúnaði. Seint ætlar gæfan að fylgja honum á heimavelli en þetta var í áttunda sinn sem hann keppti í Montreal. Aðeins einu sinni hefur hann komist á pall, varð þá í öðru sæti. Í ár voru 25 ár lið- in frá því faðir hans Gilles vann Kan- adakappaksturinn, en það var einmitt fyrsti kappaksturinn í Montreal. Upp frá því var brautin nefnd eftir honum. Reuters Bræðurnir Ralf og Michael Schumacher börðust um sigurinn í Montreal. Ralf kom annar í mark á undan Juan Pablo Montoya. Michael hafði betur í bræðraslagnum MICHAEL Schumacher hjá Ferrari hrósaði sigri í afar spennandi Kanadakappakstrinum í Montreal í gær en þegar síðasti hringur af 70 hófst var aðeins rúm sekúnda milli fyrsta bíls og fjórða. Bróðir hans, Ralf hjá Williams, fylgdi honum sem skugginn í 50 hringi eftir að hafa misst forystuna til Michaels í þjónustustoppi eftir 20 hringi. Ágúst Ásgeirsson skrifar  AUÐUN Helgason lék allan leikinn fyrir Landskrona sem tapaði fyrir Djurgården, 2:1, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Landskrona er í 11. sæti af 14 liðum með 9 stig eftir jafnmarga leiki.  ATLI Sveinn Þórarinsson lék síð- ustu 10 mínúturnar í liði Örgryte sem vann góðan útisigur á Sundsvall, 1:0. Örgryte er í 12. sæti með 8 stig.  ÁRNI Gautur Arason landsliðs- markvörður sat sem fastast á vara- mannabekk Rosenborg og sá félaga sína bursta lið Molde, 5:0. Bjarni Þor- steinsson lék allan leikinn fyrir Molde, Ólafur Stígsson síðustu 7 mín- úturnar en Andri Sigþórsson var sem fyrr utan við liðið sökum meiðsla.  TRYGGVI Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Stabæk sem náði að jafna metin á móti Brann á lokamín- útu leiksins. Brann, sem lék á heima- velli, komst í 3:0 en með seiglu tókst Tryggva og félögum að jafna. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar ásamt Bodö/Glimt með 18 stig, tíu stigum á eftir Rosenborg.  LILLESTRÖM kastaði frá sér sigri gegn Viking á útivelli en Víkingum tókst að jafna á síðustu sekúndum leiksins. Hannes Þ. Sigurðsson lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Viking. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Lilleström, Ríkharður Daðason kom inná á 46. mínútu, Davíð Þór Viðarsson lék 10 síðustu mínúturnar en Gylfi Einarsson tók út síðasta leik sinn í banni.  LYN, lærisveinar Teits Þórðarson- ar, unnu góðan útisigur á Tromsö, 1:0. Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson léku báðir allan leikinn fyrir Lyn sem er í 6. sæti með 15 stig eftir tíu leiki.  JÓN Þórir Jónsson mun þjálfa karlalið Breiðablik út yfirstandandi leiktíð. Jón Þórir tók við þjálfun af Jörundi Áka Sveinssyni sem sagt var upp störfum nú á dögunum. Jón Þórir hefur áður þjálfað Dalvík auk þess sem hann aðstoðaði Sigurð Grétars- son við þjálfun Breiðabliks árið 1999 og 2000.  ÍSLENSKA karlalandsliðið í tennis sigraði í 4. deild Davis bikarkeppn- innar sem lauk í San Marínó í gær. Ís- lendingar lögðu alla sína andstæðinga og leika því í 3. deild að ári. Íslensku karlarnir sigruðu Rúanda í undanúr- slitum, 3:0, og í gær höfðu þeir betur á móti heimamönnum í San Marínó, 2:1.  ÞAÐ var allt á öðrum endanum í norska smábænum Ålesund um helgina þar sem John Arne Riise, bakvörður Liverpool, gekk að eiga unnustu sína Guri. FÓLK Vals- menn fá liðsstyrk VALSKONUR ætla sér greinilega stóra hluti á næstu leiktíð í handknattleik. Þrír sterkir leikmenn hafa bæst í hóp Hlíðarendaliðsins fyrir átökin næsta vetur. Gerður Beta Jóhannsdóttir er komin frá Víkingi, en hún var áður í Val. Brynja Steinsen, sem hefur leikið með Haukum, hefur einnig ákveðið að ganga til liðs við Val á ný. Þá hefur Hafdís Hinriksdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Val. Hafdís lék með danska liðinu GOG á síð- ustu leiktíð, en var þar áður í herbúðum FH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.