Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KOMU Í VEG FYRIR SMYGL Stór fíkniefnahringur í Þýska- landi smyglaði 15 kg af hassi til Ís- lands með Norrænu síðasta sumar og hafði í hyggju að smygla 50 kg til viðbótar nokkrum mánuðum síðar. Stærri sendingin var stöðvuð á landamærum Frakklands og Spán- ar, en átti að fara til Þýskalands og þaðan til Íslands með skipi. Hvalavernd samþykkt Berlínarfrumkvæðið svokallaða var naumlega samþykkt á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær. Til- lagan kveður á um að stofnuð verði sérstök nefnd sem fjalli um verndun allra hvalastofna gegn ofveiði og veðurfarsbreytingum. Fylgjendur tillögunnar klöppuðu en Japanir gengu út er niðurstaðan varð ljós. Beint flug frá Japan í haust Von er á að minnsta kosti 750 jap- önskum ferðamönnum til landsins í haust, en þá hefst beint flug milli Japans og Íslands. Flogið verður í það minnsta þrisvar og vonir standa til að það sé byrjunin á mikilli aukn- ingu ferðamanna frá Japan hingað til lands. Nemendum fækkar um 40% Nemum í tölvunámi á háskólastigi hefur fækkað mikið undanfarið og hefur umsóknum fækkað um 40% á milli ára í tölvunarfræðideild Há- skólans í Reykjavík. Þetta er annað árið sem umsóknum fækkar og var fækkunin milli ára um 45% í fyrra. Ekkert vopnahlé Í gær mistókst Egyptum að fá herskáa Palestínumenn til að fallast á að leggja niður vopn í átökum við Ísraela. Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, sagði útilokað að semja um frið á meðan „hömlulaus- um hryðjuverkum“ linnti ekki. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12/14 Minningar 36/43 Erlent 16/19 Hestar 44 Höfuðborgin 20 Bréf 46 Akureyri 22 Dagbók 48/49 Suðurnes 23 Íþróttir 50/51 Landið 24/25 Leikhús 52 Neytendur 26 Fólk 52/61 Listir 27/29 Bíó 58/61 Umræðan 30/31 Ljósvakar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgja aug- lýsingablöð frá Elko og Lancome. Blöðunum verður dreift um allt land. „ÉG heyrði bremsuhljóð og rauk þá út í glugga og sá vörulestina keyra inn í farþegalestina,“ segir Þráinn Jens- son bifreiðastjóri, sem varð vitni að lestarslysinu í Hok í Suður-Svíþjóð í gær um kl. 11.30. „Fyrsta hugsun snerist um að hlaupa út og hjálpa til. Við vorum komnir inn í lestina hálfri mínútu eftir slysið og þar vissi fólk hvorki í þennan heim né annan.“ Þrá- inn var fyrstur á vettvang slyssins ásamt Baldri Gíslasyni, kunningja sínum, og tóku þeir til við að hlúa að slösuðum uns sjúkralið kom á vett- vang. „Við fórum um alla lestina og sáum fólki blæða, en allir voru með meðvit- und. Við sáum þrjú börn sem grétu mikið en voru óslösuð. Lestinni er skipt upp í þrjá hluta með glerhurð- um og þegar við komum að einni þeirra djöfluðumst við eins og óðir við að reyna að ná henni upp, því fyrir innan lá slasaður maður á gólfinu.“ Þráinn segir sex manns hafa slas- ast alvarlega. Þeir sem slösuðust mest voru þeir sem höfðu setið við borð og hlutu innvortis meiðsl þegar borðplöturnar keyrðust inn í kviðinn. Töluvert var einnig um höfuðhögg og annars konar áverka. Þráinn telur að vörulestin hafi komið á 50–60 km hraða á kyrrstæða farþegalestina og segir það lán í óláni að slysið skyldi verða inni í bænum þar sem hraða er haldið niðri, í stað þess að þær skyldu rekast á utan við bæinn á meiri hraða, jafnvel 90 km hraða hvor. Þráinn Jensson fyrstur á vettvang lestarslyss í Suður-Svíþjóð „Fólk vissi hvorki í þennan heim né annan“ NEMENDUM, sem sækja tölvu- nám á háskólastigi, hefur fækkað verulega undanfarin tvö ár. Hrafn Loftsson, deildarstjóri tölvunar- fræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir 40% færri umsóknir í ár miðað við síðasta ár. Helgi Þorbergsson, skorarformaður tölvunarfræðiskor- ar Háskóla Íslands, segir fækk- unina greinilega annað árið í röð. Mark O’Brien, deildarstjóri upplýs- ingatæknideildar Háskólans á Ak- ureyri, segir 15 umsóknir hafa bor- ist í ár en verið 30 fyrir tveimur árum. Hrafn segir viðmiðunarárin, 2000 og 2001, ekki gefa raunsanna mynd af þróuninni síðustu tvö ár þar sem ásóknin í tölvunám var þá gríðarleg og netbólan útþanin. „Þegar efna- hagsástandið í þessum geira virðist fara versnandi hefur það um leið mjög mikil áhrif á tilvonandi nem- endur.“ Ungmenni hugsi ekki langt fram í tímann og ættu að íhuga það hve heppilegt tölvunám sé núna þar sem staðan verði önnur að þremur árum liðnum þegar þau útskrifist. „Þetta er mikið bundið við tísku- sveiflur,“ segir Hrafn. Stúlkum fækkar hlutfallslega meira en piltum Þetta er annað árið í röð sem um- sóknum fækkar. Í fyrra var fækk- unin frá árinu áður 45%. Hrafn seg- ir mesta áhyggjuefnið að stúlkum fækki hlutfallslega meira en piltum. Um 30% nemenda árin 2000 og 2001 voru konur en þær eru aðeins 12% umsækjenda í ár. „Þetta virðist hafa meiri áhrif á þær,“ segir Hrafn. „Þetta er annað árið í röð sem nemendum í BS-námi í tölvunar- fræði í Háskóla Íslands fækkar,“ segir Helgi. Hins vegar hafi um- sóknum í meistaranám fjölgað veru- lega. „Það er greinileg fækkun og hlut- fallslega sýnist mér hún álíka mikil milli ára og í fyrra.“ Hann segir sveifluna ekkert óeðlilega þótt nem- endur séu færri en hann vildi sjá og þörf er fyrir. Mark O’Brien segir að 15 nem- endur hafi sótt um nám í tölvunar- fræði við Háskólann á Akureyri í ár. Það er sami fjöldi og í fyrra en árið 2001 hafi 30 umsóknir borist. Fjöldi umsókna í fyrra olli stjórn- endum skólans vonbrigðum og var námið í kjölfarið kynnt alþjóðlega þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Mark segir að 23 umsóknir hafi borist að utan til viðbótar við þessar 15, en allar líkur séu á því að nemendurnir nái ekki í tíma að fá landvistarleyfi til að stunda hér nám í vetur. Meiri fyrirvari verður hafð- ur á umsóknum að ári og þá fjölgi nemendum vonandi aftur. Samkvæmt upplýsingum frá Hrafni er ekki búið að taka ákvörð- un um fækkun kennara hjá Háskóla Reykjavíkur í kjölfar fækkunar um- sókna. Það verði skoðað eftir að um- sóknir berast í nám með vinnu og nám á vormisseri. Bæði Helgi og Mark O’Brien segja engin áform um að fækka námskeiðum eða kenn- urum við deildirnar. Tískusveiflur hafa áhrif á námsval ungmenna Nemendum í tölvunámi fækkar um 40% milli ára FJÖLMENNI sótti minningar- athöfn við rústir Thingvallakirkju í Eyford í Norður-Dakóta á sunnu- dag, en kirkjan sem var um 110 ára gömul brann til kaldra kola fyrir hálfum mánuði. Curtis Olafson, formaður kirkju- stjórnar og forseti Íslendinga- félagsins í Norður-Dakóta, flutti ræðu fyrir hönd safnaðarins og færði viðstöddum meðal annars kveðju íslensku þjóðarinnar frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands. Hann var viðstaddur þegar endurgert minnismerki um skáldið Káinn var afhjúpað við hliðina á kirkjunni í tengslum við Íslend- ingadagshátíðina í Mountain í ágúst 1999, en hún var þá haldin í 100. sinn. Til stóð að hafa messu í kirkjunni sl. sunnudag og var henni ekki frestað þó kirkjan hefði brunnið, en ekki var hreyft við neinu og mátti meðal annars sjá hálfbrunnin nótnablöð í rústunum. Til stendur að reisa minnisvarða um kirkjuna og íslenska samfélagið í Eyford og er verið að kanna ýmsa möguleika í því efni. Ljósmynd/Larry Biri, The Walsh County Record Minningarathöfn við rústir Thingvallakirkju SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri nið- urstöðu að ritstjóri tímaritsins Mannlífs hafi brotið með alvarlegum hætti gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun um kynferðislega misnotkun og afleiðingar hennar. Fréttastjóri Sjónvarpsins hefur fall- ist á að fréttastofa Sjónvarps hafi brotið sömu grein siðareglna í frétt um Mannlífsgreinina. Greinin birtist í Mannlífi í janúar. Þar segir rúmlega þrítug ónafn- greind kona frá kynferðislegri mis- notkun sem hún kveðst hafa sætt sem barn af hálfu eldri bróður síns, og síðan frá erfiðum veikindum sín- um á fullorðinsárum, með tíðum vist- unum á geðdeildum og ítrekuðum til- raunum til að svipta sig lífi. Greinin sem Mannlíf birti er frásögn kon- unnar sjálfrar nær óbreytt. Fáum dögum áður en heftið með greininni birtist stytti konan sér aldur. Hún var kistulögð og jarðsungin um þær mundir sem heftið kom út. Að kvöldi kistulagningardagsins var vitnað í Mannlífsgreinina í frétt- um Sjónvarpsins, og þess getið að konan sem skrifaði hana væri látin og hefði fallið fyrir eigin hendi. Alvarleg brot gegn siðareglum blaðamanna BÍLL rann fram af barði og hafnaði á hvolfi í fjöru í Ólafsvík í gær- morgun. Ökumaður ætlaði að bregða sér snöggvast inn í hús og skildi bílinn eftir í gangi á bílastæð- inu en gleymdi að stöðva bif- reiðina tryggilega áður en hann fór út úr henni. Hann áttaði sig strax á mistökunum en náði ekki að komast inn í bílinn aftur, sem betur fer, að sögn lögreglunnar í Ólafsvík. Bíllinn rann 19 metra, fram af barðinu og féll 5,72 m niður í fjöru. Bíllinn var hífður upp en er talinn ónýtur. Morgunblaðið/Alfons Bíll fram af barði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.