Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Her- mannsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík, lést á Land- spítalanum í Fossvogi sunnudaginn 15. júní. Guðmundur fæddist á Ísafirði 28. júlí 1925. Eiginkona Guð- mundar heitir Herborg Júníusdóttir og þau eignuðust fjóra syni: Arnar, Grétar Júníus, Hermann og Rúnar. Guðmundur hóf störf hjá Lögreglunni í Reykjavík árið 1953 og lauk námi frá Lögregluskóla ríkis- ins. Auk þess tók hann sérhæfð próf frá lögregluskólum í Englandi og Bandaríkjunum. Guðmundur gegndi ýmsum stjórnunarstörfum innan Lögregl- unnar í Reykjavík og kenndi meðal annars við Lögregluskóla ríkisins í 30 ár. Árið 1978 var hann skipaður yfirlög- regluþjónn og sinnti því starfi þar til hann lét af störfum árið 1990. Guðmundur var fjöl- hæfur íþróttamaður. Hann keppti í knatt- spyrnu og síðar í frjáls- um íþróttum en hann var margfaldur Ís- landsmeistari og met- hafi í kúluvarpi. Hann keppti margsinnis í kúluvarpi fyrir Íslands hönd og varð í 16. sæti á ólympíuleikunum í Mexíkó árið 1968. Guðmundur var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum vegna lögreglu- starfa og íþróttaafreka en auk þess var hann mjög listfengur. M.a. lagði hann stund á skrautritun og eftir hann liggur fjöldi olíumálverka og ljóða. Andlát GUÐMUNDUR HERMANNSSON ÞJÓÐ gegn þunglyndi – fækkum sjálfsvígum er yfirskrift fræðslu- og forvarnaverkefnis á vegum Landlæknisembættisins sem ætlað er að auðvelda greiningu á þung- lyndi, vinna gegn fordómum og vinna með áhættuhópum, en verk- efnið var kynnt almenningi á borg- arafundi í Smáralind í gær. Með verkefninu verður leitast við að draga úr fordómum með aukinni fræðslu meðal almennings, segir Högni Óskarsson, geðlæknir og formaður fagráðs Landlæknisemb- ættisins um þunglyndi og sjálfs- vígsforvarnir. Einnig verður lögð áhersla á Neyðarsíma Rauða kross Íslands, 1717, en símtöl í það núm- er eru gjaldfrjáls úr öllum kerfum. Verkefnið beinist þó einkum til fólks í skólakerfinu, hjá heilsugæsl- unni, félagsþjónustu sveitarfélaga og meðal presta og lögreglu, fag- aðila sem í störfum sínum þurfa að kunna skil á þunglyndi og afleið- ingum þess og þurfa að bregðast við þunglyndi, sjálfsvígum og til- raunum til sjálfsvígs. „Á að skila betra samfélagi“ Verkefnið var kynnt almenningi í Smáralind í gær. „Þjóð gegn þung- lyndi á að skila okkur betra sam- félagi,“ sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra við það tilefni. Hann sagði að sjálfsvíg væru mikill tollur á íslenskt samfélag og ávallt mikill harmur þegar fólk fremdi sjálfsvíg. Hann sagði mikilvægt að vinna með áhættuhópum svo sem fíklum, geðsjúkum, ungum sam- kynhneigðum, föngum, ungum karlmönnum og eldra fólki til að fækka sjálfsvígum. Jón sagði það einnig mikilvægt að verkefnið væri samstarf einka- aðila, svo sem Vátryggingafélags Íslands, Símans, Kaupþings Bún- aðarbanka og SPRON og stofnana ríkisins: „Samvinna af þessu tagi er til fyrirmyndar. Í samvinnu af þessu tagi felst vilji til samhjálpar og það umburðarlyndi sem við verðum öll að tileinka okkur til að gera tilveruna enn betri en hún er.“ Morgunblaðið/Arnaldur Margt var um manninn á borgarafundi um þunglyndi í Smáralind í gær. Borgarafundur um þunglyndi í Smáralind Draga úr fordóm- um með fræðslu HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness sýknaði í gær þrítugan karlmann af tveimur ákærum um nauðgun. Ákærða var gefið að sök að hafa nauðgað 45 ára konu á heimili sínu og 48 ára konu á salerni á veitingastað. Frásagnir kvennanna, sem báðar voru verulega ölvaðar þegar atvikin áttu sér stað, þóttu ekki nægilega trúverð- ugar að mati dómsins, en ákærði þótti hins vegar stað- fastur og sannfærandi í frá- sögn sinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að stroksýni hafi verið tekið af getnaðarlim ákærða eftir atburðinn á salerninu en sýnið aldrei rannsakað. Ákærði neitaði alfarið að hafa átt samræði við konuna en í dómi héraðsdóms segir að kon- an hafi um þýðingarmikil atriði verið reikul í lýsingu sinni á málsatvikum. Ákærði játaði greiðlega að hafa átt samræði við hina kon- una. Sagði hann það hafa verið með fullu samþykki hennar þó svo að hann hefði þurft að beita hana verulegum fortölum. Fram kemur í dómi héraðs- óms að konan hafi verið út- grátin við komu á lögreglu- stöðina í Keflavík þar sem hún kærði manninn fyrir nauðgun. Læknir á neyðarmóttöku Landspítalans greindi enn fremur frá því fyrir dómi að konunni hefði greinilega liðið afar illa og verið í losti. Að mati dómsins dró það óhjákvæmilega úr trúverðug- leika frásagnar konunnar að hún hafi farið sjálfviljug heim með ákærða þrátt fyrir að hafa hitt hann við hlið lögreglu- stöðvarinnar. Þá hafi konunni orðið margsaga um ýmis atriði er varða háttsemi ákærða. Var hann því sýknaður af ákær- unni. Málið dæmdi Þorgeir Ingi Njálsson dómsformaður ásamt meðdómendunum Ólöfu Pét- ursdóttur dómstjóra og Jónasi Jóhannssyni héraðsdómara. Verjandi ákærða var Brynjar Níelsson hrl. Málið sótti Sig- ríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Sýknaður af tveim- ur nauðg- unar- ákærum RJÚPNATALNING á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýndi fækkun eða kyrrstöðu miðað við árið á undan og eru rjúpnastofnar í algjöru lágmarki víðast hvar um landið. Greinileg fjölgun var þó á rjúpu á friðaða svæðinu á Suðvesturlandi. Náttúrufræðistofnun segir að íslenski rjúpnastofninn sveiflist mikið og hafi yfirleitt liðið um tíu ár milli toppa. Greinilegir toppar voru 1966 og 1986. Eftir hámark- ið vorið 1986 fækkaði ár frá ári og lágmarki var náð 1991 til 1994 og nýtt hámark var 1997 til 1998. Í vor var talið á um 40 svæðum í öllum landshlutum. Náttúru- fræðistofnun segir að miðað við fyrri ár hafi þéttleiki rjúpna ver- ið langt undir meðaltali og í sögulegu lágmarki á mörgum svæðum eins og t.d. á Kvískerj- um. Almenna reglan á talning- arsvæðunum hafi verið fækkun eða kyrrstaða miðað við árið á undan. Fækkunin sé sérstaklega áberandi á Austurlandi, Suðaust- urlandi, Vesturlandi og Norðvest- urlandi, eða 30–70%. Fjölgun sem hafin var á Melrakkasléttu og í Þistilfirði á Norðausturlandi vor- ið 2002 hafi gengið til baka vorið 2003. Greinileg fjölgun hafi þó verið á friðaða svæðinu á Suð- vesturlandi (50%), einnig virðist botninum vera náð við Eyjafjörð og í Suður-Þingeyjarsýslu en þar var kyrrstaða eða lítils háttar fjölgun á talningarsvæðunum. Morgunblaðið/Ingó Rjúpnastofninn víða í lágmarki „ÞAÐ kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart að launabilið skuli vera mest á Íslandi,“ segir Valgerður H. Bjarna- dóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um niðurstöðu samanburðar- rannsóknar á launamun kynjanna hjá fjór- um Norðurlanda- þjóðanna. Hún bendir þó á að munurinn sé ekki mikill. „Það er auðvitað sorglegt hversu hægt miðar. Það sýnir sig í þessari rannsókn á bankastarfs- mönnum og fleiri stéttum, að ef við erum ekki alltaf á verði þá skekkist myndin enn frekar. Það virðist vera eitthvað innbyggt í kerfið og viðhorf okkar sem gerir það að verkum að okkur, bæði atvinnurekendum og launþegum, virðist enn finnast eðli- legt að karlar hafi hærri laun en kon- ur. Þetta tengist bæði kynjaskipta vinnumarkaðnum og því að enn er lit- ið á karla sem fyrirvinnur. Karlar vinna oft meira, konur eru oftar í hlutastörfum og það þykir sjálfsagt þrátt fyrir t.d. sama fæðingarorlofs- rétt beggja kynja. Þessar formlegu breytingar hafa enn ekki haft nógu mikil áhrif á hugsunarhátt okkar.“ Valgerður segir launaleynd vera að færast mjög í aukana á Íslandi. „Það vinnur örugglega í þá átt að auka launamuninn.“ Hún segir töluvert um það að kon- ur hringi á Jafnréttisstofu og bendi á að þær séu beittar launamisrétti en treysta sér ekki til að gera neitt í því þar sem launaleynd sé hjá fyrirtæk- inu sem þær starfi hjá. „Þær hafa jafnvel fengið upplýsingar um það að maðurinn sem vinnur við hlið þeirra sé með hærri laun en vilja ekki koma „upp um hann“, ef svo má að orði komast, og kvarta, þar sem þær hafi þessa vitneskju eftir óformlegum leiðum.“ Valgerður álítur að ákveðin tilhneiging sé til þess þar sem launa- leynd er viðhöfð að karlar hafi hærri laun en konur. Þá segir hún dreif- stýrt launakerfi hafa sömu áhrif. Þegar það launakerfi var tekið upp á Íslandi hafi verið ákveðið að fylgjast sérstaklega með því hvort það hefði áhrif á launamun kynjanna. „Við það hefur hins vegar ekki verið staðið.“ Launa- leyndin breikkar bilið Valgerður Bjarnadóttir Könnun á launamun kynjanna KONA í miðbænum hringdi í lög- regluna í Reykjavík á sunnudags- morguninn og sagðist hafa fundið ókunnugan nakinn mann í rúminu sínu þegar hún kom heim. Hún sagð- ist hafa fleygt manninum út og föt- unum hans á eftir en hann vildi kom- ast aftur inn og barði allt að utan. Lögregla náði tali af fáklæddum manninum sem hafði aðra sögu að segja. Hann sagðist hafa gist hjá konunni og hún síðan lokið samver- unni með því að kasta honum út. Fann ókunn- ugan mann í rúminu LÖGREGLAN á Ísafirði fékk á sunnudag tilkynningu um að 13 ára gömul stúlka hefði slasast í Önund- arfirði. Lögregla og sjúkraflutninga- menn fóru á staðinn og kom í ljós að stúlkan hafði skorist á fæti og var mikið kvalin. Hún var flutt á sjúkra- húsið á Ísafirði þar sem gert var að sárum hennar. Skarst á fæti ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.