Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bílaþjónusta Til sölu eitt elsta og virtasta bílaþjónustufyrirtæki landsins. Er með eigin innflutning. Hefur þjónustað bílaeigendur í yfir 50 ár. Fyrirtæki sem allir þekkja og kannast við. Gott fyrirtæki á góðum stað og góðu verði. Bílabón Til sölu gott fyrirtæki sem bónar og þrífur bíla. Er staðsett á frábær- um stað og í samvinnu við þekkta bílasölu. Góð aðstaða. Hverfið er fullt af vinnustöðum og bílum. Nánari upplýsingar aðeins á skrifstofunni fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Sólheimar - 3 íb. - allt endurnýjað Vorum að fá í sölu alla húseignina nr. 1 við Sólheima í Reykjavík. Um er að ræða hús sem allt hefur verið standsett frá grunni, raflögn, gluggar og gler, þak, innréttingar, gólfefni, böð og eldhús, skápar og hurðir. Í húsinu eru þrjár samþykktar íbúðir sem eru til afhendingar strax. Parket er á gólfum og vandaðar innréttingar, hurðir, skápar o.fl. Jarðhæð u.þ.b. 84 fm 2-3 herbergja íbúð með sérinngangi. V. 12,9 millj. Miðhæð u.þ.b. 115 fm auk 28 fm bílskúrs. Arinn í holi og góðar svalir auk sólpalls. V. 19,5 millj. Þakhæð u.þ.b. 85 fm 4ra herbergja með svölum og útsýni. 3412 ⓦ Upplýsingar hjá umboðsmanni í símum 421 3463 og 820 3463. Blaðberi óskast strax í Vallar- hverfi II í Keflavíkⓦ Blaðberi óskast í afleysingar í miðbæ Reykjavíkur HÓTEL Plaza við Aðal- stræti í miðborg Reykja- víkur var opnað um helgina og þar eru alls 81 herbergi, eins eða tveggja manna. Aðaleig- endur eru fjórir og er Stefán Örn Þórisson hót- elstjóri einn þeirra en Hótel Plaza er rekið und- ir hatti Íslandshótela sem m.a. eiga og reka nokkur hótel í Reykjavík og Hót- el Örk. Fyrirtækið Lindarvatn reisti hótelið og hefur Hótel Plaza húsnæðið á leigu til 15 ára. Bygg- ingin er í raun þrjú hús, sex hæða nýtt hús við framhlið göt- unnar þar sem er móttaka, veit- ingasalur fyrir morgunverð og nokkur herbergi og tvö þriggja hæða hús upp með Fischersundi sem hafa verið endurbyggð að verulegu leyti þar sem flest her- bergin eru. Í kjallara er ráðgert að taka í notkun með haustinu um 100 manna ráðstefnusal. Stefán Örn Þórisson hótelstjóri segir að styrkur hótelsins sé stað- setningin í hjarta borgarinnar. Það sé aðdráttaraflið sem ferða- menn meti mikils, m.a. vegna ná- lægðar við veitingastaði og lífið í borginni. Hann segir hótelið vel bókað fram eftir árinu og að markaðsstarf hafi byrjað fyrir síðustu áramót. Hann segir for- ráðamenn fyrirtækisins hafa sótt ferðakaupstefnur og tekið upp samband við innlendar og erlend- ar ferðaskrifstofur. Nokkuð er einnig um bókanir um Netið, segir Stefán Örn. Hann segir Íslandshótel geta boðið fjöl- breytta gistimöguleika, svefn- pokapláss, gistingu með eldunar- aðstöðu og síðan Hótel Plaza sem hann kallar flaggskip fyrirtæk- isins en Stefán er einnig fram- kvæmdastjóri Íslandshótela. Morgunblaðið/SverrirGestamóttaka hótelsins er á jarðhæðinni og þar er einnig morgunverðarsalur og lítill bar fyrir hótelgesti. Nýtt hótel hefur risið við Aðalstræti með 81 herbergi Segir staðsetn- inguna aðal- aðdráttaraflið Götumyndin við Ingólfstorg og Aðalstræti hefur breyst nokkuð með til- komu nýrra bygginga sem reistar hafa verið við götuna síðustu árin. Herbergin eru eins eða tveggja manna. Hér er eitt af þeim stærri tveggja manna. Miðborgin FJÖLBREYTT dagskrá verð- ur í hátíðahöldunum í dag, 17. júní. Dagskráin sem hefst kl. 10 verður með hefðbundnum hætti fram að hádegi í kirkju- garðinum við Suðurgötu og á Austurvelli þar sem lagður er blómsveigur að gröf og styttu Jóns Sigurðssonar. Ávörp flytja Davíð Oddsson og Anna Kristinsdóttir og fjallkonan flytur hátíðarljóð. Skrúðgöng- ur leggja af stað frá Hlemmi kl. 13.40 og frá Hagatorgi kl. 13.45. Lúðrasveitir og skátar fara fyrir göngunum. Fjölskyldudagskrá hefst á Arnarhóli kl. 14. Flutt verða atriði úr barnaleikritum og dans- og sönghópar koma fram. Dans og tónlist Á Ingólfstorgi hefst blönduð fjölskyldudagskrá kl. 14 og á Austurvelli verður sýndur dans. Í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Iðnó eru tónleikar. Í Hall- argarði og Hljómskálagarði verður Skátaland með leik- tæki, þrautabrautir og fleira. Sýnd verður glíma, fimleikar, fallhlífastökk og skylmingar, Tóti trúður treður upp og spá- konur spá í garðhýsinu. Listhópar ungs fólks frá Hinu húsinu verða í Lækjar- götu, Austurstræti, Fríkirkju- vegi, við Iðnó og víðar um miðbæinn. Götuleikhúsið tekur þátt í skrúðgöngunni og sýnir við MR og Brúðubíllinn verður á útitaflinu á Torfunni kl. 14. Fornbílaklúbburinn ekur um miðborgina og sýnir fornbíla á miðbakka Reykjavíkurhafnar og þar verður einnig trukka- dráttur í keppninni Sterkasti maður Íslands. Barnadagskrá verður í Landfógetagarðinum bak við Austurstræti 20 á vegum Miðborgarstarfs KFUM&K og í Hafnarhúsinu verða sungin barnalög. Um kvöldið kl. 19 hefjast tónleikar á Arnarhóli. Á Ing- ólfstorgi hefst dansleikur kl. 21 og gospeltónleikar verða í Landfógetagarðinum. Dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík er birt á vefnum, á slóðinni www.17juni.is. Margt í boði á þjóð- hátíð Reykjavík Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.