Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 23                                        !"" #  "  FERÐASUMARIÐ byrjar vel á Suðurnesjum, að sögn ferðaþjón- ustufólks. Ferðamálasamtök Suður- nesja kynntu í gær nýjungar í ferða- þjónustunni, meðal annars að nýta kirkjurnar á svæðinu til að fá fleiri ferðamenn. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, sagði frá helstu nýjungum í ferða- flórunni á Suðurnesjum á undanför- um mánuðum: Víkingaskipinu Ís- lendingi í Keflavík, Saltfisksetri Íslands í Grindavík og Brúnni milli heimsálfa skammt frá Reykjanes- vita. Hann sagði að með þessari við- bót væri úrvalið fjölbreytt fyrir ferðamenn því þar væru fyrir Bláa lónið, körtubrautin, hvalaskoðun, Sæfiskasafnið, Fræðasetrið, söfn, veitingastaðir, hótel og verslanir ásamt margskonar annarri þjónustu fyrir ferðamenn. Reykjanesbær hefur opnað Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna í Bóka- safni Reykjanesbæjar og í Duus- húsum eru sýningar Listasafns Reykjanesbæjar og sýningin Báta- floti Gríms Karlssonar. Fyrstu helgina í september verður fjöl- skyldu- og menningarhátíðin Ljósa- nótt í Reykjanesbæ haldin að venju. Verið er að undirbúa sérstakt átak í menningartengdri ferðaþjónustu sem kynnt var á fundinum í gær. Kirkjurnar á svæðinu og sagan sem þeim tengist verður nýtt til að laða að ferðafólk. Ferðamálasamtökin, Reykjanesbær og Kjalarnespró- fastsdæmi hafa samvinnu um að hafa allar kirkjurnar níu opnar og til sýn- is 13. júlí næstkomandi og þá verður dreift bæklingi með ýmsum upplýs- ingum um kirkjurnar. Kristján Pálsson greindi frá því að á hausti komanda yrði menningar- dagur í kirkjunum. Hugmyndin er að hafa dagskrá í öllum kirkjunum þannig að gestir geti farið á milli þeirra og notið fræðslu, tónlistar og ýmiskonar menningar. Er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður í menningartengdri ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Ferðasumarið byrjar vel Fólk úr ferðaþjónustunni sem statt var á kynningarfundinum í gær lét vel af sumrinu. Helga Ingimund- ardóttir sem rekur hvalaskoðunar- skipið Moby Dick sagði að sumarið byrjaði betur en nokkru sinni áður, mikið væri að gera. Aðrir höfðu svip- aða sögu að segja. Nýlega kom 50 þúsundasti gesturinn til að aka í körtubrautinni í Njarðvík. Ferða- mönnum sem koma til Grindavíkur fjölgar stöðugt, að sögn Kjartans S. Kristjánssonar markaðs- og ferða- málafulltrúa og margir koma í Salt- fisksetrið. Sömu sögu er að segja um Sandgerði og aðra staði. „Við erum að byggja Suðurnes upp sem áhugaverðan kost. Það tek- ur langan tíma en við erum á réttri leið,“ sagði Kristján Pálsson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ferðaþjónustufólk kynnir starfsemina í húsnæði Saltfiskseturs Íslands í Grindavík, f.v. Kjartan S. Kristjánsson, Stefán Bjarkason, Valgerður Guðmunds- dóttir, Björn Haraldsson, Reynir Sveinsson, Kristján Pálsson, Jón Gunnarsson, Helga Ingimundardóttir, Ólafur Guðbergsson og Stefán Guðmundsson. Ferðamálasamtök Suðurnesja kynna starfsemi sína Menningartengd ferða- þjónusta í kirkjunum Suðurnes GUNNAR Marel Eggertsson skipstjóri fer í víking til Hafn- arfjarðar, Vestmannaeyja og Akraness í sumar á víkinga- skipinu Íslendingi. Víkingaskipið Íslendingur er til sýnis fyrir ferðafólk í sumar í höfninni í Keflavík. Gunnar Marel segir að töluvert margir hafi komið til að fræðast um skipið og siglingar, meðal ann- ars skólahópar og erlendir ferðamenn. Samvinna er við Helgu Ingimundardóttur sem gerir út hvalaskoðunarskipið Moby Dick úr Keflavík og gefst þátttakendum í hvalaskoðun- inni kostur á að skoða víkinga- skipið í leiðinni. Víkingaskipið hefur verið pantað í þrjár ferðir í sumar. Það siglir í dag til Hafnarfjarð- ar í tengslum við upphaf vík- ingahátíðar sem þar er haldin. Áætlað er að skipið leggist að bryggjunni framan við Fjöru- krána um klukkan 13. Gunnar Marel reiknar einnig með að sigla til Vestmannaeyja 3. júlí og vera þar við Gos- lokahátíð. Helgina eftir verður síðan siglt til Akraness í tilefni Írskra daga sem þar verða haldnir. Þrjár víkingaferðir Íslendingur siglir til Hafnar- fjarðar SBK hefur endurnýjað heima- síðu sína en hún er alhliða upplýsingavefur fyrir Reykja- nes. Slóðin er www.reykja- nes.is. SBK hf. rekur ferðaskrif- stofu, sérleyfis- og hópferða- bíla, bílaleigu og fleira í Kefla- vík. Fyrirtækið hefur smám saman byggt upp vef sem nefndur er Upplýsingavefur Reykjaness og nýlega hefur hann verið endurnýjaður. Nú er þar að finna upplýs- ingar á íslensku og ensku um söfn og aðra menningarstaði, ferðaþjónustu, afþreyingu og aðra þjónustu, áhugaverða staði og vegalengdir til þeirra, gönguleiðir og fleira. Upplýsingavefur Reykjaness FÓLK sem starfar í þágu fatlaðra og tekur þátt í íþróttastarfi fatlaðra verður í aðalhlutverki í dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjanesbæ. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í öll- um bæjunum á Suðurnesjum og í flestum tilvikum sjá félagasamtök um hátíðahöldin. Í tilefni af Evrópuári fatlaðra ákvað Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar að heiðra það fólk sem starfar fyrir fatl- aða í Reykjanesbæ og þá einstak- linga sem eru virkir þátttakendur í íþróttastarfi fatlaðra. Ræðumaður dagsins er Gísli Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Jóhann R. Kristjánsson dregur ís- lenska fánann að húni og Lára Ingi- mundardóttir flytur ávarp fjallkonu. Dagskráin hefst um morguninn með knattspyrnu en klukkan 11 verður opnuð smábílabraut við körtubrautina í Njarðvík. Brautin er fyrir fjarstýrða bíla og raunar önnur torfærubraut við hliðina. Er þetta fyrsta smábílabrautin sem opnuð er á landinu en nú eru hátt í þrjú þús- und slíkir bílar á landinu. Dagskrá í Skrúðgarðinum við Tjarnargötu hefst klukkan 14 og kvöldskemmtun hefst í Reykjanes- höll klukkan 20.30. Ef veður verður vont verður hátíðardagskráin líka flutt inn í Reykjaneshöll. Hátíðardagskráin í Garði verður í íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 14. Auk hefðbundinna atriða verða ýmis skemmtiatriði, jafnt utan dyra sem innan. Aðaldagskrá hátíðahaldanna í Sandgerði hefst einnig klukkan 14 og verður hún við íþróttamiðstöðina. Hátíðahöldin í Grindavík verða við félagsheimilið Festi og hefjast klukkan 13.30 með ræðu bæjar- stjóra. Dagskráin verður fjölbreytt- ari en undanfarin ár og lýkur með kvöldskemmtun. Ef ekki viðrar til útihátíðahalda verður skemmtunin flutt inn í íþróttahúsið og Festi. Þjóðhátíðardagurinn Fatlaðir í aðalhlut- verki Suðurnes BÓKIN Hafnir á Reykjanesi, saga byggðar og mannlífs í ellefu hundr- uð ár, kom út í gær. Höfundur er Jón Þ. Þór sagnfræðingur en Reykjanes- bær gefur bókina út. Í tilefni útgáfunnar var haldið hóf í safnaðarheimili Kirkjuvogskirkju í Höfnum í gær þar sem íbúar hverf- isins og þeir sem lögðu bókinni til efni á einn eða annan hátt komu saman. Jón Þ. Þór afhenti Árna Sig- fússyni bæjarstjóra bókina með formlegum hætti og Jón Borgars- son, formaður ritnefndar, sagði frá aðdraganda söguritunarinnar. Ákveðið var að rita og gefa út sögu Hafna eftir sameiningu Kefla- víkurkaupstaðar, Njarðvíkurbæjar og Hafna í eitt sveitarfélag, Reykja- nesbæ, árið 1994. Samið var við Jón Þ. Þór um að annast verkið á miðju ári 1999. Verkefni bókarhöfundar var að skrifa sögu Hafna frá því Herjólfur Bárðarson landnámsmaður settist þar að og til 11. júní 1944 að Hafna- hreppur lagðist af sem sjálfstætt sveitarfélag. Fyrsti kafli bókarinnar er um landnámið og sá síðasti um sameininguna. Fram kemur í Landnámu að Ing- ólfur Arnarson hafi gefið frænda sínum, Herjólfi, landið milli Vogs og Reykjaness. Ekki liggur fyrir hvar Herjólfur reisti sér bú. Á síðasta ári fann Bjarni F. Einarsson skála með langeldi og fleiri rústir skammt frá Kirkjuvogskirkju sem fyrstu rann- sóknir benda til að séu frá áttundu eða níundu öld. Í framhaldi af því hafa komið fram kenningar um að þar hafi Herjólfur Bárðarson búið. Jón Þ. Þór hafði að mestu lokið verki sínu þegar þetta kom í ljós og segist hann ekki geta neitað því að hafa fundið fyrir ónotum þegar fréttirnar bárust. Honum tókst þó að geta um þær staðreyndir sem hann fékk um fornleifafundinn á frum- stigi rannsókna. Segir hann fátt hægt að fullyrða af rannsókninni um hina fyrstu byggð í Höfnum og raun- ar þarflaust að reyna að geta sér til um hugsanlega ábúendur. Jón telur líklegt að Hafnahreppur hafi orðið til við upphaf hreppa- skiptingar í landinu og þá strax úr landnámi Herjólfs Bárðarsonar og mörg hans lítið sem ekkert breyst í aldanna rás. Hann lagðist síðan af við sameininguna 1994, eins og fyrr segir. Prentsmiðjan Steinholt prentaði bókina og Bókabúð Keflavíkur/ Penninn dreifa henni. Hún verður seld á sérstöku tilboði næstu daga. Reykjanesbær gefur út sögu Hafna frá landnámi til sameiningar Fann fyrir ónot- um við fréttir af fornleifafundi Hafnir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árni Sigfússon tekur við eintaki af sögu Hafna úr hendi höfundarins, Jóns Þ. Þór. Jón Borgarsson, formaður ritnefndar, er lengst til vinstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.