Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir fjóra daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 5/ 20 03 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt! BJÖRGUNARSVEITIN Björg á Eyrarbakka hefur fengið afhentan nýjan svifnökkva til notkunar við björgunarstörf. Áður átti sveitin minni svifnökkva sem þeir hafa nú selt. Munurinn á þessum tækjum er sá að nýi svifnökkvinn er sérútbúinn til björgunarstarfa og getur flutt allt að fjóra menn þar af tvo á sjúkrabörur en sá gamli tók aðeins tvo menn og engar börur. Björgunarsveitin Björg hefur sér- hæft sig í leit og björgun á sjó og vatni og mun nýi svifnökkvinn nýtast vel meðal annars á Ölfusánni þar sem eru miklar grynningar og venju- legir slöngubátar eiga erfitt með að fara um. Víglundur Guðmundsson umsjón- armaður svifnökkvans segir að við bestu skilyrði, í logni og á ís komist nökkvinn í 90 km hraða. Á sléttu vatni nær hann um 60 km/klst. Þetta er eini sérútbúni björgun- arsvifnökkvinn á landinu en Víglund- ur segir að gamli nökkvinn hafi reynst mjög vel til leitarstarfa m.a. í Ölfusá, Þjórsá og Hvítá. Sá nýi sé „algjör bylting“. Svifnökkvinn kostar um þrjár milljónir króna og eru kaupin fjár- mögnuð með styrkjum frá fyrirtækj- um og félagasamtökum á Eyrar- bakka. Meðal annara styrkja sem sveitin fékk var fimmhundruð þúsund krón- ur frá Kvenfélagi Eyrarbakka og vill félagið koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa þá. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Svifnökkvi Bjargar er snar í snúningum og á eflaust eftir að koma sér vel við björgunarstörfin. Björgunarsveitin Björg hefur fengið nýtt björgunartæki Svifið til björgunarstarfa Eyrarbakki ÞAÐ var sannkölluð tónlistarveisla á Hólmavík á dögunum. Þar í bæ létu menn sér ekki nægja að fylgj- ast með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva heldur fjölmenntu á vortónleika tónlistarskólans á staðnum. Þar léku 33 krakkar sem jafnframt eru nemendur í Grunn- skólanum á Hólmavík, en þess má geta að heildarfjöldi nemenda þar er 85. Framan af vetri námu krakk- arnir hjá Steingrími Þórhallssyni, núverandi organista í Neskirkju, en frá áramótum hafa þau notið kennslu Stefaníu Sigurgeirsdóttur. Í máli Stefaníu kom fram að þrátt fyrir fjölda nemenda væru margir á biðlista og ekki hefði reynst unnt að bjóða upp á kennslu fyrir fullorðna. Sagðist hún vonast eftir að sér bær- ist liðsauki næsta vetur og væri þá hægt að bæta gítar og blásturs- hljóðfærum við námsframboðið. Meðal þeirra hljóðfæra sem hljóm- uðu á þessum vortónleikum voru pí- anó, blokkflautur, þverflautur og orgel. Þá léku tveir drengir á harmónikku og tvær stúlkur sungu. Ljósmynd/Kristín Sigurrós Á vortónleikum tónlistarskólans komu m.a. fram Tinna Rut Björnsdóttir og Erna Dóra Hannesdóttir sem sungu, Unnur Ingimundardóttir og Þorbjörg Matthíasdóttir sem léku á þverflautu og Jón Gústi Jónsson sem lék á gítar. Tónlistarskólanum slitið með glæsilegum vortónleikum Hólmavík ÞAU Johanna van Schalkwyk og Johnny Cramer opnuðu um síðustu mánaðamót farfuglaheimili á Hlíð- arvegi 15 í Grundarfirði. Þar geta þau boðið gistingu fyrir 20 manns í einu. Þau Joanna og Jonny Cramer hafa búið í Grundarfirði 3 ár en til Íslands komu þau frá Suður-Afríku til að vinna í fiski árið 1997. Joanna hefur ásamt vinkonu sinni Selagh Smith sem einnig er búsett i Grundarfirði rekið leið- sögufyrirtækið DeTours sem sér- hæfir sig í gönguferðum og leið- sögn fyrir erlenda ferðamenn innanbæjar í Grundarfirði. Þegar íbúðarhúsið á Hlíðarvegi 15 var auglýst til sölu sl. haust kviknaði hugmyndin að því að kaupa það og setja á fót farfuglaheimili enda vantaði þann valkost í gistingu ferðamanna í Grundarfirði. Í vetur hefur svo verið unnið að breyt- ingum á húsnæðinu til þess að það geti gegnt þessu nýja hlutverki en húsið er tveggja hæða með risi. Þann 1. júní sl. gafst Grundfirð- ingum kostur á því að skoða breyt- ingarnar og nýttu fjölmargir sér það tækifæri. Fyrstu gestirnir voru mættir en það voru tvær þýskar stúlkur á ferð um Ísland. Farfugla- heimili í Grundar- firði Grundarfjörður Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Johnny og Johanna við anddyri farfuglaheimilisins á Hlíðarvegi 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.