Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 33 únistum myndu Vesturveldin rétta and- ófsmönnum hjálparhönd, sumir vildu jafn- vel að þeim yrðu send vopn. Bandarísk skjöl sýna að nokkrir embættismenn vildu hvetja til þess að mikilvægir embættis- menn kommúnistastjórnarinnar yrðu drepnir. Aðrir og í þeirra röðum var Eisenhower forseti óttuðust afleiðingar þess að ögra Sovétmönnum um of. Afleiðingin gæti orðið kjarnorkustríð. Ábyrgðarleysi væri að hvetja fólk til uppreisnar ef ekki væri ætlunin að fylgja hvatningunni eftir með aðstoð sem dygði. Einnig var ljóst að vilji til að framfylgja stefnu sem gæti leitt til átaka var takmarkaður í Bretlandi og Frakklandi þar sem menn sleiktu enn sárin eftir heimsstyrjöldina og þurftu að berjast við uppreisnir í nýlendunum. Bretum og Frökkum fannst nóg að hafa stöðvað framsókn Stalíns til vesturs með stofnun Atlantshafsbandalagsins. Útvarpsstöðin RIAS í V-Berlín lýsti því aldrei beinum stuðningi við allsherjarverk- fall en hvatti aðeins til friðsamlegrar and- stöðu enda þótt nokkrir A-Berlínarbúar færu á fund útvarpsmanna og bæðu þá um hjálp. Klaus Bölling, sem síðar varð hátt- settur embættismaður í Vestur-Þýska- landi, var fréttamaður hjá RIAS. „Við vor- um öll svo full vongleði. Fólk var kátt og bjartsýnin ríkti, þvert á alla skynsemi!“ En bandarískur eftirlitsmaður stöðvarinnar lét ekki undan óskunum. Repúblikanar höfðu í kosningabaráttu Eisenhowers árið 1952 haft stór orð um að frelsa þyrfti ánauðugar þjóðir sem styndu undir oki kommúnismans – en veruleikinn gerði þau orð nú að máttlausum heit- strengingum. Eisenhower og menn hans ákváðu hins vegar að nýta sér uppreisnina og blóðsúthellingarnar í áróðursstríðinu gegn kommúnistum. Og jafnframt voru sendir matarbögglar til Berlínar, milljónir aðþrengdra A-Þjóðverja nutu gjafanna næstu mánuði og kommúnistastjórnin þorði ekki að banna almenningi að þiggja pakkana. Frelsið var í gíslingu sprengjunnar. Ógnarjafnvægi gereyðingarvopnanna þvingaði almenning í kommúnistaríkjun- um og Vesturveldin til að sætta sig við óbreytt ástand næstu áratugina. Það var síðan miskunnarlaus framvinda sögunn- ar, efnahagslegt og pólitískt öngþveitið sem kommúnistar höfðu kallað fram með stefnu sinni, sem varð banabiti kerfisins og færði loks Austur-Þjóðverjum rétt- indin sem þeir kröfðust í uppreisninni 1953. Helstu heimildir: Battle Ground Berlin e. David E. Murphy, Sergei A. Kondrashev og George Bailey. Journal of Cold War Studies, Vol 2. Number 1. 2000. Memoirs of a Spymaster e. Markus Wolf. Jyllands- posten. Hik á Vesturlöndum Vestrænir leiðtogar voru ekki á einu máli um rétt viðbrögð við uppreisninni sem kom þeim á óvart, hún virtist ekki eiga sér neinn aðdraganda. Hópur áhrifa- manna i Washington hafði lengi mælt með því að kæmi til uppreisnar gegn komm- fast í þá skýringu að fámennur nna hefði fallið fyrir áróðri vest- endara sem hefðu laumast inn í þýðulýðveldið hefði staðist þetta a áhlaup og myndi halda fram á t glæstra sigra. Síðar var reynt í hel allar minningar um upp- kar í Paradís AP nn í Austur-Berlín fleygja grjóti í sovéska skriðdreka við Leipziger Platz 17. júní 1953. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í nni og talið er að allt að 200 manns hafi fallið auk þess sem þúsundir manna höfnuðu í fangelsum kommúnista. Þ ORSTEINN Gunn- arsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, gerði jafnrétti til náms og hugsanlega upptöku skólagjalda meðal annars að um- talsefni í ræðu sinni á Háskólahátíð á laugardag. Alls útskrifuðust 202 kandídatar frá Háskólanum á Akureyri að þessu sinni. „Skilningur á hugtakinu jafnrétti til náms hefur tekið miklum breyt- ingum í aldanna rás. Í upphafi var krafan um jöfn tækifæri til náms m.a. sett fram til að tryggja börnum verkafólks sambærilegan aðgang að skólakerfinu og hafði verið tryggð- ur fyrir börn betur stæðari hópa. Síðan hefur áherslan á jafnrétti yf- irfærst á þarfir annarra hópa en skilgreindir eru eftir stéttum og önnur sjónarmið komið inn í um- ræðuna t.d. í tengslum við búsetu fólks,“ sagði Þorsteinn í ávarpi sínu. „Í ljósi sögunnar hefur mikið áunnist varðandi aukið jafnrétti til náms. Í fyrsta lagi er aukin sam- staða um það í þjóðfélaginu að sem flestir geti notið menntunar sama hvað bakgrunn þeir hafa. Hér liggja að baki bæði sanngirnisrök og hag- ræn rök, þ.e. að aukin menntun stuðlar að aukinni hagsæld. Í öðru lagi hefur ör tækniþróun gert um- bætur í menntakerfinu auðveldari. Þróun og útbreiðsla fjarnáms gerir íbúum dreifbýlla svæða mögulegt að stunda háskólanám á þann hátt sem var óhugsandi áður fyrr. Hag- nýting á upplýsingatækni gerir einnig fötluðum kleift að stunda ýmiss konar nám sem áður gafst ekki kostur á,“ sagði rektor. Þorsteinn sagði að þrátt fyrir já- kvæða yfirlýsingu ríkisstjórnar Ís- lands fyrir síðustu kosningar um jafnrétti til náms væru ýmsar blik- ur á lofti í því efnahagslega og stjórnmálalega umhverfi sem hing- að til hefur gert kleift að skapa skil- yrði fyrir auknu jafnrétti. „Í fyrsta lagi eykst sífellt þátttaka fólks í há- skólanámi og leiðir það til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð. Spurningin fyrir stjórnvöld er því um svigrúm ríkissjóðs til að auka útgjöld. Í öðru lagi eru ráðleggingar alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins til íslenskra stjórnvalda um að taka upp skólagjöld eða þjón- ustugjöld í menntakerfinu. Í þriðja lagi er farið að bera á umræðu um að breyta öllum háskólum hér á landi í sjálfseignarstofnanir sem innheimtu skólagjöld af háskóla- nemendum.“ Þorsteinn sagði að í þessu sam- bandi væri mikilvægt að umræðan snerist ekki um rekstrarform há- skóla eingöngu og skólagjöldin kæmu síðan inn bakdyramegin. „Fyrst og fremst þarf að fjalla um greiðslu skólagjalda í sam- hengi við umræðu um jafnrétti til náms og félagsleg og mennt- unarleg áhrif þeirra. Það er fyrirsjáanlegt að álagning skólagjalda mun koma verr við sumar greinar en aðrar. Skólagjöld styðjast almennt við þau sannindi að nemendur sem ljúka há- skólanámi geta vænst hærri launa en ella. Því er eðlilegt að spyrja sig að því hvort þeir sem hækka laun sín eigi ekki að greiða fyrir mennt- unina. En þetta eru ekki algild sannindi. Ef tekin yrðu upp skóla- gjöld gætu ýmis hugvísindi og fé- lagsvísindi orðið illa úti vegna minnkandi aðsóknar. Upptaka skólagjalda mun líka ýta undir þá tilhneigingu að nemendur meti allt nám út frá líklegum framtíð- artekjum. Það er ekki endilega sú viðmiðun sem æskilegt er að ýta undir. Það má líka velta því fyrir sér hvort upptaka skólagjalda í háskóla muni hægja á þeirri þróun í átt til þekkingarsamfélags sem hafin er. Nú er ódýrt fyrir fullorðið fólk sem vill endurnýja þekkingu sína að sækja nám í háskóla. Það má búast við því að sú ásókn aukist. Hún kemur til með að stuðla að aukinni þekkingu í samfélaginu og fjölga þeim störfum sem krefjast þekk- ingar.“ Rektor sagði að ef háskólar á vegum ríkisins færu að innheimta skólagjöld í líkingu við það sem ger- ist hjá einkaháskólum hér á landi jafngilti það aukningu á beinni eða óbeinni skattheimtu sem næmi tveimur til þremur milljörðum króna. „Hér yrði um algjöra kú- vendingu í íslenskri menntastefnu að ræða. Þetta er næstum eins mikil upphæð og fjárveiting ríkissjóðs til Lánasjóðs íslenskra námsmanna á þessu ári. Allir sjá að slík kúvending getur ekki átt sér stað án frekari rannsókna, ígrundunar og umræðu í þjóðfélaginu.“ Hann sagði jafnframt að sú mis- munun ríkisvaldsins að heimila sumum háskólum að innheimta skólagjöld og öðrum ekki gæti hins vegar þegar til lengri tíma er litið ógnað jafnrétti til náms. „Háskólinn á Akur- eyri var stofnaður fyrir 16 árum, m.a. í þágu jafnréttis og lýð- ræðis, þ.e. til að gefa íbúum lands- byggðarinnar aukin tækifæri til að njóta þeirra lífsgæða sem metn- aðarfull háskólamenntun skapar. Með hliðsjón af þessu hlutverki hef- ur háskólinn í samvinnu við fjölda fræðslumiðstöðva víða um land staðið fyrir mjög umfangsmikilli og metnaðarfullri uppbyggingu fjar- náms sem skilað hefur nú þegar miklum árangri fyrir fólk í hinum dreifðu byggðum landsins. Það fjár- hagslega umhverfi sem háskólanum er búið getur hins vegar leitt til þess að draga verði úr þessari mik- ilvægu uppbyggingu.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, um upptöku skólagjalda Ýmis vísindi gætu orðið illa úti Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, ávarpar sam- komugesti á Háskólahátíðinni. „Hér yrði um al- gjöra kúvendingu í íslenskri mennta- stefnu að ræða.“ ISNIN í Austur-Berlín yfir- um hríð Kóreustríðið á for- estrænna dagblaða. Morgun- utti að sjálfsögðu fjölmargar f uppreisninni. Fyrirsagnir amatískar, t.d. 19. júní: „Júní- þýskra verkamanna var vægð- bæld niður af rússneskum kasveitum“ og 8. júlí: „Rúss- morðdrekar aftur sendir gegn A.-Berlínar“. Sagt var frá ri baráttu gegn ofurefli og nt að leyna samúðinni með smönnum. Einnig var sagt frá spellvirkjum og átökum í Pól- fleiri A-Evrópulöndum eftir a í A-Þýskalandi. Gerð var ð í forystugreinum að tals- m Sameiningarflokks alþýðu – aflokksins hér á landi sem ndantekningalaust málstað janna. ías Johannessen, síðar ritstjóri skrifaði um uppreisnina, msótti A-Berlín í júlí er búið fnema bann við samgöngum garhlutanna tveggja þótt her- enn. Matthías sagði m.a. frá verkamannsins Willi Göttl- m bjó í Vestur-Berlín en var at- us. Göttling mun hafa stytt sér hernámssvæði Rússa í borg- ann var að leita sér að vinnu en var handtekinn, sakaður um æst til óeirða og tekinn af lífi. ías hitti fólk í flóttamannabúð- tur-Berlín en hundruð þús- nna höfðu þegar flúið alþýðu- ð eftir að það var stofnað 1949. rótlaust fólk, yfirgefið, ein- átækt – en vongott; þar er að ðningu gátunnar miklu: Hve- nur heimsveldi kommúnism- rs vegna? Þar skiljum við einn- íbyltingin hlaut að brjótast út, nu sinni heldur oft, margoft,“ Matthías. Straumurinn vestur ög eftir að uppreisnin hafði ld niður. Er birtar voru mynd- iðtölum við flóttamenn var andlit þeirra hulið til þess að komm- únistastjórnin gæti ekki hefnt sín á ættingjum sem urðu eftir. Matthías hitti að máli ungan stúdent frá Pommern, foreldrar hans voru enn eftir austan við járntjaldið. Spurt var hvers vegna ungi maðurinn hefði flúið. „Fyrir einu ári var ég við nám í há- skóla skammt frá heimabæ mínum. Lagði ég þar stund á landafræði. Í maí- mánuði 1952 var ég í herbergi mínu ásamt einum vina minna og skóla- bræðra. Datt okkur þá allt í einu í hug að skjóta með loftbyssu á Stalínsmynd, sem þar hékk á veggnum! Ekki vissum við þá að einn skólabræðra okkar, sem er kommúnisti, hafði séð til okkar.“ Matthías hefur eftir manninum að fimm dögum síðar hafi borist bréf frá öryggislögreglunni þar sem sagði að ungu mennirnir yrðu að hætta námi þegar í stað. Þeir hefðu gerst sekir um andkommúnískan áróður, unnið gegn hagsmunum Rússa í landinu og vanvirt sjálfan Stalín. Mennirnir ákváðu að flýja en annar náðist og var dæmdur í 12 ára fangelsi. Sjálfur sagðist viðmæl- andi Matthíasar ætla að hefja nám að nýju í Hamborg daginn eftir. ndlit flóttafólks hulin AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.