Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 41 Á morgun, 18. júní, hefði Elín Guðjónsdótt- ir orðið 72 ára. Ég hefði svo gjarnan viljað geta óskað henni til hamingju með daginn og um leið minnt hana á að þessi dag- ur er brúðkaupsdagurinn okkar Ólafs. Þau Emil buðu til stórveislu fyrir tveimur árum, sem oft og mörg- um sinnum hefur verið vitnað í, vegna þess hve vel heppnuð hún var í alla staði. Því miður vorum við hjón- in fjarri góðu gamni en fylgdumst með úr fjarska. Ég hef stundum hugsað með mér að Guð hljóti að hafa vandað sig al- veg sérstaklega þegar hann skapaði hana Ellu, því hún hafði allar þær ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist á Hólmavík 18. júní 1931. Hún lést á kvennadeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut 10. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 16. maí. dyggðir sem eina konu prýða. Eins og kona sagði við mig við jarð- arförina: „Ella verður aldrei oflofuð.“ Hún bókstaflega gat allt – sama hvað það var – og svo var hún bæði falleg og góð. Við hittumst fyrst árið 1964, þá átti ég sem oftar leið í Krón- una, verslunina sem þau hjónin, Guðmund- ur og Elín, ráku. Hún stóð við búðarborðið, í hvítum sloppi, og ég man hversu falleg mér fannst þessi kona. „Ert þú ekki nýja prestsfrúin okkar í Bústaðasókn?“ spurði hún. Með ljúfum og fögrum orðum lýsti hún því hversu velkomin við værum í þessa barnmörgu sókn og sagðist hlakka til að taka þátt í starfinu. Og það gerði hún sannarlega. Gekk í Kvenfélag Bústaðasóknar og tók fljótlega við formannsstarfinu og gegndi því um árabil. Við vorum stoltar af formanninum okkar. Hún var okkur alls staðar til sóma, átti auðvelt með að stjórna fundum og persónutöfrar hennar nutu sín. Þessi ár voru með sanni blómaskeið kven- félagsins okkar. Við vorum að byggja kirkju og var aðaláherslan lögð á að koma henni upp sem fyrst. Áhugi og elja Elínar var smitandi. Þetta voru einnig skemmtileg ár og margt sér til gamans gert. Ógleym- anleg var t.d. heimsóknin norður til Kvenfélags Ljósvetninga, hún er enn í sterkum ljósum litum þar sem minningarnar streyma hver af ann- arri með Elínu sem miðdepil. Við kvenfélagskonur stöndum í þakkarskuld við Elínu okkar, og það á svo margvíslegan hátt. Mörg eru t.d. listaverkin sem hún málaði fyrir okkur til að gefa félagskonum á stór- afmælum, að ég tali nú ekki um allar veislurnar sem hún útbjó. Leti fyr- irfannst ekki í eðli hennar. Ég sá hana seinast u.þ.b. mánuði áður en hún dó. Við sátum yfir kaffi- bolla í eldhúsinu á Laugarásveginum og röbbuðum saman. Hún sagði mér frá Danmerkurferðinni sem hún var nýkomin úr og frá fólkinu sínu þar úti en fjölskylda hennar öll var henn- ar dýrasta djásn. Þegar við kvödd- umst faðmaði hún mig að sér og bað mér og mínum blessunar með mörg- um fögrum orðum. Í stað afmælisóska í dag tjái ég þakklæti mitt og virðingu og bið henni og ástvinum öllum blessunar Guðs. Ebba Sigurðardóttir. Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund í návist sem bregður upp nýrri veröld til viðbótar hinni (Þorsteinn frá Hamri.) Hann Geiri frændi minn hefði átt afmæli í dag. Ég kom stundum í heimsókn til Diddu og Geira á Skúla- skeiðið þegar ég var lítill strákur. Það var alltaf gaman og gott að koma þangað og hlýlega á móti manni tek- ið. Það verður þó að viðurkennast að megintilgangurinn með heimsókn- unum var fyrst og fremst að tala um enska boltann við Geira og Ara og að fá að glugga í fótboltablöðin sem Geiri átti – maður var jú bara lítill fótboltafíkill og heimurinn á þessum tíma líklega á stærð við fótboltavöll – en hann stækkaði til muna á alla kanta þegar á Skúlaskeiðið var kom- ið. Hvað þá þegar Geiri gaf mér fullt af fótboltablöðum – ég ætlaði ekki að trúa mínum augum og eyrum – þetta SIGURGEIR GÍSLASON ✝ Sigurgeir Gísla-son fæddist í Hafnarfirði 17.6. 1925. Hann lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 9. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 15. apríl. var fjársjóður – hvorki meira né minna! Fékk hann einu sinni til að tefla við mig – það var ekkert gaman – hefði mátt vita betur. Geiri var einstakur og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga hann sem frænda – ég hef ekki betri mann á æv- inni fyrirhitt. Ég sendi mínar hlýjustu kveðj- ur. Svanur Már. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, Vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (V. Briem.) Ég sakna þín mikið, afi minn. Nú eruð þið amma saman. Guð geymi ykkur. Ég elska ykkur að eilífu. Ykkar elskandi dótturdóttir, Guðrún Telma. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis í Miðtúni 17, lést sunnudaginn 15. júní. Árni Stefánsson Vilhjálmsson, Helga Magnúsdóttir, Ásgerður Eyjólfsdóttir Melkersson, Hans Melkersson, Jónína Eyjólfsdóttir, Hannes Ólafsson, Karl Eyjólfsson, Sigrún Einarsdóttir, Elín Eyjólfsdóttir, Magnús Lórenzson, Einar Eyjólfsson, Bergþóra Lövdahl, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN Þ. MAGNÚSDÓTTIR frá Viðey, Laugarnesvegi 61, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítala Fossvogi mánu- daginn 16. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júní kl. 15.00. Davíð Vilhelmsson, Ursula Vilhelmsson, Guðbjartur Vilhelmsson, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Georgsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær móðursystir mín, ÞORBJÖRG SAMSONARDÓTTIR MAHER, lést á Hrafnistu í Hafnagfirði að morgni annars í hvítasunnu. Hún verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 24. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Linda Samsonar Gísladóttir. Hjartkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR HELGADÓTTIR íþróttakennari, Safamýri 50, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 28. maí, verður jarðsungin frá Grensáskirkju miðvikudaginn 18. júní kl. 15.00. Kristján Þór Þórisson, Steinþór Kristjánsson, Anna Þuríður Kristjánsdóttir, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Þorgerður Kristjánsdóttir, Sif Kristjánsdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓHANN KRISTINN GUÐMUNDSSON, Sóltúni 28, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 13. júní. Guðríður Matthíasdóttir, Erna Elísabet Jóhannsdóttir, Jón Rúnar Kristjónsson, Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir, Björn Olsen, Matthías Árni Jóhannsson, Guðrún Þórsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI GUNNAR EBENHARDSSON fyrrv. skrifstofustjóri, Árskógum 6, Reykjavík, áður til heimilis á Víðivöllum 18, Selfossi, sem andaðist á líknardeild Landspítala Landa- koti þriðjudaginn 10. júní sl., verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á að láta hjúkrunar- þjónustuna Karitas, sími 551 5606, eða Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Guðrún Erla Ingvadóttir, Heiðar Pétur Guðjónsson, Jónína Ingvadóttir, Jóhann Hjartarson, Emma Guðrún Heiðarsdóttir, Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Minna Núpi, Vestmannaeyjum, Stórholti 26, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 5. júní, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Ragnar Kristján Guðmundsson, Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnlaugur K. Hreiðarsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Finnur P. Fróðason, Guðlaug Alda Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.