Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT LEIK ÍBV og Fram í efstu deild karla í knattspyrnu, sem vera átti í Vestmanna- eyjum í gær, var frestað vegna veðurs og hefur leikurinn verið settur á í dag, þjóðhá- tíðardaginn 17. júní, klukkan 16. „Mér vitanlega hefur ekki farið fram leikur á Íslandsmótinu á þjóðhátíðardaginn. Við höfum oft verið að tala um þetta og fundist álitlegt að hafa leiki inni í hátíð- arhöldunum en félögin hafa ekki þorað það. Nú þegar þessi staða kom upp vildu Eyja- menn spila 17. júní sem Framarar féllust á. Þetta var engin skipun frá mótanefndinni heldur ósk ÍBV,“ sagði Birkir Sveinsson, mótsstjóri KSÍ, við Morgunblaðið en hamli veður því að leikurinn geti farið fram í dag verður hann á morgun. Eyjamenn segja að leikurinn smellpassi inn í þjóðhátíðardagskrá Vestmannaeyja- bæjar og vonast þar með eftir góðri aðsókn. Þjóðhátíðar- leikur í Eyjum JASON Kidd, leikstjórnandi New Jersey Nets, í NBA-körfuboltanum, er með lausan samning og berjast mörg lið í NBA deildinni um að fá kappann í sínar raðir. New Jersey Nets mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leikmanninum en líklegast er að Kidd gangi til liðs við San Ant- onio Spurs eða Los Angeles Lakers. Talið er að San Antonio geti boðið Kidd upp á mjög góðan samning því það losnar um mikla peninga hjá San Antonio mönnum við það að David Robinson sé að leggja skóna á hilluna. Í NBA er launaþak og því gæti orðið erfitt fyrir Lakers að keppa við Spurs um undirskrift Jasons Kidd því fyrir hjá Lakers eru tveir af launahærri leikmönnum NBA deildarinnar, Shaquille O’Neal og Kobe Bryant. Kidd til San Antonio? Ísland keppir í A-riðli í 2.deild en það eru sjö lið með íslenska karla- og kvennalandsliðinu í A-riðli. Tvö lið komast upp í 1. deild úr A-riðli en íslenska liðið heldur utan fimmtudags- morguninn 19. júní. „Við erum með ungt og efnilegt lið og við förum til Árósa til að gera okkar besta en við erum að byggja upp fyrir framtíðina. Vissulega veikir það karlaliðið mikið að Jón Arnar kemst ekki með, en ég og Jón Arnar ákváðum það í sameiningu að best væri fyrir hann að taka ekki þátt þar sem hann er lítillega meiddur. Það verður mikið að gera hjá Jóni í sumar á frjálsíþróttavellinum og það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir hann að taka þátt að þessu sinni,“ sagði Guð- mundur Karlsson í samtali við Morgunblaðið. Mikið mun mæða á Sunnu Gestsdóttur en hún tekur þátt í sex greinum fyrir Ís- lands hönd í Evrópubikar- keppninni. Guðmundur Karlsson valdi 14 keppendur í landsliðshóp kvenna en þær eru Sunna Gestsdóttir, Silja Úlfarsdóttir, Eygerður Inga Hafþórsdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Martha Ernstsdóttir, Vilborg Jó- hannsdóttir, Þórunn Er- lingsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Íris Svavars- dóttir, Rakel Tryggvadóttir, Vala Flosadóttir, María K. Lúðvíksdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir. Þórey Edda Elísdóttir er ekki í landsliðshópi kvenna að þessu sinni þar sem hún er stödd í Þýskalandi að skoða æf- ingaaðstöðu og taka þátt í alþjóðlegu móti í stangarstökki. Þeir sem keppa fyrir hönd ís- lenska karlalandsliðsins eru Björg- vin Víkingsson, Reynir Logi Ólafs- son, Bjarni Traustason, Sigurkarl Gústavsson, Björn Margeirsson, Gauti Jóhannsson, Sveinn Margeirs- son, Andri Karlsson, Guðmundur H. Jónsson, Magnús Aron Hallgríms- son, Óðinn Björn Þorsteinsson, Guð- mundur Karlsson, Sverrir Guð- mundsson og Jónas Hallgrímsson. Evrópubikarkeppni í Danmörku Jón Arnar ekki með í Árósum JÓN Arnar Magnússon verður ekki með íslenska landsliðinu í frjáls- íþróttum í Evrópubikarkeppni landsliða í Árósum í Danmörku um næstu helgi. Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari í frjáls- íþróttum, tilkynnti íslenska karla- og kvennalandsliðið á blaða- mannafundi í gærdag. Jón Arnar á við smávægileg meiðsli að stríða og verður frá keppni í 7–10 daga. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sunna Gestsdóttir keppir í fjórum greinum í Evrópubikarkeppninni. KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalur: Þróttur - Fylkir .............19.15 Kaplakriki: FH - Grindavík..................19.15 1. deild kvenna: Kópavogur: HK/Víkingur - ÍR..................20 Grundarfj.: HSH - Breiðablik 2 ................20 Eskifj.: Fjarðabyggð - Einherji ................20 Sindravellir: Sindri - Leiknir F.................20 Á MORGUN KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeild KR - Valur................................................. 2:1 ÍA - KA ...................................................... 1:1 ÍBV - Fram........................................Frestað  Leikurinn fer fram í dag kl. 16. Staðan: KR 5 3 1 1 6:6 10 Fylkir 4 3 0 1 8:2 9 KA 5 2 2 1 8:6 8 ÍA 5 1 3 1 5:4 6 Þróttur R. 4 2 0 2 6:6 6 ÍBV 4 2 0 2 6:7 6 Valur 5 2 0 3 7:9 6 FH 4 1 2 1 5:4 5 Grindavík 4 1 0 3 4:8 3 Fram 4 0 2 2 4:7 2 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 4 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 3 Hreinn Hringsson, KA ............................... 3 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 3 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 3 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA.......................... 2 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur.................. 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 2 Veigar Páll Gunnarsson, KR...................... 2 3. deild karla A-RIÐILL: Deiglan - Skallagrímur ............................ 1:4 Staðan: Víkingur Ó 3 3 0 0 10:1 9 Skallagr. 4 3 0 1 11:6 9 Númi 3 2 1 0 9:5 7 Bolungarvík 4 2 0 2 4:8 6 Grótta 5 1 1 3 8:9 4 Deiglan 4 1 0 3 5:8 3 BÍ 3 1 0 2 4:9 3 Drangur 4 1 0 3 4:9 3 B-RIÐILL: Ægir - ÍH .................................................. 0.4 Leiknir R. - Árborg .................................. 4:2 Afríka - Hamar ......................................... 0:1 Freyr - Reynir S. ...................................... 0:1 Staðan: Leiknir R. 4 4 0 0 25:3 12 Reynir S. 4 3 1 0 18:1 10 ÍH 4 2 1 1 8:8 7 Freyr 4 2 0 2 8:8 6 Árborg 4 1 2 1 8:7 5 Afríka 4 1 0 3 3:11 3 Hamar 4 1 0 3 4:14 3 Ægir 4 0 0 4 3:25 0 C-RIÐILL: Neisti H. - Hvöt ........................................ 1:1 Vaskur - Magni ......................................... 2:1 Snörtur - Reynir Á. .................................. 2:2 Staðan: Vaskur 4 3 0 1 12:4 9 Reynir Á 4 2 2 0 7:4 8 Magni 4 1 2 1 8:6 5 Hvöt 4 1 2 1 5:5 5 Neisti H. 4 1 1 2 7:10 4 Snörtur 4 0 1 3 5:15 1 D-RIÐILL: Huginn - Einherji ..................................... 3:0 Leiknir F. - Neisti D. ............................... 0:2 Staðan: Huginn 4 3 0 1 12:7 9 Höttur 3 2 1 0 6:3 7 Neisti D. 4 2 1 1 6:5 7 Fjarðabyggð 3 2 0 1 9:5 6 Einherji 4 1 0 3 6:10 3 Leiknir F. 4 0 0 4 2:11 0 1. deild kvenna A Fjölnir - Þróttur/Haukar-2...................... 4:2 Staðan: HK/Víkingur 4 3 1 0 13:2 10 RKV 4 3 1 0 14:8 10 Breiðablik 2 3 3 0 0 21:3 9 Fjölnir 4 2 0 2 7:12 6 ÍR 4 1 0 3 17:12 3 HSH 3 0 0 3 5:21 0 Þróttur/Haukar 2 4 0 0 4 4:23 0 Noregur Vålerenga - Bryne .................................... 3:0 Staðan: Rosenborg 10 8 1 1 27:8 25 Lyn 10 5 3 2 19:16 18 Viking 10 4 5 1 18:11 17 Sogndal 10 5 2 3 19:14 17 Stabæk 10 5 2 3 16:12 17 Bodö/Glimt 10 5 2 3 14:12 17 Bryne 10 5 0 5 22:15 15 Odd Grenland 10 4 2 4 15:21 14 Vålerenga 10 3 3 4 13:12 12 Molde 10 3 2 5 11:16 11 Lilleström 10 2 5 3 9:14 11 Brann 10 1 4 5 10:22 7 Ålesund 10 0 5 5 12:19 5 Tromsö 10 1 2 7 14:27 5 Svíþjóð AIK – Helsingborg....................................0:2 Enköping – Elfsborg ................................1:1 Gautaborg – Örebro..................................4:0 Staðan: Djurgården 10 7 1 2 26:8 22 Hammarby 10 6 4 0 16:8 22 AIK 10 6 2 2 20:11 20 Helsingborg 10 5 2 3 12:12 17 Örebro 10 5 1 4 15:16 16 Halmstad 9 4 2 3 14:12 14 Elfsborg 10 3 4 3 12:17 13 Gautaborg 10 3 3 4 17:12 12 Malmö 9 3 3 3 13:11 12 Örgryte 10 3 2 5 12:18 11 Sundsvall 10 2 3 5 10:14 9 Landskrona 10 2 3 5 11:16 9 Öster 10 2 2 6 9:18 8 Enköping 10 1 2 7 9:23 5 HJÓLREIÐAR Steinar Þorbjörnsson varð sigurvegari í Bláalónskeppninni sl. sunnudag, er hjólaðir voru 70 km. Hann stakk af eftir 10 km. Steinar, sem vann einnig fyrstu fjallahjóla- keppnina í ár, hefur þar með náð góðu for- skoti í bikarmótinu á fjallahjólum og er með fullt hús stiga. 73 keppendur mættu til leiks og hefur fjöldi þátttakenda aldrei ver- ið meiri í hjólreiðakeppni hérlendis. Hákon H. Sigurðsson var annar – 2.52 mín. á eftir Steinari og þriðji Gísli K. Elísson, 6.15 mín. á eftir.  PETER Hoekstra, hollenski miðju- og framherjinn í Stoke City, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið. Hoekstra hefur verið í herbúðum Stoke frá árinu 2001.  STOKE bíður enn eftir svörum frá fjórum leikmönnum sem allir eru með lausa samninga en hafa fengið nýtt tilboð frá félaginu. Leik- mennirnir sem um ræðir eru Brynj- ar Björn Gunnarsson, Clive Clark, James O’Connor og Marcus Hall.  REAL Madrid hefur boðið Man- chester United portúgalska lands- liðsmanninn Luis Figo upp í kaupin á David Beckham. Forráðamenn Real Madrid áttu leynilegan fund með Peter Kenyon, stjórnarfor- manni United, á Sardiníu á Ítalíu um helgina þar sem Madridingar lýstu yfir áhuga sínum að fá Beck- ham í sínar raðir.  MATT Holland gekk í gær til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Charl- ton frá Ipswich Town. Charlton greiddi 750.000 pund fyrir írska landsliðsmanninn sem jafngildir um 92 milljónum íslenskra króna en upphæðin getur farið upp í 112 milljónir króna nái hann að leika til- skilinn fjölda leikja fyrir félagið. Holland skrifaði undir fjögurra ára samning og hjá Charlton hittir hann fyrir fyrrverandi samherja sinn hjá Ipswich, Eyjamanninn Hermann Hreiðarsson.  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, gerir sér góðar vonir um að fá hollenska framherjann Pierre Van Hooijdonk frá Feyen- oord til liðs við sig og hefur verið rætt um að Birmingham greiði 600.000 pund fyrir leikmanninn. Þá er Birmingham í viðræðum við Blackburn um kaup á miðjumann- innum David Dunn en Birmingham hefur boðið 5,5 milljónir punda í kappann.  ÍTALSKA 1. deildarliðið Perugia hefur gert samning við Saad Al- Gaddafi, son hins fræga forseta Lýbíu, Gaddafi. Saad Al-Gaddafi hefur leikið með Al-Ittihad í Líbýu og þá á hann lítinn hlut í ítalska meistaraliðinu Juventus.  RONALDINHO, Brasilíumaður- inn knái í franska liðinu Paris SG, verður um kyrrt hjá félaginu ef marka má orð forseta félagsins. „Ég er alveg sannfærður um að Ronaldhino verður áfram með okk- ur og ég hef aldrei efast um annað,“ er haft eftir Francois Graille, for- seta Paris SG, á heimasíðu Man- chester United. Ensku meistararnir hafa legið í Parísarliðinu að fá Ron- aldinho til liðs við sig og þá hafa Real Madrid og Newcastle gert hosur sínar grænar fyrir leikmann- inum. FÓLK DREGIÐ var í bikarkeppni karla og kvenna, VISA-bikarkeppninni, í knattspyrnu í gær. Hjá konunum í 8 liða úrslit, en hjá körlunum í 16 liða úrslit. Bikarmeistarar kvenna, KR, fara til Eyja og leika við ÍBV í at- hyglisverðasta leik 8 liða úrslita kvenna. Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, fyrirliði Íslands og bik- armeistara KR, er bjartsýn fyrir þennan erfiða leik við Eyjastúlkur. „Ég viðurkenni að það var ekkert ósk mín fyrir dráttinn að fá ÍBV úti í Eyjum. ÍBV er með mjög sterkt lið, við sömuleiðis þannig að þetta gæti orðið skemmtilegur leikur. Við stefnum að því að verja bik- arinn og ferðin til Vestmannaeyja er fyrsta verkefnið í titilvörn okk- ar,“ sagði Guðrún Jóna. Ákveðið var fyrir dráttinn að ÍBV og Þór/ KA/KS gætu ekki mæst, sökum ferðakostnaðar. Í 8 liða úrslitum kvenna mætast þessi lið: FH : Breiðablik ÍBV : KR Stjarnan : Fjölnir Valur : Þór/KA/KS Leikur ÍBV og KR fer fram 26. júní en aðrir leikir 27. júní. Hjá körlunum halda Fylkismenn til Akureyrar og mæta KA í einum af þrem innbyrðis viðureignum liða úr úrvalsdeildinni. Aðalsteinn Víg- lundsson kann vel við sig á Norður- landi og hlakkar til að heimsækja Akureyri í byrjun júlí. „Vissulega hefði ég kosið að fá heimaleik en úr því sem komið er þá er ágætt að hafa fengið KA, þeir eru verðugir andstæðingar. Liðin hafa mæst í bikarnum síðustu tvö ár þannig að þetta verður hörkuleikur,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgun- blaðið. Leikur ÍBV og Grindavíkur er einnig mjög áhugaverður. Þar mætir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, á fornar slóðir. Þá er Afturelding að leika í 16 liða úrslit- um í fyrsta skipti í sögu félagsins, þeir mæta Val að Varmá. Liðin sem mætast eru: KR : ÍA 23 FH : Þróttur ÍA : Keflavík ÍBV : Grindavík Afturelding : Valur Þór A : Víkingur Fram : Haukar KA : Fylkir Leikirnir fara fram 1. og 2. júlí. KR-stúlkur til Eyja RÜSTÜ Recber frá Tyrk- landi, einn snjallasti knatt- spyrnumarkvörður heims, er á leið til Barcelona á Spáni, frá Fenerbache í heimalandi sínu. Rüstü hefur verið mjög eft- irsóttur af stórliðum Evr- ópu eftir frammistöðu sína á HM í fyrra en í dag kom í ljós að Joan Laporta, ný- kjörinn forseti Barcelona, hafði samið við Tyrkjann um að koma til félagsins ef hann næði kjöri. Rüstü sagði í fréttatilkynningu í gær að hann myndi standa við það samkomulag. Rüstü til Barce- lona KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Hásteinsvöllur: ÍBV - Fram ..................... 16 Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.