Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 58
                                                            ! "#  ! "#  ! "#  ! "#        $  ! "#  ! "#    $    ! "# %          & '  & '  & & '  '  ( & & '  '  & '  '  & & '  &                         !  "   # "  $  %   $ &  '   ( !(      ÞRJÁR stórstjörnur eru teknar tilrækilegrar naflaskoðunar í þessari myndbandaviku. Eminem, frægasta rappstjarna fyrr og síðar, leikur sjálf- an sig í myndinni 8 mílum, ástralska stórleikkonan Judy Davis túlkar af fá- dæma snilli nöfnu sína Judy Garland og töffarinn Jack Nicholson sýnir á sér nýja og aumkunarverðari hlið sem andhetjan ofurvenjulega Warren Schmidt. Eminem þykir standa sig framar vonum í sinni fyrstu mynd. 8 mílur er að hluta byggð á skrautlegri ævi rapparans en hún fjallar um fátækan dreng sem á þann draum heitastan að verða rappstjarna. Vitanlega á hann stóran þátt í tónlistinni í myndinni og fékk sín fyrstu Óskarsverðlaun á dög- unum fyrir lagið „Lose Yourself“. Þótt Judy Davis hafi enn ekki hlot- ið Óskar, þrátt fyrir tvær tilnefning- ar, þá hefur henni hlotnast fjöldi verð- launa á ferlinum. Hlutverk Davis sem Judy Garland, í nýrri sjónvarpsmynd um stormasama ævi leik- og söngkon- unnar sem þekktust er fyrir túlkun sína á Dorothy í Galdrakarlinum í Oz, hefur bætt æði mörgum verðlauna- gripum í safn hennar. Hún hlaut bæði Emmy- og Grammy-verðlaun sem besta aðalleikkona í sjónvarpsmynd, einnig verðlaun Bandarísku kvik- myndastofnunarinn (AFI), verðlaun sjónvarpsgagnrýnenda (BFCA), Gullna gervihnöttinn og verðlaun Samtaka leikara í Bandaríkjunum. Líf Judy Garland kemur út á mynd- bandi hér á morgun. Sama dag kemur út mynd með öðrum leikara í aðal- hlutverki sem á eina eða tvær styttur upp fyrir frammistöðu sína í gegnum tíðina. Jack Nicholson er áskrifandi að æðstu verðlaunum kvikmyndanna og á þau iðulega skilin. Enginn karl- leikari hefur verið tilnefndur oftar en hann til Óskarsverðlauna og þrisvar hefur hann farið heim með Óskar frænda upp á arminn. Fyrir túlkun sína á Warren Schmidt hlaut hann enn eina tilnefninguna en í því hlut- verki þykir hann sýna á sér nýjar hliðar og meiri vídd sem leikari. Clint Eastwood telst af sömu kyn- slóð og Nicholson, er reyndar sjö ár- um eldri. Hann hefur hlotið sinn skerf af verðlaunum, þar af einn Óskar fyrir bestu leikstjórn (The Unforgiven). Eastwood leikstýrir sjálfum sér í myndinni BloodWork enn einni saka- málamyndinni frá gamla jálkinum sem sjaldan bregst aðdáendum. Aðrar myndir sem koma út í vik- unni á myndbandi eru m.a. Hvergi í Afríku, þýska myndin sem hlaut Ósk- arinn sem besta erlenda myndin, Hvernig stúta á hundi nágrannans (How to Kill Your Neighbour’s Dog) með Kenneth Branagh og Robin Wright Penn, Bara koss (Just a Kiss), rómantísk gamanmynd með Marisu Tomei, Kyru Sedgwick og Ron Eldar, og spennumyndin Jafnvægi (Equil- ibrium) með Christian Bale en hún hefur hlotið fína dóma erlendis. Spurning hvort þessar nýju myndir muni velgja nýrri toppmynd mynd- bandalistans, hasarmyndinni The Transformer, undir uggum, en sú kemur úr smiðju Lucs Bessons. Judy er Judy Judy Davis þykir sláandi lík nöfnu sinni Garland í Skugginn minn og ég: Lifað með Judy Garland. Margverðlaunaðir listamenn í myndböndum vikunnar 58 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! 2 vik ur á top pnum í USA ! Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16. X-ið 977 Sýnd kl. 10. B.i. 16.  HK DV  SV MBL  X-ið 977 „Hrottalegasta mynd síðari ára!“ Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik NICHOLSON SANDLER Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýningartímar gilda líka miðvikudaginn 18. júní HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára  Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Sýnd miðvikudag kl. 5 og 8. B.i. 12 Sýnd miðvikudag kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Frábær njósnamynd fyrir alla fjölskylduna með hinum vinsæla Frankie Muniz úr Malcolm in the Middle YFIR 15.000 GESTIR! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. Sýnd miðvikudag kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd mið. kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Sýnd miðvikudag kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 500 kr. Björk með nýju klippinguna á tón- leikum sem hún hélt í Madrid 1. júní. Sónar-danstónlistarhátíðin haldin í Barcelona Björk aðalnúmerið SÓNAR 2003, tónlistarhátíð sem skipuleggjendurnir kalla Alþjóðlega hátíð háþróaðrar tónlistar og margmiðlunarlista, fór fram í tíunda sinn í Barce- lona um síðustu helgi. Sónar, sem er kannski betur lýst sem þriggja daga danstónlistarhátíð, var haldin 12. til 14. júní og laðar hún að sér fjölda dans- tónlistarunnenda víðs vegar að úr Evrópu. Á daginn fylgdust um 15.000 manns með sex mismunandi sviðum við Mið- stöð nútímamenningar og Nútímalistasafnið í Barcelona. Enn fleiri fylgdust með uppákomunum á kvöldin þar sem um 22.000 manns komu saman í ráð- stefnuhöllinni Fira Gran Via. Komin með nýja klippingu Björk var aðalnúmer hátíðarinnar og kom hún fram á aðalsviðinu á föstu- daginn. Í fylgdarliði hennar voru hörpuleikarinn Zeena Parkins, tölvudúett- inn Matmos og strengjasveit en í umsögn dagblaðsins New York Times segir að fólk hafi ennfremur veitt nýrri klippingu Bjarkar sérstaka athygli. Björk var þekktasti tónlistarmaðurinn á svæðinu og vöktu tónleikar henn- ar mesta athygli, að því er segir í NYT, sem er samt sem áður ekki ánægt með tónleikana. Gagnrýnandinn setur þó í raun ekki út á tónlistarflutninginn eða sönginn heldur segir að tónleikarnir hefðu virkað mun betur á minna sviði. Hann hrósar sérstaklega tónleikum breska tónlistarmannsins Matthew Herbert, sem hefur einstaka sinnum unnið með Björk. Með Herbert var 16 manna stórsveit, sem tók lög af nýrri plötu hans, Goodbye Swingtime. Ennfremur komu fram á hátíðinni þekktir plötusnúðar á borð við Jeff Mills, Carl Cox, Mark Bell, Laurent Garnier, Richie Hawtin og Aphex Twin svo einhverjir séu nefndir. TENGLAR ............................................................................................................... www.sonar.es, www.bjork.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.