Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.06.2003, Blaðsíða 63
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 63                                                             ! "#$ %  #" & #'  ! " # ) ) $% (  # "    # $%  (    ( # $"&'(()* $!+)& ,-.** $ *-' /' .! *'% * * (    * *  ( * * "" #  ( ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )     +," " ##  " --.#"  !" #'" /"   #0   / 1 (& 1##--.#"  !" #')  .#"!"   ( !  ()0122!,".   !"#$           % & ' (  ( &  (    (  $ (  & &     ' ) ! $*        (  '#+),-.*3!.4 23""--.#" , !& #'( 56 -%' 56 -%' 56 -%' -70"8!0 9:' ."8!0 0'-7 .**"% 0'34" " ;"7- <''0 <"**"**'"= >$*+? 9-.- @* "'(#" "+   "##" 4.  14.  4.  "##" 14.  4/  14.  0' 14.  4.  4.  :00+$#' A-* 0 '3 "*.:B : ,: "!* #*-,"# " 0 A"#3: 9-! ! ."8-   * 0 4! /" ##' 0 4! /" ##' 14.  14.  14.  14.  14.  4.  4.   # 14.  14.  ;""." "*"#"* 9"C-: " ;":C" $# - -7" D (-. ;: -" A""E <-B 6+C".: " ,:  14.  14.  14.  4.  5!4 4/  14.  4.  14.  4.  4.  4.  ##',".'6   "#!  " !"40  #   #'(+  ") . ## # #'( ?*',".'7!  ")* %) # *#!   #(,/ 14.  ## #*!" # #')# ##  40  (+$ 3/( !   ;%80',".'8 " $ 3" )* %!"40    "##"( +/   "( "'.",".'+ " " $ 3"(914. #!  #*!"  #)# ## 4.  4!"5  4  (+  ") . #!   #( +)) !,, "# $%# $&# $$# $&# $&# $&# $'# $'# $%# $$# SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR gera íslenskri dagskrárgerð hátt undir höfði á þjóðhátíðardaginn og alls 8 íslenskar kvikmyndir eru sýndar í kvöld. Á Bíórásinni eru leikstjóraferli Þráins Bertelssonar gerð mjög góð skil en á dagskrá Bíórásarinnar eru eingöngu myndir úr hans smiðju, alls 6 stykki yfir daginn, annars vegar um morguninn og síðan endursýnd- ar um kvöldið. Þar getur að líta myndir eins og Skammdegi, spennutrylli frá 1985, og þá fá áhorfendur að sjá ævintýri þeirra bráðsnjöllu tvíbura Jóns Odds og Jóns Bjarna í samnefndri kvik- mynd Þráins frá árinu 1981 eftir sögu Guðrúnar Helgadóttur. Myndin Magnús frá 1989 er einnig sýnd. Þessi átakasaga skartar leik- urum á borð við Egil Ólafsson, Mar- gréti Ákadóttur og Ladda í helstu hlutverkum. Svo eru sýndar þrjár „lífs-mynd- ir“, Dalalíf frá 1984, Löggulíf frá 1985 og Einkalíf frá 1996. Þær myndir eru landsmönnum fyrir löngu hjartfólgnar, og ógleymanleg tilþrif leikara eins og Sigurðar Sig- urjónssonar, Eggerts Þorleifssonar, Karls Ágústs Úlfssonar og fleiri. Stöð 2 og Sjónvarpið gera ís- lenskri kvikmyndagerð líka góð skil. Stöð 2 sýnir Gemsa Mikaels Torfa- sonar sem segir frá lífi, raunum og draumum unglinga í úthverfi Reykjavíkurborgar. Halla Vil- hjálmsdóttir, Guðlaugur Karlsson, Andri Ómarsson og Matthías Matth- íasson eru meðal leikara þar. Sjónvarpið sýnir söngleikinn Reg- ínu frá 2002. Þessi gáskafulli söng- leikur á sérlega við eftir skrúðgöng- ur og hátíðahöld dagsins. María Sólrún Sigurðardóttir leikstýrir og handritið er eftir Sjón og Margréti Örnólfsdóttur. Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir og Benedikt Clausen syngja sig í gegn- um verkið ásamt Baltasar Kormáki, Halldóru Geirharðsdóttur, Sólveigu Arnarsdóttur og fleirum. Meðal íslenskra kvikmynda á dagskrá í kvöld eru Gemsar Mikaels Torfa- sonar, forvitnileg innsýn í hugarheim unglinga í úthverfi. Íslenskar kvikmyndir á þjóðhátíðardegi Á Bíórásinni: Jón Oddur og Jón Bjarni, Magnús, Skammdegi, Dalalíf, Löggulíf, Einkalíf, um morguninn og frá kl. 18 til 4. Á Stöð 2: Gemsar kl. 21.30. Hjá Sjónvarpinu: Regína kl. 19.45. MIÐAÐ við það að fátt annað hljómar nú orðið úr útvarpstækjum landans en tónlist og aftur tónlist þá er alveg ótrúlega lítið fjallað um tónlist í út- varpi. Þannig virðist farið að líta á tónlistina sem fullkomna afþreyingu, síbylju sem einungis er ætlað að hljóma í bakgrunninum, settleg og alltaf kunnugleg, en aldrei þannig að hætta sé á að hún valdi truflun við hið daglega amstur. Tónlistin, og þar með meginþorri útvarpsefnis, má aldrei verða meira en í aukahlutverki og aldrei draga að sér of mikla athygli. Gott og vel, ekkert við slíkri þróun að gera, því hún stjórnast auðvitað að mestu af smekk almennings og neysluvenjum. En þeir eru til sem leyfa sér að syrgja þessa þróun og muna þá tíð er stjórnendur tónlist- arþátta í útvarpi skiptu enn þá máli, vegna þess að þeir réðu hvaða tónlist væri spiluð en ekki einhver spilunar- listi, útpældur samkvæmt einhverj- um erlendum stöðlum. Blessunarlega má ramba á ljósa punkta innan um alla flatneskjuna, eldsnemma á morgnana eða þá í Popplandi á Rás 2, en einkum þó og sér í lagi er þessa glætu að finna á kvöldin og um helgar. Þá má vel finna þætti sem krefjast athygli hlustenda, trufla þá jafnvel við iðju þeirra. Ef við einskorðum okkur við dæg- urtónlistina; rokkið, poppið og allt það sem enn um sinn hefur ekki hlotið sí- gilda stimpilinn háæruverðuga þá er vel hægt að finna hina fínustu þætti, tónlistarþætti þar sem tónlistin er höfð að viðfangsefni en ekki bara ætl- að að drepa tíma hlustenda – og stjórnenda. Flestir slíkir þættir eru á Rás 2. Á laugardegi eru Gestur Einar með sitt gráa hár í vöngum, Kristján Sigur- jónsson með heimstónlistina og Party Zone-liðar leika nýja danstónlist. Óli Palli býður enn upp á einn allra inni- haldsríkasta tónlistarþátt sem völ er á með Rokklandinu sínu á sunnudags- eftirmiðdögum (endurtekinn á þriðju- dagskvöldum) og seinna um kvöldið dýfir Magnús Einarsson tánum ofan í Hljómalindina, aldeilis stórfínn þátt- ur, um órafmagnaða tónlist úr öllum áttum. Sunnudagskvöldin eru reynd- ar vandamál fyrir mig því um leið og Magnús buslar í lindinni sinni þá er verið að kynna nýjustu karate-brögð- in, nýja og framsækna rokktónlist í nauðsynlegum þætti þar sem fjöl- breytnin er í hávegum höfð. Það gildir einnig um annan þátt um framsækið rokk á föstudagskvöldum á Rás 2. Sýrður rjómi heitir hann og hefur verið starfræktur til fjölda ára – ómissandi þáttur fyrir rokklífið í land- inu, frábært og glæpsamlega vanmet- ið framtak hjá stjórnandanum, Árna Zúra, eins og hann kallar sig. Freyr Eyjólfsson stjórnar álíka mikilvægum þætti á miðvikudags- kvöldum sem nefnist Geymt en ekki gleymt. Þar er hann að sinna íslenskri tónlist, nokkuð sem alltof lítið er gert af í íslensku útvarpi. Freyr fjallar í hverjum þætti um eina mikilvæga plötu í íslenskri dægurtónlistarsögu og ræðir við einn aðstandanda. Þeir eru nokkrir aðrir þættirnir um tónlist sem vert er að nefna, en ekki margir, ekki nándar nærri nógu margir, því í útvarpi vil ég heyra lag – og um það fjallað. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ólafur Páll Gunnarsson hefur umsjón með þáttunum Rokklandi á Rás 2. Í útvarpinu heyrði lag Skarphéðinn Guðmundsson LJÓSVAKINN ÚTVARP/SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.