Morgunblaðið - 19.06.2003, Page 1

Morgunblaðið - 19.06.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 163. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tónlist við Djúpið Fjögurra daga tónlistarhátíð haldin á Vestfjörðum | Listir 25 Kraftar í kögglum Benedikt Magnússon sterkasti maður Íslands 2003 | Fólk 52 Heldur í vonina Sendiherra Palestínu í samtali við Morgunblaðið | Erlent 14 Kringlukast hefst í dag Opið til kl. 21 BANDARÍSKA hernámsliðið í Írak hefur handtekið nánasta samstarfs- mann Saddams Husseins, Abid Hamid Mahmud, og er hann hæst- setti fyrrverandi embættismaður- inn sem tekinn hefur verið hönd- um í landinu til þessa, að sögn bandarískra emb- ættismanna í gær. Bandaríska herstjórnin sagði að Mahmud, fjarskyldur ættingi Saddams, hefði verið handtekinn í Írak á mánudag en veitti ekki frekari upplýsingar um handtökuna. Mah- mud bar titilinn forsetaritari, en samkvæmt skýrslu bresku stjórnar- innar bar hann ábyrgð á öryggi Saddams og fór einnig með varnar-, þjóðaröryggis- og leyniþjónustumál. Mahmud er númer fjögur á listan- um yfir þá Íraka sem Bandaríkjaher leggur mesta áherslu á að hand- sama. Þegar Saddam Hussein var við völd sást hann sjaldan opinber- lega án Mahmuds, sem var álitinn nánasti ráðgjafi hans og getur að öll- um líkindum veitt upplýsingar um afdrif íraska forsetans fyrrverandi í stríðinu. Nánasti ráðgjafi Saddams handtekinn Bagdad. AFP, AP. Abid Hamid Mahmud fræðideild og 87 úr raungreinadeild. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast. Þær eru 497, eða tæplega 64%, en karlar einungis 282, eða rúmlega 36%. Aldrei fyrr hefur munurinn verið jafnmikill. Karlar eru þó mun fleiri í útskrift- arhópi verkfræðideildar, eða 87. Konurnar eru 26. Munurinn á kynjunum er lang- mestur í hjúkrunarfræðideild. Þar útskrifast 77 konur en enginn karl. Úr heimspekideild verða 72 konur ALLS munu 779 kandídatar útskrif- ast frá Háskóla Íslands næstkom- andi laugardag. Þetta er stærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum. Athöfnin fer fram í Laug- ardalshöll. Flestir útskrifast úr félagsvís- indadeild, eða 210, en 113 útskrifast úr verkfræðideild. Hvorug deild- anna hefur áður brautskráð svo marga að vori. Úr heimspekideild útskrifast 113, 141 úr heilbrigðis- greinum, 91 úr viðskipta- og hag- brautskráðar en 28 karlar og frá fé- lagsvísindadeild útskrifast 150 kon- ur og 60 karlar. Vegna mikillar fjölgunar braut- skráninga í júní-útskrift Háskóla Ís- lands hefur umræða skapast um það hvort leita þurfi að stærra húsnæði en Laugardalshöll til þess að hýsa athöfnina. Búast má við að húsfyllir verði á laugardag. Á síðustu árum hefur nokkuð verið kvartað yfir þrengslum og hita og eru þess dæmi að fólk hafi fallið í yfirlið. Stærsta brautskráning HÍ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra upplýsti í þjóðhátíðarræðu sinni á Austurvelli að fulltrúar Íslands og Bandaríkjanna myndu hittast hér á landi „á næstunni“. Það hefði verið ákveðið á grundvelli þeirra bréfa- skipta sem átt hefðu sér stað að und- anförnu milli hans og George W. Bush Bandaríkjaforseta um varnarmál. Spurður í gærkvöldi um nánari dag- setningu sagði aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Illugi Gunnarsson, við Morgunblaðið að viðræður ríkjanna myndu hefjast í Reykjavík næstkom- andi mánudag, 23. júní. Viðræðurnar verða á forræði for- sætisráðuneytisins en Illugi sagði að þær færu fram í nánu samráði og sam- starfi við utanríkisráðherra og utan- ríkisráðuneytið. Illugi gat á þessu stigi ekki upplýst hverjir nákvæmlega myndu hefja viðræðurnar á mánudag fyrir hönd ríkjanna eða hve lengi þær myndu standa yfir. Þjóðirnar beri gæfu til að finna sanngjarna niðurstöðu Forsætisráðherra sagðist í þjóðhá- tíðarræðu sinni hafa átt hreinskilin og vinsamleg bréfaskipti við Bandaríkja- forseta að undanförnu. „Ég hef haft tækifæri til þess á und- anförnum árum að fylgjast með forset- anum í návígi fjalla um slík mál á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins og tel að hann hafi gert það með miklum ágætum og sýnt góðan skilning á þeim grundvallaratriðum sem hér eru í húfi. Ég leyfi mér því að hafa traust á því að þessar góðu vinaþjóðir beri gæfu til að finna sanngjarna niðurstöðu á þeim álitaefnum sem nú eru til umræðu. Á grundvelli framangreindra bréfaskipta hefur nú verið ákveðið að fulltrúar ríkjanna muni hittast hér á landi á næstunni til að fara yfir þá kosti sem fyrir hendi eru og þá auðvitað einnig þau meginsjónarmið sem við Íslend- ingar höfum um þann lágmarksvarn- arviðbúnað, sem hver þjóð hlýtur að gera kröfu til á þessum tíma sem öðr- um,“ sagði Davíð Oddsson m.a. í ræðu sinni á Austurvelli 17. júní. Viðræður við Banda- ríkjamenn hefjast á mánudag  Öryggi okkar/28–29 ANNELI Jäätteenmäki sagði af sér sem forsætisráðherra Finn- lands í gær, aðeins tveimur mán- uðum eftir að hún varð fyrsta kon- an til að gegna embættinu, vegna ásakana um að hún hefði logið að þinginu og þjóðinni um hvernig trúnaðarskjöl úr utanríkisráðu- neytinu komust í hendur hennar fyrir þingkosningarnar í mars. Tarja Halonen, forseti Finn- lands, féllst á afsagnarbeiðni Jäätteenmäki og stjórnar hennar í gærkvöldi en bað ráðherrana að sitja áfram í stjórninni þar til nýr forsætisráðherra tæki við. For- ystumenn stjórnarflokkanna þriggja, Miðflokksins, Jafnaðar- mannaflokksins og Sænska þjóð- arflokksins, gáfu til kynna að þeir hygðust reyna að mynda nýja stjórn. Að sögn heimildarmanna fréttastofunnar AFP er líklegt að Matti Vanhanen, varnarmálaráð- herra og varaformaður Mið- flokksins, flokks Jäätteenmäki, taki við forsætisráðherraembætt- inu. Gert er ráð fyrir því að þingið að Jäätteenmäki hefði falast eftir skjölunum og gefið honum upp óskráð faxnúmer sitt. Finnskir lögspekingar sögðu að Jäätteenmäki kynni að verða sak- sótt og ætti yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm. Hún notaði upplýsingar úr skjölunum í kosningabaráttunni til að koma höggi á Paavo Lipponen, þáver- andi forsætisráðherra, og hann kvaðst ekki líta á afsögnina sem sigur fyrir sig. „Í þessu máli er enginn sigurvegari,“ sagði hann. ákveði í næstu viku hvaða breyt- ingar verða gerðar á stjórninni. Verður hugsanlega ákærð Fyrr um daginn kom Jäätteen- mäki fyrir þingið og varðist ásök- unum um að hún hefði sagt ósatt um hvernig hún fékk trúnaðar- skjölin frá utanríkisráðuneytinu. Hún fullyrti að hún hefði ekki ósk- að eftir trúnaðarskjölunum og verið mjög undrandi þegar hún hefði fengið útdrætti úr þeim á faxi. Nokkrum klukkustundum síðar skýrði aðstoðarmaður for- setans, Martti Manninen, frá því Lehtikuva Anneli Jäätteenmäki tilkynnir afsögn sína sem forsætisráðherra Finnlands á blaðamannafundi með Timo Kalli (til vinstri), formanni þingflokks Miðflokksins, eftir fund í þingflokknum um mál hennar í gær. Forsætisráðherra Finna segir af sér Jäätteenmäki sökuð um að hafa logið að þinginu Lehtikuva Jäätteenmäki með afsagnarbréfið á leið til fundar við forsetann. Helsinki. AP, AFP.  Írakslekinn/12 NEÐRI deild ítalska þingsins sam- þykkti í gær umdeilt lagafrumvarp sem veitir Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, friðhelgi fyrir dómsákærum meðan hann gegnir embættinu. Frumvarpið var samþykkt með 319 atkvæðum gegn sautján og þrettán þingmenn sátu hjá. Þing- menn stærstu vinstriflokkanna tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni til að mótmæla frumvarpinu. Öldungadeild þingsins samþykkti frumvarpið fyrir hálfum mánuði. Berlusconi veitt friðhelgi Róm. AFP.  Kallaði vitni/15 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.