Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 Körfuboltar nr. 3, 5 og 7 frá kr. 990 Net kr. 390 Keðjunet kr. 990 Karfa með neti og bolti nr. 7 kr. 3.990 Karfa á fæti með hjólum kr. 29.900 Karfa á fæti kr. 16.900 Karfa með neti kr. 2.690 Fjaðrandi karfa með neti kr. 4.990 Karfa á sterku veðurþolnu fiberglass spjaldi kr. 11.900 Vandið valið verslið í sérverslun með þjónustu H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 FÉLAGARNIR Guðmundur Jón Björgvinsson og Jón Skírnir Ágústsson reru á kajökum sínum niður Þjórsá á dögunum en þeir æfa sig nú af kappi fyrir Lagarfoss- Rodeo-keppnina sem verður haldin 5. júlí næstkomandi. Brúarframkvæmdir standa nú yfir við Þjórsá en á myndinni má sjá Jón og Guðmund undir gömlu brúnni. Þar róa þeir oft enda er staðurinn að þeirra sögn á heimsmælikvarða þegar aðstæður eru réttar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Æft af kappi á kajökum á Þjórsá „VIÐ reynum auðvitað að læra af því sem við fréttum. Ég hef nú bara lesið þetta í Morgunblaðinu og ekki fengið formlegar upplýsingar um málið,“ segir Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, um að þýskur fíkni- efnahringur hafi smyglað 15 kg af hassi með Norrænu til landsins í fyrrasumar. Þessar upplýsingar kalli ekki á aukinn viðbúnað í sjálfu sér, en hann segir brýnt að bæta að- stöðu til tollskoðunar við ferjulægið. Erfitt að sjá við leynihólfum Hassið var falið í húsbíl og er ekki talið ólíklegt að smyglhringurinn hafi ætlað að nota þessa aðferð við áframhaldandi fíkniefnasmygl. Árið 1993 var lagt hald á um sex kíló af hassi í bifreið sem kom með Norrænu og árið 2001 gerðu fjórir ungir menn ævintýralega tilraun til að smygla 2,2 kg af hassi með ferj- unni en sæþota átti að flytja efnið síðasta spölinn. Ekki hefur verið lagt hald á aðrar stórar fíkniefnasending- ar í Norrænu á síðasta áratug. Nýja Norræna ber um 1.500 far- þega og 800 fólksbíla og segir Lárus að vikulega komi um 50 húsbílar með ferjunni til landsins. Leitað hafi ver- ið í hluta þeirra, m.a. með því að hleypa fíkniefnaleitarhundum inn í bílana. Það sé á hinn bóginn afar erf- itt að sjá við því ef smyglarar smíði sérstök leynihólf eða -tanka undir smyglvarninginn. „Það er ekki nokk- ur einasta smuga að hægt sé að leita alla þessa bíla í hólf og gólf,“ segir hann. Afgreiðslutími Norrænu á Seyðis- firði er fjórir klukkutímar. Lárus segir afgreiðslutímann ekki hamla leit í bifreiðum eða á farþegum, ein- falt mál sé að halda fólki og bílum eftir. „Þetta er spurning um hvað menn ætla sér að gera. Ætla þeir að eyðileggja þessa ferðamennsku eða á að fá þessa ferðamenn til landsins og taka um leið þá áhættu að ein- hverjir séu óheiðarlegir og smygli fíkniefnum,“ segir hann. Yfirvöld verði að hafa einhverjar ástæður, t.d. bendingu frá fíkniefnaleitarhundi eða upplýsingar frá lögreglu, til að halda fólki eftir og rífa farangur eða jafnvel innréttingar út úr bílum þeirra. Spurður um aðstöðu til að leita í húsbílum segir Lárus að hún sé ófullnægjandi. Þegar nýtt ferjulægi var reist hafi verið byggðir tveir bíl- skúrar sem áttu að nýtast við toll- gæslu. Húsbílar komist á hinn bóg- inn ekki inn í skúrana. Lárus segir að slæm aðstaða geri tollleitina erfiðari enda sé ekki hægt að leita í húsbílum nema hafa hent- ugt húsnæði. „Við gerum fólki það ekki að rífa allt út úr bílunum úti á bifreiðastæði fyrir allra augum og í ýmsum veðrum,“ segir hann. Verði talin ástæða til að grandskoða húsbíl verði það mál leyst. Til þess hefur ekki komið enn. Brýnt að bæta aðstöðu til tollleitar við Norrænu Ekki smuga að grand- skoða alla húsbíla FORELDRAR Dorrit Moussaieff, Shlomo og Alisa Moussaieff, voru á Íslandi á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þau hjónin heimsækja Ís- land en þau notuðu tækifærið og fóru í Bláa lónið. Auk þess fóru þau á Þingvelli, upp að Nesjavallavirkj- un og skoðuðu ýmsa sögufræga staði. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og fjölskylda hans snæddu hátíðlegan kvöldverð með þeim hjónum á Bessastöðum. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff, og tengdaforeldrum, Shlomo og Alisa Moussaieff. Foreldrar Dorrit Moussaieff í heimsókn HEILDARAFLI íslenskra skipa var 143.406 tonn í nýliðnum maí- mánuði sem er rúmlega 6.700 tonn- um meiri afli en í maímánuði 2002 en þá veiddust 136.681 tonn. Botnfiskafli var 45.858 tonn sam- anborið við 49.738 tonn í maímánuði 2002 sem er tæplega 4 þúsund tonna samdráttur á milli ára. Þorskafli var 15.425 tonn og nemur samdáttur þorskaflans 1.600 tonnum frá fyrra ári. Ýsuafli jókst um 550 tonn á milli ára, ufsaaflinn um tæplega 1.100 tonn og karfaafli um rúm 300 tonn en úthafskarfaaflinn dróst saman um 3.500 tonn. Af flatfiski bárust 6.204 tonn á land en í maímánuði 2002 var aflinn 5.130 tonn og því jókst flatfiskaflinn um tæp 1.100 tonn á milli ára. Mest var veitt af grálúðu eða 4.349 tonn, af skarkola 658 tonn og 538 tonn af sandkola. Af síld veiddust 27 þúsund tonn en í maímánuði 2002 var síldveiðin tæp- lega 14 þúsund tonn. Kolmunnaafli var 59 þúsund tonn sem er tæpum 4 þúsund tonnum minni afli en í maí- mánuði ársins 2002. Skel- og krabba- dýraafli var rétt rúm 5 þúsund tonn sem er nær sami afli og í maí 2002. Rækjuaflinn nam 3.100 tonnum og af kúfiski veiddust 1.300 tonn. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2003 nemur heildarafli íslenskra skipa alls 947 þúsund tonnum og er það 309 þúsund tonnum minni afli miðað við sama tímabil ársins 2002. Af botnfiski hafa borist 207 þúsund tonn sem er um 8.000 tonnum minni afli en á árinu 2002. Milli aprílmánaðar 2002 og 2003 jókst verðmæti fiskaflans, á föstu verði ársins 2001, um 0,4%. Fyrir tímabilið janúar-maí dróst aflaverð- mæti saman, á föstu verði ársins 2001, um 7,2% miðað við sama tíma- bil ársins 2002. Aukinn afli í maímánuði      !""!#       $ !         ! "  !" % &''    ''  VESTMANNAEYJABÆR áformar að grafa upp 6–8 einbýlishús sem fóru undir ösku við Suðurveg í gos- inu aðfaranótt 23. janúar árið 1973. „Lítil útgáfa af Pompei“ Að sögn Inga Sigurðssonar bæj- arstjóra er þetta meðal tillagna í nýju aðalskipulagi fyrir Vestmanna- eyjabæ til ársins 2014 sem á að vera tilbúið í lok þessa árs. Er ætlunin að koma á fót nokkurs konar gosminja- safni í þessum húsum með það að markmiði að auka fjölbreytni í ferða- þjónustu á eyjunni og gera minjar úr gosinu betur sýnilegar. „Menn hafa í gamni talað um að þetta gæti orðið mjög lítil útgáfa af Pompei,“ segir bæjarstjórinn og vís- ar þar til hinnar fornu borgar á Suð- ur-Ítalíu sem hvarf undir ösku í eld- gosi í fjallinu Vesúvíusi árið 79 e. Krist en hefur að miklu leyti verið grafin upp síðan um miðja 18. öld. Útiloka ekki að reistar verði nýjar byggingar Ingi reiknar með að uppgröftur- inn í Eyjum hefjist á næsta ári við enda Bústaðabrautar. Kynna þurfi framkvæmdina vel og vandlega fyrir íbúum þar sem um töluvert rask sé að ræða. Gangi eigi frá svæðinu að uppgreftri loknum þannig að prýði verði af. Hann segir gosminjasafn geta verið í tengslum við menningar- hús sem standi til að hefja fram- kvæmdir á á næsta ári, jafnvel inni í goshrauninu. Ingi segir að það verði að koma í ljós í hvaða ástandi húsin séu og hvort hægt verði að gera þau sýningarhæf. Talið sé að þau séu heilleg að mestu leyti, líklegast að þökin hafi eitthvað lagst saman og veggir brotnað af þeim sökum. Þegar gosið hófst fyrir rúmum 30 árum voru þessi hús nýlega byggð, að sögn bæj- arstjórans sem á þeim tíma var „að- eins“ fjögurra ára Eyjapeyi! Aðspurður hvort reisa eigi nýjar byggingar á þessu svæði í tengslum við hugmyndina um gosminjasafn segir Ingi það algjörlega óákveðið en alls ekki útilokað. Það verði að koma í ljós í skipulagsvinnunni sem fram- undan er. Vestmannaeyjabær áformar að koma upp gosminjasafni Grafin upp hús sem fóru undir ösku 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.