Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR starfsmenn þýska hrein- lætistækjaframleiðandans Hans Grohe söfnuðust í gær saman úti fyrir húsakynnum Evrópuþingsins í Strassborg til að krefjast meiri við- urlaga og meira eftirlits með svik- inni vöru, það er að segja eftirlík- ingum. Til að leggja áherslu á það notuðu þeir stóran valtara til að mylja mélinu smærra mikið af kín- verskum eftirlíkingum af Grohe- vörunum. Reuters Eftirlíkingum mótmælt AÐ MINNSTA kosti þrír Íranir báru eld að klæðum sínum í Par- ís í gær til að mótmæla hand- tökum frönsku lögreglunnar á um 150 írönskum stjórnarand- stæðingum. Tvær konur, sem kveiktu í sér, voru fluttar á sjúkrahús með lífshættuleg brunasár. Lögreglan lagði til atlögu við Íranina í fyrradag og gerði þá upptækt allmikið fé, tugi millj- óna króna í dollurum. Voru mennirnir félagar í Mujahedeen Khalq, íranskri stjórnarand- stöðuhreyfingu, sem Banda- ríkjastjórn og Evrópusamband- ið hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Segjast frönsk yfirvöld hafa haft upplýs- ingar um „ólöglega og hættu- lega“ starfsemi samtakanna. Þunglyndi er dýrt TALIÐ er, að um 16% Banda- ríkjamanna muni þjást af þung- lyndi einhvern tíma á ævinni en langt er í frá, að þeir fái allir við- eigandi hjálp. Kemur þetta fram í rannsókn, sem birt var í tíma- riti bandarísku læknasamtak- anna. Á hverju ári þjást að minnsta kosti 13 milljónir Bandaríkjamanna af þunglyndi, meira en 30 milljónir manna, en aðeins helmingurinn fær ein- hverja meðferð og aðeins 22% viðeigandi aðstoð. Þunglyndi hefur veruleg áhrif á vinnugetu fólks og er áætlaður kostnaður bandarísks samfélags vegna þess meira en 3.000 milljarðar ísl. kr. Hvað varð um þotuna? MIKIL leit stendur nú yfir að Boeing 727-farþegaþotu, sem stolið var í Angóla í síðasta mán- uði. Hafa Bandaríkjamenn áhyggjur af, að hún kunni að lenda í höndum hryðjuverka- manna að því er fram kom í Washington Post í gær. Talið er, að þotunni hafi verið stolið á flugvellinum í Luanda, höfuð- borg Angóla, og líklegast talið, að rekja megi þjófnaðinn til deilna milli fyrirtækja eða jafn- vel til svikastarfsemi. Hitt er svo heldur ekki útilokað, að hryðju- verkamenn hafi stolið henni og hyggist nota hana til árása í lík- ingu við hryðjuverkin 11. sept- ember 2001. Hafði þotan verið óhreyfð á flugvellinum í Luanda í rúmt ár. Teknar hafa verið myndir úr bandarískum njósna- hnöttum af flugvöllum og flug- brautum um gervalla Afríku en án árangurs. Harry Potter- bókum stolið HEILUM vörubílsfarmi af nýj- ustu Harry Potter-bókinni var stolið í bænum Newton-le-Will- ows á Norðvestur-Englandi að- faranótt sl. mánudags. Fannst bílinn, sem var stolið af gæslu- svæði flutningaþjónustu, daginn eftir skammt frá Manchester bókalaus. Er andvirði bókanna talið hátt á annan tug milljóna ísl. kr. en bókin kemur í versl- anir á laugardag. STUTT Kveikja í sér í mótmæla- skyni DAVID Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, sagði í gær að ákvörðun Tonys Blairs forsætisráð- herra að taka þátt í herför Bandaríkjanna gegn Írak hefði byggst á leynileg- um upplýsingum sem flestir aðrir ráðherrar í bresku stjórninni fengu ekki að sjá. Blunkett sagði Robin Cook og Clare Short – tvo ráðherra sem sögðu af sér ráðherradómi í mót- mælaskyni við ákvörðunina um að ráðast á Írak – ekki hafa haft að- gang að þessum gögnum. Blunkett sagði frá þessu í viðtali í breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær- morgun. Daginn áður höfðu þau Cook og Short komið fyrir þing- nefnd sem hefur verið falið að rann- saka hvort bresk stjórnvöld hafi hagrætt upplýsingum varðandi ger- eyðingarvopn Íraka til að eiga auð- veldar með að réttlæta árásina á landið. Cook sagði í vitnisburði sínum á þriðjudag að Blair hefði „ekki sagt alla söguna“ í aðdraganda Íraks- stríðsins. Lítur hann svo á að rík- isstjórn Blairs hafi ákveðið að taka þátt í hernaðarárás á Írak á grund- velli vafasamra upplýsinga um ger- eyðingarvopn Saddams Husseins. Fullyrti Cook, sem var utanrík- isráðherra Bretlands 1997–2001, m.a. að skýrsla um vopnabúr Íraka sem bresk stjórnvöld lögðu fram í september á síðasta ári hefði ekki haft að geyma neinar nýjar sannanir fyrir því að Saddam réði yfir ger- eyðingarvopnum. „Það er mjög fátt í þeirri skýrslu sem bendir til að auk- in hætta hafi stafað [af Írak],“ sagði Cook í vitnisburði sínum. „Heiðvirðar blekkingar“ Clare Short, fyrrverandi ráðherra þróunaraðstoðar í bresku stjórninni, kom einnig fyrir þingnefndina á þriðjudag og sakaði hún Blair um ýkjur í aðdraganda stríðsins. Sagði hún forsætisráðherrann hafa gerst sekan um „heiðvirðar blekkingar“. Var samhljómur í málflutningi hennar og Cooks en sá síðarnefndi sagðist ekki efast um að forsætis- ráðherrann hefði tekið sínar ákvarð- anir í góðri trú. „Vandamálið“ hefði hins vegar verið „sannfæring“ og „staðfesta“ þeirra sem um málið fjölluðu; þeir hefðu verið svo sann- færðir um réttmæti hernaðarað- gerða að þeir hefðu valið hvaða leyniþjónustugögn voru gerð opin- ber, í því skyni að styrkja málstað sinn. Þeir hefðu hins vegar ekki not- að gögnin til að leggja mat á það hvort í reynd stafaði svo ýkja mikil hætta af Saddam. Segir Cook og Short ekki hafa séð öll gögn Bresk þingnefnd rannsakar hvernig staðið var að ákvörðun um Íraksstríð London. AP, AFP. David Blunkett ÞAÐ reyndist Anneli Jäätteenmäki, formanni finnska Miðflokksins sem sagði af sér sem forsætis- ráðherra Finnlands í gær, dýrkeypt að hafa komizt yfir upplýsingar úr trúnaðarskjölum úr finnska ut- anríkisráðuneytinu, sem hún gerði sér mat úr í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í marz sl. Áður en hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að segja tafarlaust af sér síðdegis í gær, hafði hún neit- að því á þingi að hafa logið til um það hvernig leyni- skjöl sem lekið var úr stjórnarráðinu lentu í hennar höndum fyrir þingkosningarnar. Fáeinum dögum fyrir kosningar, er kosningabar- áttan stóð sem hæst, vitnaði Jäätteenmäki í trún- aðarskjal úr utanríkisráðuneytinu til stuðnings full- yrðinga um að Paavo Lipponen, þáverandi forsætisráðherra og aðalkeppinautur Jäätteen- mäki, hefði dregið Finnland inn í að styðja stefnu Bandaríkjamanna í Íraksdeilunni, þvert á yfirlýsta hlutleysisstefnu landsins. Vegna þessa innihalds trúnaðarskjalanna hafa finnskir fjölmiðlar kallað málið „Írakslekann“. Jäätteenmäki var á síðasta kjörtímabili leiðtogi stjórnarandstöðunnar gegn fjölflokkastjórn Lippo- nens. Miðflokkur hennar náði þeim árangri í kosn- ingunum 16. marz að fá fáeinum atkvæðum fleira en Jafnaðarmannaflokkur Lipponens, og hefur því verið haldið fram að þau atkvæði sem hún vann með því að gera sér pólitískan mat úr „Írakslekanum“ kunni að hafa fært henni þann herzlumun sem þurfti til að slá jafnaðarmönnum Lipponens við. Flokkarnir starfa nú saman í þriggja flokka sam- steypustjórn. Eftir að ljóst varð að Jäätteenmäki yrði forsætisráðherra fékk Lipponen sig kjörinn í embætti þingforseta. Aðstoðarmaður Halonen forseta lak gögnunum Leyniskjölin sem hér um ræðir geyma upplýs- ingar um það sem fór í milli Lipponens og George W. Bush Bandaríkjaforseta er þeir hittust í desem- ber 2002. Jäätteenmäki var sökuð um að hafa sagt ósatt til um það hvernig og hvenær þau bárust henni. Hún hélt því fram að hún hefði aldrei fengið skjölin sjálf í hendur, en pólitískir mótherjar henn- ar sögðu skýringar hennar ótrúverðugar og sumir voru fljótir til að krefjast afsagnar forsætisráð- herrans. Í tilkynningu til þingsins í gær, áður en hún tók ákvörðunina um afsögn, lét Jäätteenmäki loks meira uppi. Sagðist hún aldrei hafa fengið gögnin sjálf í hendur heldur hefðu útdrættir úr skjölunum verið sendir henni á faxi. „Ég bað aldrei um leyniskjöl utanríkisráðuneyt- isins um Íraksmál og ég fékk þau aldrei í hendur,“ sagði hún. Jäätteenmäki var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í síðustu viku. „Ég bað aldrei um þetta og það kom mér á óvart er þau bárust mér,“ tjáði Jäättenmäki þingheimi í gær. Afriti af upp- runalegu leyniskjölunum var síðar lekið til finnskra fjölmiðla, en Jäätteenmäki sagðist ekki hafa átt neinn þátt í því. Greindi hún frá því að einn aðstoðarmanna Törju Halonen Finnlandsforseta, Martti Manninen, hefði faxað til hennar tvö minnisblöð, sem að hluta til voru byggð á skjölum sem merkt voru sem trún- aðargögn. Nafn Manninens nefndi hún fyrst op- inberlega á þriðjudag. Hann var þegar í stað rekinn og á yfir höfði sér ákæru fyrir brot í opinberu starfi og allt að tveggja ára fangelsisdóm. Afsögnina til- kynnti Jäätteenmäki eftir að Manninen lýsti því yfir að hún hefði logið að þinginu er hún hélt því fram að hún hefði ekki beðið um að sér yrðu útvegaðar þess- ar trúnaðarupplýsingar. Manninen tjáði finnsku fréttastofunni FNB að Jäätteenmäki hefði beðið sig um að senda sér þær, og jafnvel gefið sér upp óskráð faxnúmer sitt. Lögmaður Manninens, Matti Wuori - sem sjálfur á sæti á Evrópuþinginu sem fulltrúi finnskra Græningja - myndu símaupptökur staðfesta frásögn Manninens. Forystumenn jafnaðarmannaflokksins kváðu gjarnan vilja halda þriggja flokka stjórnarsam- starfinu áfram, með nýjum forsætisráðherra. Þing- flokkur Miðflokksins hafði aftur á móti fylkt sér að baki flokksformanninn, unz það var ákveðið á auka- fundi þingflokksins síðdegis í gær að Jäätteenmäki léti af embætti. „Írakslekinn“ varð Jäätteenmäki að falli Ásakanir um ósannsögli í kringum leka á trúnaðar- gögnum úr finnska stjórnar- ráðinu í kosningabaráttunni í vor varð fyrsta kvenforsætis- ráðherra Finnlands að falli. AP Anneli Jäätteenmäki tilkynnir afsögn sína í þinghúsinu í Helsinki í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.