Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 15 SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, fór mikinn í dómsal er réttað var yfir honum í Mílanó á þriðjudag en hann er ákærður fyrir spillingu. Í klukkustundarræðu sinni kallaði hann aðalvitnið í mál- inu „sjúklegan lygara“ og sagði mál- ið vera eins og morðmál þar sem vantaði bæði líkið, morðvopnið og ástæðu fyrir glæpnum. Berlusconi er gefið að sök að hafa árið 1985 mútað dómurum í Róm sem höfðu til meðferðar kaup helsta keppinauts hans á ríkisreknu mat- vælafyrirtæki. Hann er ákærður fyrir að hafa greitt dómurunum fyr- ir að hindra að kaupin gætu átt sér stað. Forsætisráðherrann er ríkasti maður Ítalíu og er talinn eiga eignir upp á 5,9 milljarða dollara eða um 430 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal eru bankar, tryggingafyr- irtæki og fjölmiðlar, en auk þess fót- boltaliðið AC Milan. Umdeildir viðskiptahættir hans hafa verið í sviðsljósinu undanfarið en hann hefur nokkrum sinnum ver- ið ákærður, m.a. fyrir skattsvik. Einkum hafa verið uppi spurningar um meinta hagsmunaárekstra vegna fjölmiðlaeignar hans og emb- ættis. Hann segir ásakanirnar á hendur sér vera „nornaveiðar“ sem vinstri öflin í samfélaginu standi fyrir. „Hið eina sem er hér á ferð- inni er hugarburður sem er soðinn saman af manneskjunni sem bjó til spillingarákæruna. Og ég fæ tonn af leðju framan í mig ...,“ sagði hann í ræðu sinni í dómsal. Réttarhöldin fara fram á óheppilegum tíma því innan tveggja vikna taka Ítalir við forsæti í Evrópusambandinu fyrir næstu sex mánuðina. Verið getur að þetta hafi verið í síðasta sinn sem Berlusconi þarf að mæta fyrir rétt á kjörtímabilinu því fyrir þinginu liggur frumvarp um að fimm hæstsettu embættismenn þjóð- arinnar, þ. á m. forsætisráðherrann, verði gerðir friðhelgir fyrir dóms- ákærum á meðan þeir eru í embætti. Frumvarpið hefur þegar verið sam- þykkt í öldungadeild ítalska þings- ins en á eftir að fara fyrir neðri deildina. Góðar líkur voru taldar á að hún samþykki frumvarpið því þar hefur Berlusconi meirihluta. Kallaði vitni „sjúklegan lygara“ Mílanó. AP, AFP. AP Ítalski forsætisráðherrann Silvio Berlusconi flutti varnarræðu sína með miklum tilþrifum í dómssal. NORSKA stórþingið samþykkti á mánudag að auðvelda strandveiðiflot- anum, skipum frá 15 metrum á lengd og upp í 28, að sameina kvóta nokk- urra skipa og þá gegn því að úrelda eitt skip á móti. Gagnrýnendur lag- anna halda því fram, að með þessu sé verið að opna fyrir framseljanlega kvóta en talsmaður Kristilega þjóð- arflokksins, flokks Kjell Magne Bondeviks forsætisráðherra, neitar því. Tilgangurinn með lögunum er að laga sóknina að afrakstursgetu fisk- stofnanna og auka með því arðinn af útgerðinni. Snerta lögin útgerð um 500 skipa en mönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér heimildina. Vonast er samt til, að sem flestir sjái sér hag í að sameina kvóta. Auk þessa verður eigendum skipa undir 15 metrum heimilt að sameina kvóta á einu skipi tímabundið og virðist með því verið að opna fyrir kvótaleigu. Norska stjórnin kom lögunum í gegn með stuðningi Framfaraflokks- ins en stjórnarandstaðan, Verka- mannaflokkurinn, Sósíalíski vinstri- flokkurinn og Miðflokkurinn, hélt því fram, að málið væri vanhugsað og greiddi atkvæði á móti. Sögðu tals- menn þeirra, að með lögunum væri verið að stíga skref í átt til framselj- anlegra kvóta en það stríddi aftur gegn þeirri meginreglu, að fiskurinn væri sameiginleg auðlind. Sökuðu þeir Kristilega þjóðarflokkinn um að hafa svikið lit í þessu máli. Kom þetta fram í Aftenposten í fyrradag. Rigmor Andersen Eide, talsmaður Kristilega þjóðarflokksins, neitaði því, að verið væri að opna fyrir fram- seljanlega kvóta og benti á, að menn réðu því hvort þeir nýttu sér laga- heimildina auk þess sem lögin yrðu endurskoðuð eftir þrjú ár. Dregið úr þýðingu sjávarútvegs Einn þingmanna Verkamanna- flokksins sagði á þingi, að með lög- unum væri verið að grafa undan mik- ilvægi sjávarútvegsins á landsbyggð- inni og Aftenposten hafði það eftir sjávarútvegshagfræðingnum Geir Finne, að lögunum væri fyrst og fremst ætlað að gæta hagsmuna bankanna. Norsk skip mega sameina kvóta Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 18. júní 2003 Kr. 1.000.000,- 404B 1048B 25517G 26143B 31111B 31636E 36487E 49139G 51244B 59888B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.