Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Stella Pollux, Danica Sunbeam, Mánafoss, Tjaldur SH, Ketty Brovig og Deutsch- land. Úr höfn fara í dag Dettifoss, Ron- hald H., Brown, Helgafell og Deutsch- land. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Gnúpur, Orlik, Ocean Pride, Gemini, Ocean Tiger, Olshana og Ozher- elye. Í dag eru vænt- anleg Urai, Stella Pol- lux og Thekla. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Kl. 13.30 lengri ganga. Pútt- völlur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14– 15 dans. Fimmtudag- inn 26. júní kl. 8 verð- ur farið í Húnaþing vestra. Hádegis- verður, súpa og brauð í Gunnukaffi á Hvammstanga, síðan ekinn Vatnsneshring- urinn með viðkomu á Breiðabólstað og Borgarvirki. Kvöld- verður í Hreðavatns- skála. Skráning í síma 568-5052 og greiðsla eigi síðar en þriðju- daginn 24. júní. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og opin handavinnu- stofa, kl. 14 söng- stund. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnu- stofa, kl. 13.30 söng- tími, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferðin að Sólheimum í Gríms- nesi er í dag. Farið frá Kirkjuhvoli kl. 13 og komið til baka um kl. 18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13, bingó kl. 13. Slides-mynda- sýning kl. 15.30. Sýnd- ar verða myndir frá starfi eldri borgara í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum og sagt frá starfi þeirra. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 588 2111. Brids kl. 13. Gerðuberg, félags- starf. S. 575 7720. Kl. 10.30 helgistund. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi (út júní), kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia (Kristín), 13.30 félagsvist. Hár- snyrting og fótaað- gerðir. Grillveisla í kvöld, fimmtudaginn 19. júní. Húsið opnað kl. 17.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–14 leik- fimi. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 opin vinnustofa og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia-æfing, kl. 13 handmennt og spilað. SÍBS-félagar í Reykjavík og ná- grenni. Árleg Jóns- messuferð okkar verð- ur farin um Reykjanes sunnudaginn 22. júní. Lagt af stað stundvís- lega kl. 9 frá Síðumúla 6. Komið verður við t.d. í Njarðvíkurkirkju og Stekkjarkoti, kirkju Hallgríms Pét- urssonar á Hvalsnesi, á Reykjanestá og farið í Gjána hjá Hitaveitu Suðurnesja, þar sem jarðsaga Íslands er sýnd í máli og mynd- um. Verð 2.000 kr. Innifalið: Akstur, súpa í hádeginu, aðgangs- eyrir og leiðsögn. Nánari upplýsingar og skráning í síma SÍBS, 552-2150. Stjórnin. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, fimmtudaginn 18. júní, kl. 10 við Mal- arás og kl. 14 við Hlaðhamra. Brúðubíll- inn verður næst á ferðinni 23. júní við Safamýri kl. 10 og Njálsgötu kl. 14. Í dag er fimmtudagur 19. júní, 170. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Jesús sagði: „Ég er sá, og þér munuð sjá Mannssoninn sitja til hægri handar máttarins og koma í skýjum himins.“ (Mark. 14,62.)     Svanborg Sigmars-dóttir fjallar um þjóðhátíðardaginn á kreml.is.     Gefum henni orðið:„Hvort sem farið er út úr húsi eða ekki fer það varla fram hjá nein- um að í dag er þjóðhátíð- ardagurinn, þjóðern- iskenndin ætlar suma að æra á þessum degi og kæmi mér það mikið á óvart ef ríkisútvarpið hefði svo mikið sem eitt erlent lag í spilun í dag – helst einungis lög sem minna okkur tilhlýðilega á hversu mikið við eigum að elska og virða okkar land, þjóð og heimabæ. Inn á milli heyrist svo „hæ, hó og jibbí jei“ með frekar óvirðulegum texta ef vel er að gáð, en það er allt í lagi af því að það er 17. júní. 17. júní er fyrir löngu orðinn eins og jólin – há- tíðleikinn er til staðar, tilhlökkunin og stöðug- leikinn – 17. júní er jú alltaf á 17. júní – en inni- haldið er löngu orðið týnt. Þeim fer fækkandi sem muna hvernig það var að búa undir danskri stjórn og velflestir af þeim muna ekki lengra en að heimastjórnarár- unum.     Langflestir Íslendingarhafa einungis upp- lifað Ísland sem lýðveldi og reikna ekki með að það komi til með að breytast. Líklega er það þess vegna sem það er dofi yfir allri lýðveldis- og lýðræðisumræðu hér á landi – við bara reiknum með að það sé allt svo frábært hjá okkur að við þurfum ekki einu sinni að ræða þessi grundvall- aratriði. Látum okkur nægja að japla á ein- stökum atriðum sem eru einungis úrlausnar- vandamál.     Að ári liðnu verða há-tíðarhöldin stærri og veigameiri en í ár – á því ári verður stjórnarráðið 100 ára og lýðveldið verður sextugt. Það gæti verið hið upplagða tæki- færi fyrir okkur að ræða, í mikilli alvöru, um það hvernig lýðræði við vilj- um hafa á Íslandi og hvernig Ísland við viljum. Það er hægt að nota þessi tímamót til að velta fyrir okkur hvort Ísland sé í raun eins lýðræðislegt og við viljum halda fram.     Eru stofnanir okkargengsæjar? Hvernig stendur upplýsingagjöf frá hinu opinbera til al- mennra borgara? Felur lýðræðið það bara í sér að kjósa á fjögurra ára fresti? Líklegra er að þessi tímamót verði notuð til að efla þjóðernisvitund Íslendinga, 17. júní og 1. des. verða notaðir til að hrópa „Sjáið hvað við er- um nú frábær og æðis- leg“ yfir borg og bæ. Það er algjör óþarfi að eyði- leggja gott partý með nöldurseggjum og leiðin- legum spurningum.“ STAKSTEINAR Er dofi yfir lýðræðis- umræðunni? Víkverji skrifar... VÍKVERJI telst ekki beinlínisvera sælkeri þótt hann sé mikill mathákur og viti fátt betra en að gæða sér á góðum mat. Elda- mennska höfðar á hinn bóginn lítt til hans og honum finnst fátt leiðinlegra en matreiðsluþættir í sjónvarpi þar sem ofurhressir kokkar snýta út dýrindismáltíðum með lítilli fyrir- höfn. Án þess að hafa séð eina ein- ustu markaðsrannsókn um efnið tel- ur Víkverji víst að þættirnir höfði til mjög takmarkaðs hóps. Sá sem stjórnar dagskránni í millilandaflugi Flugleiða virðist á hinn bóginn halda að flestir flugfarþegar hafi gaman af matreiðsluþáttum, a.m.k. var þáttur með „nakta kokknum“ Jamie Oliver sýndur í flugvélinni sem Víkverji flaug með til Evrópu fyrir skemmstu. Er hægt að hugsa sér sjónvarpsefni sem á verr við en mat- reiðsluþáttur um borð í flugvél (nema kannski kvikmynd um flug- slys)? Varla verða áhorfendur ánægðari með flugvélamatinn þegar þeir sjá sjónvarpskokkinn ofnsteikja Bourguignonne-nautalund með sveppamauki, kryddjurtamauki og pottsoðnum kartöflum eða eitthvert álíka hnossgæti. Og ekki hugsa margir um að taka með sér blað og blýant í flugvélina til að skrifa niður uppskriftir sjónvarpskokksins. Nei, Víkverji er viss um að afar fáir nenni að horfa á matreiðsluþátt þegar þeir eru á leið í frí eða vinnu í útlöndum og hvetur Flugleiðir til að taka þátt- inn af dagskrá hið fyrsta. x x x KVEIKJA í klósettpappírnum?“spurði kunningi Víkverja for- viða þegar þeir voru staddir uppi á Vatnajökli fyrir skemmstu, nýbúnir að tjalda og borða kvöldmatinn. Eins og gengur átti kunninginn erindi á klósettið, sem var reyndar ekki miklu meira en hola í snjónum. Vík- verji útskýrði fyrir honum að ferða- félög landsins hefðu hvatt ferða- menn til þess að kveikja í notuðum „fjallablöðum“ þegar þeir væru á ferðalagi um landið og hvergi kamar í nágrenninu. Ástæðan er sú að not- aður klósettpappír er engin lands- lagsprýði og óviðkunnanlegt í meira lagi að sjá mislit blöðin flaksast um hlíðar og móa. Hjá ferðamönnum er löng hefð fyrir því að stinga papp- írnum undir stein en aðstæður bjóða ekki alltaf upp á slíkt auk þess sem búast má við að á helstu óbyggða- leiðum landsins verði fljótlega skort- ur á hentugum steinum sem ekki hafa þegar fengið þetta virðulega hlutverk. Af þessum sökum eru pappírsíkveikjur þjóðráð. Ferða- menn þurfa bara að venja sig á að taka eldspýtur og bensíndreitil til að skvetta á hrúguna með í klósett- ferðir. Svo er bara að vona að log- andi pappírinn fjúki ekki og kveiki í tjaldinu! Æi, étt’ann sjálfur, Jamie Oliver. Grillfúsir grann- ar gleðja ei GALLINN við að búa ná- lægt grillfúsum nágrönn- um er sá, að sé maður ekki nógu fljótur að loka öllum gluggum fyllist íbúðin af fitubrælu og fnyk af brenndu kjöti. Langi mann að fara í burtu um tíma verða allir gluggar að vera lokaðir og þá er hætta á að pottablómin deyi. Maður er sem sagt eins og gísl í eigin íbúð. Reyndar er ég undr- andi á því hvað fólk er mik- ið fyrir að grilla nú til dags þar sem slík matreiðsla er talin líkleg til að valda krabbameini. Eldri borgari. Hroðvirknisleg vinnubrögð ÉG TEK undir orð bréfrit- ara sem fyrir nokkrum dögum ritaði um hirðuleysi í Fossvogskirkjugarði. Finnst mér þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð frá- munalega hroðvirknisleg. Mættu þau ungmenni sem þarna vinna gjarnan fá betri leiðsögn. Úr þessu verður að bæta. 230626-4059. Skissa Péturs MÉR þykir ástæða til að hrósa Morgunblaðinu fyrir nýjan efnisþátt blaðsins, Skissu. Þar fer blaðamað- urinn Pétur Blöndal hrein- lega á kostum í umfjöllun sinni um hversdagsleg mál- efni og lýsingarnar á mannlífinu minna á góða skáldsögu eftir Kiljan. Blaðinu hefur ekki áður tekist svo vel til með nýjan efnislið. Einar Einarsson. Einkavæðing ÞAR sem mikið er rætt um svokallaða einkavæðingu langar mig að vita hvað felst í þessu orði „einka“. Sem dæmi „einkaskóli“, ættu þeir ekki að standa sjálfir undir eigu eða leigu á húsnæði, kaupum á bók- um o.s.frv.? Á ríkið að koma að þessu að öllu leyti nema nafninu? Hvernig er með „einkafyrirtæki“, á ríkið líka að koma til þar með aðstoð svo sem hús- næði og kaupum á áhöldum eða slíku? Ég hef alltaf haldið að það sem væri kallað „einka“ væri á veg- um einkaaðila og ekki á framfæri ríkisins. Vill ein- hver upplýsa mig? Með fyr- irfram þökk. Guðrún. Kvörtun til Símans SÍMANUM var lokað hjá mér. Ég borgaði eftir há- degi á miðvikudegi og reyndi því næst að hringja í síma 800-7000 til að til- kynna borgunina. Í því númeri var aldrei svarað, ég sýndi þó þolinmæði. Morguninn eftir var ekki búið að opna svo ég hringdi fyrir kl. 9 og bað um að yrði opnað. Stúlkan sagði það ekkert mál. Ekkert gerðist og hringdi ég aftur um kl. 11. „Ekkert mál, þetta verður komið í lag eftir augnablik,“ sagði stúlkan. Tíminn leið og það fór að þykkna í mér. Kl. 12:30 hringdi ég aftur og nú í síma 535-0500. Þá var mér sagt að ég þyrfti að láta senda staðfestingu úr bankanum. Ég gerði það en ekkert gerðist. Kl. 14:30 var ég orðin alveg brjáluð því ég var búin að lofa að hringja í manneskju í út- löndum fyrir kl. 15. Sá síð- asti sem ég talaði við var karlmaður, fólkið er ekki að hafa fyrir því að kynna sig. Hann bað mig að bíða „augnablik“ nokkrum sinn- um og sagði svo að þetta væri komið í lag en ekkert gerðist fyrr en eftir dúk og disk. Ákvað ég þá að hringja ekki oftar því þetta var hvort sem er orðið of seint fyrir mig að hringja því klukkan var orðin 15 og manneskjan ekki lengur við símann. Ég skil alls ekki að þetta þurfi að taka svona langan tíma, gjald- kerarnir hljóta að geta séð hverjir eru búnir að borga og hverjir ekki. Elín Ása Ólafsdóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 hrekkjalóms, 8 slæmt hey, 9 greinilegt, 10 tala, 11 glerið, 13 blóm, 15 virki, 18 þagga niður í, 21 fiskur, 22 bugða, 23 huguðu, 24 hljóðfæri. LÓÐRÉTT 2 dáin, 3 eyddur, 4 blóð- sugur, 5 skaða, 6 slettur, 7 mikill, 12 elska, 14 fæddu, 15 hamingju- samur, 16 hamingju, 17 undirnar, 18 drolla, 19 hvöss, 20 nytjaland. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 pausi, 4 vísur, 7 rebbi, 8 ryðja, 9 náð, 11 Anna, 13 æmti, 14 uglur, 15 hark, 17 afls, 20 agn, 22 gýgur, 23 opnar, 24 Ránar, 25 parta. Lóðrétt: 1 purka, 2 umbun, 3 iðin, 4 vörð, 5 sóðum, 6 ró- aði, 10 áflog, 12 auk, 13 æra, 15 hægur, 16 ragan, 18 fín- ar, 19 syrpa, 20 arar, 21 norp. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.