Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 TALSVERT miklar breyting- ar verða á samsetningu úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands nú um næstu mánaðamót þegar fjögur ný félög koma inn í vísi- töluna. Þau fjögur félög sem nú koma ný inn eru: Fjárfestingarfélagið Straumur, Grandi og Fjarskipti og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Félögin eru öll að koma í fyrsta skipti inn í úrvalsvísitöl- una fyrir utan Granda sem var síðast í vísitölunni fyrrihluta árs 2001. Ekkert þeirra er með mark- aðsvirði yfir tíu milljarða króna en þegar síðast var valið í úr- valsvísitöluna var einungis eitt félag með markaðsvirði undir tíu milljörðum, Tryggingamiðstöðin, sem nú er dottin út úr vísitöl- unni. Markaðsvirðið hækkar Samanlagt markaðsvirði félag- anna 15 sem mynda úrvalsvísi- töluna nú er 345.265 milljónir króna. Markaðsvirði þeirra fé- laga sem mynduðu vísitöluna 1. janúar 2003 til 1. júlí 2003 var 324.116 milljónir króna þannig að á heildina litið hefur markaðs- virði félaga í úrvalsvísitölunni hækkað um rúmlega 21 milljarð á milli tímabila. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að þrátt fyrir að markaðsvirði nýju félaganna sé lægra en 10 millj- arðar þá er markaðsvirði þeirra félaga sem nú munu mynda vísi- töluna meira en þeirra félaga sem hafa verið í vísitölunni und- anfarna sex mánuði. Eins er markaðsvirði tveggja stærstu fyrirtækjanna tæpir sextíu milljarðar, Kaupþing Bún- aðarbanki og Pharmaco. Þegar síðast var valið inn í úrvalsvísi- töluna var ekkert félag með markaðsvirði yfir 50 milljarða. Heldur minni velta Aftur á móti hefur velta félag- anna sem mynda úrvalsvísitöl- unna minnkað í Kauphöllinni úr 51.024 milljónum króna í 47.811 milljónir króna. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana við á val á félögunum nú vegna þeirrar óvenjulegu stöðu sem nú er, það er að yfirtökutilboð er á nokkr- um félögum á Aðallista. Þessi fé- lög eru Baugur Group, Ker, sem var afskráð í lok maí, Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn, Íslenskir aðalverktakar og Olíuverslun Ís- lands. Þau félög sem fara úr vísi- tölunni um næstu mánaðamót eru: Baugur Group, Ker, Trygg- ingamiðstöðin og Búnaðarbank- inn sem í síðasta mánuði samein- aðist Kaupþingi. Við það að Baugur Group fari úr úrvalsvísitölunni verður ekk- ert félag sem kemur úr vísitölu þjónustu og verslunar í vísitöl- unni. Við breytingarnar á vísitöl- unni nú koma inn félög úr tveim- ur nýjum atvinnugreinavísi- tölum. Fjárfestingarfélagið Straumur sem kemur úr vísitölu hlutabréfasjóða og fjárfestingar- félaga og Fjarskipti sem kemur úr vísitölu upplýsingatækni. Eins og fram hefur komið mun skráðum félögum í Kaup- höll Íslands fækka talsvert á næstunni. Að sögn Þórðar er þetta ekki áhyggjuefni þó að eftirsjá sé í stórum félögum líkt og Baugi Group. Aftur á móti hefur ekki verið mikil velta með sum þeirra félaga sem eru á útleið og eign- arhald þeirra oft mjög þröngt. „Í sjálfu sér er ekki annað um það að segja að við leggjum áherslu á að það sé virk og nægjanlega traust verðmyndun í þeim félögum sem eru í Kaup- höllinni,“ segir Þórður. Aukin umsvif og velta Að hans sögn er ekki eftir miklu að slægjast fyrir Kauphöllina né fjárfesta og hluthafa ef eignar- hald er of þröngt eða veltan lítil í þeim félögum sem skráð eru á markað. „Þetta hefur verið al- þjóðleg tilhneiging, að félögum í Kauphöllum hefur fækkað. Það eru þrjár grunnástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi fara litlu fé- lögin út meðal annars vegna þess kostnaðar sem fylgir því að vera í kauphöll. Í öðru lagi ef eignarhald er orðið mjög þröngt, blokkamyndun og þar af leiðandi lítil viðskipti. Þriðja ástæðan, sem er líka mjög algeng, eru samrunar fyrirtækja. Þá helst inni í Kauphöllinni samanlagt virði fyrirtækjanna eins og gerð- ist með sameiningu Kaupþings og Búnaðarbanka,“ segir Þórð- ur. Hann segir að veltan og um- svif með hlutabréf í Kauphöllinni hafa aukist þrátt fyrir fækkun félaga. Þessi félög séu að sækja um 500 milljarða á markaðnum sem er um 60-65% af landsfram- leiðslu og er það hærra hlutfall heldur en í kauphöllum í Noregi og Danmörku. Aftur á móti sé hlutfallið hærra í Svíþjóð. Færri en stærri Markaðsvirði félaganna fjögurra sem koma ný inn í úrvalsvísitölu Aðallista Kauphallar Íslands um næstu mánaðamót er í öllum tilvikum undir tíu milljörðum króna             !"#$  % & '() * +, - . ) "  - . /. ) - . ' 0, 1 234 $5 2 3 23  3 2  0. 6 3  2  7 8 % 9 : ; < =  7 8 %                                             VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS REKSTRARHAGNAÐUR Hamleys fyrir skatta á árinu 2002 nam 5,4 millj- ónum punda, eða 664 milljónir króna, en rekstrarárinu lauk 27. mars sl. Hagnaður ársins á undan fyrir skatta nam 3,7 millj- ónum punda og hækkar því á milli ára um 45%. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 3,2 milljónum punda. Tekjur félagsins á tímabilinu námu 51,8 milljónum punda, miðað við 45,9 milljónir árið áður. Skuldir félagsins voru 8,1 millj- ón punda í lok tímabilsins en voru 10,4 milljónir árið áður. Reksturinn hefur batnað Rekstur Hamleys hefur batnað umtalsvert á síðustu þremur árum. Á uppgjörsárinu sem lauk í mars 2000 var hagnaður félags- ins til samanburðar aðeins 27.000 pund, eða rúmar þrjár milljónir króna en árið þar áður var tap á rekstrinum. Simon Burke, forstjóri keðjunnar, sem talinn er vera ábyrgur fyrir jákvæðum umskiptum félagsins, segir í tilkynning- unni að í ljósi erfiðleika í verslun á árinu, meðal annars vegna Íraksstríðs og fækk- unar ferðamanna, endurspegli afkoman styrk fyrirtækisins. Í afkomutilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar í London segir að félagið muni halda áfram að einbeita sér að sínum tveimur aðalverkefnum, Hamleys vöru- merkinu og Bear Factory verslununum. Styrkja á stöðu Bear Factory enn frekar í Bretlandi og stefnt er að hröðum vexti er- lendis með Franchise fyrirkomulagi. Enn fremur á að halda áfram að styrkja flagg- skip félagsins, hina sögufrægu Hamleys verslun á Regent Street, sem og að styrkjar enn frekar Hamleys Direct en Hamleys Direct stendur fyrir sölu á Hamleys vörum um Netið og í gegnum vörulista. V I Ð S K I P T I Hamleys hagnast 45% meira Styrkja á stöðu Bear Factory enn frekar í Bretlandi S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Úti er ævintýri Samuel Waksal stofnandi ImClone 10 Róttækar lagabreytingar Ný lög um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði 11 YFIRTÖKUR INNAN- LANDS SEM UTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.