Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Bókin Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum er 90 ára en á ennþá fullt erindi. Konur ráða miklum meirihluta innkaupa Bandaríkjamanna en kaupvenjur þeirra eru lítt kunnar. Viðskiptasiðferði fyrr og nú og meiri kaupmáttur kvenna en karla F YRIRTÆKIÐ Soldier hefur gert yfirtöku- tilboð í hlutabréf bresku leikfangaversl- unarinnar Hamleys, sem skráð er í kauphöllinni í Lond- on. Yfirtökutilboðið er 62% hærra en verð bréfanna var áður en til- kynnt var í mars síðastliðnum að hluti stjórnenda Hamleys hefði fengið leyfi Hamleys til að leita leiða til að gera yfirtökutilboð í félagið. Þeir hafa nú komið fram með tilboðið í félagi við Baug, sem ræður 90% í Soldier en stjórnendurnir 10%. Víða erlendis, þar með talið í Bretlandi, gera reglur ráð fyrir að stjórn skráðra fé- laga láti gera óháða úttekt á yfirtökutil- boðum sem gerð eru í félögin. Þannig voru þrír óháðir stjórnarmenn í Hamleys, stjórnarformaðurinn og tveir aðrir, valdir sérstaklega til að gefa álit sitt á tilboðum sem kynnu að berast í félagið. Þeir fengu til liðs við sig fjárfestingarbankann Close Brothers sem lagði mat á tilboðið. Frá þessu er greint í yfirtökutilboðinu, sem er töluvert ýtarlegra en þau tilboð sem menn eiga að venjast á íslenska hlutabréfamark- aðnum. Annað sem vekur athygli við tilboð Baugs og stjórnenda Hamleys í hlutabréf Hamleys er verðið. Yfirtökutilboð eru orð- in býsna algeng hér á landi í seinni tíð, en 62% verðhækkun frá því áður en greint var frá tilraun til yfirtöku þekkist ekki hér. Það hefur að vísu komið fram að þetta er nokkru hærra en búist var við að boðið yrði og má telja nokkuð hátt, jafnvel miðað við þennan markað. Engu að síður er um- hugsunarvert að yfirt gerð eru í fyrirtæki h sjaldnast í sér veruleg hluthafa. Tilboðin eru gengi sem verið hefur tilboðin koma fram og h er því að hluthafar losna út úr fyrirtækjum þar seljanleg, sérstaklega í 1⁄2% í yfirtökuálag Tvö af nýlegum yfirtök höll Íslands renna út í d boð í Íslenska aðalverkt Sextánda síðasta má kynning í Kauphöll Ísla yfirtökutilboð Mundar e Group hf., en Mundur h ast 61,16% í félaginu. Fjárfestingarfélagið G tengdir aðilar, en Gaum stjóra Baugs og fjölskyl banki hf., Eignarhald Eignarhaldsfélagið ISP Baugur stendur að yfirtökutilboði í Hamleys og helstu eigend standa á sama tíma að yfirtökutilboði í Baug. Yfirtökum fer fjölgandi hér á landi en reglur og venjur eru að ýmsu leyti frábrugðnar því sem þekkist erlendis. Haraldur Johannessen fjallar um yfirtökur, þar á meðal um hlut- laust álit stjórnar, yfirtökuálag og hugs- anlegar breytingar á yfirtökureglum. Yfirtök landi og SAMRUNAR og yfirtökur skráðra fyr- irtækja eru vel þekkt á hlutabréfamarkaði og hafa tíðkast um langt skeið. Þetta eru að vissu leyti nátengd fyrirbæri. Stundum getur verið bæði um samruna og yfirtöku að ræða en stundum bara yfirtöku. Hægt er að tala um yfirtöku og samruna þegar eitt fyr- irtæki kaupir annað með útgáfu nýs hluta- fjár sem notað er til að greiða hluthöfum þess sem keypt er. Sem dæmi um slíkan samruna og yfirtöku má nefna kaup Hf. Eimskipafélags Íslands á Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og Haraldi Böðvarssyni hf. Þegar skráð fyrirtæki á markaði eru keypt með þessum hætti er ætlunin yfirleitt að þau séu áfram skráð félög, eins og á við í fyrrnefndu tilviki. Stundum er tilgangurinn með yfirtöku að taka félag af skrá kauphallar og ná fram hraðri endurskipulagningu og aukinni fram- legð. Í kjölfar yfirtökunnar er félagið iðu- lega skuldsettara en það var fyrir og nauð- synlegt að ná sem mestu út úr rekstrinum til að greiða skuldirnar. Fyrirtæki sem þannig eru skráð af markaði enda þó sum á markaði á ný að endurskipulagningu lok- inni, því tilgangur þeirra sem taka fyr- irtækið yfir er oft að selja það aftur á hærra verði og hagnast með þeim hætti á viðskipt- unum. Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn er lík- lega sá sem lengst er kominn í þróuninni og hann er að minnsta kosti bæði þýðingarmik- ill og af honum má margt læra um þróun á slíkum mörkuðum. Hægt er að greina ólík tímabil – eða tískubylgjur – á þeim markaði síðastliðna öld og í bókinni Mergers, Acqu- isitions, and Corporate Restructurings, eða Samrunar, yfirtökur og endurskipulagning fyrirtækja, eftir Patrick A. Gaughan, er getið um fimm megintímabil í þessu sambandi. Fjárfestingarbankar ráðandi Fyrsta tímabilið átti sér stað eftir kreppuna 1883 og náði hámarki á árunum 1898– 1902. Þessi samrunabylgja snerist að stórum hluta um að ná fram stærð- arhagkvæmni með samruna stórra iðnfyr- irtækja og talið er að fyrirtækjum hafi fækk- að um meira en 3.000 vegna samrunanna. Þessari samrunabylgju lauk með verðbréfa- hruninu árið 1904 og erfiðleikum banka í framhaldi af því, en þessi áföll þýddu að fjármögnun samruna varð illmöguleg. Í fyrstu samr fyrirtæki yfirbur uðum, en í ann 1916 og þar til ber 1929, náðu stöðu á einstök tímabilinu. Á öð steypur fyrirtæk þessu tímabili líka algengar lí Fjárfestingar unina á fyrstu t voru þeir megin voru fáir og sam en þekkist nú. Stjórnunar Á þriðja tímabi mikið um samr þekktist á fyrri fyrirtæki að sæ fyrirtækjum. Á og fjölþættari f höfðu þekkst, a ar stjórnunarfræ þeirra sem num gætu stjórnað r ll HLUTABRÉFAMARKAÐUR yfirtökur fyrirtækja 100 ára átök um alm FÁTT er nýtt undir sólinni. Góðir við- skiptahættir voru ekki fundnir upp í gær og viðskiptasiðferði er ekki nýyrði. Þótt oft sé rætt um miklar breytingar á viðskiptum með tilkomu Netsins, alþjóðavæðingar og opnun- ar markaða virðast meginlögmálin lítið hafa breyst. Fyrir 90 árum þótti ástæða til að vara menn við „leiðum til glötunar“ í viðskiptum og sömu leiðir ættu enn að vera víti til varnaðar. Heilræði fyrir unga menn í verzlun og við- skiftum er lítið kver sem kom úr í íslenskri þýðingu árið 1913. Bókin er eftir George nokkurn Schrader, Þjóðverja sem bjó á Ak- ureyri, raunar á Hótel Akureyri, í þrjú ár. Enginn veit nákvæmlega hvað dró Schrader til Íslands en áður en hann kom til landsins árið 1912 hafði hann starfað á Wall Street í 35 ár og efnast vel. Kverið sem hann setti saman meðan hann bjó norðan heiða á jafnmikið erindi til at- hafnamanna nútímans eins og þeirra sem gerðu sér vonir um frama í viðskiptum á þeim tíma sem Morgunblaðið hóf göngu sína. Við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands endurútgaf kverið fyrr á þessu ári í uppruna- legri þýðingu Steingríms Matthíassonar, son- ar þjóðskáldsins . Það þarf ekki mikinn speking til að skilja þau fræði sem standa á bak við heilræði Schraders. Þegar öllu er á botninn hvolft hafa góðir viðskiptahættir mest með heilbrigða skynsemi að gera. „Hugsaðu ekki altaf um peningana. Ef þú gjörir það, þá mun viðskiftavinum þínum finnast þú vera eingöngu að sækjast eftir þeirra peningum. Mundu eftir því að pening- arnir munu streyma til þín ef þú gætir hags viðskiftavina þinna,“ stendur á einum stað í kveri Schraders. Yfirfært á nútímann myndi þetta heilræði líklega fara í flokk með gæða- stefnu, ímyndarpælingum og mælingum á þjónustustigi fyrirtækis. Í rekstrarhagfræð- inni myndi slíkt heilræði falla undir „önnur markmið“ en það að skila hagnaði. Heilræðið er í raun fullkomlega í takt við nútímann því samkvæmt nýlegum fréttum virðast neytend- ur, í það minnsta á Vesturlöndum, í æ meira mæli greiða atkvæði með buddunni og góð þjónusta skiptir því fyrirtækin verulegu máli. Markmiðið um að skila hagnaði stendur fyrir sínu en það má ekki vera það eina sem stefnt er að, eins og heilbrigð skynsemi ætti að geta sagt flestum. Höldum áfram í kverinu: „Þegar þú jafnar ágreining, þá láttu stjórnast af siðferðistil- finningu, en ekki lagabókstafnum; með því muntu spara þér mikinn tíma og leiðindi, og áreiðanlega allan málskostnað. Greiða gatan er vissust.“ Í þessari klausu kemur siðferðið við sögu, sem að undanförnu hefur verið svo mikið til umræðu. Það virðist ekki vera neitt nýtt að athafnamönnum sé ráðlagt að láta stjórnast af siðferði frekar en nokkru öðru, kannski bara gleymst að minna á það. „Það er betra að byrja með litlu fé og fær- ast í aukana, en að byrja með miklu, aðeins til að fara á höfuðið.“ Þetta heilræði segir sig nokkurn veginn sjálft og er enn í fullu gildi. Netbólan ægilega kemur óneitanlega upp í hugann og undirrituð veltir fyrir sér hvort fallið hefði ekki verið minna ef menn hefðu byrjað með „minna fé“ í þeim bransa. Schrader er umhugað um að fólk forðist mistök. Hann tiltekur sérstaklega Helstu vegi til glötunar í kverinu. Þrír vegir eru sér- staklega eftirtektarverðir og eiga erindi í við- skiptum nútímans. „Að eyða svo miklu fé til vörukaupa að ekkert sé eftir til skulda- greiðslu. … Að svíkja sjálfan sig með því að telja vörubirgðir sínar of mikils virði, og gjöra eigi ráð fyrir fyrningum og skemdum. … Að lifa umfram efni sín.“ Er þetta ekki bara í hnotskurn það sem nú er kallað brellur eða skandalar og leiðir ávallt einhvern í þrot? Nú- tíma fyrirtæki hafa komist að því að það borg- ar sig að varast: „Að ganga of mikið á eigið fé. … Að ofmeta óefnislegar eignir. Og það síð- asta myndi útleggjast nákvæmlega eins nú og árið 1913: … Að lifa umfram efni sín.“ Allt saman þrautreyndar leiðir til glötunar. ll VIÐSKIPTASIÐFERÐI Eyrún Magnúsdóttir Heilbrigð viðskipti eyrun@mbl.is KONUR eru meira en helmingur Banda- ríkjamanna. Það sem markaðsmönnum þykir áhugaverðara er sú staðreynd að konur sjá um eða hafa áhrif á 80% allra innkaupa sem gerð eru í landinu, en samkvæmt nýjustu töl- um eru Bandaríkjamenn tæplega 291,3 millj- ónir talsins. Innkaup kvenna snúa ekki einungis að al- gengum áhugamálum þeirra eins og tísku, mat og snyrtivörum heldur láta þær sig varða allar tegundir innkaupa og gildir þá einu hvort um er að ræða bíla, fjármálaþjónustu, tölvubúnað eða ferðalög svo nokkur dæmi séu nefnd. Að því gefnu, segir í fréttabréfi Wharton- háskólans í Bandaríkjunum, að konur séu þetta verðmætur markhópur, hljóta menn að vita allt um kaupvenjur þeirra og hafa rann- sakað þær í þaula. Samkvæmt tveimur nýjum bókum sem komnar eru út í Bandaríkjunum, Cracking the Code of What Women Want and How They Buy eftir Mary Lou Quinlan og Marketing to Women: How to Understand, Reach and Increase Your Share of the World’s Largest Market Segment, er banda- rískt viðskiptalíf hins vegar sorglega fáfrótt um þennan meirihluta þjóðarinnar. Í grein Wharton-háskólans er sagt að bæk- urnar séu nokkuð ólíkar en höfundarnir séu þó sammála um margt er lýtur að kauphegð- un kvenna. Þær segja að konur séu sérstak- lega verðmætir viðskiptavinir vegna þess að þær biðja um ráðleggingar hjá vinum og ætt- ingjum áður en þær kaupa og ef þær eru ánægðar með vöru eða þjónustu tala þær mikið um vöruna og mæla með henni við aðra. Í bókunum kemur fram að smáatriðin skipta konur máli, enda leggja þær sig í líma við að kynna sér hverja vöru, öfugt við karl- menn sem að jafnaði eru fljótari að gera inn- kaupin. Báðir höfundar eru sammála um að líf hinnar dæmigerðu konu einkennist af sífellt knappari tíma og þess vegna kunni hún að meta vörur sem einfalda líf hennar og dagleg verkefni. „Konur vilja ekki láta segja sér að einhver vara sé „töff“. Þær vilja heyra ná- kvæmlega hvernig varan mun sinna þörfum þeirra og fjölskyldu þeirra.“ Höfundar eru sammála um að konur vilji að markaðsmenn séu þolinmóðari í garð kvenna. „Mörgum sölumönnum finnst pirrandi að hitta konur margoft til að fara yfir mismun- andi kosti,“ skrifar Quinlan, „en slíkt er nauð- synlegt frá sjónarhóli konunnar,“ bætir hún við. ll VIÐSKIPTI Þóroddur Bjarnason Konur eru verðmætur hópur tobj@mbl.is ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.