Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 1
         !" STARFSFÓLKI við sjávarútveg hefur fækkað töluvert á síðustu 7 árum. Árið 1995 störfuðu 16.000 manns við fiskveiðar og fiskvinnslu samkvæmt upplýsingum í Útvegi fyrir árið 2002. Þá var hlutfall vinnuafls sjávarútvegs af heildar- vinnuafli 11,3%. Þetta ár voru sjómenn 7.000 en 9.000 störf voru í fiskvinnslunni. Tæp 5% vinnuaflsins voru við fisk- veiðar en 6,4% við fiskvinnsluna. Starfsfólki við sjávarútveg hefur síðan fækkað jafnt og þétt og í fyrra störfuðu samtals 11.700 manns við útveginn. 5.300 voru á sjó og hafði þá fækkað um 1.700 á sjö árum. Við vinnsluna störfuðu 6.400, 2.600 færri en árið 1995. Hlutfall sjávar- útvegsins af heildarvinnuafli var þá komið niður í 7,5%, 3,4% voru við veiðar og 4,1% við vinnsluna. Skýr- ingin á þessari fækkun liggur að miklu leyti í samdrætti í sjávarút- vegi vegna minnkandi aflaheimilda en einnig aukinnar sjálfvirkni í vinnslunni. Vinnustundir eru að meðatali fleiri í hverri viku í sjávarútvegi en að meðaltali í öllum atvinnugrein- um. Meðaltal síðustu 5 ára í heildina er um 43 stundir, en í sjávarútvegi eru þær ríflega 50, en hefur þó fækkað lítillega og voru 47,8 á við- miðunartímabilinu í fyrra. Vinnu- stundirnar eru flestar við sjó- mennsku, ríflega 60 á viku en í fiskvinnslu eru þær í kringum 47. Fólk virðist starfa litlu skemur að meðaltali í sjávarútvegi en í öðr- um atvinnugreinum. Meðalaldur í öllum atvinnugreinum er í kringum átta ár, en heldur lægri í sjávar- útvegi. Þannig var meðaltalið 2002 8 ár í öllum atvinnugreinum, en 7,8 í sjávarútvegi. Þar af var meðal- starfsaldur við veiðar 9,4 ár en að- eins 6,4 í fiskvinnslu. Færri vinna við sjávarútveginn 19. júní 2003 Fiskeldinu í Mjóafirði vex fiskur um hrygg. Framsal aflaheimilda í Noregi og staðsetning fiskiskipanna Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu RÁÐGJAFARNEFND Alþjóða hafrann- sóknaráðsins hefur lagt til mun meiri veiði á þorski í Barentshafi á næsta ári, en hún lagði til fyrir þetta ár. Ráðlegging nefndarinnar er að veiðin fari ekki yfir 398.000 tonn, en það er nánast sami afli og Rússar og Norðmenn ákváðu að veiða á árinu. Þá leggur nefndin til aukningu á veiði ufsa og ýsu en vill að þorsk- veiðar á grunnslóð meðfram strönd Noregs frá Stað til Finnmerkur verði bannaðar. Of mikið veiðiálag Ráðgjafarnefndin metur stofninn utan líf- fræðilegrar hættu og að hrygningarstofninn sé það sömuleiðis. Samt telur nefndin að veiðiálag sé of mikið. Veiðarnar hafi á árunum 1997 til 2000 tekið of hátt hlutfall úr stofn- inum. Þá kemur fram að árgangurinn frá árinu 2001 sé slakur og árgangurinn 2002 sé í meðallagi. Stærstur hluti hrygningarstofns- ins er fiskur sem er að hrygna í fyrsta sinn. Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur komið sér saman um nýtingarreglu fyrir þorsk og ýsu í Barentshafi. Samkvæmt henni verður leyfilegur hámarksafli 435.000 til 486.000 tonn. Þar liggur ekki fyrir hvort regl- an mun til langs tíma samsvara varúðarregl- unni. Ráðgjafarnefndin leggur til minni kvóta í varúðarskyni. Því leggur nefndin til að afl- inn verði ekki meiri en 398.000 tonn en á síð- asta ári lagði hún til að aflinn færi ekki yfir 305.000 tonn Nefndin metur stöðuna svo að við veiðar á 398.000 tonnum muni hrygning- arstofninn vaxa í 858.000 tonn, við 435.000 tonna veiði verði hann 830.000 tonn og verði veidd 486.000 tonn, verði hrygningarstofninn 788.000 tonn. Ráðgjafarnefndin telur stöðu ufsa í Bar- entshafi góða og leggur til að leyfilegur afli verði 186.000 tonn á næsta ári. Svipaða sögu er að segja af ýsunni í Barentshafi, en þar tel- ur nefndin ráðlegt að veiða ekki meira en 120.000 tonn en allri síðustu árgangar eru taldir sterkir. Nefndin telur stöðu þorsks á grunnslóð við Noreg afar slæma. Allir síðustu árgangar séu slakir og nýliðun hafi verið lítil. Tvöföldun á veiðum árið 2002 hafi leitt til þess að hrygn- ingarstofninn sé í sögulegu lágmarki og því verði að stöðva veiðar til að byggja stofninn upp að nýju. 623.000 tonna kvóti? Samkvæmt mælingum ráðgjafarnefndarinn- ar er hrygningarstofn þorsks í Barentshafi með allra stærsta móti. Nýtingarregla Rússa og Norðmanna leyfir þeim að veiða allt að 486.000 tonn, sem yrði aukning um 90.000 tonn frá þessu ári. Nú heimilar nýtingarregl- an þessum þjóðum að veiða 395.000 tonn, 90.000 tonnum meira en ráðgjafarnefndin lagði til. Í norsku sjávarútvegsblöðunum Fiskaren og Fiskeribladet er mikið fjallað um þessa góðu stöðu þriggja helztu nytjastofna í Bar- entshafi. Þar kemur skýrt fram að líkur séu á því að leyfilegur afli verði langt umfram ráð- leggingar annað árið í röð. Rússneskir út- gerðarmenn hafa krafizt þess að kvóti þessa árs verði þegar aukinn í ljósi hinnar sterku stöðu stofnsins. Rússneski fiskifræðingurinn Vladimir Borisov segir í samtali við Fisk- eribladet að líklega hafi fiskveiðidánarstuðull síðustu ára verið mun hærri en áður var talið eða allt að 0,7. Verði hann leyfður svo hár á næsta ári þýði það 623.000 tonna þorskkvóta. Meiri þorskur í Barentshafi Staða þorsks, ýsu og ufsa góð og er lögð til aukin veiði í öllum tegundunum á næsta ári Morgunblaðið/RAX Þorskstofninn í Barentshafi er á góðri upp- leið, þrátt fyrir verulega veiði umfram ráð- leggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins. INNFLUTNINGUR á rækju til vinnslu hefur aukizt mjög mikið und- anfarin ár. Á síðasta ári voru flutt inn 35.800 tonn af rækju til vinnslu, en það er nærri 6.000 tonna aukning frá árinu áður. Árið 1997 voru aðeins flutt inn um 1.500 tonn. Verðmæti þessa innflutnings nam ríflega 4 milljörðum króna á síðasta ári. Meira af botnfiski Alls voru flutt inn 161.000 tonn af fiski til vinnslu að verðmæti 5,9 millj- arðar króna. Megnið af því var upp- sjávarfiskur, 117.000 tonn að verð- mæti tæplega 940 milljónir króna. Uppistaðan í þessum fiskafla er loðna, um 109.000 tonn. Af botnfiski voru flutt inn tæplega 8.000 tonn að verðmæti 880 milljónir króna. Þetta er meira en tvöfalt meira af botnfiski en flutt var inn árið 2001, en þá var magnið 2.800 tonn. Það var hins veg- ar mun meira árið 1997, en þá flutt- um við inn 18.600 tonn af fiski til vinnslu, nær eingöngu þorsk. Mest í bræðslu Á síðasta ári fóru 119.000 tonn til vinnslu innan lands, en ríflega 41.000 tonn voru fryst úti á sjó og endur- unnin til útflutnings hér á landi, mest megnis rækja og þorskur. Megnið af afla erlendra skipa hér á landi í fyrra fór í mjöl og lýsi, enda mest uppsjávarfiskur. Þannig fóru 116.000 tonn í bræðslu, en 43.400 tonn voru fryst, tæplega 700 tonn fóru í salt og 10 tonn fóru til neyzlu innan lands. Mikil aukning í inn- flutningi á rækju 35.800 tonn flutt inn í fyrra, 6.000 tonnum meira en 2001 # #                   FISKISTOFA svipti 16 báta veiðileyfi í maímánuði. Bátarnir voru ýmist sviptir leyfinu vegna afla umfram heimildir eða vegna vanskila á afladagbókum. Bátarnir sem fiskuðu umfram heimildir fá leyfið aftur þegar aflamarksstaða þeirra hefur verið lagfærð, en svipting vegna vanskila á afla- dagbókum stendur í tvær vikur. Eftirtaldir bátar voru sviptir leyfinu vegna afla umfram heim- ildir: Sædís ÍS, Gullfaxi GK, Fönix VE, Anton GK, Höfrungur BA, Garpur HU og Beta VE. Eftirtaldir voru sviptir veiðileyfi vegna vanskila á afladagbók: Máni GK, gná NS, Brynjar BA, Gullfari HF, Guðrún GK, Mummi GK, Birta Dís ÍS, Jórunn ÍS og Marvin NS. 16 sviptir veiðileyfi FRANZ Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál innan Evrópusambands- ins hefur enn á ný sent frá sér viðvörun vegna slæmrar stöðu fiski- stofna innan lögsögu EB. Viðvörunin er til fiskveiðinefndar Evrópuþingsins og kemur í kjölfar ráð- legginga Alþjóðahafrannsóknaráðsins og ábendinga um afar slæma stöðu. Hann telur stöðuna, einkum í Norðursjó, jafnvel enn verri en áður var talið. Sérstaklega eigi það við þorskinn í Norðursjó og aðliggjandi haf- svæðum. Hann segir að komið geti til þess að grípa þurfi til afar harka- legra aðgerða til að vernda stofninn. Alþjóðahafrannsóknaráðið telur nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til uppbyggingar stofnsins áð- ur en staðan verði svo slæm að ekkert verði eftir til að byggja upp. Svíar hafa hótað algjöru þorskveiðibanni í Eystrasalti, en Fischler er á móti slíkum einhliða aðgerðum. Þær fari á svig við lög EB og mismuni sænskum fyrirtækjum. Hann telur einnig að bann Svía muni ekki skila ár- angri, þar sem það fjalli ekki um aðra stofna sem við söguna koma. Hins vegar geti það verið skynsamlegt að loka stórum svæðum í Eystrasalti fyr- ir veiðum og mikilvægast sé að vernda ungviðið. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Slæm staða fiskistofna VEL hefur gengið að byggja upp fiskstofna við Bandaríkin. Sam- kvæmt skýrslu um stöðu fiskstofna þar hefur tekizt að byggja upp einn stofn til viðbótar, fjórar teg- undir hafa verið teknar af lista yf- ir ofveiddar tegundir og 70 fisk- stofnar af 86 sem sem taldir hafa verið ofveiddir halda áfram að braggast undir eftirliti og áætlun yfirvalda. Byggja upp fiskstofna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.