Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar  Á sama tíma og risarnir þrír, GM, Ford og DaimlerChrysler, eiga við margháttuð vandamál að stríða á heimamarkaði í Bandaríkjunum nýtur Toyota góðs af aðstæðum sem þar hafa myndast og er fyrirtækið nú orð- ið stærsti erlendi bílaframleiðandinn þar í landi. Toyota hyggst færa enn frekar út kvíarnar í Bandaríkjunum. Velgengnina á Toyota að stórum hluta að þakka framleiðsluaðferðum fyrirtækisins og svonefndri kaisen- hugmyndafræði, sem felur í sér stöð- ugar betrumbætur í framleiðslu. Auk þess nýtur Toyota góðs af því að bandarískir bílkaupendur hafa í aukn- um mælum snúið sér að sparneytnari bílum. Framgangur Toyota í Evrópu er einnig hraðari en áætlanir fyrirtæk- isins gerðu ráð fyrir. Að sögn Markus Schrick, stjórnarformanns Toyota í Þýskalandi, nær Toyota sölumark- miðum sínum í Evrópu fyrr en áætlað var. Gert var ráð fyrir sölu á 800.000 bílum á ári árið 2005 en útlit er fyrir að farið verði yfir það mark strax á næsta ári. Toyota í góðum málum  Nissan áætlar að framleiðsla fyr- irtækisins á bílum í Kína verði komin upp í 500.000 bíla á ári árið 2006. Áætlun Nissan miðast við að ná þess- um árangri í samstarfi við þriðja stærsta innlenda bílaframleiðandann í landinu, Dongfeng Motor. Samstarf fyrirtækjanna hefst formlega 1. júlí nk. en þau hafa tilkynnt að þau muni verja tveimur milljörðum bandaríkjadollara til að byggja upp hið sameiginlega fyr- irtæki sem á að framleiða sex nýjar gerðir bíla fyrir Kínamarkað. Nissan vill framleiða 500.000 bíla í Kína  Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hef- ur hafnað áfrýjun danska bílgreina- sambandsins á máli sem höfðað var gegn danska ríkinu vegna himinhárra skatta sem lagðir eru á nýja bíla. Segir Evrópudómstóllinn, sem er æðsti dóm- stóll Evrópusambandsins, að dönsk stjórnvöld geti haldið áfram að leggja allt að 180% skatt á nýja bíla. De Danske Bilimportører, samtök danskra bílainnflytjenda, héldu því fram að þessir háu skattar brytu gegn lög- um Evrópusambandsins því þeir væru hindrun gegn fríverslun innan ESB. Dómstóllinn taldi hins vegar að ekki væri hægt að líta á skattana sem verndartolla þar sem engir bílar eru framleiddir í Danmörku. Þá segir í yf- irlýsingu frá dómstólnum að tölur um bílainnflutning í Danmörku sýni ekki með neinum hætti, að háir skattar og tollar á bílum hindri frjálsan flutning á vörum milli Danmerkur og annarra að- ildarríkja ESB. Danir mega leggja háan skatt á bílana  VOLVO keypti Renault VI, vörubíla- og rútudeild Renault, árið 2000 og með í kaupunum fylgdi American Mack. Volvo hefur á þessum tíma sparað 383 milljónir evra. Daimler- Chrysler hefur alla tíð verið í forystu- hlutverki í atvinnubílaframleiðslu en Volvo hefur sótt mikið á og selur nú 150.000 vörubíla og rútur á ári. Volvo sparar á samruna skilar meiri afköstum og minni eyðslu. Við þær er tengd fimm þrepa sjálfskipting með Driver Shift Contr- ol-handskiptivali. SRX er með lengsta hjólhafið í sínum flokki, sem á að auka akstursgæði og stöðugleika bílsins. ÞÓTT Nissan sé auðvitað rammjap- anskur framleiðandi er eðli bílafram- leiðslunnar nú allt annað en fyrir nokkrum árum. Nú framleiðir Nissan bíla fyrir Bandaríkjamarkað í Banda- ríkjunum eins og Honda og Toyota og fjöldi evrópskra framleiðenda og as- ískra. Nissan Pathfinder hefur verið á boðstólum í mörg ár vestra en í haust kemur á markað ný gerð, Pathfinder Armada. Bíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í New York í apríl og er fyrsti fullvaxni jeppinn, (full-size SUV), sem Nissan kynnir. Armada er átta manna bíll með grófgerðum lín- um og sterklegu útliti sem ætti að henta vel 5,6 lítra, 32 ventla Nissan V-8 vélinni. Vélin skilar að hámarki 300 hestöflum og togið er 525 Nm. Armada er með fimm þrepa sjálf- skiptingu og dráttargetan er að há- marki tæp fimm tonn. Bíllinn leikur sér að því að draga heilu hestavagn- ana eða hjólhýsi í bandarískum hlut- föllum. Hægt er að leggja sætisbök í miðju og þriðju sætaröð niður þannig að gólfið verði alveg flatt. Armada verður smíðaður í nýrri verksmiðju Nissan í Mississippi og sala hefst í haust á bílnum sem 2004 árgerð. Buick Ranier Ranier er jeppi í eðlilegri stærð, þ.e. fimm manna bíll. Vélin er Vortec 4,2 lítra, 275 hestafla, sex strokka, og Vortec 5,3 lítra, V-8, 290 hestafla. Bíll- inn er smíðaður á undirvagn GM fyrir miðjustærð af jeppum eins og Chevr- olet TrailBlazer og GM Envoy. Að utan minnir bíllinn rækilega á aðra Buick-bíla með krómskreyttu, egglaga grillinu og Buick-merkinu í miðju þess. Hjólaskálar eru útstæðar og gefa bílnum kraftalegt útlit. Að innan er Ranier kominn í lúxusdeild- ina með silfurlitum mælum með grænum nálum. Leðrið í sætunum er gatað til að loft eigi greiðari leið um það og dökk valhnota skreytir innan- rýmið. Tvívirk loftkæling er staðal- búnaður og má stjórna hljómtækjum úr aftursætum. Sagt er að bíllinn verði með aksturseiginleika fólksbíls því stífleiki yfirbyggingarinnar stenst samanburð við marga fólksbíla. Chevrolet Equinox Chevrolet Equinox er laglega hannaður jeppi með stóru og æpandi grilli og framlugtum. Hann kemur á markað haustið 2004 í Bandaríkjun- um með 185 hestafla, V6-vél. Hann dregur dám af TrailBlazer en býður upp á breytilegra innanrými fyrir far- þega og farangur. Hann leysir af hólmi Chevrolet Tracker. Búist er við að Equinox verði stærsti bíllinn í sín- um flokki og einnig með lengsta hjól- hafið og sporvíddina. Hægt er að færa aftursætisbekkinn fram um 20 cm, eins og Evrópubúar þekkja í sumum fjölnotabílum. Með þessu má stækka farangursrýmið sem þessu nemur, eða færa sætisbekkinn aftur til að auka fótarými í aftursætum. Líka er hægt að fella fremra farþegasætið niður og nýta rýmið þar undir farang- ur og í farangursrýminu er hilla sem hægt er að draga út og nota sem borð. Blendingarnir Ný gerð bíla er að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum sem kalla mætti blendinga því þeir eru sannar- lega beggja blands. Á ensku kallast þessi flokkur bíla „Crossover“. Í grunninn eru blendingarnir langbak- ar eða jafnvel pallbílar með meiri veg- hæð en vant er og fjórhjóladrif. Dæmi um slíka bíla sem nú eru að koma á markað er Ford Freestyle sem fer í sölu í Bandaríkjunum sumarið 2004. Hægt er að breyta sex manna Free- style-blendingnum frá Ford úr sex manna langbak í fjögurra manna stallbak eða fjögurra manna bíl með palli með því að þrýsta á hnapp. Bæði miðju- og þriðju sætaröðina má fella flata ofan í gólfið með rafstýringu. Að framan er Freestyle svipaður öðrum Ford-bílum, þ.m.t. Explorer, Escape og Expedition. Framlugtir eru með innbyggðum stefnuljósum og að aftan stórar lugtir með svokölluðum LED- ljósum sem lýsa upp bæði afturhlera og afturstuðara. Freestyle er krafta- legur að sjá á 20 tommu álfelgum og Goodyear-dekkjum sem hægt er að aka á þótt springi á þeim. Vélin er 3ja lítra, 24 ventla Duratec V6 og við hana er tengd CVT, þreplaus reim- skipting. Bíllinn er með sítengdu ald- rifi, stöðugleikastýringu og spólvörn. Auka innflutning amerískra Ford-bíla Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri hjá Brimborg, Ford-umboðinu á Íslandi, segir það rétt að þessi bíll komi á markað næsta vor. „Okkur líst mjög vel á þennan bíl. Þetta er svona blanda af jeppa og fólksbíl – kannski ekki ósvipaður bíll og Volvo XC70. Við erum að auka innflutning veru- lega á amerískum Ford-bílum og Lincoln en höfum hingað til einbeitt okkur að jeppum. Mér þætti því ekki ólíklegt að þetta yrði fyrsti ameríski fólksbíllinn/jepplingurinn sem við flyttum inn. Ólíklegt er að hann komi til Evrópu en við höfum sérstakt sam- komulag við Ford sem heimilar okkur að flytja inn Ford USA bíla til Ís- lands,“ segir Egill. Annar blendingur sem vakið hefur enn meiri athygli er nýi SRX-lúxus- bíllinn frá Cadillac, sem myndaður var í bak og fyrir á Íslandi í vor fyrir auglýsingar og bæklinga. Hann er að koma á markað núna í Bandaríkjun- um með 4,6 lítra, 310 hestafla North- star V8-vél eða 3,6 lítra, 260 hestafla V6-vél. Báðar eru vélarnar með breytilegum opnunartíma ventla sem Hann verður fáanlegur jafnt aftur- drifinn sem og með sítengdu aldrifi. SRX verður líka fáanlegur með stærstu sóllúgunni í sínum flokki sem nær allt frá framsætum yfir farþega í miðjusætum. Nýju jepparnir í Ameríku Fátt er jafn arðvænlegt fyrir bílaframleiðendur og jeppar. Jeppa- markaðurinn hefur vaxið mest vestanhafs og hér segir Guðjón Guðmundsson frá því hvernig framleiðendur ætla að kynda áfram undir áhuganum með nýjum jeppum og blendingum. Öllu jöfnu er Freestyle með langbaksformi. Buick Ranier er millistærðarjeppi. Chevrolet Equinox telst millistærðarjeppi í Bandaríkjunum. Nissan Pathfinder Armada er átta manna orkubúnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.