Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 D 3 bílar FORD er næststærsti bílaframleið- andi heims, en hefur átt í miklum vandræðum undanfarið og hefur ver- ið um það talað að framtíð fyrirtæk- isins væri í uppnámi. Nú segja ráða- menn fyrirtækisins að margt bendi til þess að endurskipulagning hjá fyrir- tækinu sé að bera ávöxt og tekið sé að birta til. Það er ekki seinna vænna því að í ár er fyrirtækið 100 ára og það hefði verið súrt í broti að hafa ein- göngu neikvæðar fréttir að færa í af- mælisveislunni, sem haldin var um liðna helgi. Bill Ford yngri, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Ford Motor Co., sagði þegar hann ávarpaði 1.500 hluthafa í Dearborn í Michigan á mánudag að þegar hefði tekist að ná því markmiði, sem stefnt var að á þessu ári, að draga úr útgjöldum um 500 milljónir dollara og sýndi það að tilraunir til að snúa gengi fyrirtæk- isins við væru að takast. Hörð samkeppni á bílamarkaði Ford sagði að á 100 ára afmælinu blasti við öflug samkeppni, en engu að síður hefðu gæði aukist um fimm af hundraði á liðnu ári, dregið hefði úr afturköllunum um 40 af hundraði og útborgun trygginga hefði dregist saman um 10 af hundraði. Hann kvaðst einnig búast við því að hlutur Ford á Bandaríkjamarkaði myndi aukast lítillega á þessu ári jafnvel þótt erlendir bílaframleiðendur væru að auka umfang sitt og fjölga módelum. „Allt þetta sýnir að áætlanir okkar eru að bera ávöxt og við erum að kom- ast á réttan kjöl á nýjan leik,“ sagði Ford, en afi hans, Henry Ford, stofn- aði fyrirtækið 16. júní 1903. Endurskipulagning fyrirtækisins hófst í janúar 2002 og stendur enn yf- ir. Hagnaður Ford var tæplega 900 milljónir dollara á fyrsta fjórðungi þessa árs, en árin tvö á undan hafði tap þess verið samanlagt 6,4 milljarð- ar dollara og var gríðarlegum kostn- aði og misheppnuðum tilraunum til að setja nýja bíla á markað kennt um. Ráðamenn Ford tilkynntu í apríl að þeir hygðust reyna að draga verulega úr kostnaði, sem ekki tengdist bíla- frameliðslu beint og markmiðið væri að auka hagnað um níu milljarða um miðjan þennan áratug. Á næstu fimm árum hyggst Ford kynna 65 mismun- andi tegundir af bílum af gerðinni Ford, Lincoln og Mercury í Norður- Ameríku. Frumkvæðið hrifsað af Evrópu Á ýmsu hefur gengið í sögu Ford, en sennilega hefur ekkert fyrirtæki átt jafnglæsilegt upphaf. Það var hins vegar ekkert sem benti til þess að Bandaríkin myndu taka forystu í þró- un bílsins í lok nítjándu aldar. Allt frumkvæði var um þær mundir í höndum evrópskra frumkvöðla og uppfinningamanna og hefur verið sagt að Bandaríkjamenn hafi tækni- lega verið 10 árum á eftir Evrópu. En það átti eftir að snúast við svo um munaði þótt sennilega hefðu fáir spáð því ævintýri, sem var um það bil að hefjast í borginni Detroit í Michigan. Henry Ford ólstu upp á bóndabæ í Dearborn, rúma 10 kílómetra vestur af Detroit. Á bænum var ekki verra að kunna að fara með vélar og kunna sitt hvað fyrir sér í járnsmíði, en að yrkja jörðina. Sagt er að hann hafi sýnt óvenjulega vélvirkjahæfileika þegar í æsku og þá hafi hann þróað á bænum. „Lífið í sveitinni átti síðar eftir að knýja mig til að þróa nýjar leiðir og aðferðir til að betrumbæta samgöngur,“ skrifaði hann síðar. „Það var of mikið af erfiðisvinnu á bóndabænum okkar og öllum öðrum bæjum á þessum tíma. Meira að segja þegar ég var ungur grunaði mig að margt mætti gera með betri hætti. Fyrir vikið lá leið mín í vélfræði.“ Árið 1879 yfirgaf Ford býlið, þá 17 ára, og hóf vinnu sem bifvélavirki í Detroit. Hann réðst til Michigan Car Co., sem þá var stærsti bílaframleið- andi í borginni. Þar unnu 1.900 manns og fyrirtækið framleiddi um 10 bíla á dag. þar var hann hins vegar aðeins í sex daga. Á næstu árum kom hann víða við og þegar komið var fram á síðasta áratug aldarinnar var hann byrjaður að þróa sinn eigin bíl. Sagt hefur verið að þegar komið var fram á seinni hluta þess áratugar hafi nánast allir vélvirkjar í Detroit verið að vinna að verkefni fyrir Ford. Árið 1899 stofnaði Ford fyrirtækið Detroit Automobile Co. og framleiddi það nokkra bíla, en var rekið með tapi. Bílar fyrir almenning Á þessum tíma virðist það hafa ver- ið markmið flestra þeirra, sem voru að smíða bíla, að höfða til yfirstétt- arinnar. Charlie Sorensen, sam- starfsmaður Fords, sagði að á þess- um tíma hefðu bílar gegnt svipuðu hlutverki og svalasæti í óperunni; þeir hefðu verið til þess að hinir ríku og að- sópsmiklu í félagslífinu gætu sýnt sig. Bílar voru munaðarvara og fæstum datt í hug að þeir ættu erindi til al- mennings. Ford hafði aðrar hug- myndir. Hann hugðist framleiða fyrir almenning og í því lá byltingin, sem hann átti eftir að innleiða. Hans hug- mynd var sú að allir bílarnir, sem kæmu út úr verksmiðjum hans, yrðu eins, rétt eins og prjónar úr prjóna- verksmiðjum voru allir eins og eld- spýtur úr eldspýtuverksmiðjum. Hann vildi framleiða bifreiðar fyrir verkamenn og var ljóst að til þess þyrfti nýjar aðferðir. Í júní 1903 stofnaði hann fyrirtækið Ford. Hlut- hafar voru 12, allir frá Detroit. Tveimur árum síðar kom upp klofn- ingur í stjórn fyrirtækisins um það hvort framleiða ætti dýran eða ódýr- an bíl. Ford fékk sitt fram með því að sniðganga stjórnina og stofna Ford Manufacturing Co. ásamt James Couzens, viðskiptastjóra sínum. Skömmu síðar hvarf helsti andstæð- ingur Fords úr stjórninni og hann gat gert eins og honum sýndist. Árið 1908 kom fyrsta T-módelið fram á sjónar- sviðið. Sá bíll markaði tímamót. Aðrir höfðu reynt að smíða ódýra bíla, þar á meðal Ransom E. Olds, en forsenda þeirra var að bíllinn yrði eins ódýr og hægt væri. Ford hófst handa á því að hanna bíl, sem myndi hæfa fjöldanum og sneri sér síðan að því að leysa úr því hvernig fara ætti að því að fram- leiða hann. Í þessu virðist hann hafa fylgt eðlisávísun sinni fremur en út- hugsaðri áætlun. Í upphafi var bíllinn smíðaður í mörgum útgáfum og var hann alls ekki gallalaus. Um 100 bréf bárust daglega með ábendingum um galla og úrbætur. Má vera í hvaða lit sem er á meðan hann er svartur „Morgun einn 1909 tilkynnti ég án nokkurs fyrirvara að framvegis myndum við aðeins smíða eitt módel og það yrði T-módelið, og undirvagn- inn yrði sá sami fyrir alla bíla og ég sagði: „Viðskiptavinurinn getur feng- ið bílinn málaðan í hvaða lit sem er á meðan hann er svartur“,“ skrifaði Ford. „Ég get ekki sagt að nokkur maður hafi verið mér sammála.“ Bíllinn sló í gegn, sérstaklega með- al bænda. Bill Ford sagði í viðtali við BBC að bíllinn hefði breytt heimin- um: „Fyrir 1903, fyrir T-módelið, voru aðeins 144 mílur af vegum steyptar í Bandaríkjunum,“ sagði hann. „Flestir ferðuðust ekki nema 20 mílur frá heimili sínu á ævinni. Ódýrt farartæki veitti frelsi til að búa hvar sem er, frelsi til að vinna hvar sem er og frelsi til að fara í frí þar sem maður vildi.“ Gerir ekki við hest með skrúflykli Sem dæmi um þá breytingu, sem fylgdi hinum fjöldaframleidda bíl fyr- ir almenning, er að árið 1917 voru 28 milljónir hesta í Bandríkjunum, en tvær milljónir árið 1967. Ford hafði sjálfur lítið álit á hestinum og benti á að ekki væri hægt að gera við hest með skrúflykli. Peter Drucker hefur sagt að Ford hafi „ekki fundið neitt upp, enga nýja tækni, enga nýja vél, ekki einu sinni nýtt tæki. Hann kom með hugmynd- ina um sjálfa fjöldaframleiðsluna, um skipulag manns, vélar og efnis í eina framleiðsluheild“. Ford varð hins vegar bílakóngur, þótt uppfinninga- mennirnir yrðu það ekki, þeir urðu að láta sér nægja viðurkenningar. Fjöldaframleiðsla var ekki ný af nálinni heldur, eins og Peter Hall bendir á. Smíði gripa úr stöðluðum hlutum, sem hægt var að skipta út, hafði meðal annars tíðkast í fram- leiðslu úra. Færibönd höfðu verið not- uð áður. Í lok nítjándu aldar streymdu fjöldaframleiddar sauma- vélar, plógar og ritvélar á markað. Sú fjöldaframleiðsla, sem hófst í Hig- hland Park-verksmiðjunni hjá Ford árið 1913, markaði hins vegar tíma- mót. Munurinn á saumavél og bíl er er ekki lítill. Það hafði tekið 12:28 klukkustundir að setja saman undir- vagn, en það tókst að koma því niður í 1:33 klukkustund. Samsetning vélar- innar hafði tekið 9:54 klst., en fór nið- ur í 5:56 klst. Vorið 1914 var fram- leiðslan komin upp í 1.200 bíla á ári. Í framleiðslunni var stöðug hreyfing og árangurinn í framleiðni var stórbrot- inn. Upp úr 1920 störfuðu 50.000 manns hjá Ford, en með aðferðunum, sem voru notaðar árið 1903, hefði hann þurft 200.000 manns. Markaðshlutdeild Ford var 9,4 af hundraði árið 1908, 20,3 af hundraði árið 1911 og 48 af hundraði 1914. Þeg- ar þar var komið framleiddi hann 96 af hundraði allra bíla, sem kostuðu undir 600 dollurum. Ford var svo gott sem einráður á markaðnum fyrir ódýra bíla. Aukin eftirspurn með lægra verði Höfundurinn A. Nevin segir í ævi- sögu sinni um Ford að hann hafi sannað að í hvert sinn sem fyrirtæki lækkar verð kemur fram aukin eft- irspurn: „Þessi eftirspurn náði lengra niður en menn héldu og eftir því sem neðar dró varð hvert lag stærra. Frekari verðlækkanir þýddu að markaðurinn stækkaði enn meira, hagkvæmni fjöldaframleiðslunnar varð meiri og hagnaður jókst.“ Um leið og Ford gerbreytti sam- göngum með ódýrum bíl innleiddi hann félagslega byltingu. Hann tók upp launastefnu, sem vakti mikinn úlfaþyt og bjó einföld heimspeki þar að baki: „Hvað sem öðru líður veltur sala okkar að nokkru leyti á laununum, sem við borgum. Ef við getum greitt há laun verður peningunum eytt og það mun auka velmegun verslunar- eigenda, dreifingaraðila, framleið- enda og verkamanna á öðrum sviðum og þeirra velmegun mun koma fram í sölutölum okkar. Há laun um landið allt þýða aukna velmegun um landið allt að því tilskildu, reyndar, að verið sé að greiða hærri laun fyrir aukna framleiðni.“ Önnur nýbreytni Fords var sú að framleiða jafnharðan. Efnið til að smíða bílana var ekki fyrr komið á staðinn en það var byrjað að nota það Færði bílinn til almennings Bílaframleiðandinn Ford er 100 ára um þessar mundir. Á sínum tíma umbylti Henry Ford samgöngum með því að hefja fjöldaframleiðslu bíla sem almenningur hafði efni á. Nú er fyrirtækið í kröggum og barnabarn bíla- kóngsins er að reyna að koma því á réttan kjöl á ný. Verksmiðja Ford í Rouge. Hráefnið fór inn og út komu bílarnir tilbúnir.Henry Ford dreymdi um að framleiða bíl fyrir fólkið og úr varð stórveldi. Reuters Bill Ford rekur nú fyrirtækið sem langafi hans stofnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.