Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Borgartún 26 sími 535 9000 Vörunúmer 708-AGQD 16x8 - 6x139,7 M + S P235/70 R16 Verð kr. 126.569,- Nú kr. 113.900,- Vörunúmer 708-AGQN 16x8 - 6x139,7 M + S LT 265/75 R16 Verð kr. 155.337,- Nú kr. 139.800,- Vörunúmer 708-AR42 14x6 - 4x100 185/65 R14 Verð kr. 89.882,- Nú kr. 79.900,- Vörunúmer 708-AS58 15x7 - 5x112 205/60 R15 Verð kr. 89.575,- Nú kr. 79.500,- Vörunúmer 708-ABD6 17x8 - 5x100 235/45Z R17 Verð kr. 157.261,- Nú kr. 142.000,- SALA Ford-bíla á Íslandi virðist vera að rétta úr kútnum eftir rúm- lega 20 ára lægð í sölu Ford hér á landi. Á síðasta aldarfjórðungi 20. aldar náði söluhlutdeild Ford-bíla hármarki árið 1974 þegar 23,7% seldra bíla hér á landi komu frá Ford. Fljótlega eftir það fór að halla undan fæti og árið 1990 nam söluhlutdeildin aðeins 1,6%. Á síð- asta ári var hlutdeildin komin upp í 4,4%, á þessu ári er reiknað með um 5% hlutdeild og stefnt er á a.m.k. 7% söluhlutdeild á næsta ári, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, seljanda Ford á Ís- landi. Hann segist því telja framtíð Ford á Íslandi bjarta eftir 90 ára sögu þessa fræga bílamerkis hér á landi. Brimborg tók formlega við Ford- umboðinu 31. janúar 1995 af Glob- usi, sem þá hafði verið með umboðið í nokkur ár. „Við byrjuðum að ræða við Globus um mitt ár 1994 og um haustið var haft samband við Ford og þeir beðnir um sitt álit á því hvort þeir samþykktu okkur. Þeir gerðu það og við tókum yfir bíla, varahluti, lager og verkstæði og vorum með söluna í Faxafeni, þar sem við vorum með Volvo og Daih- atsu fyrir. Þar seldum við notaða bíla í helmingnum af salnum en þegar Ford kom færðum við notuðu bílana út og settum Ford þar inn í sýningarsalinn.“ Að sögn Egils var orðið ansi dauft yfir sölunni á Ford þegar Brimborg tók við umboðinu en þá var Ford með um 2% hlutdeild. „En síðan hefur hún vaxið jafnt og þétt og það sem af er þessu ári er hlut- deildin komin yfir 5%. Þegar best lét á þessu tímabili frá 1971 til 2003 var hlutdeildin 24% árið 1974. Þá var Ford stóra merkið á Íslandi. Síðan fór að halla undan Ford á heimsvísu, orkukreppa var 1973–74 og síðan aftur 1978–79, þegar Am- eríkubílarnir fóru halloka. Þeir voru líka mikið með bíla frá Bretlandi á þessum tíma þegar breski bílaiðn- aðurinn var að gefa eftir, þannig að það voru nokkrir þættir sem stuðl- uðu að því að Ford missti fótanna á þessum tíma.“ Árið 1999 flutti Brimborg í nýtt húsnæði við Bíldshöfða og um svip- að leyti kynnti umboðið nýjan Ford Focus. „Það má eiginlega segja að Focus sé upphafið að endurreisn Ford, ekki bara hér heldur í Evrópu líka. Hjá þeim er þetta bíllinn sem hefur verið notaður til að byggja upp Ford-merkið að nýju og Focus er orðinn mest seldi bíllinn í heim- inum og er seldur undir sama nafni í Ameríku og Evrópu. Þeir hafa ver- ið að selja um eina og hálfa milljón bíla á ári og náð að snúa vörn í sókn,“ segir Egill. Ford fyrsti bíllinn sem dugði Fyrsti Ford-bíllinn kom til Ís- lands 20. júní 1913, þannig að slétt 90 ár eru liðin frá því að fyrsti Ford-bíllinn kom til landsins. Bíll- inn var af gerðinni T-módel og var í raun fyrsti bíllinn sem dugði að marki hér á landi, en áður höfðu þrír bílar komið til landsins. Þá var ekkert bílaumboð hér á landi en tveir Vestur-Íslendingar fluttu bíl- inn inn, þeir Jón Sigmundsson og Sveinn Oddsson. Sveinn fékk síðan umboðið fyrir Ford á Íslandi og var það fyrsta bílaumboðið hér á landi. Sveinn hætti þó fljótlega og árið 1915 byrjaði Páll Stefánsson, sem átti fyrirtækið P. Stefánsson, að flytja inn Ford-bíla. Að auki var Bílasalan á Akureyri með umboð fyrir Ford og árið 1926 fékk einnig Sveinn Egilsson umboðið fyrir sölu á Ford á Íslandi. Skömmu fyrir 1950 breytist P. Stefánsson í Kr. Kristjánsson þegar eigandinn, Kristján Kristjánsson, flutti til Reykjavíkur og keypti umboðið af P. Stefánssyni og rak bílasöluna undir nafninu Kr. Kristjánsson. Á tímabili voru því þrjú umboð sem seldu Ford hér á landi, Kr. Kristjánsson og Sveinn Egilsson í Reykjavík og Bílasalan á Akureyri, eða BSA, en þessir aðilar voru allir komnir undir einn hatt upp úr 1970 undir nafni Sveins Egilssonar. „Þá leggja þeir allan kraft í umboðið og ná 24% hlutdeild 1974, en síðan fer að halla undan fæti,“ segir Egill. Sveinn Egilsson samdi síðan við Globus árið 1990 um að yfirtaka Ford-umboðið. Fyrir utan hinn víðfræga Ford T- módel bíl sem sló alls staðar í gegn fyrir eini öld hafa margir frægir Ford-bílar litið dagsins ljós, sem segja má að séu hálfgerðar goð- sagnir í dag. Í dag rekur eflaust marga bílaáhugamenn minni til þess þegar Bronco, Cortina og Mustang voru aðalbílarnir á landinu á áttunda áratug síðustu aldar. „Cortínan var auðvitað bara fjöl- skyldubíllinn á Íslandi á þessum tíma, Bronco var jeppinn og Must- 90 ár liðin frá komu fyrsta Ford-bílsins til landsins Hlutdeild Ford- bíla vex eftir djúpa lægð Rætt við Egil Jóhannsson hjá Brimborg og bílarnir voru komnir í sölu um leið og þeir komu af færibandinu. Í 90 af hundraði tilfella voru bílarnir greidd- ir um leið og þeim hafði verið komið til skila. Ford þurfti ekki að sitja uppi með neinar birgðir. Helsti vandinn, sem Ford þurfti að glíma við, var óáreiðanleiki bandaríska járnbrauta- kerfisins. Töldu bíla aðeins munaðarvöru Donald Davis hefur sett fram þá kenningu að velgengni Fords hafi grundvallast á því að aðrar fjölskyld- ur og fyrirtæki í Detroit og nágrenni hafi virt markaðsmöguleikana meðal fjöldans vettugi og einbeitt sér að lúx- usbílum. Ford leit aldrei á sig sem hluta af yfirstéttinni. Eftir að hann heimsótti auðkýfinginn J.P. Morgan varð hon- um að orði að það væri gaman að sjá hvernig hinir ríku byggju. Þegar hann varð ríkur sjálfur settist hann ekki að meðal auðkýfinganna í Grosse Pointe í Detroit heldur hinum megin í bænum, nánar tiltekið í Dearborn, skammt frá fæðingarstað sínum. Velgengni T-módelsins gerði það að verkum að Ford gáði ekki að sér. Í fyrirtækinu var enginn valdastigi heldur var allt háð duttlungum Fords. Í fyrirtækinu skapaðist valda- tóm þar sem undirmenn börðust um að hasla sér völl. Couzens, sem verið hafði lykilmaður, hætti og kvaðst að- eins geta unnið með Ford, ekki undir honum. John Kenneth Galbraith sagði um Ford að væri „einhver óvissa um það hvað kaupsýslumaður væri, þá er hann allt það, sem Ford er ekki“. Ford hafði keypt út aðra hlut- hafa árið 1919 og var því einráður í fyrirtækinu. Árum saman breytti hann bílnum lítið sem ekkert og hugsaði einkum um eiginleikar, en ekki útlit. Þetta veitti General Motors möguleika á að hasla sér völl. Fyrirtækið byrjaði að framleiða bíla í ýmsum verðflokkum. Bandaríkin voru einnig að breytast og fólk vildi fjölbreytni, en T-módelið tók engum breytingum. Með því að kaupa T-módelið fékk viðskiptavinur- inn reyndar mest fyrir peninginn eftir sem áður, en útlitið skipti einnig máli, ekki síst í hugum kvenna. Stjórnunar- aðferðirnar hjá General Motors urðu brátt fyrirmynd að því hvernig reka ætti fyrirtæki og þær aðferðir héldu á endanum innreið sína hjá Ford. Henry Ford lést í apríl 1947 og var þá orðinn 83 ára. Mörg þúsund manns komu til að votta honum virðingu sína og er sagt að þar hafi staðið saman í röð framkvæmdastjórar og tötrum klæddir fátæklingar. 1.400 manns tróðu sér inn í dómkirkjuna í Detroit og fyrir utan stóðu 20 þúsund manns. Vindhögg og velgengni Fyrirtækið hélt hins vegar áfram að breytast og þróast, þótt margar hugmyndir reyndust andvana fædd- ar. Meðal hugmyndabíla fyrirtækis- ins má nefna Nucleon, Gyron og Fut- ura. Nucleon átti að vera kjarnorkuknúinn og var kynntur 1958, en komst aldrei af hugmynda- stiginu, sennilega sem betur fer. Í það minnsta hefðu umferðaróhöpp getað orðið ansi afdrifarík hefði hann kom- ist á göturnar. Gyron var sýndur á bílasýningunni í New York 1961 og var á tveimur hjólum. Snúðhreyfill átti að tryggja að hann héldi jafn- vægi. Levacar var kynntur árið 1959 og átti að fljóta á lofti. Þannig átti að koma í veg fyrir núning við götur. Sá bíll var aldrei framleiddur heldur. Bíllinn Futura fór reyndar ekki held- ur í framleiðslu, en fyrirmyndin var notuð í sjónvarpsþáttum um Batman og náði þannig hylli. Afdrifaríkustu mistökin voru þegar Ford hugðist framleiða Edsel-bílinn. Um var að ræða dýran miðlungsbíl. Markmiðið var að selja 200.000 bíla á ári, en aðeins 60.000 bílar seldust. Hætt var að framleiða bílinn. Ford hefur hins vegar ekki gefist upp og á þessu ári var kynntur hug- myndabíll, sem að öllu leyti á að vera endurnýtanlegur og rotna þegar hætt verður að nota hann. En Ford hefur ekki aðeins slegið vindhögg, enda væri fyrirtækið þá ekki enn við lýði. Mustang-bílarnir urðu gríðarlega vinsælir og sömu sögu er að segja af Thunderbird. Jeppar af gerðinni Bronco virtust á sínum tíma vera alls staðar. Ekki farinn að skemmta sér enn Eins og komið hefur fram á Ford í miklum vanda um þessar mundir, en ýmislegt bendir þó til að horfur séu bjartari en verið hefur. Bill Ford er bjartsýnn, þótt hann sé ekki ánægð- ur, hvorki með eigin störf né lítinn hagnað fyrirtækisins: „Fólk spyr mig hvort ég skemmti mér,“ sagði hann í viðtali við Financial Times. „Nei, ég er ekki farinn að skemmta mér enn. En ég er farinn að finna fyrir full- nægjutilfinningu af því að sjá þetta fyrirtæki byrja að snúa blaðinu. Ég sé fyrir mér að sá tími muni koma, sem ég gæti í raun notið starfsins, en sem stendur verður þessi fullnægja að duga.“ Heimildir: Automotive News, Financial Tim- es, Business Week, AP og Peter Hall, Cities in Civilization. Verkamenn að störfum í Highland Park-verksmiðjunni 1913. Árið 1927 kom 15-milljónasti Ford-bíllinn af færibandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.