Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2003 D 5 bílar anginn var sportbíllinn. Þetta eru allt hálfgerðar goðsagnir í raun,“ segir Egill. Ford Bronco var fyrst framleidd- ur árið 1966 og náði talsverðri hylli hér á landi upp úr 1970, sem og Ford Cortina, sem fyrst var fram- leidd árið 1962. Innflutningur á bíl- um var gefinn frjáls árið 1961 og Ford Mustang kom fyrst hingað ár- ið 1964. „Sá bíll er einn frægasti Ford-bíllinn fyrr og síðar og nýjasta útgáfan af honum, sem þeir eru að kynna núna, er líkari þeim fyrsta en nokkur annar,“ segir Egill. Ýmsir eftirminnilegir bílar frá Ford hafa litið dagsins ljós síðustu áratugina, t.d. Ford Fairmont sem kom um 1980 þegar framleiðend- urnir ætluðu að koma fram með sparneytna Ameríkubíla þegar orkukreppan var í algleymingi. Þá kom Ford Escort upp úr 1980 og naut nokkurra vinsælda og Ford Sierra fylgdi í kjölfarið. Miklar breytingar orðið á bílgreininni hérlendis Egill segir að í gegnum tíðina hafi Ford í raun verið tvö fyrirtæki, ann- að sem framleiddi bíla fyrir Evr- ópumarkaðinn og hitt sem fram- leiddi bíla fyrir Ameríkumarkað og kröfurnar séu gjörólíkar á þessum mörkuðum. Í dag eru Evrópubíl- arnir að mestu framleiddir í Þýska- landi, Belgíu og á Spáni, en nánast allir Ford-bílar sem seldir eru á Ís- landi koma frá Þýskalandi og Belg- íu og frá Ameríku koma jeppar eins Ford Explorer, Escape og Expedi- tion, að sögn Egils. Hann segir að síðustu árin hafi framleiðendur Ford náð að snúa vörn í sókn eftir mörg mögur ár og harða samkeppni við japanska bíla. Á tímabili náðu japanskir bílaframleiðendur um 70% af markaðnum hér á landi en í dag er það hlutfall líklega um 50%. „Það hafa orðið miklar breytingar á bílgreininni hérna heima, bæði með miklum sameiningum eftir 1990 og síðan hafa evrópsku og am- erísku bílaframleiðendurnir verið að snúa við blaðinu og koma með bíla sem eru samkeppnisfærir við þá japönsku, bæði hvað varðar gæði, verð og búnað. Það voru þeir ekki í lok áttunda og í byrjun níunda ára- tugarins.“ Hvernig sérðu fyrir þér framtíð- ina hjá Ford hér á landi? „Ég myndi segja að hún væri nokkuð björt. Evrópulínan hefur líklega aldrei verið sterkari, gæðin aldrei verið jafn mikil og breiddin í línunni líka. Bara sem dæmi, að þegar við tókum við Ford árið 1995 vorum við að selja Escort, Mondeo og lítinn Escort-sendibíl og Amer- íkulínuna eins og Explorer, Econo- line og Ranger. Nú erum við með í Evrópulínunni Ka, Fiesta, Focus, Mondeo, Galaxy sjö manna bíl og Ford Transit-sendibílalínuna. Þeir sendibílar voru gríðarlega vinsælir á áttunda áratugnum og við höfum endurkynnt þá núna og þar er mjög bjart yfir. Síðan er mikil uppbygg- ing hjá þeim í Ameríku, við erum nú t.d. farnir að selja Ford Lincoln, sem ekki hefur verið seldur áratug- um saman og fleiri tegundir. Markmiðið hjá okkur er að ekki seinna en á næsta ári verði mark- aðshlutdeild Ford komin í 7% og við getum ekki séð betur en það náist tiltölulega léttilega, miðað við hvað er að koma frá þeim. Ef við náum því verður það besta hlutdeild Ford í 23 ár,“ segir Egill. Morgunblaðið/Jim Smart Egill Jóhannsson GÍFURLEGAN fjölda áhorfenda dreif að þegar fífldjarfir torfæruhjólamenn létu sig vaða upp ófrýnilegar sand- brekkurnar, sem stáli greiptar risu lóðrétt upp til himins. Fimm þrautir, hver annarri háskalegri, voru á dag- skrá. 30 ökumenn á öllum aldri fylltu sig nægum kjarki til að takast á við verkefnið. Ekki þurfti að bíða lengi eftir til- þrifamiklum átökum. Menn botnuðu hjólin upp hverja þrautina á fætur annarri og tilviljunin ein virtist ráða því hvar og hvenær menn flugu á hausinn. Keppendur áttu í mestu vandræðum með að hemja hjólin og hanga á baki, enda sáust hjólin oft taka flugið meðan ökumennirnir lágu kylliflatir í börðunum. Áhorfendur fylgdust agndofa með skrautlegri sýningunni og stóðu gjarnan á önd- inni eftir harðar byltur keppenda. Að lokinni frábærri keppni stóð Bragi Óskarsson uppi sem sigurveg- ari. Í öðru sæti, með jafn mörg stig varð Bjarni Bærings og Gunnlaugur Gunnlaugsson varð þriðji. Myndirnar sem Pedromyndir náðu á filmu tala sínu máli um tilþrifin, en þær má nálgast á heimasíðunni www.pedro- myndir.is. Tilþrif á torfæru- hjólum Kappakstursklúbbur Akureyrar stóð fyrir Hjóladögum á Ak- ureyri um síðustu helgi. Þar var meðal annars keppt í tor- færu á vélhjólum. Bjarni Bærings brá sér norður vopn- aður skófludekkjuðu hjóli og segir hér frá stemningunni. Ljósmynd/Bjarni Eiríksson Finni bóndi lætur vaða upp stálið. Háskaflug í háloftum. Tilþrifaverðlaunin í öruggum höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.