Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 165. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is KR til Armeníu Mæta Pyunik Yerevan í Meist- aradeildinni Íþróttir 45 Nýju styttur bæjarins Hvernig á listaverkið á torginu að vera? Lesbók 6 Skemmtilega óþægileg Hljómsveitin Mínus úr tónleika- ferðalagi Fólk 48 YFIRLÝSING Guðmundar Árna Stefáns- sonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þess efnis að hann teldi að Samfylkingin ætti að bjóða alls staðar fram undir eigin merkjum í næstu sveitarstjórnarkosningum hefur mælst misjafnlega fyrir innan Reykjavíkur- listans. Fulltrúar Framsóknarflokksins segja að íhuga verði hvort flokkurinn eigi að halda samstarfinu áfram. Þá hafa framsóknarmenn og Vinstri grænir undrast yfirlýsingar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um að VG og Framsóknarflokkurinn hafi brugðist við framboði hennar í þingkosningum á ósann- gjarnan og einkennilegan hátt. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist ekki vita hve alvarlega hann eigi að taka yfirlýsingar Guðmundar Árna en segir að „yfirlýsingar hans og Ingibjargar Sólrúnar [séu] ekki til þess fallnar að efla liðs- heildina innan Reykjavíkurlistans“. Framsókn skoðar málin Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknar- flokksins innan Reykjavíkurlistans, segist alla tíð hafa verið fylgjandi Reykjavíkurlista- samstarfinu en að Framsóknarflokkurinn þurfi að skoða málin og mögulega að huga að öðrum kostum. „[Þ]að blasir hins vegar við að ef Samfylkingin ætlar í krafti stærðar sinnar nú að bjóða fram ein og sér í næstu kosn- ingum þá hlýtur að vera íhugunarefni fyrir Framsóknarflokkinn hvort hann eigi yfirhöf- uð að vera í þessu samstarfi við Samfylkingu og Vinstri græna eða búa sig undir næstu borgarstjórnarkosningar með öðrum hætti, segir Alfreð. Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, ritar grein í Morgun- blaðið í dag þar sem hann segir að svo virðist sem Samfylkingin hafi „ákveðið að segja skil- ið við samstarfsflokkana innan Reykjavíkur- listans og aðeins virðist tímaspursmál hve- nær naflastrengurinn verð[i] endanlega slitinn“. Reykjavíkurlisti skuldbundinn Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylking- arinnar í borgarstjórn, segir Reykjavíkurlist- ann skuldbundinn til að stjórna borginni eins og hann var kosinn til. „Guðmundur hefur sína skoðun fyrir sig og hann getur ekki talað fyrir sveitarstjórnarmenn á hverjum stað. Þetta er ákvörðun flokksins á hverjum stað hvernig hann býður fram,“ segir Stefán Jón. Reykjavíkurlistinn Óvissa sögð ríkja um áframhald samstarfs  Reykjavíkurlistasamstarfið/10 og 29 Kringlukast laugardag og sunnudag COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að pal- estínska heimastjórnin þyrfti að af- vopna liðsmenn Hamas-hreyfingar- innar, sem hann lýsti sem „óvini friðarins“, og að ekki nægði að semja við hana um vopnahlé eins og forsætisráðherra Palestínu- manna hefur reynt. Powell sagði þetta á blaða- mannafundi í Jerúsalem með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eftir að ísraelskur ökumaður beið bana og þrír farþegar í bíl hans særðust í árás Hamas-manns á Vesturbakkanum. Frá fundi Georges W. Bush Bandaríkja- forseta með forsætisráðherrum Ísraela og Palestínumanna fyrir hálfum mánuði hafa 27 Ísraelar og 40 Palestínumenn látið lífið í árás- um herskárra palestínskra hreyf- inga og Ísraelshers. Powell sagði að blóðsúthelling- arnar sýndu hversu brýnt það væri að koma svokölluðum Vegvísi til friðar í Mið-Austurlöndum í fram- kvæmd. Bandaríski utanríkisráð- herrann nefndi Hamas-hreyfinguna sérstaklega sem „óvin friðarins“. Powell ræddi síðar við Mahmud Abbas, forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar sem hef- ur reynt að ná samkomulagi um vopnahlé við Hamas. Abbas árétt- aði að hann hygðist ekki skera upp herör gegn Hamas og öðrum her- skáum hreyfingum Palestínumanna af ótta við borgarastríð. Powell vill afvopnun Hamas Jerúsalem. AFP, AP. DRÖGUM að stjórnarskrársátt- mála Evrópusambandsins (ESB), sem svonefnd Framtíðarráðstefna þess vann að í 16 mánuði, var nokkuð vel tekið á leiðtogafundi sambandsins í Grikklandi í gær. Drögin voru í þungamiðju um- ræðna á leiðtogafundinum, sem fóru fram á meðan anarkistar reyndu að gera áhlaup á fundar- staðinn og laust saman við þétt- skipað gæzlulið grísku lögreglunn- ar. Fundurinn fór fram á sumardvalarstaðnum Porto Carr- as við Eyjahaf, skammt frá norð- ur-grísku borginni Þessalóníku. „Í fyrsta sinn í sögu Evrópu- [sambandsins] sjáum við fram á að setja því stjórnarskrá,“ sagði gest- gjafinn Costas Simitis, forsætis- ráðherra Grikklands. Sumir fulltrúar á leiðtogafundinum lýstu þó fyrirvara gegn einstökum efn- lögsögu ríkisstjórnar og þjóðþings okkar,“ tjáði Blair fréttamönnum. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, sem hefur verið í fararbroddi fyrir þeim sem vilja ganga lengra í pólitískum samruna í ESB, sagði að í drögunum væri „jafnvægi milli hagsmuna stórra sem smárra aðildarríkja“. Trichet fær stuðning Á fundinum fengu Frakkar því framgengt að fulltrúar allra aðild- arríkjanna lýstu stuðningi við að franski seðlabankastjórinn Jean- Claude Trichet tæki við sem aðal- bankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB). Endanleg ákvörðun um út- nefninguna verður þó ekki tekin fyrr en á næstu mánuðum. Trichet var í vikunni sýknaður fyrir dómi í París af ákæru um meðsekt í bankamisferlismáli. gildi árið 2005, eftir að hafa hlotið samþykki á þjóðþingum allra að- ildarríkjanna, auk Evrópuþings- ins. Meðal helztu breytinga á stjórn- kerfi ESB sem lagðar eru til í drögunum er stofnun embættis forseta sambandsins sem ríkis- stjórnir aðildarríkjanna kysu til tveggja og hálfs árs í senn; skipun utanríkisráðherra ESB og að meirihlutaákvarðanir verði teknar upp á mörgum sviðum. „Það sem við viljum er Evrópa þjóðríkja, ekki miðstýrt sam- bandsríki,“ sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og boð- aði þar með að Bretar myndu ekki gefa eftir í togstreitunni um end- anlegt orðalag nýja sáttmálans. „Skattamál, utanríkismál, varnar- mál og okkar eigin brezku landa- mæri verða áfram undir óheftri isþáttum stjórnarskrárdraganna, þ.á m. takmörkunum á neitunar- valdi aðildarríkja og því að Guðs og kristindóms væri hvergi getið í sáttmálatextanum. Valery Giscard d’Estaing, sem stýrði gerð sáttmáladraganna, kynnti þau fyrir leiðtogunum. Hvatti hann ráðamenn aðildarríkj- anna til að setja ekki fram kröfur um róttækar breytingar og raska þar með því viðkvæma jafnvægi málamiðlana, sem drögin hefðu að geyma. Í drögunum er kveðið á um stjórnskipulag Evrópusambands- ins eftir að aðildarríkjum þess fjölgar í 25 og jafnvel fleiri, en end- anleg ákvörðun um tillögurnar verður ekki tekin fyrr en á ríkja- ráðstefnu, sem boðuð hefur verið í október nk. Gert er ráð fyrir að stjórnarskrársáttmálinn geti tekið Drög að stjórnarskrá ESB hljóta hljómgrunn Porto Carras. AFP, AP. MÓTMÆLENDUM lýstur saman við óeirðalögreglu í grennd við fundarstað leiðtoga Evrópusambands- ins í Porto Carras í Norður-Grikklandi í gær. Í miðju sést fáni anarkista á lofti. Þúsundir tóku þátt í mót- mælaaðgerðum í tengslum við leiðtogafundinn og fóru þær að mestu friðsamlega fram. EPA Misfriðsamleg mótmæli BÆNDUR á Nýja-Sjálandi eru ævareiðir vegna fyrirætlana stjórnvalda um að leggja á þá nýj- an skatt. Segjast þeir vera að slig- ast undir sköttum og verðhækk- unum en þá fyrst sé mælirinn fullur þegar skattleggja eigi vind- inn, eða öllu heldur metangasið, sem búfénaðurinn lætur frá sér fara. Nýsjálenskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að helmingur af öllum gróðurhúsa- lofttegundum, sem verða til í land- inu, komi frá kúm og kindum og öðrum búfénaði en til stendur að skattleggja alla mengandi starf- semi frá og með miðju næsta ári. Áætlað er, að skatturinn á land- búnaðinn verði um 300 millj. kr. Tom Lambie, talsmaður bænda, kveðst ekki vita um nein dæmi um skattlagningu af þessu tagi og aðrir segja, að það séu fyrst og fremst eldspúandi iðjuver sem menguninni valdi. Nýsjálendingar eru nú með um 45 milljónir fjár og 9,6 milljónir nautgripa. Nú er mæl- irinn fullur Auckland. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.