Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVEINN Einarsson, einn heið- ursfélaga Leikfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Morgunblaðið að ekkert vilyrði hafi verið gefið fyrir því að fulltrúi heið- ursfélaga taki sæti í þeirri nefnd sem á að fara yfir laga- breyting- artillögur um starfsemi LR. Ekki sé hægt að skipa heið- ursfélögunum fyrir verkum. Sveinn segir heiðursfélagana leggja áherslu á að ekki verði vikið frá því leið- arljósi LR að það sé leikhús fag- manna og ekki rekið í almennu gróðaskyni. Hann ítrekar að tillaga Sigurðar Karlssonar um frávísun á fram- haldsaðalfundinum hafi ekki verið með vitund heiðursfélaganna sem mættu á fundinn og komið þeim „dálítið í opna skjöldu“. Þau hafi mætt til að leyfa félagsmönnum LR að heyra raddir þeirra sem byggja á umtalsverðri reynslu í félaginu, þó að líta megi svo á að hver kynslóð eigi að ráða fram úr sínum vanda. „Á fundinum lýstum við efa- semdum okkar um að þessar breyt- ingartillögur væru til bóta fyrir fé- lagið og í þess anda,“ segir Sveinn og bætir við að Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands og leikhússtjóri, hafi lagt fram skýrar spurningar sem ekki fengust svör við. Vantar skýrari rök Sveinn segir að framkomnar til- lögur um breytingar á lögum um starfsemi leikfélagsins séu það um- fangsmiklar að þær þurfi meiri yfir- legu en á einum fundi. Setja þurfi fram skýrari rök fyrir því hvaða ávinnings menn vænta af breyting- unum, fjárhagslegs eða listræns. Í öðru lagi þurfi að kanna hvaða leiðir aðrar séu færar varðandi vanda LR, sem meiri samstaða geti náðst um. „Inntökuskilyrði í leikfélagið eru í sjálfu sér framkvæmdaratriði. Við leggjum áherslu á þá tvo meg- inþætti sem hafa verið leiðarljós Leikfélags Reykjavíkur í hundrað ár, í fyrsta lagi að þetta hefur verið leikhús fagmannanna sem hafa mót- að alla þá stefnu og í öðru lagi hefur þetta leikhús verið rekið áfram af hugsjónum en ekki í almennu gróða- skyni. Um þetta er algjör samstaða hjá okkur heiðursfélögum og við viljum ekki víkja frá þessum meg- inþáttum. Við höfum að svo komnu máli ekki fengið svör við spurn- ingum okkar en erum tilbúin að skoða allar hugmyndir með opnum huga. Þarna eru félagar okkar í um- talsverðum fjárhagsvanda og við viljum leggja þeim lið ef við getum,“ segir Sveinn. Sveinn Einarsson, einn heiðursfélaga Ekki verði vikið frá leiðarljósi LR Sveinn Einarsson ÓRÁÐIÐ er hvort heiðurs- félagar Leikfélags Reykja- víkur, LR, skipi fulltrúa sinn í þriggja manna nefnd sem framhaldsaðalfundur félags- ins á fimmtudag samþykkti sem hluta af framkominni frávísunartillögu. Tillaga Sigurðar Karlssonar leikara var samþykkt með minnsta mun, 24 atkvæðum gegn 23. Er þessari nefnd ætlað að skoða nánar breytingartil- lögur lagabreytingarnefnd- ar og skila sinni niðurstöðu fyrir næsta framhaldsaðal- fund í ágúst næstkomandi. Samkvæmt frávísunartillögunni átti fulltrúi heiðursfélaga að vera formaður og hinir nefndarmenn frá stjórn LR og einn af fyrrverandi for- ystumönnum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða í nefndinni Marta Nordal, sem á sæti í stjórn LR, og Páll Baldvin Bald- vinsson, sem kosinn var til þess á fundinum með tveimur þriðju hluta greiddra atkvæða. Bæði voru þau í lagabreytingarnefndinni sem kom með tillögurnar umdeildu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær tóku þrír heiðursfélag- ar til máls á fundinum á fimmtudag, þau Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson og Steindór Hjörleifsson, þar sem þau lýstu sig öll mótfallin þeim lagabreytingum sem fyrir lágu. Aðrir heiðursfélagar LR eru Baldvin Tryggvason, Jón Sigurbjörnsson og Steinþór Sigurðsson. Að sögn Sveins Einarssonar stóð til að félagarnir hittust í gær en vegna forfalla var ákveðið að fresta því fram yfir helgi. Sveinn sagði því óljóst enn hvort og þá hver úr hópnum færi í nefndina. Sigurður Karlsson sagði við Morg- unblaðið að tilgangurinn með frávís- unartillögunni hefði verið að breyt- ingartillögur lagabreytinganefndar yrðu skoðaðar af nýrri nefnd þannig að fleiri sjónarmið kæmust að, meðal annars þau sjónarmið sem heiðurs- félagar LR hefðu sett fram á fund- inum. Umboð sérstakrar nefndar, eins og hann hefði hugsað sér, hefði verið að fara yfir fyrirliggjandi til- lögur, einkum í ljósi þeirra athugasemda og gagnrýni sem fram hefðu komið. Að öðru leyti vildi Sigurður ekki tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Lagavinnan leidd áfram Aðspurður í samtali við Morgunblaðið hvert yrði umboð þriggja manna nefndarinnar sagði Páll Baldvin Baldvinsson það vera að leiða áfram þá laga- vinnu sem hefði verið í gangi undanfarið og skila henni áfram til félagsins. Helstu breyting- artillögur á lögunum snerust annars vegar um það að opna Leikfélag Reykjavíkur fyrir áhugafólki og hins vegar að þrengja rétt starfsmanna og félagsmanna til ábyrgðarstarfa, einkum til stjórnarsetu. „Ég reikna með að þessi nefnd fari í gegnum þessar breytingartillögur eina ferðina enn og velti hugsanlega upp einhverjum rökum með eða á móti,“ sagði Páll Baldvin. Hvort til greina kæmi að skoða fleiri kosti en framkomnar lagabreytingatillögur sagðist hann ekki geta svarað því þar sem nefndin hefði ekki komið saman ennþá. Til staðar væru fjölmargar tillögur og hugmyndir sem fram hefðu komið seinustu árin og því af nægu að taka. Nefnd LR sem fara á yfir umdeildar breytingartillögur Óráðið hvort heið- ursfélagar taki sæti Morgunblaðið/Ómar KÍNVERJARNIR fjórir sem voru stöðvaðir á Keflavíkurflug- velli eru allir frá Fujian-héraði í Kína, tveir karlmenn og tvær konur á aldrinum 19–22 ára. Önnur kvennanna vann á veit- ingastað og hafði jafngildi um 3.700 íslenskra króna í mánaðar- laun. Hinir voru án atvinnu þeg- ar ferðalagið hófst. Þau greiddu jafnvirði 35.000 til 75.000 ís- lenskra króna fyrir bandarísk vegabréf í Kína og áttu að greiða 370.000 til 440.000 krónur fyrir ferðina til Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir þekktust ekki áður en ferðalagið hófst en hópurinn kom saman í Japan. Þaðan flugu þau til Frakklands, Þýskalands, Noregs og loks til Íslands. Á miðvikudag héldu þau aftur heim á leið. Með 3.700 krónur í mánaðar- laun RÚMLEGA þrítugur Bandaríkja- maður af kínverskum ættum var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í skipulagðri glæpa- starfsemi sem fólst í því að aðstoða sex Kínverja við að komast ólöglega inn á Schengen-svæðið, til Íslands og áfram til Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem maður er dæmdur hér á landi fyrir slíkt brot. Hvorki rík- issaksóknari né hinn dæmdi hyggjast áfrýja dómnum. Gæsluvarðhald frá 28. mars sl. dregst frá refsingunni og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins getur maðurinn því sótt um reynslulausn frá og með næstu viku. Fjórir Kínverjanna voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli en tveir komust til Bandaríkjanna þar sem annar þeirra var handtekinn. Að sögn Jó- hanns Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Útlendingastofnunar, óskuðu Kínverjarnir fjórir eftir aðstoð við að komast aftur til Kína og var hún veitt. Kínverska sendiráðið útvegaði þeim ný vegabréf og fóru þeir af landi brott í vikunni. Íslensk stjórnvöld báru kostnaðinn af heimferðinni, um 200.000–300.000 krónur. Jóhann seg- ir að svo hafi virst sem þau hafi ekki óttast e.k. refsingar af hálfu kín- verskra stjórnvalda. Fædd í Bandaríkjunum en tala ekki ensku? Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði Kínverjana fjóra, tvo menn og tvær konur á aldrinum 19–22 ára, á Keflavíkurflugvelli 26. mars. Að- spurð sögðust þau vera frá Banda- ríkjunum og í bandarískum vegabréf- um þeirra var tilgreint að þau væru fædd þar í landi. Slæleg kunnátta þeirra í ensku vakti grunsemdir og við rannsókn kom í ljós að tvö þeirra voru með fölsuð vegabréf en hinum tveimur hafði verið stolið. Í framburði þeirra kom fram að þau áttu að greiða 370–440.000 krónur þegar þau kæmu á bandaríska grund. Í fyrstu neitaði ákærði aðild að málinu en í yfirheyrslu einum mánuði eftir að hann var handtekinn lagði hann spilin á borðið. Kvaðst hann hafa annast flutninga á fólki frá Kína til Bandaríkjanna fyrir hr. Chen í Kína. Fyrir greiðann hafi hann notið þeirra forréttinda að ferðast og gera smávægileg innkaup á leið sinni en neitaði að hafa gert þetta í hagnaðar- skyni. Þegar maðurinn var handtek- inn var hann með jafnvirði 570.000 króna á sér í átta gjaldmiðlum. Að- spurður kvað hann þetta hluta af sparnaði sínum. Varðar allt að sex ára fangelsi Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að ákærði kom einnig til landsins 14. mars í sömu flugvél og tveir Asíuættaðir farþegar sem héldu áfram til Bandaríkjanna. Annar þeirra slapp inn í landið en hinn var handtekinn á flugvellinum í Boston. Við yfirheyrslur yfir honum kom fram að ákærði aðstoðaði þá við skipulagninu ferðarinnar frá London til Boston og seldi honum vegabréf. Ákærði játaði að hafa aðstoðað menn- ina en neitaði að hafa útvegað vega- bréf. Finnboga H. Alexanderssyni, hér- aðsdómara, þótti brot mannsins mjög alvarleg en þau væru angi af víðtæk- ari brotastarfsemi sem teygði anga sína víða. Refsingin væri hæfileg sex mánuðir en þegar brotið var framið varðaði það allt að sex ára fangelsi. Kröfu um að fjármunirnir sem maðurinn var með á sér, 570.000 krónur, yrðu gerðar upptækar var hafnað þar sem ekki þótti sannað að þeir væru afrakstur ólöglegs ávinn- ings. Ásbjörn Jónsson hdl. var verjandi mannsins en Jóhann R. Benedikts- son, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sótti málið. Sex mánaða fangelsi fyr- ir skipulagt smygl á fólki Ríkissaksóknari hyggst ekki áfrýja dómnum það gerðist síðast árið 1991 og þá var það líka auglýsing frá okkur,“ segir Gunnlaugur. Stærstu verðlaunin „Þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Innsendar auglýs- ingar eru um sjö þúsund og í gær- kvöldi var tilkynnt hverjar væru tilnefndar. Tíu auglýsingar eru til- nefndar í hverjum flokki og við er- um tilnefnd í flokki auglýsinga fyrir áfenga drykki,“ segir Reynir Lyngdal, sem leikstýrði auglýsing- unni. Sú auglýsing sem tilnefnd er hefur tiltilinn „Beautiful Women“ en í þeirri auglýsingu útskýra tveir Íslendingar fyrir viðmælanda sínum hvernig á því standi að kon- ÍSLENSK auglýsing frá auglýs- ingastofunni Gott fólk hefur verið tilnefnd til verðlauna á Cannes- hátíðinni sem er alþjóðleg hátíð auglýsenda. Hátíðinni lýkur í kvöld en hún hefur verið haldin árlega frá því um miðja síðustu öld. Úrslitin verða kunngerð í dag en um 300–400 auglýsingar eru til- nefndar til verðlauna í mismun- andi flokkum. Auglýsingin sem um ræðir var gerð fyrir Vífilfell og auglýsir Thule. Að sögn Gunnlaugs Þráins- sonar, framkvæmdastjóra Góðs fólks, er þetta mikill heiður fyrir auglýsingastofuna. „Þessi hátíð jafnast á við Cannes-kvikmyndahá- tíðina. Þetta er í annað skipti sem íslensk auglýsing er tilnefnd en ur á Íslandi séu fallegri en á Bret- landi. Reynir segir þessa tilnefn- ingu vera mikla viðurkenningu fyrir sig og telur að tilnefningin muni gagnast sér vel og geti rutt brautina að fleiri tækifærum. Íslensk auglýsing tilnefnd til verð- launa í Cannes Úr Thule-auglýsingunni sem er tilnefnd til verðlauna í Cannes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.