Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BISKUP Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, vígir sr. Jón Að- alstein Baldvinsson til vígslubisk- ups á Hólum í Hjaltadal á morgun, sunnu- dag. Verður vígslan í Hóla- dómkirkju og hefst klukkan 16. Prestastefna hefst svo daginn eftir á Sauð- árkróki að lokn- um aðalfundi Prestafélags Íslands. Sr. Svavar Jónsson mun lýsa vígslu í Hóladómkirkju en vígslu- vottar verða sr. Dalla Þórð- ardóttir, sr. Davíð Baldursson, Sigurd Osberg, fv. biskup í Túns- bergi í Noregi, og Richard Clarke, biskup anglíkönsku kirkjunnar í Meath og Kildare á Írlandi. Að auki koma að athöfninni vígslu- biskuparnir sr. Sigurður Sigurð- arson í Skálholti og sr. Sigurður Guðmundsson á Hólum, sem var settur vígslubiskup í stað sr. Bolla Gústavssonar frá Laufási. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands. Ritn- ingarlestur annast Skúli Skúlason rektor en kirkjukór Hóla- og Hofs- óskirkna syngur undir stjórn Jó- hanns Bjarnasonar organista. Ein- söngvari verður Björg Þórhallsdóttir. Stefnumótun á Prestastefnu Prestastefnan verður sett mánu- daginn 23. júní kl. 17 í Sauð- árkrókskirkju. Þar flytur biskup Íslands yfirlitsræðu og nýr kirkju- málaráðherra, Björn Bjarnason, flytur ávarp. Í tilkynningu frá Biskupsstofu segir að helstu mál Prestastefnu verði stefnumót- unarvinnan sem Þjóðkirkjan hafi staðið í síðasta árið. Að þeirri vinnu hafi komið hátt í eitt þúsund manns alls staðar af landinu. Einn- ig verður rætt um endurskipulagn- ingu prestakalla, svo og drög að erindisbréfi presta og djákna. Fyrr um daginn, hinn 23. júní, fer fram aðalfundur Prestafélags Íslands í bóknámshúsi Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauð- árkróki og hefst kl. 9.15. Nýr vígslu- biskup vígð- ur á Hólum á morgun Sr. Jón A. Baldvinsson Á GARÐYRKJUBÝLINU Brún á Flúðum búa hjónin Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Thor- steinsson. Þau rækta venjulega tómata í 2.200 fermetra gróð- urhúsum en hafa einnig ræktað svokallaða kirsuberjatómata lít- illega í nokkur ár og var þessari af- urð afar vel tekið af neytendum. Það varð til þess að þau ákváðu að auka ræktunina og var ráðist í að byggja 1.100 fermetra gróðurhús á síðastliðnu ári og er tegundin nú ræktuð í 1.300 fermetrum. Af upp- skeru þessa árs fóru fyrstu send- ingarnar á markað síðast í mars og verða þessir innlendu tómatar á markaði fram í október. Ránvespur halda sníkjudýrum frá Tómatarnir eru ræktaðir með vistvænum vörnum eins og gerist víða í gróðurhúsum hér á landi. Sérstakar ránvespur (Eucarsia formosa) halda niðri hverskonar sníkjudýrum sem annars myndu herja á plönturnar og því eru engin eiturefni notuð. Þau hjón segja að um 40% meiri vinna sé að framleiða þessa tómata en venjulega tómata og uppskeran sé ágæt. Verð til framleiðenda má ekki vera lægra, enda tilkostnaður mikill. Varan er í beinni samkeppni við innflutning frá Hollandi en talið er að 20 til 25% af smásöluverði þar í landi séu ým- iss konar styrkir á ýmsum stigum framleiðslunnar, segja þessi dug- miklu hjón. Búist er við að fram- leiðslan á þessu ári verði um 85.000 öskjur en tómatarnir eru seldir í 250 gramma öskjum. Að sögn Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna, hefur sala á kirsuberjatómötum aukist um 70% á milli ára sem eru frábærar við- tökur. Kirsuberjatómatar eru sæt- ari á bragðið en venjulegir tóm- atar, þeir eru vinsælir í salöt og sem meðlæti með hvers konar kjöti. Kirsuberjatómatar vinsælir Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið sjá það fyrir sér að sá dagur gæti komið að hún byði sig fram til for- mennsku í Samfylkingunni. Ekki væri stefnt að því fyrir landsfund flokksins í haust en hún myndi nýta vel tímann í sumar til að hugsa um sína pólitísku framtíð. „Margt getur breyst í pólitíkinni á komandi árum og ég hef sjálf sannreynt að pólitísk staða fólks er einnig hverful,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Hún sagðist í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar á fimmtudag ætla að sækja umboð sitt til landsfundar varðandi trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Spurð hvað hún hefði átt við með þessum orðum sagði Ingi- björg Sólrún að hún vildi njóta trausts almennra flokksmanna til að starfa í þágu flokksins og sækja umboð sitt til þeirra fremur en til flokksstofnana. Engin ástæða væri til að leggja í þessi orð dýpri merkingu og þar gætu ýmis trúnaðarstörf komið til álita. Allt færi þetta eftir vilja flokks- manna. „Mikið hefur verið rætt um stöðu mína og hlutverk innan Samfylkingarinnar. Ég lít svo á að það skýrist ekki fyrr en á landsfundinum í haust. Ég var að undirstrika við fólk að það yrði að bíða eftir landsfundi,“ sagði Ingi- björg Sólrún og vildi heldur engu svara um hvort hún byði sig þá fram til varaformennsku í flokkn- um, en Margrét Frímannsdóttir hefur sem kunnugt er gefið í skyn að hún gefi ekki kost á sér í vara- formannsstólnum áfram. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær var á flokks- stjórnarfundinum samþykkt til- laga um að Ingibjörg Sólrún myndi stýra svonefndum Fram- tíðarhópi Samfylkingarinnar, sem ætlað er að koma með tillögur og skila greinargerð fyrir landsfund í haust um heildarstefnu flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um embætti formanns Sá dagur getur komið að ég bjóði mig fram ÍSLENSKUSKOR Há- skóla Íslands hefur um nokkurra ára skeið boðið nemendum á landsbyggðinni upp á fjarnám til BA-prófs. Í því skyni er notast við fjarfundabúnað og möguleikar ýmiss kon- ar kennsluhugbúnaðar og netforrita nýttir. Í dag útskrifast frá Háskólanum fyrsti nemandinn sem ein- göngu hefur lagt stund á fjarnám. Ragna Heiðbjört Þórisdóttir, sem býr á Laugum í Þingeyjarsveit, braut- skráist nú með BA-próf í íslensku og fjölmiðlafræði. „Ég skráði mig í íslenskunámið fyrir þremur árum og tók fyrsta árið á venjulegum hraða. Síðan bætti ég mjög mikið við mig á öðru árinu, og þess vegna gat ég útskrifast núna, því á þriðja ári var skorið gríðarlega niður og aðeins tveir áfangar í boði. Þá ákvað ég að taka fjölmiðlafræðina með. Ég skrapp til Reykjavíkur í nokkrar vikur til að kynnast fólkinu og fór svo aftur norður. Það gekk allt mjög vel upp og ég náði að útskrif- ast á þremur árum.“ Öll verkefni og próf á Netinu Ragna skilaði öllum verkefnum og prófum yfir Netið og sagði það ekki hafa gert hlutina erfiðari. Sam- starfið við kennarana hafi verið frábært, en niðurskurður þrengi stakk nemenda og möguleikana í náminu. „Þetta skerti alls ekki námsreynsl- una, þó að þetta hafi verið skrýtið fyrst. Kennararnir eru allir af vilja gerðir. Margir hafa lagt mikið á sig til að láta fjarnámið ganga upp. Einn kennari sendi mér meira að segja upptökur af fyrirlestrum sín- um einu sinni í viku, þannig að ég gæti lært áfangann hans, þrátt fyr- ir að hann væri ekki í boði í fjar- námi. Þar að auki voru mikil samskipti meðal nemendanna á sérstökum spjallrásum, þannig að við nutum þess mjög. Í rauninni held ég að fjarnámið strandi alls ekki á kenn- urum, það er mun frekar þörf á meiri stuðningi frá ríkinu.“ Ragna, sem nú kennir íslensku við framhaldsskólann á Laugum, segist ekki vilja búa annars staðar. Því hafi möguleikinn á fjarnámi reynst henni afar vel. „Laugar eru frábær staður og framhaldsskólinn er í mikilli sókn. Þarna koma krakkar alls staðar að af landinu og umhverfið er mjög þægilegt. Sú staðreynd að ég gat stundað nám mitt í heimasveit minni gerði það að verkum að ég gat unnið á daginn og búið hér með fjölskyld- unni minni en neyddist ekki til að flytja í burtu til að komast í nám. Þetta er gríðarlega mikilvægt byggðamál. Ég vil búa á lands- byggðinni og þetta er frábær leið til þess. Sveigjanleikinn sem þessu fylgir er einnig sérstaklega góður fyrir konur sem þurfa á símenntun að halda meðfram barnauppeldi eða vinnu.“ Lauk háskólaprófi í tveimur greinum í gegnum fjarnám Ragna Heiðbjört Þórisdóttir STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórn- völd eru hvött til að standa við gefin fyrirheit um uppbyggingu tækni- menntunar í landinu. Eins og Morg- unblaðið greindi frá í gær þarf Tækniháskólinn að hafna rúmlega 70% umsókna við tæknideild skólans vegna fjárheimilda. Samtök iðnaðarins benda á að nú sé mikil þörf fyrir tæknimenntað fólk vegna uppbyggingar í iðnaði. Að sögn Stefaníu Katrínar Karls- dóttur, rektors Tækniháskólans, er skólinn nú að berjast fyrir auknu fjármagni svo hann geti annað eft- irspurn atvinnulífsins. „Það er mikill skortur á verk- og tæknimenntuðu fólki sem við erum tilbúin að mennta en til þess þurfum aukið fé svo við getum innritað þá einstaklinga sem velja tækninám. Það er okkar hlutverk að bjóða upp á tækninám og því er erfitt að standa frammi fyrir því að þurfa að hafna þessum mikilvæga hópi um- sækjenda. Ég er mjög ánægð að sjá þessa ályktun frá Samtökum iðnað- arins. Ég skora á ríkisstjórn og ráða- menn að standa við fyrirheit um að efla verk- og tæknimenntun í land- inu,“ segir Stefanía Katrín. Tækniháskólinn óskar eftir auknu fjármagni Mikil þörf fyrir tækni- menntaða ÞAÐ vakti nokkra kátínu meðal veg- farenda sem áttu leið um Reykjavík- urveg í Hafnarfirði að olíuflutninga- bíll frá Skeljungi hafði orðið olíulaus á gatnamótunum við Hjallahraun, aðeins spölkorn frá bensínstöð fé- lagsins. Gunnar Kvaran, yfirmaður kynn- ingardeildar Skeljungs, segir að eldsneytismælirinn í bílnum hafi svikið bílstjórann og ranglega sýnt að næg olía væri á bílnum. Svo var þó ekki og við gatnamótin drap hann á sér. Aðeins nokkrir tugir metra voru að bensínstöðinni og þar gat bílstjór- inn fengið olíu á brúsa. Búið er að gera við olíumælinn. Spurður um hvort bílstjórinn hafi ekki verið vandræðalegur segir hann að svo þurfi ekki að vera. „Þetta getur gerst á svona bílum eins og öllum öðrum.“ Olíubíllinn varð olíulaus ♦ ♦ ♦ BÍLSTJÓRI hjá Íslandspósti hefur játað þjófnað á verðmætasendingu sem fór um pósthúsið í Keflavík í síð- ustu viku. Megnið af verðmætunum hefur komist til skila. Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að samkvæmt póstlögum sé fyrirtæk- inu óheimilt að gefa upplýsingar um einstakar sendingar, innihald þeirra, viðtakendur eða sendendur. Ekkert verður því látið uppi um innihald sendingarinnar eða verðmæti hennar. Að sögn Áskels Jónssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Íslandspósts fór sendingin um póst- húsið í Keflavík og átti sendingin að skila sér á áfangastað á þriðjudaginn í síðustu viku. Um var að ræða svokall- aða tryggða ábyrgðarsendingu sem er skráð á sérstakan hátt. Hægt er að rekja feril sendingarinnar og féll fljót- lega grunur á einn af bílstjórum þess. Málið var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík á fimmtudag og sama dag var maðurinn handtekinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi hann samstarfsvilja og játaði brotið. Maðurinn sat þrjá daga í gæsluvarðhaldi en var síðan settur í farbann til 15. ágúst nk. Skráningin felldi grun á bílstjórann ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.