Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Styrkleikar og veikleikar öryggisráðsins Fær munaðar- lausu verkefnin Utanríkisráðuneytiðbýður til morgun-verðarfundar í Norræna húsinu frá kl. 10.30–12 í dag. Tilefnið er fyrirlestur dr. Davids M. Malone um stöðu og hlut- verk Sameinuðu þjóðanna í kjölfar stríðsins í Írak. Þar mun hannleitast við að meta styrkleika og veik- leika öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. Dr. Malone hefur síðast- liðin fjögur ár gegnt emb- ætti forseta Alþjóða frið- arakademíunnar í New York sem er ein af virtustu fræðistofnunum um al- þjóðamál. Meginviðfangs- efni akademíunnar eru að- gerðir til að koma í veg fyrir vopnuð átök eða leysa mál sem valdið hafa vopn- uðum átökum, þ.e. styrjaldir ríkja í milli og vopnuð innanlandsátök. Alþjóða friðarakademían á náið samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra og beitir sér mjög fyrir að leiða saman fræðimenn og áhrifamenn á sviði alþjóðamála. – Hvert er viðfangsefni fyrir- lestrarins? „Meginviðfangsefni mitt verður að meta veikleika og styrkleika öryggisráðsins nú eftir Íraks- stríðið og hvort það marki enda á mikilvægi ráðsins varðandi al- heimsfrið og öryggi eða sé ein- faldlega ljón í veginum. Þar sem Bandaríkin hafa slitið sig talsvert frá öryggisráðinu gætu Samein- uðu þjóðirnar nú átt á hættu að verða einskorðaðar við mál sem landfræðilega eru í öðru sæti. Má þar nefna landsátök á svæðum í Vestur-Afríku, Fílabeinsströnd- inni, Líberíu, Sierra Leone, Gíneu og Gíneu-Bissau, átök innan lýð- veldisins Kongó sem hafa teygt sig inn í nágrannalöndin Rúanda og Úganda og vopnahlé milli Eþíópíu og Erítreu sem Samein- uðu þjóðirnar hafa eftirlit með. Þetta eru „munaðarlaus“ verkefni sem ekki vekja mikla athygli helstu yfirvalda. Þá gætu mikil- væg málefni sem varða hryðju- verk og gjöreyðingarvopn verið afgreidd frá miðdeplinum Wash- ington sem væri ekki svo ákjós- anlegt fyrir aðrar þjóðir. Ég von- ast einnig til að ræða utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna og hvernig hún hefur áhrif á stefnu- mótun innanlands í Bandaríkjun- um, til þess að útskýra framferði Bandaríkjanna í Írak sem mætt hefur mikilli mótspyrnu víðsvegar í heiminum, þar á meðal í mínu heimalandi, Kanada.“ – Hverja telur þú vera helstu styrkleika og veikleika öryggis- ráðsins? „Styrkur öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna liggur í einstöku valdi þeirra til að veita leyfi fyrir hervaldi undir alþjóðalögum og í vaxandi hæfni meðlima þess, þar á meðal fastskipuðu landanna 5, til að vinna vel saman á árunum eftir kalda stríðið ef Írak er undanskilið. Veikleiki þess er sá að í bráð getur það ekki komið í veg fyrir al- þjóðlegar gjörðir valdamikilla leikmanna, sérstak- lega þegar löndin 5 sem hafa neit- unarvald eru ekki sammála. Sam- setning þess er heldur ekki dæmigerð fyrir veruleika samtím- ans, það eru of margir meðlimir frá iðnvæddum ríkjum, sérstak- lega Vestur-Evrópu, og of fáir frá þróunarlöndunum.“ – Hvaða lönd eiga sæti í örygg- isráðinu og eru gerðar reglulegar breytingar á skipan þess? „Meðlimir öryggisráðsins í dag eru Kína, Frakkland, Rússland, England og Bandaríkin sem öll eiga fast sæti í ráðinu. Í ráðinu eiga nú tímabundið sæti Þýska- land, Spánn, Mexíkó, Chile, Ang- óla, Kamerún, Gínea og Sýrland. Tímabundnir meðlimir ráðsins eru kosnir til tveggja ára í senn, þá er á hverju ári fimm meðlimum skipt út fyrir aðra.“ – Ísland mun væntanlega, inn- an fárra ára, bjóða sig fram til sætis í öryggisráðinu, hvaða þýð- ingu hefði það fyrir litla þjóð eins og okkur? „Aðild að öryggisráðinu er álit- in heiður og er mikils metin meðal flestra landa. Hins vegar er ekki gott að líta svo á aðildina. Í raun felur hún í sér mikla ábyrgð og þá áhættu að verða ósammála valda- miklum þjóðum, sem til dæmis Mexíkó var við Bandaríkin í Írakstríðinu og varð greinilega til þess að það andaði köldu í tvíhliða samskiptum ríkjanna. Besta leið- in til að nálgast aðild er að líta svo á að hún sé alþjóðleg borgara- skylda sem felur í sér ábyrgð gagnvart alþjóðasamfélaginu í heild.“ – Hvernig getur Ísland búið sig undir þátttöku í ráðinu? „Fyrir Ísland væri gagnlegt að kanna fyrirfram hvaða málefni það vildi leggja áherslu á meðan á setunni í ör- yggisráðinu stæði. Þar sem Ísland hefur á sér mjög gott orð á al- þjóðasviði er líklegt að aðildarríki ráðsins yrðu opin fyrir frumkvæði, þar sem farið yrði of- an í málefni, fremur en ef látið yrði til sín taka í málum, sem bundin eru einstökum löndum eða svæðum. Þar sem Ísland er einnig þekkt fyrir að eiga færa sérfræðinga í þjóðarétti gætu mál í tengslum við alþjóðalög verið besti kostur Íslendinga.“ Dr. David M. Malone  David M. Malone fæddist 1954 í Kanada. Hann er útskrifaður frá Háskólanum í Montreal, Am- eríska háskólanum í Kaíró og Harvard-háskóla. Malone er í dag forseti Alþjóða friðar- akademíunnar í New York, sjálf- stætt starfandi samtaka, sem vinna samhliða Sameinuðu þjóð- unum. Malone er sem stendur í leyfi frá störfum sem sendiherra í kanadísku utanríkisþjónustunni og er fyrrverandi varafasta- fulltrúi Kanada hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann kennir einnig lög við háskólann í New York og í L’Institute des Etudes Polit- iques í París. Malone er ókvænt- ur og barnlaus. Tækifæri Ís- lands í al- þjóðalögum? 20% afsláttur af öllum tilbúnum blómvöndum 10 rósir og glervasi 990 kr. Til hamingju! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 15 30 06 /2 00 3 háskólaútskrift Aðeins í Sigtún i ÞAÐ var gaman í sólinni að fylgj- ast með fyrstu sporum vinnu- og tómstundaskóla Grímseyjar. Ung kona, Stella Gunnarsdóttir, hefur tekið að sér að stýra þessu til- raunastarfi á vegum Grímseyj- arhrepps. Þetta er gott framtak og fellur örugglega í góðan jarð- veg bæði hjá ungmennum og for- eldrum. Börnin sem taka þátt í starfinu eru frá því að verða 10 ára á árinu til 13 ára. Sumarskól- inn verður starfræktur frá 10. júní til 30. júlí. Stella verkefnastjóri sagðist reikna með því að hafa vinnuskóla að morgninum frá kl. 8.30 til 12 en síðan yrði tómstundastarf eftir hádegi. Einnig mun Stella bjóða börnunum upp á kvöldvökur tvisv- ar í mánuði og sagði hún að þau væru þegar komin með góðar hugmyndir að skemmtistarfi. Stella sagðist vona að þessi nýjung yrði bæði áhugaverð og skemmti- leg og börnunum í Grímsey til gagns og gleði. Morgunblaðið/Helga Mattína Stella verkefnastjóri með börnunum á Fiskepallinum. Vinnuskóli stígur fyrstu skrefin Grímsey. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.