Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í sveitarstjórnum á Suðurnesjum telja það lítilsvirðingu við starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli að leynd hvíli yfir samskiptum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um fram- tíðarskipan flugsveita varnarliðsins hér á landi. „Við ætlum að flytja til- lögu í öllum sveitarstjórnum og krefja ríkið um viðræður vegna þess að þetta snýr ekki síður að sveitar- félögunum en fólkinu sem þarna vinnur,“ segir Jón Gunnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar og sveitar- stjórnarmaður Vatnsleysustrandar- hrepps. Formaður Samfylkingarinnar, þingmenn Suðurkjördæmis, fulltrúar í utanríkismálanefnd, sveitarstjórn- armenn og fulltrúar frá verkalýðs- hreyfingunni á Suðurnesjum hittust á samráðsfundi á Flughóteli í Keflavík á þriðjudag til að ræða framtíð Suð- urnesja í ljósi óvissunnar með veru varnarliðsins. Jón segir að um 1.200 Suðurnesja- menn starfi hjá varnarliðinu og verk- tökum tengdum því. „Við erum að tala um störf sem jafngilda um þrem- ur álverum eins og er í Straumsvík.“ Hann segir Suðurnesjamenn vilja vita hver staðan er. „Það er ekki hægt að halda okkur í svona óvissu vikum saman eins og stefnir í. Við viljum freista þess að ræða við ríkið og fá hugmynd um hvað er á ferðinni.“ Stofnaður var starfshópur til að undirbúa málþing um atvinnumál á Suðurnesjum. „Við komum til með að standa fljótlega fyrir málþingi um at- vinnumál þar sem við köllum til liðs við okkur sérfræðinga til að skoða hugmyndir um hvað gæti komið í staðinn eða tekið við,“ segir Jón og finnst tími til kominn að ræða við- brögð ef samdráttur verði hjá varn- arliðinu hvort sem það gerist í þess- um viðræðum eða eftir nokkur ár. Sveitarstjórnarmenn Samfylkingar funda um varnarlið Vilja krefja ríkið svara LÍKNARFÉLAGIÐ Neistinn, styrkt- arfélag hjartasjúkra barna, afhenti Barnaspítala Hringsins tveggja milljóna króna peningagjöf í gær og Playstation leikjatölvur handa ung- um sjúklingum á spítalanum. Af- hending gjafanna fór fram á fé- lagsfundi Neistans en við sama tækifæri opnaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra heimasíðu Barnaspítala Hringsins. Peningagjöf Neistans verður var- ið til kaupa á svokölluðum ómsjár- haus, sem er viðbót á ómsjá spítalans og gerir læknum m.a. kleift að fylgj- ast með hjarta ungra sjúklinga með- an á hjartaaðgerð stendur. „Stund- um getur verið mjög erfitt að skoða hjartað en nú verður hægt að skoða það með því að fara að því aftan frá um vélindað,“ sagði Hróðmar Helga- son, sérfræðingur í hjartasjúkdóm- um barna. Neistinn hefur á liðnum árum veitt 20 milljónir króna í þágu hjart- veikra barna og segir Hróðmar slík framlög verða seint fullþökkuð. „Starfsemi þessa félagsskapar hefur mesta þýðingu fyrir sjúklinga og að- standendur og fyrir okkur, sem eru á hinum endanum, skiptir hann líka afskaplega miklu máli.Við erum að fá stórgjafir til að geta sinnt starfi okkar betur.“ Ómetanlegt framtak Neistans Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra sagði framtak frjálsra fé- laga eins og Neistans til stuðnings sjúklingum ómetanlegt í heilbrigð- iskerfinu auk þess sem þau bentu á ýmislegt sem betur mætti fara. Sagðist hann kappkosta í starfi sínu sem ráðherra að Neistinn hefði sem bestan aðgang að heilbrigðis- ráðherra. Sigþór Samúelsson formaður Neistans sagði að árlega greindust um 70 börn með meðfæddan hjarta- galla og helmingur þeirra þyrfti á einhvers konar aðgerð að halda. Stór hluti þeirra þyrfti ennfremur að fara í skurðaðgerð erlendis. Á Barnaspítala Hringsins var hinn 1. apríl sl. stofnuð sérstök staða hjúkrunarfræðings sem annast hjartveik börn. Bára Sigurjónsdóttir gegnir þeirri stöðu og er markmiðið með stöðunni að bæta þjónustu við sjúklinga og fjölskyldu þeirra og gera þjónustuna um leið markviss- ari. Barnaspítali fær 2 milljón- ir og leikjatölvur að gjöf Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Hróðmar Helgason læknir, Sæunn Stef- ánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Sigþór Samúelsson, formaður Neistans. Morgunblaðið/Sverrir VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson sagði á síðasta fundi borgarstjórnar að stóran skugga hefði borið á há- tíðahöldin 17. júní í Reykjavík. „Flennistórar borðlagðar auglýsing- ar fyrirtækja blöstu við sjónum borgarbúa. Jafnframt hundruðum ef ekki þúsundum blaðra merktum fyrirtæki eða fyrirtækjum þannig að íslenski fáninn átti fullt í fangi með að fanga athygli þeirra tugþúsunda Reykvíkinga sem tóku þátt í hátíða- höldunum. Ekki er ólíklegt að ein- hverjir hafi haldið að einmitt þenn- an dag væri verið að halda upp á stórafmæli eða stórviðburð í sögu viðkomandi fyrirtækis eða fyrir- tækja.“ „Ég get tekið undir það, í því til- efni sem hér um ræðir, að þá hafi menn gengið of langt. Ég get við- urkennt það hér að mér brá mjög í brún þegar ég opnaði mín blöð að morgni 17. júní og sá þar þessar fyrirferðarmiklu auglýsingar,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar og borgarfulltrúi R-list- ans. Anna Kristinsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar og borgar- fulltrúi, sagði að fulltrúi sjálfstæð- ismanna í nefndinni hefði ekki gert neinar athugasemdir við að fyrir- tæki kæmu að kostun hátíðahald- anna. Hún sagði þennan hátt við- hafðan við marga atburði sem skipulagðir væru af hálfu borgarinn- ar. „Ég hefði haldið að það væri borgarfulltrúunum ánægjuefni hversu vel fyrirtæki í borginni hafa tekið í það að verða hér hluti af þeim hátíðaviðburðum sem við höfum haft á hverju ári.“ Anna sagði að hátíðin sem sneri að afmæli sjálfstæðishetju Íslend- inga, Jóni Sigurðssyni, hefði verið líkt árum saman. „Sami hátíðleikinn var yfir dagskránni og venjulega og ég, og vonandi borgarfulltrúi Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fylltist stolti yfir því að vera Íslendingur og búa í þessu ágæta landi.“ Fjármagnið sem þjóðhátíðar- nefndin hafði til ráðstöfunar dugði engan veginn til að standa undir kostnaði við metnaðarfulla dagskrá, sagði Anna. Kostun við dagskrána hefði viðgengist síðan árið 1998 og enginn gert athugasemdir við það. Oddviti sjálfstæðismanna sagðist ekki vera á móti auglýsingum fyr- irtækja en slíkt magn auglýsinga eigi alls ekki við á þessum stærsta og helgasta hátíðisdegi þjóðarinnar. „Svona gerum við einfaldlega ekki. Íslenski fáninn á að vera í fyrirrúmi á sem flestum stöðum og sjást sem víðast,“ sagði Vilhjálmur. Forseti borgarstjórnar sagði að sér brygði ekki við að sjá áberandi rauðan lit. „En mér brá vissulega að sjá dagskrá þjóðhátíðardagsins, sem er skipulagður af Reykjavíkurborg, á haus og fleti fyrirtækis úti í bæ.“ Af þessu mætti draga lærdóm. Umræða frá síðustu öld „Þessi þjóðhátíð tókst afskaplega vel,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, og óskaði þjóðhátíðarnefnd til ham- ingju með framkvæmdina. Aðrir sem tóku til máls gerðu slíkt hið sama og töldu hátíðina hafa heppn- ast vel þrátt fyrir áberandi auglýs- ingar. „Ég hef ekki hitt nokkurn mann sem hefur látið það trufla sig þó að einhverjir kostunaraðilar hafi komið að þessari hátíð. Ég hefði vel skilið oddvita Sjálfstæðisflokksins ef fjall- konan hefði gengið fram Austurvöll- inn með auglýsingar í bak og fyrir. Eða forsætisráðherra eða forseti Ís- lands hefði verið með uppblásnar blöðrur. Því var ekki til að dreifa,“ sagði Alfreð og taldi þessa umræðu vera frá síðustu öld. „Ég man eftir því í borgarstjórn fyrir 30 árum að þá voru menn að rífast um það hvort það mættu vera auglýsingaskilti á Laugardalsvellin- um eða ekki. Það voru miklar um- ræður um þetta. Okkur finnst hlægilegt í dag að gera slíkt að um- talsefni.“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir ánægjuefni að fyrirtæki kosti viðburði á vegum borgarinnar Gagnrýndu „flennistórar“ auglýsingar 17. júní BÁTARNIR eru víða mattir af sandblæstri eftir ógnarlegan sand- storm við Skaftárósa en ræðararnir þrír hafa ekkert látið á sjá. Leið- angur þeirra hófst á Seyðisfirði fyr- ir fimm vikum og á fimmtudag reru þau Chris Duff, Shawna Franklin og Leon Sommé inn í Nauthólsvík- ina. „Við ætlum að þvo fötin okkar, fara í sturtu og fá okkur kaffi,“ sagði Sommé stuttu eftir að hann steig á land. Öll eru þau þaulreyndir kajakræðarar og hafa kennt róður til margra ára. Duff hefur gefið út tvær bækur um kajakferðir sínar og þau Franklin og Sommé reka kajak- skóla á Orca-eyjum, skammt frá Seattle í Bandaríkjunum. Franklin er líka „dálítill“ listamaður og málar nokkrar myndir í Íslandssigling- unni. Að undanskildum sandstorminum við Skaftárósa hefur leiðangurinn gengið vel og þau ekki lent í neinum meiriháttar vandræðum á ferð sinni fyrir suðurströnd landsins, hættu- legasta hjalla leiðangursins. Þar er oft erfitt að lenda bátum vegna brims og þau fóru því eins sjaldan í land eins og mögulegt var. Suma daga voru þau í allt að sjö klukku- tíma í bátunum sleitulaust. Dagleið- irnar eru 32–48 kílómetrar. Suma daga hafa þau ekkert róið og beðið af sér veður. Þrír dauðir hvalir Duff hefur lagt að baki um 25.000 kílómetra í kajak og er m.a. sá eini sem hefur siglt einsamall í kringum Írland og Bretlandseyjar. Aðspurð um hvað sé frábrugðið við að sigla við Íslandsstrendur segir Duff ein- stakt að róa meðfram gríðarlöngum svörtum sandströndum með jökla- bálka í baksýn, Franklin segir veðr- ið síbreytilegra en á heimaslóðum hennar í Washington-ríki og Sommé minnist á að þau hafi séð þrjá hvali á leiðinni, sem voru reyndar allir dauðir. Markverðast er þó fólkið sem þau hafa hitt. „Það er þetta sem gerir þessar ferðir mögulegar, fólkið á staðnum,“ segir Duff. „Við erum alltaf að hitta ótrúlegt fólk,“ bætir Franklin við. Þremenning- arnir hafa eignast marga góða vini hér á landi sem hafa fylgst vel með ferðum þeirra. Einn þeirra hugðist róa með þeim frá Þorlákshöfn til Grindavíkur sem Duff segir að sé „ágeng“ dagleið. Á leiðinni veiktist hann hins vegar heiftarlega af sjó- veiki með tilheyrandi uppköstum og þróttleysi og urðu Bandaríkjamenn- irnir að draga hann um 10 km leið að landi við Strandakirkju. Síðast fengu þau að kynnast gest- risni heimamanna í Grindavík þar sem Hermann Th. Ólafsson tók þeim með kostum og kynjum. Duff segir þau hafa komið til bæjarins í hellirigningu og verið kalt þegar hann bankaði upp á í vöruhúsi til að spyrjast fyrir um tjaldstæði í bæn- um. Hermann hafi gefið sig á tal við þau en þar sem hann talar ekki ensku náði hann í dóttur sína sem sá um að túlka. Án frekari mála- lenginga bauð hann þeim afnot af sturtunum í fiskvinnslu Stakkavík- ur, en Hermann er einn þriggja eig- enda fyrirtækisins, þurrkherbergi og „dásamlegu“ eldhúsinu. Hann bauð þeim heim, gaf þeim ís og keyrði þau út á Reykjanestá til að þau gætu séð aðstæður á sigl- ingaleiðinni. Hringdi auk þess í nokkra fiskimenn til að fá upplýs- ingar um hvenær best væri að fara þarna um. „Þetta er engu líkt,“ seg- ir Sommé. Chris Duff, Shawna Franklin og Leon Sommé stefna að því að ljúka hringsiglingu sinni um landið í sept- ember. Bandarískir kajakræðarar „alltaf að hitta ótrúlegt fólk“ Þvo fötin, fara í sturtu og fá sér kaffi Morgunblaðið/Arnaldur Chris Duff, Leon Sommé og Shawna Franklin reru inn í Nauthólsvík í gær. TENGLAR .............................................. www.icelandexpedition2003.com Á SÍÐASTA fundi borgarstjórnar voru Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir kosin í borgarráð fyrir hönd Reykjavíkurlistans. Stefán Jón Hafstein, sem sat í ráðinu, var kjörinn varamaður. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins voru Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Hanna Birna Krist- jánsdóttir kosin. Björn Bjarnason gaf sæti sitt eftir þegar hann tók við embætti dóms- og kirkjumála- ráðherra. Árni Þór Sigurðsson var endur- kjörinn forseti borgarstjórnar, Steinunn Valdís sem fyrsti vara- forseti og Alfreð Þorsteinsson annar varaforseti. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslyndaflokksins og óháðra, lagði fram bókun við þetta tilefni. Sagðist hann svo ósáttur við vinnubrögð Árna Þórs við stjórnun borgarstjórnar 16. janúar sl., þegar hann lagði fram tillögu gegn virkjanaframkvæmdum á Austurlandi og þátttöku Reykja- víkurborgar, að hann sæi sér ekki fært að styðja kjör hans sem for- seta borgarstjórnar eins og í fyrra. Árni Þór áfram for- seti borgarstjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.