Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKUR flutningabílstjóri, sem kveðst hafa hitt Osama bin Laden, hefur játað aðild að samsæri um árásir á járnbrautarlestir og Brook- lyn-brúna í New York og veitt bandarískum yf- irvöldum upplýsingar um starfsemi hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda, að sögn bandarískra embættismanna í gær. Flutningabílstjórinn, Iyman Faris, 34 ára Ohio-búi, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að hann hafi hitt bin Laden árið 2000 í þjálfunarbúðum al-Qaeda í Afganistan og séð liðsmönnum sam- takanna þar fyrir svefnpokum, farsímum og fleiri tækjum. Á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm Að sögn bandarískra yfirvalda fékk Faris síðar fyrirmæli frá Khalid Sheikh Mohammed, þriðja valdamesta leiðtoga al-Qaeda, um að taka þátt í annarri hrinu hryðjuverka í New York og Wash- ington eftir árásirnar 11. september 2001. „Þetta mál sýnir að mikil hætta steðjar enn að Bandaríkjamönnum heima fyrir í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi,“ sagði John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaða- mannafundi í Washington. Samkvæmt samkomulagi sem náðist 1. maí og skýrt var frá fyrir rétti í Alex- andríu í Virginíu, skammt frá Washington, játar Faris að hafa veitt hryðjuverkasamtök- unum aðstoð. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm og sekt að andvirði allt að 35 milljóna króna. Dómur verður kveðinn upp í málinu 1. ágúst. Faris fæddist í Kasmír og kom fyrst til Bandaríkjanna í maí 1994. Hann varð bandarískur ríkisborgari í desember 1999 og hefur starfað sem flutningabíl- stjóri í Ohio í nokkur ár. Í yfirlýsingu, sem Faris undirritaði, kveðst hann hafa fengið fyrirmæli frá háttsettum for- ingja í al-Qaeda um að kaupa búnað, líklega log- suðutæki, til að slíta burðarstrengi Brooklyn- brúarinnar. Í yfirlýsingunni er foringinn aðeins kallaður „C-2“ en bandarískir embættismenn sögðu að átt væri við Khalid Sheikh Mohammed sem var handtekinn í Pakistan 1. mars og sagður hafa veitt yfirvöldum miklar upplýsingar um starfsemi al-Qaeda víða um heim. Faris kvaðst einnig hafa fengið fyrirmæli frá hryðjuverkaforingjanum um að kaupa tæki sem hægt væri að nota til að setja járnbrautarlestir út af sporinu. Ekkert varð af þessum áformum. Taldi ólíklegt að hægt væri að eyðileggja brúna Í yfirlýsingunni kemur fram að Faris átti fundi með foringjum al-Qaeda á árunum 2000– 2002 í Afganistan og Pakistan. Faris hafi aflað sér upplýsinga um Brooklyn-brúna á Netinu og farið til New York seint á árinu 2002 til að skoða hana. Hann hafi komist að þeirri niðurstöðu að mjög ólíklegt væri að „hægt yrði að eyðileggja brúna með því að slíta strengina“ og sent leið- togum al-Qaeda skilaboð um það á dulmáli í tölvupósti. Áður höfðu samstarfsmenn bin Ladens beðið Faris að kynna sér litlar flugvélar sem liðsmenn al-Qaeda gætu notað til að flýja. Faris hafði skýrt þeim frá því að hann hefði aðgang að flug- völlum vegna starfs síns sem flutningabílstjóri. Faris útvegaði einnig al-Qaeda 2.000 svefn- poka sem fluttir voru til Afganistans og sendi Mohammed farsíma og reiðufé. Þá er hann sagð- ur hafa aðstoðað sex liðsmenn al-Qaeda við að komast með flugvél frá Bandaríkjunum til Jem- ens. Bandarískur flutningabílstjóri játar aðild að samsæri um hryðjuverk Áformuðu árásir á lestir og Brooklyn-brúna í New York Washington. AP. Iyman Faris BANDARÍSKA dagblaðið The Christian Science Monitor skýrði frá því á vefsíðu sinni í gær að frétt blaðs- ins um að stjórn Saddams Husseins hefði greitt breska þingmann- inum George Galloway andvirði 10 milljóna doll- ara, rúmra 730 milljóna króna, hefði byggst á skjölum sem reynst hefðu föls- uð. Galloway kvaðst í gær vera „fórnarlamb sam- særis“ um að ófrægja hann með ásök- unum um að hann hefði þegið peninga fyrir að ganga erinda stjórnar Sadd- ams á Vesturlöndum og krafðist þess að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hæfi rannsókn á málinu. „Ég vil fá að vita hver falsaði þessi skjöl,“ sagði hann. „Ég krefst þess að for- sætisráðherrann, sem leiðtogi her- námsliðsins, rannsaki samsærið.“ Áður hafði The Christian Science Monitor beðið Galloway afsökunar á fréttinni en hann kvaðst ekki fallast á afsökunarbeiðnina. „Þegar nýjar upplýsingar vöktu efasemdir um skjölin hófum við víð- tæka rannsókn sem lauk í vikunni og leiddi í ljós að það er nánast öruggt að skjölin eru fölsuð,“ sagði ritstjóri The Christian Science Monitor, Paul Van Slambrouck, í athugsemd sem fylgdi frásögn blaðsins af rannsókn þess. Blaðið skýrði frá því 25. apríl að það hefði fengið skjöl sem fundist hefðu í húsi Qusays Husseins, annars sona Saddams, í Bagdad og þau sýndu að stjórn Saddams hefði heim- ilað sex greiðslur til Galloways frá júlí 1992 til janúar sl., alls að andvirði 10 milljóna dollara. Blaðið sagði að for- ingi í Lýðveldisverðinum, úrvalssveit- um Írakshers, hefði fundið skjölin. Meðal annars kom fram í fréttinni að í skjali frá janúar sl. væri heimiluð greiðsla að andvirði þriggja milljóna dollara, 220 milljóna króna, til Gallo- ways fyrir „kjarkmikla og djarfa and- stöðu hans gegn óvinum Íraks, á borð við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og baráttu hans á breska þinginu gegn svívirðilegum lygum um þolinmóða þjóð okkar“. Hyggur á málshöfðun Galloway beitti sér mjög gegn hernaðinum í Írak og fór þangað oft fyrir stríðið en hefur alltaf neitað því að hafa þegið fé af stjórn Saddams. Hann lýsti frétt The Christian Science Monitor sem „fjarstæðu og ósannindum“. Breska dagblaðið The Daily Tele- graph birti í apríl frétt um að stjórn Saddams hefði greitt Galloway sem svarar tæplega 45 milljónum króna árlega. Blaðið sagði að af minnisblaði sem hefði fundist í íraska utanríkis- ráðuneytinu í Bagdad mætti ráða að Galloway hefði beðið Íraka um meiri peninga en Saddam hefði talið að ekki væri hægt að verða við óskum þing- mannsins. The Daily Telegraph birti síðast frétt um málið á miðvikudag og sagði þá að Galloway hefði staðfest að hann hefði verið í Írak á degi sem blaðið sagði að skjöl þess sýndu að hann hefði átt fund með fulltrúa írösku leyniþjónustunnar. „Ég er ekki í stöðu til að geta sagt að þessi skjöl [The Daily Telegraph] séu fölsuð, en ég get fullyrt að þau eru ósönn,“ hafði blaðið eftir Galloway. The Christian Science Monitor kvaðst hafa fengið skjöl sín frá her- foringjanum Salah Abdel Rasool og sagði að frumrannsókn á skjölunum hefði bent til þess að þau væru óföls- uð. Rannsókn á bleki þeirra hefði hins vegar leitt í ljós að tvö skjalanna, sem voru með elstu dagsetningarnar og sögð rituð á árunum 1992 og 1993, væru í reynd aðeins nokkurra mán- aða gömul. Blaðið sagði að nýjasta skjalið, frá janúar síðastliðnum, virt- ist hafa verið ritað á þeim tíma. Galloway hyggst höfða meiðyrða- mál á hendur The Daily Telegraph og The Christian Science Monitor. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi hefur hafið rannsókn á málinu og ákvað 6. maí að víkja þingmanninum úr flokknum þar til henni lýkur. Skjöl um greiðslur Íraka til Galloways voru fölsuð Breski þingmaðurinn krefst rannsóknar á málinu Boston, London. AP, AFP. George Galloway ÍSRAELSMAÐUR lét lífið og þrír slösuðust, þar af tveir illa, í árás sem gerð var á ísraelska bifreið á Vest- urbakkanum í gær. Við árásina missti bílstjórinn stjórn á bílnum sem valt og kastaðist út í nærliggjandi skurð. Skotárásin var gerð á sama tíma og Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, og fleiri háttsetta menn í Mið- Austurlöndum. EPA Einn féll í skotárás á Vesturbakkanum ÁHRIFAMIKILL múslimaklerkur í Íran hvatti í gær til þess að tekið yrði af fullri hörku á þeim mönnum sem skipulagt hefðu götumót- mæli í Teheran undanfarna tíu daga. Sagði hann að líta ætti á „óeirðaseggi“ sem handteknir hafa verið sem „óvini Guðs“ – sem myndi þýða að viðkomandi ættu yfir höfði sér dauðadóm. Mohammad Yazdi erkiklerkur er einn af áhrifamestu mönnum í Íran. „Ég bið yfirmann dómsmála og rík- issaksóknara í Íran að sýna þessu fólki enga vægð þar sem það stefndi öryggi Írans í voða,“ sagði Yazdi við bænagjörðir í Teheran í gær. Tilmæli Yazdis koma á sama tíma og svo virðist sem þessi nýjasta alda mótmæla gegn klerkastjórninni í Ír- an hafi að mestu fjarað út. Lögreglan hefur brugðist hart við óróanum og hafa hundruð manna verið handtekin. Pútín ber klæði á vopnin Yazdi varaði Bandaríkin jafnframt við því að Íranar myndu ekki láta buga sig. Íranar hafa hafnað kröfum um að þeir heimili aukið eftirlit með kjarnorkuverum sínum en Banda- ríkjamenn saka þá um að hafa í hyggju að búa til kjarnorkusprengju. Var haft eftir John Bolton, varautan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær að Bandaríkin áskildu sér réttinn til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Ír- an vegna kjarnorkuáætlunar stjórn- valda þar. Slíkar hugmyndir væru þó alls ekki uppi á borðum nú um stund- ir. Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði hins vegar á fréttamannafundi í Moskvu að Mohamed Khatami, for- seti Írans, hefði fullvissað sig um að Íran hefði engin áform um að þróa kjarnorkuvopn. Tekið verði á mótmæl- endum í Íran af hörku Bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til hernaðaraðgerða gegn Íran Teheran, London, Moskvu. AFP. Mohammad Yazdi AÐ MINNSTA kosti sex lögreglu- menn og tveir hryðjuverkamenn týndu lífi í gær þegar vörubifreið hlaðin sprengiefni var sprengd í loft upp við stjórnarráðsbyggingu í Grosní, höfuðstað Tétsníu. Vakhid Tepkayev, embættismaður Tétsníustjórnar, sagði, að húsakynni dómsmálaráðuneytisins og stofnunar, sem ynni gegn skipulögðum glæpa- samtökum, væru rústir einar eftir sjálfsmorðsárásina. Annar embættis- maður sagði, að sex lögreglumenn hefðu farist í sprengingunni en aðrir embættismenn vildu ekki staðfesta það og sögðu sumir, að enginn hefði týnt lífi en 25 manns særst. Tepkayev sagði, að hryðjuverka- mennirnir hefðu trúlega ætlað sér að sprengja upp aðalstjórnarráðsbygg- inguna en líklega hefði sprengjan spungið of snemma, eða þegar þeir áttu ófarna um 700 metra að henni. Myndaðist mikill gígur þar sem bíll- inn sprakk en áætlað er, að um hálft annað tonn af TNT-sprengiefni hafi verið í honum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær, að þrátt fyrir hryðjuverkið væri stefnt að því að halda forsetakosningar í Tétsníu sem fyrst. „Því fyrr sem lögleg stjórn tek- ur við völdum í landinu, því betra,“ sagði hann. Hryðjuverk í Tétsníu Achkmoi Martan. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.