Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Suðurlandi, í samvinnu við Hrein Óskarsson, skógarvörð í Haukadals- skógi, hóf brautryðjendastarf í að- gengismálum fatlaðra í sumar sem leið. Verkefnið felst í því að leggja aðgengilega göngustíga um skóginn. Sjálfsbjörg sótti um styrk í Pokasjóð í fyrra og fékk þá eina milljón. Þá var strax hafist handa og byrjað að út- búa göngustíga sem gætu orðið að- gengilegir öllum. Í ár á að bæta um betur og enn hefur fengist milljón úr Pokasjóði og Ferðamálaráð hefur styrkt verkefnið um 350 þúsund krónur. Á aðalfundi Sjálfsbjargar á Suðurlandi nú í vor var ákveðið að efla verkefnið enn frekar og ákvað fundurinn að samþykkja tillögu for- mannsins, Svans Ingvarssonar, og gefa 300 þúsund krónur til að vinna að áframhaldandi göngustígagerð í Haukadalsskógi. Brautryðjenda- starf sem nýtast mun öllum sem leggja leið sína um Haukadalsskóg í framtíðinni. Aðgengi í brennidepli á ári fatlaðra Svanur Ingvarsson afhendir Hreini Óskarssyni ávísunina frá Sjálfsbjörgu. Hveragerði VIÐ Reykjamörkina búa garð- yrkjuhjónin Jóhann Ísleifsson og Sigríður Eiðsdóttir ásamt börnum sínum. Í garðinum þeirra hefur bangsi komið sér fyrir, sem minn- ir um margt á hlaupbangsa sem hægt er að fá í mörgum litum í sjoppum. Þessi bangsi er þó öðru- vísi en hlaupbangsarnir, því að hann er klipptur úr tré. Bangsinn blasir við frá götunni og er gaman að sjá hvað hægt er að móta úr trjám. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Bangsinn sem hefur komið sér fyrir í garðinum í Reykjamörkinni. Öðruvísi bangsi Hveragerði NÚ stendur yfir tilraunaverkefni á vegum Ung- mennafélags Stokkseyrar (UmfS) og sveitarfé- lagsins Árborgar til að auka notkun á sundlaug- inni á Stokkseyri. Verkefnið gengur út á að öllum börnum og unglingum á aldrinum 0–15 ára er boðið frítt í sund til 15. júlí og er það von UmfS að með þessu aukist aðsókn í sundlaugina og jafnvel komi for- eldrarnir með börnunum í sund. Því má við þetta bæta að í sundlauginni á Stokkseyri er einn heitur pottur og annar nuddpottur, jafnframt er þar lítil vatnsrennibraut fyrir krakkana. En UmfS gerir fleira til að bæta aðstöðu sund- laugargesta því félagið gaf sundlauginni eitt borð, sex stóla og sex sólbekki þar sem þeir gömlu voru orðnir úr sér gengnir og jafnvel hættulegir í notk- un. Þessar gjafir voru afhentar er Einar Njálsson bæjarstjóri og Sigmundur Stefánsson, deild- arstjóri íþróttadeildar Árborgar, komu til að skrifa undir samninga við UmfS um áframhald- andi rekstur íþróttahússins á Stokkseyri. Félagið hefur rekið íþróttahúsið undanfarin ár af miklum myndarskap og byggt upp tækjakost þess jafnt og þétt hvort heldur sem um er að ræða tæki til íþróttaiðkunar eða búnað til veisluhalda, en íþróttahúsið er leigt út undir margs konar mann- fagnað og hefur notkun þess aukist til mikilla muna upp á síðkastið. Einnig voru undirritaðir samningar um rekstur knattspyrnuvallarins á Stokkseyri og um umsjón með hjólabrettasvæðum í Árborg en félagið hefur sinnt þessum málum frá stofnun sveitarfélagsins. Jafnframt var gengið frá samningi við Frey, sem er sameiginlegt lið Umf. Stokkseyrar og Umf. Eyrarbakka í meistaraflokki í knattspyrnu og keppir þar í 3. deild, um rekstur knatt- spyrnuvallarins á Eyrarbakka. Á þessu má sjá að það ríkir engin lognmolla yfir starfi félagsins og megi svo vera áfram. Unglingum boðið frítt í sund Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason Við undirskrift samninga, sitjandi eru Ingibjörg Ársælsdóttir, formaður Umf. Stokkseyrar, Einar Njálsson bæjarstjóri og Gísli Gíslason, forsvarsmaður Freys. Standandi eru Guðrún Jóna Valdimars- dóttir, stjórnarmaður í UmfS, og Sigmundur Stefánsson, deildarstjóri íþróttadeildar Árborgar. „ÉG verð auðvitað óskaplega feginn og þakklátur fái ég þessi gögn mín aftur,“ segir Þorsteinn Pálsson, tann- læknir á Selfossi, sem varð fyrir því 8. júní að brotist var inn í tannlækna- stofu hans að Austurvegi 9 á Selfossi og þaðan stolið nýrri tölvu tann- læknastofunnar ásamt einhverju af deyfilyfjum. Tölvan er Þorsteini dýrmæt að því leyti að í henni voru upplýsingar fyrir tannlæknastofuna og vinnugögn Þor- steins sem tannlæknis en hann segir þessi gögn ekki nýtast neinum nema sér og starfsemi tannlæknastofu hans. Um er að ræða ýmsar upplýs- ingar um starfsemina og vinnuferla sem tímafrekt er að vinna upp. „Þetta eru almennar upplýsingar sem kem- ur sér afar illa fyrir mig að hafa ekki við hendina. Tölvan sjálf skiptir ekki öllu en gögnin eru mér nauðsynleg. Þess vegna er ég tilbúinn að greiða fundarlaun fyrir að fá gögnin til baka. Það eina sem ég hugsa um er að geta nálgast þessi gögn sem eru mikil- vægt verkfæri fyrir mig á stofunni,“ segir Þorsteinn. Hann sagði engar skemmdir hafa verið unnar á stofunni í innbrotinu og segja mætti að þeir sem þarna fóru um hafi gert það mjög snyrtilega. Þorsteinn sagði auðvelt að finna gögnin inni á tölvunni því þegar kveikt væri á henni kæmi upp lítill kassi undir heitinu þjónn. Hægt væri að afrita hann á floppy-disk og koma til sín eða senda hann í tölvupósti. Netfang Þorsteins er: stonet@sim- net.is og hægt er að ná sambandi við hann í síma 898 3405. „Það væri af- skaplega gott að fá þjóninn til baka,“ sagði Þorsteinn Pálsson, tannlæknir á Selfossi. Tannlæknir á Selfossi leitar vinnugagna sinna eftir innbrot „Verð feginn og þakklátur fái ég gögnin aftur“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorsteinn Pálsson, tannlæknir á Selfossi, á stofu sinni á Austurvegi 9. Selfoss ÞRJÚ þúsund laxaseiði úr laxastofni Ölfusár hafa verið sett í eldiskví á einu af stangaveiðisvæðunum á Sel- fossi, miðsvæðinu við Hrefnutanga. Um er að ræða framtak af hálfu Stangaveiðifélags Selfoss en mikil umræða hefur verið um aðgerðir til þess að auka laxagengd í ánni og örva sem frekast má vera stangveiði á svæðinu við Selfoss og reyndar á öllu vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. Stjórn Stangaveiðifélags Selfoss hefur mælt fyrir því undanfarin ár ásamt öðrum stangaveiðifélögum og leigutökum stangveiðisvæða að neta- veiði verði hætt á vatnasvæðinu og því hjálpað með seiðasleppingum að gefa af sér meiri veiði og skapa um leið aukna veltu. Þó svo netaveiði sé ekki hætt þá takast stangaveiðimenn á Selfossi þetta verkefni á hendur og vilja með því leggja áherslu á að hver lax veiddur á stöng leiðir af sér marg- falt meiri tekjur heldur en netaveidd- ur lax, bæði fyrir veiðiréttareigendur og aðra aðila í ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Sigurðsson, einn forsvarsmanna seiðasleppinga í Ölfusá/ Hvítá, fóðrar seiðin við Hrefnutanga á Selfossi. Þrjú þúsund seiði í eldiskví í Ölfusá Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.